Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Side 14
14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Pólitfskur flagari Clinton Bandaríkjaforseti er jafn hæfur eöa óhæfur til að vera forseti Bandaríkjanna, þótt hann hafi haldið framhjá í einkalífinu einu sinni eða oftar eða hvenær sem færi hefur gefizt. Slíkt gerðu forsetarnir Kennedy og Johnson og voru ekki verri forsetar fyrir það. Kvennaflagarar geta nýtzt sem pólitíkusar, þótt þeir séu leiðinlegir og vanþroskaðir sem persónur og gersam- lega óhæfir sem eiginmenn og fjölskyldufeður. Þótt segja megi allt þetta um Clinton, er ekki sjálfgefið án nánari skoðunar, að hann geti ekki verið forseti. Það gildir þó um forsetann fremur en um aðra flagara, að sá þáttur persónuleika hans hefur einkennt pólitíska hegðun hans allan stjórnmálaferil hans. Hann hefur sí og æ komizt í siðferðileg vandræði og þjálfað með sér slípaða tækni við að kjafta sig út úr þeim. Clinton er mikill samskiptatæknir. Hann á auðvelt með að tala fólk til, hvort sem það eru lagskonur eða kjósendur. Hann hefur smám saman talið sér trú um, að sér séu allir vegir færir, hann geti með heiðarlegum svip og liðugu tali logið sig út úr hvaða klípu sem er. Rannsóknin á meintu misferli forsetans hefur varpað kastljósi á vanþroska forsetans. Hann hefur frá upphafi ferils síns hvað eftir annað lent í vandræðum í einkalífi, í fjármálabraski og í stjórnmálum. Hann hefur sloppið fyrir horn og ekki látið segjast af reynslunni. Rannsóknin hefur líka varpað kastljósi á frjálslega umgengni Clintons við sannleikann. Honum finnst nóg að reyna að sýna fram á, að tæknilega séð hafi hann ekki farið með ósannindi, þótt ljóst sé, að hann hafi hagrætt sannleikanum til að leiða fólk á villigötur. Forsetinn hefur reynzt vera langþjálfaður lygalaupur, sem gerir hárfínan og jafnvel lögfræðilegan greinarmun á hreinni lygi annars vegar og hins vegar tilraunum sín- um til að komast út úr fjölmörgum persónulegum, peningalegum og pólitískum vanda á lífsleiðinni. Sem flagari í pólitík og einkamálum er Clinton orðinn að fikli, sem hvað eftir annað kastar sér út í siðferðileg vandræði af hroka þess, sem telur sig geta kjaftað sig út úr öllum vanda. Hann er flagaraflkill eins og sumir aðr- ir eru áfengisfíklar, spilafíklar eða kynfíklar. Nú er allur ferillinn að koma í ljós og taka á sig heil- steypta hryllingsmynd. Forsetinn hefur logið að vinnufé- lögum sínum, meira að vinum sínum og mest að fjöl- skyldu sinni. Öllum þessum varð málið ljóst, þegar hann flutti lélegt sjónvarpsávarp sitt á þriðjudaginn. Ávarpið sýndi líka, að Clinton hefur enn ekkert lært. Hann er enn að fegra hlutina og leita tæknilegra leiða til að villa um fyrir fólki án þess að ljúga beint. Afsökunar- beiðni hans var því gersamlega hol, ein af mörgum áhættum sem flagarinn hefur tekið sem fikill. Málið er nú í höndum bandarísku þjóðarinnar, sem hingað til hefur reynzt auðtrúa og haldið tryggð við for- setann eins og konurnar halda gjama tryggð við flagar- ann. Andvaralaus hefur hún leyft hinum pólitíska flag- ara að kjafta sig í tvígang inn í Hvíta húsið. Sem forseti hefur Clinton haldið mynztri flagarans. Hann stjórnar fáú og snýst eftir vindum hverju sinni, hvort sem þeir koma frá skoðanakönnunum eða álits- gjöfum í umhverfi hans. Markmið flagarans er eitt: Vera vinsæll og halda áfram að vera vinsæll. Fólk hefur fengið færi að sjá, að ekki er nóg, að menn séu bláeygir