Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 T">X7~ Norski kaupmaöurinn Odd Reitan haslar sér völl á íslandi: Treystir á dans og stjörnuspeki - hefur tekist allt nema að selja matvörur á Netinu Odd kaupmaður Reitan kallar sjálfan sig „nýlenduvörumajórinn" vegna þess að hann var einu sinni majór í lúðrasveit norska hersins. Svo eftir að nýlenduvöruverslanir tóku að safnast í bú hans fannst honum þetta viðurnefni við hæfi því allir umtalaðir menn verða að hafa einhvers konar viðurnefni. Frá þessu segir hann í viðtali við sjálfan sig á Netinu. Hann segist líka alltaf ráðfæra sig við stjörnumar áður en hann kaup- ir nokkuð eða heldur mikilvæga fundi. Sé skilaboðin af himnum óhagstæð verður ekkert af hvorki kaupum né fundum, það er að segja ef til stóð að semja við karlmenn. Ef konur eiga í hlut virðist óhagstæð staða stjamanna engu skipta. Merkilegt. Fótafimi kaupmaðurinn Fyrir utan að græða peninga seg- ist Ödd aðeins eiga eitt áhugamál. Það er tónlist; sérstaklega létt tón- list og danstónlist. Stefna verslana- keðjunnar Rema 1000 byggist á létt- um danslögum og bestu hugmyndir sínar segist Odd fá við að hlusta á tónlist eða að semja sjálfur. „Ég verð alveg frá mér ef ég sé fallega konu syngja vel,“ segir hann Fréttaljós í viðtalinu. Og hann dansar. Segist hafa takt í kroppnum en er ekki alltaf viss um hvar hann eigi að setja fæturna niður. Þetta er verst í suður-amerískum dönsum og sveiflu. Odd semur einfalda tónlist. Lög og textar eftir hann em flutt á jóla- skemmtunum í fyrirtækinu en hann segist vera lélegt skáld, bæði þegar tónar og orð eiga í hlut. Hann hefur hins vegar orð stjömuspek- ingsins síns fyrir því að hann sé fæddur rithöfundur. , @.mfyr:Alvörulaus en eldskarp- ur Einhverjum myndi detta í hug að maðurinn væri algerlega snarbilað- ur. Það er hann ekki. Hann er eld- skarpur viöskiptajöfur en tekur sjálfan sig ekki alltaf mjög hátíð- lega. Og hann gerir allt til að halda í ímynd sína sem „létt- lyndi kaupmað- urinn á horn- inu“. Það jafnvel þótt hann eigi 464 búðir, velti 140 milljörðum íslenskra króna á ári og hafi grætt 2,6 millj- arða á síðasta ári. Odd Reitan vill bara vera sonur hans Óla gamla í Ný- lenduvöruversl- un Óla við Nunnugötu 22 í Þrándheimi. Hann Óli stofn- aði þessa verslun í maí árið 1948 og hafði samanlagða veltu upp á 25,50 krónur á fyrsta starfsdegi. Eitt spor til vesturs Odd er lýst svo að hann setji sér skýr markmið og linni svo ekki lát- um fyrr en þeim er náð. Hann ætlar sér að verða í fremstu röð kaup- manna í Evrópu og eitt stutt skref til að ná þvi markmiði er að kaupa lítinn flmmtung i Baugi hf. á Is- landi. Sókn Odds hefur einkum verið áberandi í Austur-Evrópu. Eftir fall jám- tjaldsins opnuð- ust þar mögu- leikar sem hann var manna fyrstur til að nýta. Veldi hans nær nú yfir 11 lönd þótt það sé enn sem komið er mest í Nor- egi. Þar hefur hann um 20% af matvörumark- aðnum. Rukkar líka son sinn Aðferðir Odds til að græða pen- inga eru fjölbreyttar. Stundum kaupir hann sig inn í fyrirtæki eins og nú með hlutnum í Baugi hf. Hann á einnig hluti í fyrirtækjum sem framleiða matvörur fyrir versl- anirnar, bæði þær sem heita Rema 1000 og aðrar sem hann á hlut í. Þegar kemur að kaupum á fyrir- tækjum er Odd sannkallaður