Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 Helgarblað DV: Á uppleið í helgarblaði DV á morgun er viðtal við okkar skærustu sundstjömu í dag, Hafnfirðinginn Öm Amarson, sem um síðustu helgi setti sex íslandsmet. Ætt- ir kappans era einnig raktar en hann er kominn af fræknu sundfólki. Rætt er við Jóhönnu Guðlaugsdóttur u sjúkraþjálfara sem flakkað hefur víða um heim, fjaliað er um Finnann fljúg- andi, hann Mika Hakkinen, og í inn- lendu fréttaljósi era nýir fletir á gagna- grannsmálinu. í erlendu fréttaljósi er fjallað um heimsins frægasta saksóknara, Kenneth Starr. -bjb/sm Gunlaugur Sigmundsson: Miður að missa Landsbankann „Mér þætti miður að sjá yfirráð yfir Landsbankanum, sem við höfum átt og rekið í meir en 100 ár á miserf- iðum tímum, færð í hendur útlend- inga á mesta góðærisskeiði lands- ins,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson ’-i* alþingismaður um mögulega sölu á hlut í Landsbankanum til SE-banken í Svíþjóð. -SÁ Ný innrás í Barentshafið veldur norskum sjómönnum vonbrigðum: Herskip i Smuguna - er krafa Norges Fiskarlag til norskra stjórnvalda í dag DV, Ósló: „Það minnsta sem við getum krafist er að strandgæslan sendi herskip strax í Smuguna til að fylgjast með veiðunum og skrá hve mikið togararnir eru að fá. Þetta er allt fiskur sem verður tekinn af okkar kvótum á næsta ári. Við erum að horfa á íslendingana taka aflann sem okkur var ætlaður á næsta ári,” sagði Jan Birger Jörg- ensen, deildarstjóri hjá Norges Fiskarlag, við DV í morgun. Jörgensen sagði að tíðindin af Smuguveiðunum nú yllu sárum vonbrigðum því svo virtist sem ís- lendingar hefðu engan áhuga á að leysa Smugudeiluna og það þótt vitað væri að hrun blasti við í þorskveiðum í Barentshafi. Rætt er um að skera kvóta næsta árs niður um 200 þúsund tonn. „Við vorum að vona að við slyppum við þessa innrás i sumar enda er nú skammt í að nýtt fisk- veiðiár hefjist á íslandi. Nú verð- um við að krefjast þess á ný að norsk stjórnvöld beiti sér í mál- inu,” sagði Jörgensen. „Þetta verðum við að láta athuga strax. Síðast þegar ég vissi var ekkert um að vera í Smugunni en þetta bendir til að verðum að fara á stúfana,” sagði Dag L. Isaksen hjá norsku strandgæslunni þegar DV bar honum fréttirnar af innrás íslenskra togara í Smuguna og góðri veiði þar. „Eftir að hafa kynnt okkur mál- ið í dag munum við taka ákvörð- un um hvort varðskip verður sent á vettvang til að fylgjast með en við getum sem fyrr ekki gripið til neinna annarra aðgerða,” sagði Isaksen. Sömuleiðis voru það ný tíðindi í norska sjávarútvegsráðuneytinu að Smuguveiðar ársins væru hafn- ar fyrir alvöru. Peter Angelsen ráðherra liggur veikur heima í Ló- fóten og vildi ekki tjá sig um mál- ið við DV í morgun en Bjame Myrstad, talsmaður hans, sagði að málið yrði skoðað í ráðuneytinu í dag. -GK ísfirðingur ákærður fyrir að stofna lífi manns í hættu í Æðey: Skaut aö félaganum úr öflugum Colt-riffli ísfirðingur á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa stofnað lífi félaga síns i stórhættu í íbúðar- húsi í Æðey í febrúar sl. Honum er gefið að sök að hafa skotið tveimur til þremur skotum af öflugum Colt-riffli í glerflösku sem stóð á borði rétt fyr- ir framan félagann sem þar sat í sófa. Við skotin brotnaði flaskan en skotin lentu í vegg hússins. Lögreglan fór á báti út í Æðey og handtók báða mennina þegar grunrn- lék á að verið væri að nota skotvopn með ólögmætum hætti í eynni. Ákærða í málinu er gefið að sök að hafa verið undir áhrifum áfengis þeg- ar hann framdi verknaðinn. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á félaga sinn og slegið hann tvö hnefa- högg í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut eymsli á kjálkabeini og kinn. Maðurinn er auk þess ákærður fyrir að hafa skotið af rifílinum án þess að hafa skotvopnaleyfi. Sýslumaðurinn á ísafirði krafðist þess fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í gær að ákærði yrði dæmdur til refs- ingar og að sæta upptöku á umrædd- um Colt-riffli. Ákærði mótmælti því ekki við réttarhöld í gær að krafa sýslumanns um afhendingu á Colt- rifíilinum yrði tekin til meðferðar þegar aðalréttarhöld í málinu hefjast í næstu viku. Þegar Jónas Jóhanns- son héraðsdómari spurði manninn um afstöðu hans til ákæruatriðanna kvaðst hann ekki reiðubúinn til að tjá sig um sakarefnin fyrr en hann hefði ráðfært sig við verjanda. -Ótt Veðrið á morgun: Bjart fyrir noröan og austan Á morgun verður hæg, suðlæg eða breytileg átt á landinu, bjart veður norðan- og austanlands en smáskúrir sunnan- og suðvestan- lands. Hiti verður á bilinu 10 til 18 stig, hlýjast í innsveitum á Norðausturlandi. Veðrið í dag er á bls. 37.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.