Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Blaðsíða 32
36 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 T>V nn ússneskur málflutningur I „Öfugmælaumræðumar, sem útvegsforkólfamir og er- indrekar þeirra á Alþingi halda hér heima til varnar óbreyttu ástandi og þá um leið til vamar sjálfum sér, em svo að segja samhljóða málflutningi ríkis- forstjóranna í Rússlandi gegn einkavæðingu.” Þorvaldur Gylfason prófess- or, í Morgunblaðinu. Ekki hægt að gera betri „Hún er yndislega góð, svo góð reyndar aö því miður mun ég sjálfsagt ekki geta gert betur. Má segja að ég hafi toppað sjálfan mig.” Húnn Snædal listflugmaður, um heimasmíðaða flugvél sína, í Degi. Gleymdar skuldir „Fólk er svo fljótt að gleyma. Blekið er varla þornað á uppboðs- og gjald- þrotabeiðnum þegar sömu ein- staklingar hella sér út í fjárfest- ingar.” Pétur Blöndal alþingis- maður, í DV. Þrjú stig lyginnar „Einhver sagði aö til væru þrjú stig lygi. Fyrst væri það venjuleg lygi - þá haugalygi f og loks - tölfræði.” Kristinn Pétursson fiskverk- andi, í Morgunblaðinu. Bílaklónun Ef við kunnum vel við bíl - þá klónum við hann um leið og hann eldist, fáum nýjan af sömu I gerð og eigum hann alltaf spánnýjan - $ meðan makinn fitnar og slappast og bömin vaxa upp og hætta að vera yndislegir krakkar.” Árni Bergmann, í DV. Óvinsæl hagræðing „Það er mikið ógert í að hagræða hjá ríkinu því við erum með á sjötta hundrað ríkisstofnanir. Þarna verður að taka til, sameina stofnanir, leggja aörar niður og hag- ræða, en það er óvinsælt og því á að fresta fram yfir þing- kosningamar næsta vor.” Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður, í Degi. Ásta Ólafsdóttir, myndlistarmaður og forstöðumaður Nýju Goethe-stofnunarinnar: Erum þegar farin a5 fá gjafir frá Þýskalandi Þann 30. mars síðastliðinn var Goethe-stofnunin í Reykjavík lögð niður þrátt fyrir áköf mótmæli is- lendinga. Þar með var ísland eina Evrópulandið auk Albaníu sem nýtur ekki þjónustu þessarar mikilvægu menningarstofnunar. Þetta þótti mörgum miður og þvi tóku myndlist- armennirnir Wolfgang Muller og Ásta Ólafsdóttir að sér að stofna nýja einkarekna Goethe-stofnun sem þau bæði veita forstöðu. í stuttu spjalli var Ásta Ólafsdóttir fyrst beðin um að segja frá tildrögum stofnunarinn- ar: „Okkur sámaði mörgum á íslandi hvernig staðið var að lokun Goethe- stofnunarinnar og fannst skýring þýskra stjómvalda um fjárhagsörðug- leika ekki hafa getað skipt sköpum. Wolfgang Muller og ég erum vinir, bæði myndlistarmenn og fáumst við ritstörf. Okkur fannst þetta mikill skandall að leggja niðm- stofnunina og það var Wolfgang sem fékk þá hug- mynd að stofna nýja einkarekna Goethe-stofnun. Þetta fannst mér bráðsnjallt og við gengum í þetta verk. Ökkur þótti við hæfi að hefja starfsemina í tengslum við sýningu 1 Nýlistasafninu sem heitir Leitin að snarkinum en þátttakendur í henni em sjö Þjóðverjar og sjö íslendingar og erum við bæði meðal þátttak- enda.“ Ásta segir að Nýlistasafnið hafi strax útvegað þeim aðstöðu til starf- seminnar: „Við fengum inni í Gryfj- unni svokölluðu og þar opnuðum við nýja Goethe-stofnun um leið og sýn- ingin var opnuð og erum nú hér til staðar alla daga með rúmgóða skrif- stofu, síma og fax. Þetta framtak okkar hefur vakið mikla athygli og við höfum fengið mörg símtöl og heillaóskaskeyti. Hefur allur sá vel- vilji sem við höfum fundið fyrir, bæði hjá almenningi og fjölmiðlum, glatt okkur mikið og hvatt okkur til dáða. Þá hefur verið fjallað um þetta í Þýskalandi. Haft hefur verið sam- band við okkur og viðtöl verið við Wolfgang í þýskum fjölmiðlum. Þá má geta þess að við höfum fengið heillaóskir, að vísu i gegnum Der Spiegel, frá höfuðstöðvum Goethe- stofnunarinnar. Maður dagsins Ásta gat þess að það hefði ekki að- eins verið á íslandi sem fólk reiddist þegar Goethe-stofnunin var lögð niður hér á landi heldur hefðu umræður um það meira að segja komist inn á þingið í Þýska- landi: „Það er fáránlegt þeg- ar samskipti þjóða eru mikið í umræðunni, ekki síst í Þýskalandi, að lögð skuli vera niður menn- ingarstofhun á borð við Goethe-stofnunina hér á landi. Þá er manni spum: á hvaða forsendum ætla þeir að hafa samskipti á menningarlegum grund- velli?