há- karl. Odd græðir líka mikið fé á að leigja nafn verslunar sinnar - Rema 1000 - líkt og algengt er í alþjóðleg- um veitingarekstri. Jafnvel Óli, elsti sonur hans, verður að borga fyrir að reka verslun neð þessu nafni. Stíllinn er einfaldur og alls staðar eins. Framboðið er einfalt og varan á að vera ódýr. Ekkert kjaftæði Og allt verður að peningum; allt annað en hugmyndin um að reka matvöruverslun á Netinu. Hann reyndi sig á Netinu fyrir tveimur árum, fyrstur Norðurlandabúa, en gafst upp fyrr á þessu ári. Eftir sem áður hefur hann tröllatrú á Netinu en verður að viðurkenna að fólk kaupir ekki í matinn gegnum tölv- ur. Þarna skjöplaðist Oddi. Á öðrum sviðum hefur honum orðið að ósk sinni. Hann neitaði t.d. að fylgja tískunni þegar allir kaupmenn fóru að bjóða viðskiptavinunum afslátt- arpunkta fyrir að kaupa vöruna. „Þetta er einföld brella sem neyt- endur falla ekki fyrir,“ sagði Odd og nýjustu kannanir sýna að hann hef- ur á réttu að standa. Odd kaupmað- ur hefur því sem fyrr tröllatrú á að „neytendur vilja bara hagstætt verð og ekkert kjaftæði." Það er kjörorð hans. Odd Reitan, norski kaupmaðurinn sem keypti 20 prósent í Baugi Þeir áttu langan og gamansaman fund saman, Steinar Bastesen og Júlíus Jónsson í Nóatúni. DV-mynd ÞÖK Bastesen og Júlíus í Nóatúni: Þetta er bara Ameríkuhræðslan - segja þeir félagar og eru ekki af baki dottnir meö irmílutnmg á rengi Samfylking: Afstaöa Kvenna- lista um helgina Afstaða Kvennalistans til sam- fylkingar með A-flokkunum viö al- þingiskosningar í vor ræðst á lands- fúndi um helgina. Konumar funda í Reykholti og hófst landsfúndur í gær og honum lýkur á morgun. Fyr- ir landsfúndi liggur heiðurskvenna- samkomulag sem niu manna nefnd samfylkingar gerði um aö Kvenna- listanum yrðu tryggð tvö þingsæti í Reylqavík og eitt á Reykjanesi. Talið er að helstu andstööu viö hugmynd- imar um samfylkingu sé að fmna meöal frumherja Kvennalistans. Það er þó mat flestra sem DV ræddi við að loforö um þrjú þingsæti dugi til að samfylking hljóti náö fyrir aug- um landsfúndarfulltrúa. Miöstjóm Alþýðubandalagsins fundar einnig um helgina þar sem viðbúið er að samfylkingarmál verði efst á baugi. -rt „Þetta er ekta drengur sem kemur úr norðrinu og hefur alltaf þurft að vinna. Við áttum langan og gaman- saman fund,“ sagði Júlíus Jónsson, kaupmaðtu- í Nóatúni, í gær eftir morgunfund með Steinari Bastesen, norðurnorska stórþingsmanninum sem er í raun heill þingflokkur út af fyrir sig. Júlíus sagði að þeir Steinar heföu skipulagt aðgerðir sínar varð- andi innflutning á hvalrengi til Nóa- túnsbúðanna. Yflrvöld í Noregi og á íslandi reyndu allt til að stöðva þessi við- skipti sem væru þó lögleg í báðum löndunum. „Þetta er bara Ameríku- hræðslan og bírókratamir reyna að stoppa okkur,“ var sameiginlegt álit þeirra Steinars Bastesen og Júlíusar. „Við verðum að sækja fram með lög- fræðingum, það er mikið í húfi fyrir Norðmennina og við erum ekki í Al- þjóða hvalveiðiráðinu. Næst eru það lögmennirnir, við sækjum embættis- menn til ábyrgðar,“ sagði Júlíus. Bastesen, stjórnmálamaður og hvalveiðimaður, er kominn til land- ins, hress í bragði og baráttuglaður og með ýmsar nýjar upplýsingar um ástand hvalastofnanna sem hann vill að verði nýttir á skynsamlegan