Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Side 15
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998
15
Við Húnvetningar
„Komdu sæl, elsku frænka,"
sagði ég og faðmaði fallega konu.
Konan tók atlotunum vel og lét sér
hvergi bregða. Ég kallaði konuna
hiklaust elsku frænku þótt ég hefði
aldrei séð hana fyrr og hún ekki
mig. Við vorum nefnilega á ættar-
móti. Það eru vinsælustu samkom-
ur síðari ára. Enginn er maður
með mönnum nema fara á ættar-
mót, eitt ef ekki fleiri. Þannig
heyrði ég af fólki sem ætlaði á ætt-
armót þrjár helgar í röð nú síð-
sumars.
Hagyrðingar og
hestamenn
Ég verð að játa þær syndir á mig
að vera lítt ættfróður. Þó ber ég
kennsl á mína nánustu og man eft-
ir vænu fólki í stórveislum afa og
ömmu í þá góðu gamla daga. Margt
er það fólk gengið á fund feðra
sinna og afkomendur þess fólks
dreifast um allar koppagrundir
eins og gengur.
Enn verr er ég að mér í fræðun-
um sé litið lengra aftur, jafnvel aft-
ur til síðustu aldar. Stöku forfóður
hef ég heyrt nefndan sem og aðra
hliötengda. Ég met það svo að allt
hafi það verið sómamenn, karlar
jafnt sem konur. Sumir svolítið
frægari en aðrir, hluti gleðimenn,
kvennamenn, hestamenn og hag-
yrðingar. Allt eftir bærilegum ís-
lenskum staðli. Húsfreyjur öflugar
og prestar sérlega margir, jafnvel
talað um prestaættir. Eitthvað hef-
ur það gen þó vikið fyrir öðrum
áleitnari í þeim sem nú eru ofar
moldu. Sérarnir hafa því týnt töl-
unni. Þá er að vísu aðeins átt við
ættina sem hittist á dögunum. Hver
og einn er hins vegar af mörgum
ættum. Því þori ég ekki að fullyrða
um presta og skáld í hópi annarra
forfeðra minna og ættingja.
Tímabær uppgötvun
Það kom mér á óvart þegar ég
fékk boð um ættarmótið að ákveð-
ið var að hittast í Húnaþingi þar
sem saga forfeðranna væri rakin
þangað. Vankunnáttan var slík að
ég hafði ekki hugmynd um að ég
væri Húnvetningur að langfeðga-
tali. Ég vissi hins vegar af forfeðr-
um á Mýrum, vestur á fjörðum og
á Suðurlandi. Það á þó vísast við
um mig eins og aðra í þessu dverg-
vaxna samfélagi okkar að allir eru
undan öllum eða því sem næst.
Þess vegna er eins gaman að rekja
í okkur genasöguna og raun ber
vitni. Kári Stefánsson er bara sá
eini sem hafði vit á að gera sér
peninga úr nefndum genum.
Þótt ég sé ekki ættfróður er ég
forvitinn. Það hef ég sjálfagt frá
þessum forfóður mínum, Húnvetn-
ingnum. Ég ákvað þvi að skella
mér á þing þetta með konu og
yngsta barni. Eldri börnin sögðu
ekki margt en skilja mátti af við-
brögðum þeirra að ættarmót af-
komenda einhvers frá árinu
sautján hundruð og súrkál væri
ekki „inn“ eins og kallað er. Þau
sátu því sem fastast á óðali okkar í
Kópavoginum.
Páll sár um sína
Við hjónin ákváðum að hita
okkur upp fyrir ættarmótið með
því að aka norður Kjöl. Þar sem ég
var orðinn löggiltur Húnvetningur
þótti mér tilhlýðilegt að byrja þar í
Húnavatnssýslunni sem helsti ætt-
arlaukur okkar sveitunganna ræð-
ur ríkjum, sjálfur Páll bóndi og
ráðherra á Höllustöðum. Þá er ég
ók þar hjá garði hægði ég á bílnum
og tók ofan. Við stöndum saman,
Húnvetningarnir.
Það er athyglisvert að aka norð-
ur þennan fjallveg. Hann er
ómögulegur sunnan jökla, niður-
grafinn og stanslaust þvottabretti.
Úm leið og komið er norður fyrir
Hveraveili breytist allt. Þar er veg-
urinn uppbyggður, vel heflaður og
flnn. Það helgast sem fleira af
krafti okkar Húnvetninga, meira
þó af afli og styrk Páls á Höllustöð-
um en mínum. Hann sá nefnilega
til þess, þá er ráðist var í virkjun
Blöndu, að búa til fína vegi langt
inn á öræfi.
