Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998
Fréttir
Stuttar fréttir i>v
Ökumaður sem var sviptur í síðustu viku vísaði ákvörðun lögreglu til héraðsdóms:
Dómur telur öndunar-
mælingu standast lög
- svipting ökuréttar mátti ekki vera skemmri en eitt ár í tilfelli ökumannsins
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
staðfest með úrskurði að ný aðferð
lögreglunnar við að mæla alkóhól í
ökumönnum stenst með lögum.
Ökumaður sem stefndi lögreglunni
fyrir dóm tapaði í gær máli þar sem
hann krafðist þess að bráðabirgða-
ökuleyfissvipting yrði felld úr gildi.
Klukkan eitt aðfaranótt mánu-
dagsins í síðustu viku veittu lög-
reglumenn þvi athygli að aksturslag
bíls sem framangreindur maður ók
eftir Rauðarárstíg var heldur grun-
samlegt. Lögreglan stöðvaði för
mannsins á mótum Stórholts og
Einholts. Þegar hann var tekinn tali
töldu laganna verðir að töluverðan
áfengisþef legði frá ökumanninum -
hann var einnig nokkuð ölvaður
„að sjá”.
Maðurinn var handtekinn klukkan
01.00 og færður á lögreglustöðina þar
sem hann fór í öndunarpróf sem
sýndi 0,99 o/oo alkóhóls. Klukkan
01.46 fór hann í sérstakt herbergi til
töku öndunarsýnis sem mistókst.
Ástæðan var alkóhól í munni manns-
ins. Hann gaf síöan öndunarsýni öðru
sinni klukkan 02.50. Reyndist meðal-
tal rannsóknarinnar vera 0.647 milli-
grömm á litra lofts.
Ný lög mæla svo fyrir um að öku-
maður teljist óhæfur til að stjóma
ökutæki ef vínandamagn í lofti sem
hann andar frá sér nemur 0,60 milli-
grömmum í lítra lofts eða meira. Við
skýrslutöku hjá varðstjóra viður-
kenndi maðurinn að hafa neytt áfeng-
is frá klukkan 22-23 um kvöldið - en
ekki fundið til áfengisáhrifa við akst-
urinn. Eftir að maðurinn var sviptur
ökuleyfi til bráðabirgða krafðist hann
þess að héraðsdómur felldi svipting-
una úr gildi.
Fyrir dómi mótmælti maðurinn því
að hafa verið undir áhrifum áfengis
umrædda nótt. Hann vefengdi þvi að
mæling á öndunarsýni geti verið rétt.
Erfiðlega hefði gengið hjá lögreglu við
töku sýnisins þar sem mælingatækið
hafi ekki virkað sem skyldi. Þá benti
hann á að öndunarsýni geti yfir höfuð
ekki verið nægur grundvöllur til að
telja ökumann vera undir áhrifúm
áfengis - auk þess vissi hann ekki til
þess að öndunarmælingartæki lög-
reglunnar hefðu fengið löggildingu af
þar til bærum aðilum hér á landi.
Lögreglan bar fyrir dómi að jafh-
vægi mannsins hafi verið óstöðugt og
málfar óskýrt en framburður hans
greinargóður.
í niðurstöðu dómsins kemur fram
að heimild sé í lögum til að nota sér-
stakt tæki sem lögreglan notar nú við
að mæla vínandamagn í lofti. Gerist
ökumaður sekur um að hafa 0,60
milligrömm í lítra lofts sem hann and-
ar frá sér eða meira skuh svipting
ökuréttar ekki vera skemmri en eitt
ár.
í niðurlagi úrskurðar héraðsdóms
segir að sams konar tækni við mæl-
ingu vínandamagns í ökumönnum
hafi verið notuð um árabil í nokkrum
Evrópulöndum. Þar hafi þau verið
tekin gild sem sönnunargögn í ölvun-
arakstursmálum.