hátt. Sjávamytjar halda opinn fund um hvalveiðimáliö á Grand Hótel í dag kl. 13 og er fundurinn öllum op- inn. Bastesen sagði í gær að hann mundi m.a. ræða um reynslu Norö- manna af hvalveiðum og áhrif þeirra á viðskipti og alþjóðlegt sam- starf. -JBP Solla auglýsi GSM Mikla athygli vakti þegar DV upp- lýsti að Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri heföi framlengt vín- veitingaleyfi í hléi á úrslitaleik KR og Vestmannaeyinga. Þennan gjöm- ing varði borgarstjóri með því að hún hefði talið heppilegra til að fyrirbyggja ólgu að gefa leyfið út. Guð- laugur Þór Þórðar- son, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna og sérstakur áhuga- maður um áfengissölu, mun hafa hælt borgarstjóra persónulega fyrir skjót viðbrögð. Heldur mun brúnin hafa þyngst á Ingibjörgu Sól- rúnu þegar Guðlaugur Þór lagði til að hún auglýsti GSM-númerið sitt svo ná mætti til hennar ef útlit væri þannig að heppilegra væri á ein- hverjum veitingahúsum að hafa opið lengur með tilliti til sálarástands gesta um þrjúleytið... Se og hör breytt Svo sem ítarlega hefur verið greint frá í DV hefur hið samnor- ræna undur Séð og heyrt átt í nokk- urri tilvistarkreppu vegna norrænna systurblaða sem ekki una því að stolið sé útliti þeirra. Málið er á góðu róli fyrir dómstólum en nú bendir ýmislegt til aö blikur á lofti hafi hrætt ritstjóra íslenska Se og hör, þá Kristján Þor- valdsson og Bjama Brynjólfsson. Blaðið er nefnilega komið með gjörbreytta for- síðu og þykir minna einna helst á vikublaðið Fálkann í kringum 1960... Ástir kollega í Sjálfstæðisflokknum tala menn nú um nauösyn þess að skipta um heilbrigðisráðherra eftir næstu kosn- ingar og fá sjálfstæðismann I emb- ættið. Mogginn hafði til dæmis eftir Árna R. Árnasyni þingmanni af fundi með kandídötum í prófkjöri flokksins í Reykjanesiaðafráðu- neytunum væri staöa heObrigðisráöuneyt- isins einna slökust. Þetta rekja menn til harðrar árásar Ingibjargar Pálmadóttur á Björn Bjamason menntamálaráðherra í umræðum á Alþingi í byrjun vetrar. En þá sendi Ingibjörg kollega símun Bimi eftir- farandi sendingu: “Sem fagráöherra sœtíi ég mig ekki vió aö heilbrigöis- þjónustan sem viö rekum fái sömu einkunn og skólakerfiö." Bjöm Bjamason, sem í pistlum sínum á Netinu hefur skoðanir á öllum hlut- um, hefur enn ekki greint þjóðinni frá viðhorfum sínum til ræðu Ingi- bjargar... Handslátrun Athygli vakti þegar nefnd land- búnaöarráðherra vildi slá af smá- bændur með því aö niðurgreiða að- eins afurðir sveitarhöfðingja. Sá sem leiddi hið fróma starf nefndarinnar er Ólafur Friðriks- j son. Nú mun vilji | standa til þess að | hann hafi með hönd- um stjóm nýs Lána- sjóðs landbúnaðar- i ins en ekki Þórólf- ur Gíslason kaup- | félagsstjóri sem | ur hefúr verið til sögunnar. Með því | hefði Ólafur sjálfdæmi um það hverj- um hann lánar og hverjir veröi út undan. Sagan segir að Guðni ; Ágústsson, alþingismaður og meint- ur málsvari fátæka bóndans, sjái | þarna leiö tU að forðast að málið | komi tU kasta Alþingis. Ólafur þessi | muni einfaldlega bara lána höfðingj- í um og þannig handslátra hinum fa- | tæku. Þar með verði ekkert vesen og l engar lagabreytingar... ; Umsjón Reynir Traustason * Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.