og heiðarlegir á svip, einlægir og liðugir í tali, til þess að óhætt sé að fela þeim æðstu völd. Jónas Kristjánsson LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 TIV f ;■ ■ ' ' í t- Æk a „Það er margt sem bendir til þess að nýjar ógnir séu framundan í þessum efnum,“ segir Jón Ormur m.a. um hryðjuverk í heiminum. Myndin er frá björgunarstarfi í húsarústum bandaríska sendiráðsins í Nairobi. Reuter Einkavæðing hryðjuverka Hryðjuverk á þremur stöðum kostuðu meira en 300 manns lífið í síðustu viku, og viðbrögð Bandaríkjanna einhvern fjölda mannslífa í þessari viku. Þetta er svo sem ekki stór hópur, það falla sennilega fleiri úr fátækt á hverjum tíu mínútum dagsins. Hryðjuverk gegn al- menningi valda hins vegar alltaf sérstakri skelfingu sem er lítið tengd líkindunum á því hversu margir verða fyr- ir þeim. Það er margt sem bendir til þess að nýjar ógn- ir séu framundan i þessum efnum. Arangur hryðjuverka í þeim heitstrengingum sem alltaf fara fram í kjölfar hryðjuverka gleymist stundum sú staðreynd að fjöldi hryðjuverkasamtaka hefur náð miklum árangri með verkum sínum á þessari öld. í umgöllun um illa heppn- aðar tilraunir araba til hryðjuverka gegn ísrael gleym- ist oft að Ísraelsríki sjáift hefði ekki orðið til í þeirri mynd sem það varð ef ekki hefði verið fyrir vel skipulögð hryðjuverk gyðinga gegn aröbum og breskum hermönnum fyrir miðja þessa öld. Hundruð þúsunda araba voru þá hrakin af heimilum sínum í Palest- ínu með hryðjuverkum gyðinga sem sum hver voru skipulögð af Menachem Begin en hann varð síðar ekki aðeins forsætisráðherra ísraels og mikill aufúsugestru- í Hvíta húsinu heldur líka viðtakandi friðarverð- launa Nóbels. Víða annars staðar í heiminum xurðu hryðjuverk, sem beint var gegn ■■ hýlendustjórnum og stjórnum þjóð- Frlfillfl emisminnihluta frekar en gegn al- menningi eins og var um mörg hryðjuverk gyðinga í Palestínu, til þess að flýta fyrir falli slíkra stjórna, síðast í Zimbabwe 1979. I\lý hætta Mörg af hryðjuverkum samtímans eru hins vegar framin af litlum hópum manna og í svo ógreinilegum og órökrænum tilgangi að þau virðast gersamlega tilvilj- anakennd og þar með sýnast þau stórum hættulegri fyr- ir fólk utan helstu átakasvæða. Hryðjuverkin í Keníu, Tansaníu og á Norður-írlandi í síðustu viku eru dæmi um þessa þróun. Svipaða sögu mátti segja um mannskæða sprengingu í Oklahoma í Bandaríkjunum fyrir fáeinum misserum og eiturga- sárásina í neðanjarðarlestum Tokyo um líkt leyti. Trú- arhópurinn sem stóð að árásinni í Tokyo reyndist eiga nægilegt magn af eiturgasi til að bana milljónum manna. Vel stæðum hryðjuverkamönnum standa æ fleiri vopn til boða. Jón Ormur Halldórsson Hefðbundin persónugerv- ing Þróun í tækni hefur gert mönnum mögu- legt að efna til mikilla morða án þess að hafa mikið skipulag eða mikinn mann- afla á bak við sig. Um leið hafa efnahags- kerfl óg þjóðfélög í ríkari löndum heims orðið sumpart viðkvæmari fyrir árásum. Það getur til að mynda ekki verið langt í fyrstu atlöguna gegn tölvukerfum sem stýra straumi peninga og ferðum fólks. Enn meiri hætta er af hryðjuverkum með sýklavopnum, geislavirkum efnum og eitri. Um leiö og tæknin gerir nú litl- um hópum mögulegt að gera stórar árás- ir þá virðist sú þróun eiga sér stað að menn eru tilbúnir að hætta eigin lífi og fórna lífi annarra fyrir sífellt undarlegri þg ógreinilegri markmið. í sumum tilvikum er um að ræða trúar- Margir sem þekkja til sögu