Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 20
2» (fréttaljós LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 JjV Þrír flokkar án varaformanna: Björn og Finnur líklegir varaformenn - kvennabandalög gætu sett strik í reikninginn - Alþýðuflokkur fer sár hægt Nýr varaformaður Sjálfstæðis- flokksins verður kjörinn á landsfundi flokksins í marsmánuði í stað Frið- riks Sophussonar sem þá verður sest- ur í forstjórastól Landsvirkjunar. Sjálfstæðismenn sem DV hefur rætt við telja að sterkustu kandídatarnir í varaformannsstólinn við hlið Davíðs Oddssonar séu tveir, þeir Bjöm Bjamason menntamálaráðherra sem á þessari stundu þykir líklegastur og Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Landsfundur flokksins veröur haid- takist að mynda eins konar bandalag um að veita Sigríði Önnu brautar- gengi á landsfundi. Slíkt einhuga bandalag myndi skila henni í stólinn. Menn era hins vegar ekki jafnbjart- sýnir á að það takist að mynda slíkt einhuga kvennabandalag fremur en áður. Finnur líklegastur Líklegast þykir að Finnur Ingólfs- son, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, verði næsti vara- formaður Fram- sóknarflokksins þegar núverandi varaformaður, Guðmundur Bjarnason, dregur sig í hlé og hverf- ur til annarra starfa utan stjóm- málanna. Nýr varaformaður verður kjörinn á þingi flokksins sem verð- ur haldið helgina 21.-22. nóvember. Guðmundur er í raun og vera að rjúfa þá gömlu hefð framsóknar- Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, manna að varaformaður færist upp í formannsstólinn. Einmitt þess vegna era framsóknarmenn hálfráð- villtir og líklegt að þeir setji traust sitt á Finn Ingólfsson og telji það ör- uggast. Finnur sé hæfilega ungur og vel til þess fallinn að veröa siðan formaður þegar Halldóri þóknast að draga sig í hlé og þar með verði Björn Bjarnason menntamálaráðherra. hefðarþráðurinn tekinn upp á ný. Staða Valgerðar innan flokksins er að flestra mati sterk, þó að nokkrar gloppur séu í þeim styrk. Engu að síð- ur telja margir að hún eigi möguleika á að verða kjörin til varaformennsku Framsóknarflokksins sækist hún á annað borð eftir því. Það þykir hins vegar ekki líklegt aö hún geri það. Áhrifamenn innan Framsóknar- flokksins sögðu í vikunni við DV að þeir byggjust ekki við að hún gæfi kost á sér til trúnaðarstöðunnar. Styrkur Valgerðar Valgerður Sverrisdóttir hefúr sætt gagnrýni í flokknum fyrir að standa að tillögum kjördæmanefndar sem Valgerður Sverrisdóttir. birtar voru nýlega. Vera kann að sú ágjöf kunni að hafa dregið úr áhuga hennar á að sækjast eftir varafor- mannsstólnum. Annað sem kann að draga úr áhuga hennar er að hún er búin að vera talsvert lengi í stjóm- málum og er formaður þingflokksins. Það myndi einfaldlega veikja stöðu hennar verulega innan flokksins og þingflokksins að fara í slag um vara- formannssætið og tapa. En annað gæti unnið með Valgerði, kannski betur en hún sjálf hyggur: Framsóknarflokkurinn og forysta hans hefur farið afleitlega út úr vand- ræðaganginum sem var á formanni flokksins þegar Guðmundur Bjama- son ákvað að hætta í pólitík og gerast forstjóri hins nýja íbúðalánasjóðs. Af- greiðsla Sjálfstæðisflokksins og for- manns hans á sams konar aðstæðum þegar Friðrik Sophusson hætti ráð- herradómi var með allt öðrum og fag- mannlegri hætti. Þegar Guðmundur tilkynnti um væntanlega afsögn sína var Halldór Ásgrímsson á löngu ferða- lagi erlendis m.a. í því að uppgötva Afríku eins og harrn sjálfur hafði orð á við heimkomuna. Halldór virtist úr öllu sambandi við hræringar í flokkn- um heima fýrir og hafa farið frá ráð- herramálinu algjörlega ófrágengnu. Þegar