Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Síða 17
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998
&star
17
Verðmætin og þekkingin verða eftir í landinu
- segir Hafliði Halldórsson, skólastjóri Hestaskólans að Ingólfshvoli
Þeir sem aka um Suðurlandsveg í
Ölfusinu hafa eflaust séð miklar
framkvæmdir í landi Ingólfshvols.
Þar er Örn Karlsson að byggja stóra
reiðhöll og fleiri byggingar tengdar
hestamennsku.
Hafliði Halldórsson, tamninga-
maður og reiðkennari, hefur í sam-
starti við Öm Karlsson stofnað reið-
skóla sem á að starffækja á Ingólfs-
hvoli allan ársins hring.
„Það hefur mikið verið hringt í
mig á undanfornum árum og ég beð-
inn um kennslu á ýmsum þáttum
hestamennskunnar í skemmri eða
lengri tíma,“ segir Hafliði.
„Það hefur ekki alltaf hentað því
sem ég hef verið að gera en ég fékk
þá hugmynd að stofna reiðskóla
sem sæi um þessa þjálfun og hugs-
anlega meira til. í samstarfl við Öm
hef ég því stofnað reiðskóla sem
byggir til að byrja með á fjórum
námskeiðum á ári sem hvert um sig
er tveir og hálfur mánuður. Fyrsta
námskeiðið hefst 1. október og verð-
ur byggt á sextán kennsluþáttum,"
segir Hafliði.
Fastráðnir kennarar eru Atli Guð-
mundsson, Einar Ö. Magnússon,
Olil Amble, Freyja Hilmarsdóttir,
Þórður Þorgeirsson, Jón Vilmundar-
son ráðunautur og Páll Stefánsson
dýralæknir en auk þeirra koma
fleiri aðilar að með ýmiss konar
námskeið.
„Við ætlum að kenna fmmtamn-
ingu, þjálfun og uppbyggingu keppn-
ishesta og kynbótahrossa, kynbóta-
dóma, hrossasjúkdóma, atferlisfræði
hrossa, fóðurfræði, járningar,
íþróttadóma, gæðingadóma, skipu-
lagningu hestasýninga, markaðs-
fræði og íslensku.
Aflt efni verður kennt á islensku
en við verðum með túlk.
Nemendurnir verða tólf á hverju
námskeiði og mun skólinn útvega
þeim einn keppnishest og tvo tamn-
ingahesta hverjum. Nemendurnir
búa á staðnum í vist og verður
kennt fimm daga vikunnar.
Hestaskólinn mun kaupa keppnis-
hestana og verða þeir svo til sölu en
tamningahestana fáum við hjá fólki
sem þarf tamningu á hrossin sín.
Hafliði Halldórsson, skólastjóri Hestaskólans, með gullverðlaun fyrir sigur í
tölti á Nælu á íslandsmóti árið 1994. DV-mynd E.J.
Þó markaðsstarf hafi ekki hafist
að alvöru er þegar uppselt á eitt
námskeiðanna og margir nemendur
skráðir á önnur námskeið. Útlend-
ingar eru í meirihluta nú, ekki endi-
lega fólk sem ætlar að leggja fyrir
sig tamningar heldur fólk sem vill
bæta sig sem reiðmenn.
Við erum í sambandi við Félag
tamningamanna um að þeir sem nái
ákveðinni lágmarkseinkunn fái að
sækja um að þreyta próf Félags
tamningamanna en nú eru einungis
tvær leiðir til þess, að klára nám á
Hólaskóla eða vera orðinn 24 ára og
hafa að baki tveggja ára starf við
tamningar.
Við viljum opna þriðju leiðina.
Þekkingin og verðmætin verða eftir
í landinu en eru ekki flutt út.
Hestaskólinn mun ekki eingöngu
skapa kennurum skólans vinnu
heldur öllum þeim sem koma að
með öðrum hætti svo sem heysölu,
sölu hrossanna, sölu á reiðtygjum,
tryggingum og fleiru," segir Hafliði
Halldórsson. -E.J.
SUZUKI SWIFT
GERIR INNANBÆJARAKSTURINN SKEMMTILEGRI
Rúmgóður, sparneytinn,
nettur og lipur að keyra.
Sestu inn og láttu
fara vel um þig.
SWIFT 1.3 GLS; 3d 980.0001
SWIFT 1.3 GLX, 5d 1.020.000 ]
1
ÓVENJU MIKILL STAÐALBÚNAÐUR FYRIR BÍL í ÞESSUM VERÐFLOKKI
Vökvastýri • 2 loftpúðar • Þjófavörn • Samlæsingar
Krumpusvæði að framan og aftan • Upphituð framsæti
Rafmagn í rúðum og speglum • Samlitaðir stuðarar
Hæðarstillanleg öryggisbelti • Hemlaljós í afturglugga
Skolsprautur fyrir framljós • Styrktarbitar í hurðum
$ SUZUKI
—!-------
SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, siml 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf„
Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Isafjörður: Bilagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavík: BG
bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17.
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is