Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Síða 18
18
★
itfþygarðshornið
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998
yr ir
Að fyrirgera sálu sinni
Bandaríkjamenn velta því fyrir
sér hvort forseti þeirra megi
drýgja hór eöa hafi drýgt hór því
hvað sé hór: munnmök? orömök?
Clinton er maðurinn sem sagöist
hafa reykt hass en ekki tekiö ofan
í sig, hann vill alltaf höföa tO allra;
hann er klassískt fómarlamb þess
tvöfalda siðgæðis sem sýkir meira
en annaö þetta mikla land: tekinn
á orðinu í bólinu, þvi tvennt dá
Bandaríkjamenn öðru fremur og
þar með vildi Clinton láta hvort
tveggja spyrjast um sig: siðprúða
fjölskyldufeður og óeirðamenn um
kvennafar - vandinn er að láta
þetta fara saman.
En ég ætla ekki að skrifa um
það.
Á meðan Bandarikjamenn velta
því fyrir sér hvort forseti þeirra
geti í senn veriö nokkurs konar
Móses sem leiðir þjóð sína og
kynóður pilsajagari þá geisar hér
á landi umræða um hvort forset-
inn megi halda ræður sem eitt-
hvað stendur í. Og virðast allir
búnir að gleyma því aö bæði
Sveinn Bjömsson og Ásgeir Ás-
geirsson beittu sér bæði í ræðu og
verki fyrir hersetunni hér, nema
það sé ekki lengur talið hafa verið
pólitískt mál. Fremstur í flokki
gagnrýnenda fer Jón Steinar
Gunnlaugsson, lögmaöur hér í bæ
sem af einhverjum ástæðum er
alltaf til kvaddur að segja sitt álit
án þess að það álit sé ýkja frétt-
næmt: að minnsta kosti ekki að
honum sé í nöp við Ólaf Ragnar
Grímsson - óvild lögmannsins í
garð forsetans er þjóðkunn og
raunar svo megn að engu er líkara
en að hann álíti gjörvalla tilvem
Ólafs Ragnars eiha aUsherjar lög-
leysu.
En ég ætla ekki að skrifa um
það.
Og á meðan íslendingar velta
því fyrir sér hvort forseti þeirra
megi halda ræöur um eitthvað
velta Norðmenn þvi fyrir sér
hvort fyirum forseti okkar megi
halda ræður um ekki neitt. Pirr-
ingur tíðindamanns Aftenposten
bendir reyndar til þess að Vigdís
Guðmundur Andri
Thorsson
hafi einmitt haidið ræðu um eitt-
hvað en Norðmanninum mislíkað
að heyra það og því getum við enn
og aftur verið stolt af þessum
glæsilega sendiherra okkar sem
ætti ef allt væri með felldu að hafa
fjölmennt starfslið og að minnsta
kosti milfjón krónur á ári til starf-
semi sinnar - en ég ætla ekki að
skrifa um það.
Ég ætla að skrifa
um það þegar Norð-
menn hittu loksins
naglann á höfuðið í
gagnrýni sinni á ís-
lendinga. Óvart.
’k'k’k'kirk
Það þurfti sem sé
til leiðarahöfund í
Fiskaren, málgagni
norskra sægreifa,
að benda á um hvað
Keikó-málið eigin-
lega snýst. íslend-
ingar virðast alls
ekki hafaiáttað sig
á því að í græðgi
sinni og gullæði hafa þeir án þess
að taka eftir því snúið baki við öll-
um grundvallarsjónarmiðum sin-
um í hvalveiðimálinu og verður
hér eftir ókleift að svo mikið sem
atyrða hval, hvað þá að veiða
hann. Sem er að vísu allt í lagi, en
þó hefði verið skemmtilegra ef
þjóðin hefði komist að þeirri nið-
urstöðu að hætta hvalveiðum með
öðrum hætti en þeim að láta múta
sér til þess án þess að taka eftir
því, eins og bami.