“ Að sögn Ástu er mark- miðið með stofnuninni fyrst og fremst að efla menn- ingarleg samskipti á milli þjóðanna: „Hér á landi læra flestir þýsku og margir fara til Þýskalands svo það er nauðsynlegt að halda úti Ásta Ólafsdóttir. slíkri starfsemi. Þessa dagana erum við að ræða framhaldið. í Nýlista- safninu verðum við til 16. ágúst en þá lýkur sýningunni. Wolfgang fer af landi brott um sama leyti en ég verð í Reykjavík. Nú er það spumingin hvort við fáum okkur pósthólf og leigjum herbergi með tölvu og forum inn á Netið, sem er æskilegt. Við höf- um þegar fengið bókagjafir og eitt og annað frá Þýskalandi. Þetta hefur safnast saman og þarf að komast á vísan stað. I dag erum við opin fyrir öllum tillögum og ég tala nú ekki um ef einhver veit af að- stöðu fyrir okkur sem kostar lítið.“ -HK Króati málar á íslandi í Café Mílanó hefur verið komið fyrir sýningu á myndverkum eftir Króatann Boro Kapor. Hann kom fyrst til íslands árið 1992 og hefur haldið hér þrjár sýningar. Kapor segist hafa orðið fyrir miklum áhrifum af lands- lagi íslands í gegnum það hvernig Björk Guömunds- dóttir kynnti íslenskt lands- lag á plötu sinni, Homogen- ic, og fór í framhaldi að ) Boro Kapor: Marbrotinn persónuleiki. mála íslenskar landslags- myndir. Myndlistarsýning hljómsveitarmanna Fyrir tæpri viku opnuðu Franz Graf, Eva Wohlgemuth, Jóhann Eiríks- son og Guðmundur I. Mark- ússon sýningu í Fiskinum, galleríi, að Skólavörðustíg 22c. Tveir síðastnefndu lista- mennirnir skipa hljómsveit- ina Reptilicus. Sýningin stendur til 12. ágúst. í innra rými Fisksins eru sýndar heimildarmyndir um mann- líf, lsitir og vísindi. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2170: Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi. Stór helgi er fram undan hjá kylfingum. Landsmót og Einherjamót í gær hófst landsmót í golfi og er keppt á þremur golfvöllum á Suöurnesjum, Hólmsvelli i Leirunni, í Sandgerði og Grinda- vík og verður mótinu framhaldið fram á sunnudagskvöld. Á Hólmsvelli, golfvelli Golfklúbbs Suðurnesja, keppa meistaraflokk- ar og var strax komin spenna í mótið og mun hún örugglega magnast með hverjum deginum sem líður. Eftir þrjá daga verður skorið niöur í 12 keppendur i hverjum flokki og þá leika allir á Hólmsvellinum og verður bein út- sending á Sýn frá kl. 12.30. íþróttir Ekki hafa allir tök á að komast á landsmót og þeir sem vilja fara á mót um helgina geta farið á Kiðjabergsvöllinn á morgun þar sem opna Byko-mótið og allir þeir sem hafa unnið það einstaka afrek að hafa farið holu í höggi geta tek- ið þátt í hinu árlega Einherjamóti sem fram fer á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði á sunnudaginn. Mótið hefst kl. 9 um morguninn og er skráning í golfskálanum á Hval- eyrinni. Allir sem hafa farið holu í höggi, hvort sem það var í gær eða fyrir þrjátíu árum, hafa rétt til að spila á mótinu sem er punktamót með fullri forgjöf. Bridge Nokkrir íslenskir spilarar voru meðal þátttakenda á sumarleikunum í Chicago í síðasta mánuði. Sveitum þeirra gekk misjafnlega á mótinu, enda við sterka andstæðinga að etja. Bestum árangri náðu Jón Baldurs- son og Magnús Magnússon sem voru í sveit m.a. með George Rosenkranz og Bobby Wolff, en þeir komust í 16 sveita úrslit í Spingold útsláttar- keppninni. Sveit- ir Nick Nickells og Grant Baze spiluðu til úrslita í þeirri keppni, 64 spila úrslitaleik. Honum lauk með sigri sveitar Nickell, en naumari gat sigurinn varla verið, eða 112 impar gegn 111. Sumir segja að lánið hafi leikið við sveit Nickells í leiknum, að minnsta kosti rennir eftirfarandi spil stoðum undir þær skoðanir. Það kom fyrir í síðustu lotu leiksins. í lokuðum sal höfðu spilarar í sveit Baze endað í 5 tíglum, sem verður að teljast eðlilegur samningur. í opnum sal gengu sagnir þannig, austur gjaf- ari og allir á hættu: ♦ 62 44 ÁKG8 * Á86542 * G * KD8 632 73 * K10643 * Á10973 44 1074 4- KDG9 * 9 Austur Suður Vestur Norður Balicki Meckstr Zmudz Rodwell pass 1 4 pass 2 4 pass 3 4 pass 3« pass 3* pass 4 * pass 4 «4 pass 54 pass 64 p/h Sagnir eru í harðari kantinum og slemman lítur ekki vel út. Útspilið, spaðakónginn, drap Rodwell á ás- inn, tók tvisvar tromp og svínaði síðan hjartatíunni. Þegar það gekk var slemman í húsi og Nickell græddi 13 impa. Staðan í leiknum var 86-92 Baze í vil, en breyttist í 99- 92 í þessu spili. ísak Örn Sigurðsson ♦ G54 44 D95 4 10 * AD8752

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.