Irlands fullyrða líka að kaþólski minnihlutinn þar í landi væri enn ekki kominn í þá stöðu sem hann er í nú ef ekki hefði verið fyrir öm- urlega sögú hryðjuverka í landinu sem knúðu Breta til að knýja mótmælendur til samninga. Næsta víst er lika að stjómir nokkurra ríkja í Mið- Ameríku hefðu orðið að þoka á síðasta áratug ef herir þessara landa í samvinnu við öfgasinnaða hægri menn hefðu ekki lamað stjómmálastarf með þvi að myrða tugi þúsunda borgara öðrum til viðvörunar. Þá hafa stórveldi heimsins og valdaminni ríki á borð við ísrael, íran og Suður-Afríku á tímum minnihluta- stjómar hvitra manna þar í landi notað hryðjuverk með kerfisbundnum hætti sem hluta af utanríkis- og varnar- stefnu. Serbía er nýleg viðbót við þessa hefð. ■ér ^ skoðanir annarra legan tilgang manna sem telja að guði sé best þjónað með stórfelldum morðum á fólki úti í bæ og í öðrum til- vikum er um að ræða áhugamenn um stjórnmál sem ekki berjast fyrrn hefðbundnum markmiðum, heldur horfa á heiminn í gegnum sérkennilegar samsæriskenn- ingar. Um leið hafa glæpasamtök komið auga á nýja möguleika til fjárkúgunar með hótunum um eyðilegg- ingu. Þó eðli hryðjuverka sé að breytast og sömuleiðis þær hættur sem framundan eru þá hefur forseti Bandarikj- anna kosið að bregðast við þessum síðustu hryðjuverk- um með heföbundnum hætti og persónugera hættuna í mynd skeggjaðs sérvitrings. Loftárásir munu hins vegar duga skammt í baráttu við þá nýju ógn af hryðjuverkum sem á rætur í margþættri og flókinni þróun í tækni og stjórnmálum. Kanar aðgerðalausir „Meira en fimm mánuðir eru liðnir frá því Madel- eine Albright utanríkisráðherra (Bandaríkjanna) varaði Slobodan Milosevic Serbaleiðtoga við því að Bandaríkin myndu ekki líða að hafnar yrðu þjóðem- ishreinsanir í Kosovo. Núna lifa tugþúsundir óbreyttra borgara í Kosovo sem hundelt dýr úti í skógi. Hermenn MUosevics hafa sprengt upp heimUi þeirra og brennt, slátrað búpeningi þeirra og eyðUagt uppskeru þeirra. Meira en 300 þúsund óbreyttir borg- arar, um 15 prósent íbúa Kosovo, hafa verið reknir á vergang. Þjóðernishreinsanirnar standa yfir á fuUu. Og Bandaríkin standa aðgerðalaus hjá.“ Úr forystugrein Washington Post 14. ágúst. Clinton kolféll á prófinu „Forseti Bandarikjanna verður stundum að biðja öbreytta hermenn að deyja fyrir fóðurlandið. Forsetinn biður nána vini um að starfa fyrir ríkisstjórnina fyrir minna fé en hæfileikar þeirra eru metnir annars stað- ar. Forsetinn krefst þess stundum að fólk fómi fjár- munum sínum eða þægindum fyrir þjóðarhag. Það eina sem krafist er af honum í staðinn er að hægt sé að treysta honum, að hann sé trúr og hafi góða dóm- greind. BUl Clinton forseti hefur kolfaUið á þessu ein- falda prófi." Úr forystugrein New York Times 20. ágúst. Sýni friðarvilja > Hryðjuverk írska lýðveldishersins á N-írlandi hefur mátt rekja til almenns stuðnings í röðum almennings og myndarlegra fjárframlaga, m.a. frá Bandaríkja- ) mönnum af írskum upprana. Klofningshópurinn innan IRA getur ekki haldið voðaverkum sínum áfram nema hann njóti sama stuðnings og IRA. LykUlmn er nú f_ | höndum Gerty Adams. Þó fordæming hans á tilræðinu sé góðra gjalda verð þarf hann að sýna fram á einlæg- an friðarvilja. Einnig er mikilvægt að öfgafuUir mót- mælendur láti ekki ögra sér og noti hörmungamar í Omagh sem afsökun fyrir höfnun friðarsamninga. Úr forystugrein Jyllands Posten 18. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.