Keikó er ekki háhymingur
nema kannski formlega séð. Hann
er hugmynd, teiknimyndafígúra:
hann er Depill sem kemur í heim-
sókn til Ariels eins og margir for-
eldrar þekkja. Keikó er bam sem
var numið burt af vondum mönn-
um frá fjölskyldu sinni, pabba og
mömmu og þráir þaö eitt að kom-
ast heim til að leika sér á ný við
hina kátu háhymingana. Keikó er
Disney-dýr. Hann er frægasta af-
urð þeirrar iðju Bandarikjamanna
að manngera dýr - og er i raun-
inni síst skárri tegund ofbeldis en
að veiða þau. Miklu verri raunar,
því manngerving dýra er stunduð
af fólki sem stendur svo mikið
utan við náttúmna að það tengir
aldrei hamborgarann við eitthvert
dýr með stór og falleg augu.
’k’k'k'k'k'k
Bandarikjamenn virðast hafa
áttað sig fullkomlega á því hvað
einkennir helst islenskan þjóðar-
karakter: það er græðgi. Enda hef-
ur stórveldið mikla reynslu af
græðgi íslendinga allt frá
stríðslokum, eins og lesa má um í
bók Vals Ingimundarsonar, ísland
í eldlínu kalda stríðsins.
Það kænlegasta í málinu öllu er
sú ákvörðun Bandaríkjamanna að
hola þessum mikla Bamba undir-
djúpanna niður í Vestmannaeyj-
um. Því þar er stærsta verstöð
landsins að Reykjavík frátalinni. í
Vestmannaeyjum slær hjarta ís-
lensks sjávarútvegs. Þar eru höf-
uðstöðvar veiði-
mannasamfélags-
ins, þar er höfuð-
vígi þess hugsunar-
háttar sem liggur
að baki kergju ís-
lendinga í hval-
veiðimálinu. Vest-
mannaeyingar hafa
vanist því að líta á
háhyrninga eins og
nokkurs konar
varg, sem eyðilegg-
ur net og tekur fisk
frá veiðimönnum.
Slíkur hugsunar-
háttur er kannski
rangur, en þetta er
samt hugsunarhátt-
ur þeirra sem lifa af náttúrunni,
og lifa því af, hafa lifað af í þúsund
ár.
Bandarísku skólabömin sem
standa straum af Keikó-iðnaðinum
hafa fyrir satt að Keikó sé aö fara
heim til fjölskyldu sinnar. Þau
upplifa Keikó-fjölskylduna - the
Keikos - sem væri það úthverfa-
fjölskylda í amerískum smábæ og
bíða þess nú spennt að honum
verði tekið opnum uggum af
hrærðum ættingjum. Vestmanna-
eyingar telja ekki að svo verði.
Þeir líta á Keikó sem háhyming -
þetta er kvikindi fyrir þeim. En í
græðgi sinni hafa þeir gert samn-
ing við skrattann um monnípen-
ingaglás. í samfélag þeirra eru nú
komin viss óheilindi - öðra nafni
tvöfalt siðgæði, að tala tungum
tveim. Og slíkt sýkir samfélag,
eins og dæmin úr Vesturheimi
sanna. Hættan er sú að Vest-
mannaeyingar hafi með samningi
sínum fyrirgert sálu sinni - veiði-
mannssálu sinni.
**■
★
*
*
dagur í lífi
*--------
Undirbúningsdagur fyrir menningarnótt í lífi Lindu Vilhjálmsdóttur Ijóðskálds:
Nótt hinna löngu Ijóða
„Það er þriðjudagurinn 18.
ágúst. Ég er ekki hress á morgn-
ana. Ég er meira að segja svo
óhress að af og til hef ég frekar
kosið að vinna á næturvöktum
en að fara á fætur á þeim óguð-
lega tíma sem vekjaraklukkan
kallar morgunvakt. En nú á að
heita að ég sé í sumarfríi - með
flensu auðvitað og nótt hinna
löngu ljóða hangandi yfir mér
eins og óveðursský. Ég drattað-
ist samt fram úr um níuleytið,
lagaði mér kaffi og hlustaði á
laufskálann, morgunsögu barn-
anna og morgunleikfimina með-
an ég hristi af mér slenið. Fór
síðan að sjæna til forláta verð-
launagrip sem það skáld hlýtur
sem mest verður klappað fyrir í
ljóðadagskrá sem ég og Sigurjón
Birgir Sigurðsson, stundum
kallaður Sjón, og Andri Snær
Magnason stöndum fyrir í Iðnó
á Menningarnótt i Reykjavík.
