Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 15 Álag á skráargat náungans Það er árviss við- burður að fjölmiðlar gera sér mat úr upplýs- ingum sem birtast þeg- ar skattstofúr leggja íram skrár um álagn- ingu skatta. Eru allir stærstu fjölmiðlar landsins fullir af upp- lýsingum úr þessum skrám. Svo virðist einnig sem skattstofur taki saman sérstakan „hákarlalista" yfir þá sem fá þyngstu höggin frá skattinum! Hvorki meðferð skattstofa á þessum upplýsingum né fréttafhitningur fjöl- miðla er þeim til sóma. Er raunar með ólíkind- um að starfsmenn skattstofa skuli leggjast svo lágt að draga skattgreiðendur með þessum hætti i dilka. Og þó. Dregur ekki úr skattsvikum Kjallarinn saman áætlaðar tekj- ur hans og lífsstíl. En það eru ekki skattyfirvöld sem halda þessu fram. Þvert á móti segja þau „ hverfandi að skattstjóra berist skriflegar eða með öðrum hætti form- legar ábendingar um skattundandrátt þrátt fyrir eftir- grennslan og yfir- legu margra um álögð gjöld náung- ans.“ Svo vitnað sé til viðtals við vara- skattstjórann í Reykjavík sem birt- ist í Tíund, frétta- bréfi Ríkisskatt- stjóra, fyrir nokkrum misserum. Það virðist því sem birting álagn- ingarskrárinnar sé aðallega til þess gerð að fólk geti svalað for- vitni sinni um hugsanlegar tekjur Glúmur Jón Björnsson efnafræðingur „Þaö má líka spyrja af hverju menn vilja staönæmast við birt- ingu álagningarskrár. Af hverju ekki að birta skattaskýrslur fólks, bankareikninga, greiðslu- kortareikninga, ráðningarsamn- inga o. s. frv. Þannig mætti nú al- deilis auka aðhaldið.“ náungans. Birtingin kemur ekki að öðru „gagni“. Einkahagir Skattayfirvöld hafa líka fólk á Það er alls ekki sjálfgefið að hið opin- bera birti upplýsingar um skattgreiðslur ein- staklinga. Þannig er það hvorki í Dan- mörku né Bretlandi. Ekki fer neinum sög- um af því að meira sé um skattsvik í Dan- mörku og Bretlandi en Noregi, Svíþjóð og ís- landi þar sem þessar upplýsingar eru birt- ar. Þó er það helst neftit sem skýring á því af hverju þessar skrár eru birtar, að það skapi aðhald gegn skattsvikum. - Fólk geti gluggað í álagn- ingarskrána og á skráargatið hjá ná- „Það er alls ekki sjáifgefið að hið opinbera virti upplýsingar um skattgreiðslur einstaklinga, unganum og borið segir m.a. í greininni. lavmurn við það að kanna skatt- svik. Þau hafa víðtækar heimildir tO að afla sér upplýsinga um bók- hald og fjárreið- ur fyrirtækja og einstaklinga. Til þess hafa þau fólk með sér- þekkingu á bók- haldi og fjármál- um í vinnu. Óliklegt er að forvitið fólk úti í bæ geti bætt miklum upplýs- ingum þar við. Enda hefur það komið á daginn. Það má líka spyrja af hverju menn vilja stað- næmast við birtingu álagningar- skrár. Af hverju ekki að birta skatta- skýrslur fólks, bankareikninga, greiðslukortareikninga, ráðningarsamninga o. s. frv. Þannig mætti nú al- deilis auka aðhaldið. Þá væri það alveg á hreinu hvaðan auramir komu fyrir nýja bilnum ná- grannans og allir snuðr- arar bæjarins gætu sval- að fýsnum sínum. Birtingin veldur hins vegar vafalaust mörgum leiðindum enda má segja að hún upplýsi oft um innihald ráðningarsamn- inga fólks við vinnuveit- endur sina. Fáir kæra sig um að þessir samningar liggi á lausu og koma þeir engum við nema hlutaðeigandi. Þetta er kjarni málsins. Upplýs- ingar úr álagningarskrá eru um einkahagi fólks. Engin ástæða er til að bera þær á torg með þess- um hætti. Glúmur Jón Björnsson Hver er sinnar gæfu smiður Alþingiskosningamar að