Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 9 Utlönd Vesturlönd reyna að hræða Milosevic: Undirbúa heræf- ingar í Albaníu Hersveitir NATO og Evrópuríkja ætla að efna til heræfinga í Albaníu í þamæstu viku og í Makedóníu í september. Tilgangurinn er að skjðta Slobodan Milosevic Júgó- slavíuforseta svo skelk í bringu að hann stöðvi hemaðaraðgerðir Serba í Kosovohéraði. „Ég held að hann ætti ekki að ef- ast um getu okkar til að flytja her- sveitir á svæðið í einum grænum, hvort sem þær tilheyra flugher eða landher," sagði Ken Bacon, talsmað- ur bandaríska landvamaráðuneyt- isins. Tilkynning ráðuneytisins var gef- in út eftir að Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði Milosevic að sókn hans gegn skæruliðum albanskra aðskilnaðar- sinna í Kosovo yki bara líkumar á hemaðaríhlutun NATO. Óbreyttur borgari úr röðum Serba í Kosovo tilbúinn í slaginn. Bill Clinton Bandarikjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, ræddu saman í síma í hálf- tíma í gær um leiðir til að stöðva framsókn Serba. Að sögn talsmanns Clintons voru leiðtogarnir sammála um að samn- ingaleiðin væri æskilegust. Ken Bacon sagði fréttamönnum að áætlanir NATO um íhlutun í Kosovo væru nánast tilbúnar og að þolinmæði Vesturlanda væri senn á þrotum. Háttsettur rússneskur stjómarer- indreki sagði í gær að viðræður milli serbneskra yfirvalda og al- banska meirihlutans í Kosovo yrðu að hefjast aftur hið bráðasta til að koma mætti í veg fyrir frekari hörmungar óbreyttra borgara. Tug- þúsundir manna hafa farið á ver- gang vegna átakanna. Efnahagskreppan i Rússlandi hefur leikið margan manninn grátt. Þessi gamli maður hefur, eins og svo margir aðr- ir, séð sig knúinn til að selja agúrkur við vegbrúnina skammt frá Moskvu til að drýgja ellistyrkinn. 69 ára kona ákærö fyrir fjöldamorð: Kæföi átta korna- börn á 19 árum Marie Noe, 69 ára, hefur verið ákærð fyrir að hafa kæft átta bama sinna meðan þau vora komung. Ákæran er birt nærri 50 árum eftir fyrsta morðið. Marie var handtekin á heimili sínu í Fíladelfiu í gær eftir að sér- fræöingar höfðu úrskurðað að um morð væri að ræða en ekki vöggu- dauða eins og lengi var haldið. Ákæran hljóðar upp á átta ung- bamamorð á 19 árum, á tímabilinu 1949 til 1968. Saksóknari segir böm- in hafa verið 13 daga gömul til 14 mánaða þegar þau vora kæfð með púða eða einhverju öðru mjúku. Noe hefur alla tíð neitað sakar- giftum en lögregla hefúr lengi grun- að aö hún hefði óhreint mjöl i poka- Marie Noe. honinu. Læknar úrskurðuðu að bömin hefðu dáið af ókunnum or- sökum. En þekking manna í dag á vöggudauða renna stoðum undir grun lögreglunnar um að morð hafi átt sér stað. Marie átti samtals 10 böm með manni sínum, nú 77 ára. Eitt barn- anna var andvana fætt en annað dó á spítala skömmu eftir fæðingu. Eig- inmaðurinn var í vinnunni í öll skiptin sem hin börnin dóu og gran- aði konu sína ekki um græsku. Lög- regla segir að Marie hafi kæft böm- in og síðan hlaupið til nágranna og sagt að bamið andaði ekki. Hún hafi fengið far á spítala en bömin hafi alltaf verið látin við komuna þangað. Reuter BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Saltvík, Kjalarnesi í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. Kynningin fer fram í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00-16:15 og stendurtil 4. sept. 1998. Ábendingum og athugasemdum vegna ofan- greindrar kynningar, ef einhverjar eru, skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 18. sept. 1998. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Borgarskipulag Reykjavíkur Sumar smellur frá Mexico Einstaklega falleg húsgögn Borðstofuborð kr. 30.068 stgr. verð Borðstofustólar kr. 8.170 stgr.verð Mikið úrval af sófaborðum, smáborðum og ótal mörgu öðru. Skemmilegt úrval af „öðruvísi“ gjafavörum. 2/dc Húsgagnadeild KRISTALL KRINGOUNNI OG FAXAFENI Simi OOÖ fiTff°T Hornsófi y Mjög slitsterktnælonáklæði y Einnig fáanlegur í leðri Húsgagnaverslunin Stólllnn Smiðjuvegi 6D • Kópavogi • Sími: 554 4544

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.