Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Page 20
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 13 "\/ 20 sakamál w ______ Stjúpmóðirin Sueanne. Nú var ekið út í skóg. Þar tóku þeir Jimmy og Paul fram skóflu og sögðu Chris að fara að grafa. Hann skildi ekki alveg hvers vegna en spurði einskis og hefur að öllum lík- indum haldið að í jörðu væri að finna falið maríjúana. Hvernig átti honum að koma til hugar að hann væri að grafa eigin gröf? Fyrir rétt Saga Leilu, sem Moore þótti í fyrstu ótrúleg, reyndist sönn. Lög- regluskýrslur voru sendar saksókn- araembættinu, sem gaf út ákæru. Málið kom fyrir rétt í apríl 1981. Verjendur reyndu sitt besta og vís- uðu meðal annars til þess hve ungir sakborningarnir væru. Jimmy Hob- son, sem var nú átján ára, fékk ævi- langt fangelsi, en Paul Sorrentino, sem var árinu yngri, fékk tuttugu ára fangelsi. Dómarinn visaði hins vegar frá kæru á hendur Sueanne Hobson, en henni hafði verið gefið að sök það sem áður hafði komið fram, það er að hún hefði hvatt til morðsins og heitið fyrir það launum. Sannanir gegn henni þóttu ekki nægar og kom þar fyrst og fremst til að sonur hennar, Jimmy, fékkst ekki til að bera vitni gegn henni. En ári síðar var Sueanne hand- tekin á ný. Jimmy hafði snúist hug- ur. Þá höfðu líka komið í ljós nýjar vísbendingar og ný vitni gefið sig fram. Mikilvægast af þeim var dótt- ir Sueanne, Suzanne, sem var nú orðin fimmtán ára. Árin tvö á und- an hafði hún verið undir miklu and- legu álagi vegna þess sem hún vissi um málið. Henni þótti vænt um móður sína, en einnig um stjúpfóð- ur sinn. Málalok Sueanne Hobson var á ný leidd fyrir rétt og þegar vika var af júlí 1982 var hún sek fundin. Kveðinn var upp yfir henni lífstíðardómur fyrir þátt sinn i morðinu á Chris. Þar með lauk réttarmeðferð sem vakti mikla athygli í Kansas og reyndar víðar í Bandaríkjunum. Blöð og fjölmiðlar fjölluðu ítarlega um málið þegar ljóst varð hvernig allt var í pottinn búið og sömuleiðis við bæði réttarhöldin. Þótti ýmsum sem gamla sagan um vondu stjúp- móðurina hefði á ný reynst eiga við rök að styðjast, en í þetta sinn, að minnsta kosti, hefði tekist að koma lögum yfir hana fyrir vonskuverkið. Suzanne með móður sinni, Sueanne. drenginn. Það mátti því ætla að eitt- hvað væri til í þeirri skoðun lög- reglunnar að líklegasta skýringin á hvarfinu væri strok. Jimmy. Myndin er tekin níu árum eftir atburðinn. Líkið finnst Chris Hobson hafði verið horflnn í þrjá vikur þegar tveir ungir dreng- ir, Barry Carpenter og Mark Burger, áttu leið um skóginn þar sem líkið var grafið. Þeir voru að koma úr veiðiferð. Skyndilega sáu þeir í rauða dulu. Annar þeirra togaði í hana en þá kom handleggur upp úr jörðinni. Þessu fylgdi óþefur. Drengjunum varð þegar ljóst hvers kyns var, flýttu sér heim og sögðu foreldrum sínum frá fundinum. Þeir gerðu lögreglunni aðvart. Sama kvöld tilkynnti lögreglan Ed og Sueanne Hobson að líkið af Chris hefði fundist og ljóst væri að hann hefði verið myrtur. Ed féll al- veg saman, en lögreglumönnunum kom á óvart hve lítið fréttin fékk á Sueanne. Engar vísbendingar fundust við gröflna og litlar líkur þóttu á að morðið yrði upplýst. En Paul Sor- rentino hafa gortað af verknaðinum við stúlku sem hann var með. Sagan sögð Nokkrum dögum eftir líkfundinn kom Leila Anderson, sem var átján ára, á lögreglustöðina og sagði að vinur hennar hefði trúað sér fyrir því að hann hefði myrt Chris Hob- son. Með honum hefði Jimmy, bróð- ir Chris, verið. Leila skýrði enn fremur frá því að það hefði verið stjúpmóðir Chris, Sueanne, sem hefði fengið þá til að myrða dreng- inn. Fyrir það hefði annar þeirra átt að fá mótorhjól en hinn bíl. Rannsóknarlögreglumaðurinn Steve Moore átti í fyrstu erfltt með að trúa sögu Leilu, en smám saman varð honum ljóst að margt í frá- sögninni kom heim og saman við það sem sést hafði við gröfina. í raun hefði hún lýst atriðum sem morðinginn einn gæti vitað. Moore fékk Leilu því til að hringja til Pauls og lýsa áhyggjum sínum yfir því að hugsanlega yrði flett ofan af honum. Samtalið var tekið upp. Paul róaði vinkonu sína og taldi litl- ar líkur á að upp um hann kæmist og gortaði sig enn á ný af