í stað hófust átök innan flokks- ins um hver skyldi setjast í ráðherra- sætið og voru þau Valgerður, Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir í aðal- hlutverkum. Ekkert heyrðist frá for- manninum um málið og kreppan í Geir H. Haarde fjármálaráðherra. flokknum varð stöðugt sýnilegri. Loks heimkominn tók Halldór í vandræð- um sínum að kalla þingmenn á sinn fund til að leita álits þeirra, eins og hann sagði sjálfur. Niðurstaðan af þessu brambolti varð síðan sú versta fyrir flokkhm sem möguleg var í stöð- unni: Guðmundur Bjamason var lát- inn sitja áfram fram á vor sem ráð- herra og það gefið út að hann þyrfti að klára mörg mikilvæg mál í ráðu- neytum sínum. Þegar hann væri bú- inn að því væri hvort sem væri svo stutt orðið til kosninga að ekki tæki því að setja nýjan ráðherra inn í rík- isstjómina. Aðgerðir Halldórs for- manns minna óþægilega á atferli Njáls á Berþórshvoli forðum sem sá alla ógæfúna fyrir og var stöðugt að grípa til aðgerða til að forða henni. Allar þær aðgerðir Njáls báru þann árangur einan að flýta því að ógæfan dyndi yfir. Kaupfálagsflokkur Framsóknarflokkurinn kemur mjög illa og stöðugt verr út úr hverri fylgiskönnuninni af annarri. Flokkur- inn á í alvarlegri sjálfsvitundar- Páll Pétursson. kreppu sem lunginn úr forystusveit hans virðist illa skilja. Spumingin um framtíð flokksins snýst um það hvort hann eigi að laga sig að breyttri samfélagsmynd, m.a. aukinni þéttbýl- ismyndun og fólksfækkun i dreifbýli og verða málsvari fijálslyndra mið- lægra stjómmálaviðhorfa, eða halda áfram að vera sami gamli Framsókn- arflokkurinn - flokkur sem sækir afl sitt til mun meira vægis atkvæða úr dreifbýli en þéttbýli, og gætir hags- muna kaupfélaga sem eiga tilveru sína og hagsmuni undir því að sem flestir búi í sveitum og framleiði miklu meira kindakjöt en þjóðin get- ur torgaö, kjötskrokka sem geymdir eru I frystigeymslum kaupfélaganna um árabil uns þeim er ekið á ösku- hauga. Tími slíks flokks er aö renna út en forystumenn flokksins hafa engu að síður styrkt þessa ímynd flokksins í sessi meö ýmsu móti á kjörtímabilinu. Nægir þar að mirma á sveitarstjómarfrumvarp Páls Péturs- sonar þar sem meginhluti þjóðarinn- ar var að mestu útilokaður frá því að hafa eitthvað um hálendi íslands að segja. Þorri þjóðarinnar telur það sjálf- sagt sanngimismál að jafna atkvæðis- rétt. Kjördæmanefnd undir forystu Friðriks Sophussonar hefur fjallað um það mál og skilað tillögum að breyttri kjördæmaskipan sem m.a. jafna atkvæðavægi talsvert. Páll Pét- ursson hefur hamast gegn þessum til- lögum og með því styrkt enn frekar hina ofannefndu neikvæðu ímynd Framsóknarflokksins. Halldór Ás- grímsson hefúr tekið undir hina orð- hvössu gagnrýni Páls og þar með óbeint gagnrýnt framgöngu flokks- systur sinnar Valgerðar Sverrisdóttur í nefndinni. En einmitt þessi gagnrýni hefur að mati margra framsóknarmanna í höf- uðborginni og á Reykjanesi styrkt stöðu Valgeröar. Þeim blöskrar mörg- um atgangurinn og vilja sumir það til vinna að efla hana í varaformanns- sætið þótt ekki væri til annars en sýna formanninum og „kaupfélaga- vinunum" í tvo heimana. Þar með yrði líka hlutur kvenna í flokknum réttur og ímynd hins harðsnúna kaupfélags- og kindabændaflokks- flokks milduð. Af þessum síðast- nefhdu ástæðum er óhætt að telja möguleika þeirra Páls Péturssonar og Guðna Ágústssonar á varaformanns- sætinu heldur rýra. Telja má mjög lík- legt að á flokksþinginu þann 21. nóv- ember komi fram tillaga um Guðna. Guðni Ágústsson. Þar með verður enn einu sinni því vörumerki hans haldið á lofti, vöru- merki sjálfstæðs manns sem lætur forystuna ekki kúga sig