Dómurinn staðfesti bráðabirgða-
sviptingu lögreglunnar. -Ótt
Frakkar í Mýrdal:
Erfitt á
stultum í
sandinum
DV, Vík:
„Við erum að leika okkur hérna
í fjörunni, prófa hvemig er að
vera á stultunum í sandinum og
njóta íslenskrar náttúru um leið,“
sögðu Jack og Flo, franskir lista-
menn sem voru að ganga um á
stultum og leika listir sínar í fjör-
unni við Vík í Mýrdal í vikunni.
Þau voru klædd í hvíta búninga
og með breiða hvíta borða með-
ferðis og var tilkomumikið að sjá
til þeirra svona klæddra í svörtum
sandinum. Aðspurð sögðust þau
vinna í götuleikhúsinu Friches
Theatre í París en ferðast þó víða
um. Þau eru nýkomin úr tveggja
mánaða sýningarferð um Evrópu
en eru núna tvö í frii á íslandi.
Stulturnar og einhverjir búningar
voru þó með í ferðinni.
„Við tökum þetta yfirleitt ekki
með þegar við förum i fri en þegar
við ákváðum að fara til íslands
langaði okkur að prófa að ganga á
þeim á fjöllum, í fjörunni og á ís-
lenskum eldfjöllum. Við höfðum
aldrei prófað slíkt svo við ákváð-
um að reyna þetta á íslandi,"
sögðu þau.
Jack og Flo sögðu erfitt að
ganga á stultunum í fjörunni. Þær
hefðu sokkið svo djúpt í sandinn
að erfitt hefði verið að halda jafn-
vægi á þeim.
„En þessi tilfinning að vera
hérna úti í náttúrunni, við sjóinn
með fuglana allt í kring, er engu
lík. Þeir flugu allt i kringum okk-
ur og alveg við okkur,“ sögöu þess-
ir hressu ferðalangar. -NH
Jack og Flo
á stultunum í fjörunni í Vfk.
DV-mynd Njörður.
Ástþór Magnússon ætlar að kaupa Lpidsbankann:
Sverrir vill Astþór
frekar en Wallenberg
- en segist ekki vera ráðgjafi hans
Ástþór Magnússon, formaður
samtakanna Friður 2000, vill ekki
láta uppi hvaða fyrrverandi
bankastjóri er honum til ráðgjafar
um kaup á Landsbanka íslands hf.
„Ég vil fyrst bíða eftir svörum við
þeim bréfum sem ég hef sent hin-
um ýmsu ráðuneytum,“ sagði Ást-
þór í samtali við DV. „Þetta eru
þrír aðilar. Einn hef ég talað við
sem hefur lýst yfir vilja til að taka
að sér stjórnarformennsku en sá
aðili er mjög þekktur í íslensku
viðskipta-
lífi. Fram-
kvæmda-
stjóraefni
bankans
er maður
sem hefur
starfað í
fjármála-
heiminum
í um 20
ár.“ Sverrir
einn
Astþór
Magnússon.
hefur áður sagt að
fyrrverandi bankastjóri í
Sverrir
Hermannsson.
Lands-
bankan-
um sé
honum til
ráðgjafar
í kaupum
á bankan-
um en vill
Halldór ekM tU'
Guðbjarnason. ™
hver það er. Þegar DV hafði sam-
band við Sverri Hermannsson,
fyrrv.erandi bankastjóra, sagðist
Sverrir vera gjörókunnugur um
málið. „Mér líst hins vegar miklu
betur á Ástþór en Wallenberg,"
sagði Sverrir. Hann sagði aðspurð-
ur að ekki hefði enn verið rætt
neitt um hvort Ástþór færi í fram-
boð með sér. „Hann er náttúrlega
vaskur til vopna sinna,“ sagði
Sverrir. Hallþór Guðbjarnason,
fyrrverandi bankastjóri LÍ, sagði
þetta um málið í gær: „Ég hef
aldrei talað við Ástþór." -hb
Varð undir marki
Fótboltamark féll á ungling í Hafh-
arfirði á þriðjudag. Samkvæmt frétt-
um Bylgjunnar meiddist hann á hand-
legg. Móðir hans telur að Utlu hafi
mátt muna að verr færi og gagnrýnir
bæjaryfirvöld í Hafiiarfirði fyrir að
festa markið ekki nægilega vel.
