Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 26
26 ilingt fólk LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 „Það hafa langflestir orð- ið mjög hrifnir af bókinni. Skemmtilegasta kommentið fékk ég frá gamalli konu sem vinur minn sýndi bók- ina. Það eina sem hún sagði var að þessi maður væri mjög neikvæður. Þar með afgreiddi hún bókina. Ann- ars hefur þetta allt verið mjög jákvætt." Mikið hefur verið talað um heilsubrest ljóðsins. Er það í andarslitnmum? „Mér finnst jaðra við það. Ég hef allavega ekki fundið mig mikiö í ljóðlistinni eins og hún er nú, að nokkrum mönnum undanskildum. Ég held að fólk hafi fjarlægst ljóð vegna þess að það skilur þau einfaldlega ekki, ljóð séu of flók- in. Þetta sé eitthvert atóm sem er bara fyrir lærða menn að skilja. Mig langar til að einfalda þetta dá- lítið. Ég uppgötvaði þegar ég byrjaði að lesa Andra Snæ að ijóð þyrfti ekki að vera flókið og þrúgað af alvarleika heldur gæti verið skemmtilegt og ein- falt. Upp frá því fór ég að sökkva mér meira ofan í ljóð. Las Einar Má og ísak Harðarson." Hvað þarf að búa í ljóði? „Mér finnst að gott ljóð felist í nýrri sýn á tilveruna. Dauðir hlutir í um- hverfmu sem lifna við. Mér finnst líka að það þurfi að vera húmor en það eru „Ég býð ekki upp á nein svör. Ég ríf sjálfan mig og mitt umhverfi í tætlur og treð ofan í óeiginlegt svarthol. Ég á eft- ir að sjá hvað kemur út úr því. Hvort það er niðurrif, sundrung og ekki neitt eða hvort nýr alheimur opnast." „Ætli ég hafi ekki verið fimmtán ára þegar ég byijaði að skrifa prósa og var í því alveg til tvítugs. Þá skrifaði ég nokkur ljóð og sendi inn í Andblæ. Þau voru það hrifm af ljóðunum þar að þau hvöttu mig til að skrifa meira af ljóðum. Upp frá því hef ég bara skrifað ljóð. Ég er hálfnaður með skáldsögu en hef lítið verið í prósa undanfarið." Hvemig skáld er Steinar Bragi? „Ég myndi flokka mig undir gömlu klisjuna, hinn unga reiða mann. Það er dálítil reiði í bókinni, jafnvel bit- urð. Ég reyni oftast að hafa skemmti- leg leiðindi og ádeilu. Þetta er kannski dulbúið röfl. Ég var orðinn leiður á því að sitja fyrir framan sjón- varpið og röfla yfir leiðindum heims- ins og ákvað að koma þessu á prent." Er ljóðið hið fullkomna form? „Ég fann mig afskaplega vel í því. Ég átti erfitt með þessar löngu setur og maraþon í sambandi við skáldsög- ur. Ljóðið er eins og spretthlaup; að kýla út tilfinningum í stuttu máli. Út- rásin í ljóðunum átti óskaplega vel við mig.“ Er önnur bók á leiðinni? „Mig langar að gefa út tvær á næsta ári. Ég er með nokkar hugmyndir í sambandi við það. Ég er að bræða það með mér hvort ég á að helga mig al- gjörlega ljóðlist. Mér finnst viðhorfið vera þannig að maður gefur út eina ljóðabók og síðan snýr maðm1 sér að alvarlegri hlutum; fer að gera eitthvað almennilegt; gefur út skáldsögu eða smásagnasafn." Leiður á væl- skáldskapnum „Mér finnst það eins og munur- inn á sjálfsfróun og kynlífi. Maður sækist eftir tilfinningalegu sam- neyti við annað fólk og ef maður á efni þá fmnst mér tvímælalaust að það ætti aö koma því frá. Annars situr maður einn uppi með pæling- amar og fær ekkert út úr þeim, enga útrás eða fullnægju. Ég held að ljóð sé ekki ljóð nema fleiri „kommenteri" á það. Þaö verður vanskapnaður ef það er eitt niðri í skúffu." Hreyfir ljóðið meira við fólki en skáldsaga? „Ljóðið er meira eins og köld vatnsgusa í andlitið. Það eru harð- ari áhrif og meira beint í æð. Hitt er meira langdregiö fyllirí. Skáldsagan er útteygð notalegheit en ljóðið meiri skyndibiti sem veitir oft góða magafylli. Þaö er hægt að fá holla skyndibita. Grænmetispíta gæti ver- ið gott ljóð.