til hlýðni. Alþýðuflokkur án varafor- manns Nánast engin umræða hefúr farið fram í Alþýðuflokknum um nýjan for- mann eftir að Ásta B. Þorsteinsdóttir lést um aldur fram fyrr í mánuðinum. Alþýðuflokksmenn sem rætt hefur verið við telja engar nauðir reka þá til þess að velja sér varaformann fyrr heldur en fullskipuð stjóm flokksins kemur saman næst. Sú samkoma fari örugglega ekki fram fyrr en á vordög- um. Alþýðuflokkurinn hefur þann háttinn á að flokksþing er haldið ann- að hvert ár og er nýlega afstaðið. Það ár sem flokksþing er ekki haldið kem- ur hins vegar fullskipuð flokksstjóm saman til fundar. Önnur ástæða fyrir því að alþýðu- flokksmenn eru ekkert að flýta sér að velja sér nýjan varaformann er sú að áhugi fyrir embættinu er lítill. „Menn sem hafa pólitískan metnað vilja ekki koma inn í væntanlegt vinstra kosn- ingasamstarf og sækjast þar eftir þingsætum með það á bakinu að vera varaformenn eða að hafa sóst eftir því,“ sagði alþýðuflokksmaður við DV í gær. Þessi sami maður sagði líka að varaformannsstaðan þætti ekki sér- staklega mikilvæg. Varaformanni væri fyrst og fremst ætlað að grípa inn í þegar formaður forfallast og ekk- ert slíkt væri fyrirsjáanlegt nú. -SÁ mn í mars og vissulega geta veð- :ý ur skipast í lofti á þeim tíma sem fram undan er. Þau veður munu, að því er menn ætla helst, verða til að styrkja stöðu Sig- ríðar Önnu Þórðar- dóttur kjósi hún að gefa kost á sér. Geri hún þaö geti svo farið að hún ýti Geir inn í skuggann og slagurinn um sæti verði milli hennar og Bjöms Bjamasonar. Þegar sjálfstæðismenn eru inntir eftir því hvaða konu þeir vilji sjá í varaformannssæti flokksins nefna flestir nafn Sigríöar Önnu Þórðardótt- ur. Einnig kemur nafn Sólveigar Pét- ursdóttur upp í þeirri umræðu. Mögu- leikar Sigríðar Önnu eru þó sagðir einkum komnir undir tvennu: Ann- ars vegar því hvaða útkomu hún fær í væntanlegu prófkjöri flokksins í Reykjaneskjördæmi þar sem hún býð- ur sig fram í fyrsta sætið. Hins vegar því hvort konur innan flokksins muni sameinast í því að styðja hana. At- hyghsvert er hve oft nafh Ásdísar Höllu Bragadóttur kemur upp þegar sjálfstæðismenn eru spurðir hvem þeir vilji fá sem nýjan varaformann flokksins, ekki síst í ijósi þess að hún hefur lýst því yfir hér í DV m.a. að áform hennar í náinni framtíð séu alls ótengd pólitísku starfi, hvað sem síðar verður. Ásdís virðist njóta um- talsverðs álits og tiltrúar innan flokksins. Sigríður Anna Þórðardóttir virðist vera sú kona sem mesta mögu- leika hefur til að verða varaformaður og jafnvel að vinna sigur á jafhöflug- um manni og Bimi Bjamasyni. Mögu- leikar hennar segja menn að felist í þvi að konum í Sjálfstæðisflokknum Innlent fréttaljós Sokkabuxur t o n i f i a n t Við ábyr&jumst isæði tso 9002 70 tton huxur 30 clen it'aririr Söluaðilar: Iteykjnvík: Græna línan, Laugavegi 46. Snyrtivöruverslunin Spes, Iláalcitisbraut 58-60, Tískuhúsið Gula, Luugavegi 101, Ilárgreiðslust. Brúskur, Höfðubukku 1, Hársnyrtistofun Særún, Grand Hótel, Hárgeiðslust. Mundu, Hofsvullagat 46, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ. Hársnyrtist. Dóra, Lungbolts- vegi, Regnlilífabúðin, Luugavegi Vidcóljónið, Dunhaga 20. Kópavogur: Snyrtivöruverslunin Sandra, Smáranum.Rós, Engihjallu 8 Hafnarfjörður: Snyrtivöruv. Dísclla Garðabær: Snyrtihöllin, Förðun hf. Garðutorgi 3. Stykkishólinur: Heimahornið Vestmannaeyjar Klettur, Strundvegi 44. Akureyri: Verslunin Ynju. Suðurlond: Olabúð, Eyrarbukki. Tískuhúsið, Selfossi. Austurland: Lónið, Höfn Hornafírði.Keflavik: Snyrtivöruverslunin Smart. Newco PönlunarBÍmi 520-6144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.