Laugardagspistill
Jónas Haraldsson
Fellihýsi og blátt tjald
Það var gert ráð fyrir tjaldbú-
skap á ættarmótinu. Þegar við
hjón renndum i hlað á mótsstað, á
bökkum einnar af bestu veiðiám
okkar Húnvetninga, sá ég að ætt-
ingjar minir mættu vel búnir til
móts. Öflugir jeppar stóðu við
tjaldvagna, fellihýsi og annan
þann búnað er best þykir fallinn
til úti- og ættarmóta. „Við erum
bara með litla bláa tjaldið í skott-
inu,“ sagöi ég við konuna. Við
verðum að athlægi innan um þessa
jöfra." „Þetta er þitt fólk,“ sagði
konan og þitt mál að finna út úr
þessu. Þú hefur aldrei viljað kaupa
neinn viðlegubúnað."
Ég fann að konan min bjó ekki
yfir stolti okkar Húnvetninga. Mér
varð það hins vegar ljóst þama í
hlaðinu að litla bláa tjaldið yrði
ekki hreyft. Það yrði áffam í skott-
inu. Mér bar, sem ættarlauk, að
leysa málið á þann hátt að ég héldi
sæmd minni innan um ættmennin
öll, jafnvel þótt ég þekkti hvorki
haus né sporð á þeim. Ég gekk því
til skráningar minnar og fjölskyld-
unnar.
Grænt merki og stjarna
Þá er ég gerði grein fyrir nafni
mínu og númeri rétti mótsstjóri
mér merkispjald til nælingar í
brjóst. Það var með grænum kanti,
sérkenni míns anga ættarinnar.
Dóttir okkar hjóna var og merkt
grænu sem og eiginkonan. Hún
fékk gyllta stjömu að auki með
nafni sínu. Stjarnan vottaði það að
hún hefði þann kjark og þor að
giftast inn í þessa merku ætt. Fjar-
skyldari ættingjar mínir voru í öll-
um regnbogans litum. Þetta kerfi
auðveldaði okkur sem skammt
vorum komin í ættfræðinni að
draga frændsemina alla í dilka.
Misskilið stórmenni
„Ertu búinn að losa fellihýsið
aftan úr jeppanum og koma þér
fyrir?“ spurði mótsstjórinn að lok-
inni skráningu. „Ja,“ stamaði ég,
„hann er nú svo kaldur i kvöld og
það rignir það grimmt að ég veit
ekki nema ég bíði með það til
morguns. Ég var að velta því fyrir
mér hvort ekki væri hagstæðara
að gista bara inni í nótt.“ Þama
vísaði ég til þess að hótel var á ætt-
armótsstaðnum. Um leið reyndi ég
að gefa nærstöddum þá tilfinningu
að þama færi maður sem gjaman
léti dekra við sig á dýrustu hótel-
um. Það var jafngott að dóttir okk-
ar hjóna kom ekki með mér til
skráningarinnar. í barnslegu sak-
leysi sínu kynni hún að hafa nefnt
bláa tjaldið í skottinu.
Af viðbrögðum mótsstjóra var
ekki að merkja að ég hefði komið
inn þessum „fimm stjömu filingi".
„Við erum með svefnpokapláss
fyrir þá sem vilja. Það eru bara
fáir sem nýta sér það. Ég sé ekki
betur en þið getið fengið skólastofu
til afnota. Þú gerir það bara upp í
mótttöku hótelsins."
Húnvetnskur andi
Húnaþing heilsaði þessum af-
komendum sínum með sól og góðu
veðri næsta morgun. Kvöldregnið
var langt aö baki. Fellihýsi ætt-
ingja minna gljáðu í sólinni þá er
ég kíkti út úr skólastofunni. Mér
fannst ég hafa verið í skammar-
króknum. Ég sá að frændumir
voru komnir út, mettir af morgun-
fleski úr fellihýsunum.
“Sæll frændi, og velkominn.“
Þessi kveðja barst hvarvetna að þá
er við komum út í blíðuna. Böm
voru farin að leika sér, hinir eldri
stóðu á hlaðinu og spjölluðu um
veðrið og tilveruna, frændskapinn
og framættina. Elsta kynslóðin var
best að sér, þekkti flesta og vissi
hver var kominn út af hverjum. Ég
tók gleði mína og kyssti konur í
húnvetnskum anda og tók I hend-
ur bænda. Skipti þá engu hvort ég
þekkti ættmennin eða ekki.
Kominn heim
„Ég sé svip af honum afa þínum
í þér, sagði fullorðinn maður við
mig, „Hann var stórmenni," bætti
hann við. Ég dró ekki úr því og
bætti því við að ættliðurinn hefði
þróast vel fram. „Já, þið vissuð
alltaf vel af ykkur, ég sé að það
hefur erfst," sagði sá gamli og
glotti.
Ég fann að ég var kominn heim.
Ég var innan um mína líka. Við
Húnvetningar lúffum ekki fyrir
neinum.