Ljóðið flutt í land
Dagskráin kallast Nótt hinna
löngu ljóða og hefst með ljóða-
lestri í Tjarnarhólmanum
klukkan hálfátta um kvöldið og
síðan verður ljóðið flutt í land
og inn í Iðnó þar sem ljóð verða
lesin og sungin frá klukkan átta
um kvöldið til klukkan tvö um
nóttina. Sigurjón á hugmyndina
að nafninu og þó að viö vissum
að til var Nótt hinna löngu hnífa
mundum við engan veginn um
hvað hún snerist og héldum
einna helst að þetta væri titill á
Morgan Kane-sögú. Þegar það
svo rann upp fyrir okkur nýlega
að þetta væri nóttin sem Hitler
réðst gegn eigin mönnum var
nafnið orðið pikkfast í hausnum
á okkm- og auk þess fannst okk-
ur það alltof smart til að fórna
því.
Eftir að hafa farið yfir tossa-
listann hringdi ég í nokkra
menningarmenn á fjölmiðlum
til að reyna að fá þá til að fjalla
um dagskrána og gerði þau mis-
tök að segja menningarritstjóra
Morgunblaðsins frá því að ég
læsi aldrei blöðin, ég held ég
hafi meira að segja sagt að ég
læsi aldrei Morgunblaðið, en
meinti auðvitað að ég keypti
ekki blöðin.
Rispa í símanum
Ég hafði setið á Gráa kettin-
um upp undir klukkutíma i há-
deginu og bölvað óstundvísi
Andra Snæs þegar ég mundi eft-
ir því að hann var að flytja fyr-
irlestur í Amsterdam. Ég drakk
í staðinn kaffibolla með Ástu
systur minni og Sunnu Magnús-
dóttur sem líka voru að skipu-
leggja fyrir Menningamóttina
því þá ætla þær að opna sauma-
verkstæði i Þverholtinu sem
heitir Nælon og jarðarber með
pompi og prakt og hafa opið fyr-
ir gesti fram á nótt. Á leiðinni
heim keypti ég í matinn og borg-
aði reikninga og skellti siðan í
eina vél áður en ég tók nokk-
urra klukkutíma rispu í síman-
um til að staðfesta tímasetning-
ar í dagskránni við skáldin.
Ánægð með starfslaun
Upp úr fjögur lá leiðin út
úr bænum og upp á Lyng-
háls í viðtal hjá þeim sí-
hressu ljóðaunnendum
Hrafni Jökulssyni og Jak-
obi Bjarnar á Þjóðbraut-
inni. Síðan fór ég aftur í
gegnum Hvalfjarðargöng-
in í bæinn og beint á
Kjarvalsstaði en þar voru
borgarstjórinn í Reykjavík
og formaður menningar-
málanefndar að afhenda
listamönnum starfslaun á
afmælisdegi borgarinnar. Ég
I mörgu hefur veriö aö snúast
hjá Lindu Vilhjálmsdóttur í undir-
búningi Ijóðadagskrár í Iðnó á
menningarnóttinni í nótt.
DV-mynd S
var mjög ánægð
Birgir Andrésson
maður skyldi fá
árslaunin að
þessu sinni.
Sjálf var ég
á starfs
launum
í þrjá
mán-
uði hjá
Reykja-
víkur-
borg í
fyrra og
það var
eiginlega
kveikjan
að þessu
ljóða-
brölti
að heyra að
myndlistar-
mínu í kringmn Menningamótt-
ina núna.
Eftir að hafa skálað fyrir
Birgi og hinum listamönnunum
fór ég heim á Laugaveginn að
elda kvöldmatinn og var rétt
að byrja að borða þegar
Harpa Björnsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Menningar-
nætur, hringdi og sagðist
vera komin með auglýsing-
una fyrir Nóttina. Við ákváð-
um að hittast í hennar matar-
tíma á Næstu grösum. Þegar
ég kom aftur heim tók ég
aðra skáldarispu í símanum
L og lá síðan hálfsofandi yfir
sjónvarpinu í sófanum
þangað til ég nennti að
standa upp til að fara í
rúmið. Góða
Menning-
amótt.“