Aðstoðar ingibjörgu
Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir
borgarstjóri
ákvað að ráða
Áma Þór Sig-
urðsson vara-
borgarfúlltrúa í
starf aðstoðar-
manns borgar-
stjóra í stað Kristínar Amadóttur
sem dvelur erlendis næsta árið.
Norröna
Rekstur Norrænu hefúr verið í
góðu meðallagi í sumar. Hún fór í
gær frá Seyðisfirði með liðlega 620 far-
þega og um 200 farartæki en kom
hingað til lands fiá Þórshöfh í Færeyj-
um með 730 farþega og 215 farartæki.
Rekstrarafgangur
Rikissjóður var rekinn með af-
gangi í fyrsta sinn í 13 ár á síðasta
ári. Þetta kemur fram i frétt Morg-
unblaðsins í dag. Rekstrarafgangur-
inn nam 700 milljónum króna. Hall-
inn árið 1996 var 8,7 milijarðar
króna. Erlendar skuidir ríkissjóðs
lækkuðu um 6 milljarða króna
Uppsagnir
Meinatæknar og bókasafnsfræð-
ingar hafa nú bæst í hóp þeirra
starfsmanna Ríkisspítalanna sem
freista þess að fá Kjarabætur með
hópuppsögnum. Ljóst er að veruleg
röskun verður á starfsemi sjúkra-
húsanna komi uppsagnimar til
framkvæmda. Bylgjan sagði frá.
Rætt viö SE bankann
Á fundi efna-
hags- og viö-
skiptanefhdar Al-
þingis í morgun
var staðfest að
formlegai' við-
ræður . væru
hafhar við
sænska SE-bank-
ann um kaup á ráðandi hlut í Lands-
bankanum. Steingrímur J. Sigfússon
alþingismaður segir þessar upplýs-
ingar þvert á fyrri stefnu rikisstjóm-
arinnar.
Sundmannakláði
Sundmannakláði hefur greinst í
bömum sem vaðið hafa í tjöminni i
Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í
Reykjavík. Kláðanum veldur sníkiil
sem lifir í öndum og hefur ekki
fúndist hér á landi áður. Bylgjan
sagði frá.
Fleiri ferðamenn
Erlendum ferðamönnum fjölgaði
um 17.000 fyrstu sjö mánuði ársins
miðað við sama tima í fyrra. Því er
spáð að þessi aukning skili um 1.700
m. kr. í gjaldeyristekjur. í nýliðn-
um júlímánuði komu ríflega 48.000
erlendir ferðamenn til landsins.
Aukningin frá sama mánuði í fyrra
er um 16%.
Ekki á lista Sverris
Böðvar Jóns-
son, bæjarfull-
trúi Sjálfstæðis-
flokksins i
Reykjanesbæ,
neitar því að
hann verði á
lista flokks
Sverris Her-
mannsson í næstu kosningum. Frétt
Víkurfrétta um máhð sé endileysa.
Lögreglusamstarf
Evrópusambandsríkin hafa sam-
þykkt umboð til samningaviðræðna
við íslendinga og Norðmenn um
Schengen-samstarfið. Samkvæmt
umboðinu verður lögreglusamvinna
hluti af Schengen-samstarfmu við ís-
lendinga og Norðmenn.
Vijja álver
Bæjarráð sameinaðs sveitarfélags
Eskifjarðarkaupstaðar, Neskaup-
staðar og Reyðaríjarðarhrepps hefur
lýst yfir eindregnum stuðningi við
áform um byggingu álverksmiðju á
Reyðarfirði og nauðsynlegar virkj-
unarframkvæmdir í fjórðungnum
sem þeim tengjast. -SÁ