“ -sm ekki allir sammála mér í því. Ég er skeptískur á of persónuleg ljóð. Mér finnst að ljóð ættu að hafa víðari skírskotun. Það er ekki nóg að vera bara persónulegur heldur verðm- „Skáldsagan er útteygð notalegheit en Ijóðið m veitir oft góða magafylli." að vísa í nútímann svo fólk geti fund- ið sig og skynji betur sína eigin til- veru. Ég er orðinn dálítið leiður á þessum gömlu yrkisefnum, ástinni, dauðanum og firringu maimsins og vælskáldskap." Engin hugmyndafræði „Mér finnst gaman að glíma við nútímann, flækjur hans, skort á allri hugmyndafræði og þetta póst- módemíska skrímsli. Hvar á mað- urinn að fmna fótfestu í þessu? Ég er að reyna að komast að því. Það er í raun ekkert sem samein- ar okkar kynslóð annað en sundr- ungin. Það er allt inni og allt úti. Við höfum enga hugmyndafræði til að berjast fyrir og lifa eftir. Það er enginn kommúnismi sem ungir menn með hjartað á réttum stað geta aðhyllst og grúppað sig saman í kjallara og ort harðorðar ádeilur á kapítalisma." Er þá engin hugmyndafræði í ljóðabókinni Svarthol? „Nei, í raun- inni ekki. Ég býð ekki upp á nein svör. Ég ríf sjálf- an mig og mitt umhverfi í tætlur og treð ofan í óeiginlegt svart- hol. Ég á eftir að sjá hvað kemur út úr því. Hvort það er niðurrif, sundrung og ekki iri skyndibiti sem neitt eða hvort DV-myndir B.G. nýr alheimur opn- ast. Þessi ljóðabók átti að gefa mér einhver svör þegar hún kom á prent en ég er reyndar ekki búinn aö fmna þau. Þetta var kannski tilraun til þess að losa sig við reiði og þunglyndi að vinna að því að koma því á pappír og setja í bók.“ Munurinn á sjálfsfróun og kynlífi „Ánægjan felst í því að vinna að ljóöabók en ekki að koma henni frá sér. Ánægjan felst kannski í sjáifri leitinni frekar en í því að þykjast hafa fundið eitthvað." Myndi þá ekki nægja að leggja ljóðin ofan í skúffu? varö sá fáheyröi hkejandi í u var barnió um- ‘ jt iborgurum og sílíkoni árangur og á eldflaug sem ■ sem ) þaö út ‘i _ ungun á því : út um munninn og augun sprungu fi ekki grenjaö þá barniö Ljóð hafa ekki verið mjög vinsæl á þessari öld og vilja margir meina að bókaþjóðin vilji bæk- ur sem eru þykkar með mörgum orð- um. Samt eru enn furðu margir sem rita hugsanir sínar niður og forma í ljóð og svo vitnað sé í Bergsvein Birg- isson skáld þá eru líklega fleiri íslend- ingar sem yrkja ljóð en lesa þau. Steinar Bragi er ungt Ijóðskáld, væntanlega svokallað ungskáld, sem gaf fyrir skömmu út ljóðabókina Svarthol undir merki bókaútgáfunnar Nykurs. Slys varir okkar rákust saman eins og tveir bílar í hálku og svo störöum viö vantrúuö hvort á annaö í 50 ár og veltum þvífyrir okkur hvort viö vœrum enn á lífi og hvort okkar heföi veriö í órétti L óðið er eins og sprett- haup L. í prófíl Þórunn sér um Unglist ‘98 Fullt nafn: Þórunn Guðjóns- dóttir. Fæðingardagur og ár: 17.12.69. Maki: Enginn. Börn: Síamskötturinn Kittý. Starf: Menningarsveit Hins hússins. Skemmtilegast: Að vera í góðra vina hópi. Leiðinlegast: Ýmis heimilis- störf. Uppáhaldsmatur: Hamborg- arhryggur. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Fallegasta manneskjan (fyrir utan maka): Vil ekki særa neinn. Fallegasta röddin: Engin sem ég kikna í hnjánum við að heyra. Uppáhaldslíkamshluti: Tungan. Hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ríkisstjórninni: Næsta spurning. Með hvaða teiknimynda- persónu myndir þú vilja eyða nótt: Línunni (hann getur allt). Uppáhaldsleikari: Á ég að byrja að telja núna, 1, 2... U ppáhaldstónlistarmað- ur:... 14, 15, 16... Sætasti stjórnmálamaður- inn: Ertu að djóka? Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Fréttir. Leiðinlegasta auglýsingin: Þessar með bláa blóðinu. kvikmyndin: Ekki þess virði að muna eftir. Sætasti sjónvarpsmaður- inn: Hef ekki séð hann enn- þá. Uppáhaldsskemmtistaður: 22. Besta „pikköpp“-línan: Er þetta ást við fyrstu sýn eða á ég að labba aftur fram hjá? Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór: Veistu það, ég held bara að ég verði ekkert stærri. Eitthvað að lokum? Nei, nei, bara bless. _____________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.