vori munu skera úr um það hvort fs- land skuli í framtiðinni vera í einkaeign vissra forréttindahópa eða ekki, og þá hvort almenningi sé það ekki fyrir bestu að finna sér annan samastað og flytjast búferl- um til að geta öðlast heimilisfrið, betri lífskjör og sálarró. Ljóst er að kvótakerfið í sjávarútvegi mun vega hvað þyngst í baráttunni því réttlát nýting landgrunnsins ræð- ur í raun lífskjömm manna. Lýðræðisflokkurinn Flokkrn- með þessu nafni verður geröur opinber þann 19. septem- ber, að öllu foifallalausu. Hann verður byggðm: upp af fagfólki með eigin reynslu í öllum starfs- greinum þjóðfélagsins. Stefnuskráin verður þvi gerð á þann hátt að hún standist aUa gagnrýni og tímans tönn, því laga- gerð er cdvörumál, og skal þar ekki tjaldað til fárra mánaða eins og nú er gert. Allir ábyrgir fslendingar eru því hér með hvattir til að fylgjast vel með umræðu þjóðmála á næst- unni til að reyna að gera sér grein fyrir þvi hvaða málflutningur er trúverðugastur. Að fmna aldrei ró og friö og lifa í sífelldri spennu er heilsuspill- andi. Að semja lög sem valda framansögðu em landráð. Allar götur frá 1990 hefur Alþingi ís- lendinga unnið að því að skara eld að köku vissra manna í þessu þjóðfélagi. Sameign þjóðarinnar, fiskimiðin á landgmnni íslands, er nú orðin fárra manna einka- eign, þessu mun verða breytt ef gáfnafar kjósenda verður normal að vori. Menning og arfleifð Bryggjumenningin, þorpsmenn- ingin, sveita- menningin, bæj- arbragurinn, allt hefur þetta beðið mikið afhroð, fyrst og fremst vegna rangrar stefnu í sjávarút- vegsmálum. Og varðandi sjávarútveginn verður að segja eins og er; sjávar- útvegsráðherrann er ekki fagmað- ur, og „Hólmsteinskan" er ekki hollur ráðgjafi, þess vegna geta slikir menn ekki tekið púlsinn á raunveruleikan- um, og undir- stöðunni, gangi mennskunnar. Dóms- kirkjumálaráð- herrann ætti að spyrja sjávarút- vegsráðherrann (í sama manni), hvort hugsanlega megi rekja hin hræðilegu sjálfs- víg á íslandi til álags á almenn- ing af völdum of- beldis í nafni laga. Að fara niður á bátabryggju á sunnudegi, í góðu veðri, eftir góðar gæftir í vikunni og góða veiði, helst að lokinni mætingu í messu, rabba við karlana, spá í veðrið, fiskivon og horfur, það nefnist bryggjumenning. Menn em stoltir af framlagi sínu til sam- félagsins án þess að færa það í tal. Þetta gefúr sálinni næringu og kraft til að takast sífellt á við nátt- úraöflin til að draga björg í bú á heiðarlegan hátt, ekki með sölu eða leigu á sameign landsmanna eða hlutabréfasölu sem veldur vanda síðar og lendir að lokum á herðum hins almenna skattgreið- anda. Söðlum því um og skilum auðugri arfleifð. Samsetning fiskiskipaflotans Skuttogarar eru 114, vél- bátar yfir 15 metrar 284, smábátar á aflamarki 494, þorskaflahámarksbátar 497, linu- og handfærabát- ar 52 og svo handfærabát- ar 277. Togarar, bátar yfir 15 metrar, smábátar á afla- marki og þorskaflahá- marksbátar em .samtals 1389 skip, sem vegna nú- verandi kvótakaupa kasta gífurlega miklu magni af fiski og úrgangi aftur í sjóinn eða mn það bil 140-160 þúsund tonn- um árlega. Er þá ekki talið með "það fiskmagn, svo sem síld og annað, sem drepið er þeg- ar nætur rifna. Aftur á móti kasta línu- og handfærabátar, sem em samtals 329, engu i hafið nema þá lifandi smáfiski af hand- færinu. Flestir vita um skaðsemi þá er togveiðar valda á hafsbotni, svo og að olíubrennsla togskipa fer upp í tonn af olíu á móti veiddu tonni af afla. Brennsla nóta- og handfærabáta er aftur á móti um 80-100 lítrar á móti veiddu tonni. Garðar Björgvinsson „Sameign þjóðarinnar, fiskimiðin á landgrunni íslands, er nú orðin fárra manna einkaeign. Þessu mun verða breytt ef gáfnafar kjósenda verður normal að vori.