morðinu. Nokkrum klukkustundum síðar voru þeir Paul Sorrentino og Jimmy Hobson handteknir. Játning Paul neitaði allri sekt og sagðist hafa sagt Leilu söguna til þess að þykjast karl í krapinu. En Jim- my hafði fengið samviskubit og játaði. Hann staðfesti að það hefði verið móðir hans sem fékk þá til morðsins. Hún hefði byrjað á þvi að segja að það hefði verið Chris sem hefði sagt Ed frá þvi að maríjúana og þýfi væri í herbergi sínu. Þá sagði Sueanne að Chris kæmi illa fram við systur Jim- mys, Suzanne. Hvort tveggja var ósatt, en þegar Sueanne hét Jimmy bíl fyrir að ryðja Chris úr vegi féllst hann á að gera það. Jimmy taldi sig hins vegar ekki getað framið morðið einn og fékk því Paul til liðs við sig. Hann var talinn afbrigðilegur og var stundum sagður hálf- gerður geðsjúklingur, enda hafði hann lýst því yfir að hann langaði til að drepa ein- hvern til þess að vita hvernig það væri. Morðkvöldið hringdi Sueanne til Jimmys og sagði að nú gæti hann látið til skar- ar skríða. Þau Ed færu út að borða og hún myndi skilja bílinn eftir heima. Chris yrði einn í húsinu. Blekkingin Jimmy og Paul lokkuðu Chris með sér út I bílinn á þeim forsend- um að þeir væru komnir á slóð gengis sem seldi maríjúana og þeir ætluðu sér að fletta ofan af því. Fyr- ir það fengju þeir allháa peninga- upphæð sem heitið hefði verið þeim sem gætu komið lögum yfir gengið. Chris fannst mikið til framtaks þeirra Jimmys og Pauls koma og fannst nokkur upphefð í því að fá að taka þátt í aðgerð af þessu tagi. Hon- um gæfist tækifæri til þess að standa jafnfætis stóra bróður. Hinn ungi og freknótti Chris Hob- son skildi ekki hvers vegna hann átti að grafa holu á fáfornum stað úti í skógi. En drengurinn, sem var þrettán ára, fór að orðum eldri bróð- ur síns, Jimmys, og vinar hans, Pauls. Chris hélt áfram að grafa þar til holan var orðin allstór. Þá gerði hann hlé og leit á piltana. Honum til mikillar undrunar hélt hvor um sig þá á haglabyssu. „Hættu þessu rugli,“ sagði Chris við bróður sinn. En það var eitt- hvað í augum Jimmys sem gerði hann hræddan. Vopnuðu piltarnir tveir töldu upp að þremur. Svo hleyptu þeir af. Höglin úr annarri byssunni hæfðu Chris í brjóstið, en höglin úr hinni hittu hann í magann. Chris, sem var lífshættulega særður, reyndi að komast upp úr holunni, en þá spark- aði Jimmy í hann svo hann datt ofan í hana. „Ljúkum þessu af,“ sagði Paul þá og hleypti af öðru skoti. í þetta sinn hæfðu höglin Chris í hakkann. Ekki alveg nógu djúp Er þeir Jimmy og Paul höfðu gengið úr skugga um að Chris væri allur komu þeir honum fyrir í gröf- inni og mokuðu yfir. Þegar þeir gengu frá litu þeir við og sáu að það sást í aðra hönd hans. Jimmy gekk þá að og rótaði mold yfir hana. Þegar Jimmy, sem var sautján ára þegar þetta gerðist, og Paul Sor- rentino, sem var árinu yngri, óku til heimabæjarins, Overland i Kansas-ríki, var maríjúanavíman, sem þeir höfðu verið i meðan þeir frömdu verknaðinn, að renna af þeim. Þeir urðu óstyrkir og reyndu að snúa talinu að öðru en þvi sem þeir höfðu verið að gera. Daginn eftir var hvarf Chris Hobsons tilkynnt. Faðir hans, Ed, og stjúpmóðir, Sueanne, höfðu þá leitað hans víða en án árangurs. Lögreglumenn reyndu að hugga þau með þeim orð- um að Chris hefði vafalaust strokið að heiman og myndi skila sér áður en langt um liði. Chris var sonur Eds af fyrra hjónabandi. Móðir hans hafði dáið úr krabbameini og dóttir hennar hafði framið sjálfsvíg. Sueanne hafði eign- ast tvö börn með manni sem hún var nú skilin við, þau Jimmy og Suzanne, sem var þrettán ára. Jimmy hafði um hríð búið hjá föður sínum, en hann var drykkjumaður. Chris. Pilturinn hafði því flutt til móður sinnar og Eds. En þremur mánuðum fyrir drápið á Chris hafði Ed vísað honum á dyr eftir að hafa fundið maríjúana og þjófagóss í herbergi hans. Þá flutti hann í litla íbúð við Overland-garð- inn. Það var mikið um vandamál á heimili Hobsons-hjóna. Sueanne var haldin peningahyggju og þoldi Chris ekki af því hann var auga- steinn fóður síns. Hún fór með hann eins og hin bömin þegar Ed var heima, en þegar hann var við vinnu var hún stöðugt með aðfinnslur við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.