“ Garðar Björgvinsson útgerðarmaður og bátasmiður Með og á móti Er gagn að áróðri gegn umferðarslysum? Samvinna margra Sigurður Helgason, upplýsingafulttrúi Umferóarráðs. Til þess að áróður og fræðsla um umferðarmál skili árangri þarf um- fjöflun og upplýsingamiðlun að byggjast á fagmennsku og þekkingu á málefninu. Einnig þurfa aðilar að gera sér grein fyrir að þeir aðilar sem að umferðar- málum koma þurfa að vera samtaka í störf- um sínum. Þannig verða veg- haldarar, lögregla og þeir sem ann- ast upplýsinga- miðlun að vera samstiga. Þetta gerist með þeim hætti að þegar skilaboðum er komið á framfæri um ákveðnar aðgerðir lögreglu verður allur almenningur að hafa mögu- leika á að sjá að skilaboðin eru ekki orðin tóm heldur að þeim sé fylgt eftir af festu og ákveðni. Líkur á að upplýsingamiðlun skili árangri aukast verulega ef allir aðilar ná að vinna saman. Umferðaröryggi er málaflokkur sem allur almenningur þarf að huga að og langflestir hugsa um með einum eða öðmm hætti. Auk þess samstarfs sem fyrr er nefnt þurfa þeir sem taka aö sér að fræða og upplýsa almenning um umferðarmál að vera stöðugt á verði og vega og hiéta það sem ver- ið er að gera. Hinn eini stóri sann- leikur er ekki til í þessum efnum en aðalatriðið er að allir leggi sig fram um að gera eins vel og þeir geta. Hvort upplýsingamiðlun Umferöar- ráðs skilar árangri verða aðrir en við hjá Umferðarráði að svara. Það er hins vegar ljóst að vilji þeirra sem að henni standa er aö hún sé trúverðug og markviss og markmið- ið er að hún geri umferðina betri og ömggari. Að lokum - spennum belt- in - afltafl Hvatt til vitleysunnar Hin mikla umræða og fféttir af umferð, að það sé mikil umferð hér og þar og allir eigi að fara hitt og þetta um hinar og þessar helgar eða daga verður til þess að umferðin verður miklu meiri og verri en ella. Þessi sibylja, sem kvað vera í út- vörpum alla verslunarmanna- helgina um um- ferðarmál, um hvar hver sé og hvað þar sé gam- an og hvað sé skemmtilegt hér og hvar, ýtir að- eins undir óþarfa umferð og meðfylgjandi hörmungar sem oftast vilja verða. Áróður Um- ferðarráðs um að nota bílbelti er svo sem góðra gjalda verður en árum saman hefur Umferðarráð bara ekkert annað haft að segja um umferð en það að segja ökumönnum og farþegum að spenna beltin og helst má skilja að öll slys verði af því að beltin vom ekki spennt. Aksturslag og að menn fari að lög- um í umferðinni er aftur á móti lát- ið liggja milli hluta. Lögreglan er þar á ofan víða mjög slöpp í því sem henni ber, að fylgjast með og stjóma umferðinni. Ég held að refsigleði og þungir dómar hafi minna að segja en menn halda og er ekki að mæla með slíku. Þyngra vegi ákveðni og framganga yfirvalda gagnvart þeim sem em brotlegir í umferðinni, að lögreglan sé sjáanleg, hún stöðvi menn, áviti þá og áminni og láti þá vita hvenær þeir brjóta lög fremur en að beita þungum sektardómum og fara fram í refsigleði, nema um mjög alvarleg brot sé að ræða. Loks vildi ég gjarnan að þessu kjaftæði um tillitssemina verði hætt. Þess í stað verði rekinn áróður fyrir því að fólk fari að lögum. Ef það er gert kemur tillitssemin af sjálfri sér.-SÁ Oddur Ólafsson blaðamaöur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.