Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 JjV stuttar fréttir Serfoar gera árás Franskir læknar segjast hafa séð þorp í Kosovo í logum eftir árás Serba í þessari viku. Ný stjórn í Slóvakíu Slóvakía fékk i gær nýja stjórn. Mikulas Dzurinda, sem tekur við forsætisráö- herrastólnum af Vladimir Meci- ar, sór þá emb- ættiseið. Dzur- inda er hagffæð- ingur og leiðtogi Slóvakíska lýð- ræðisbandalags- ins sem sigraði í kosningunum í september síðastliðnum. Má ákæra Pinochet Dómstóll í Madrid úrskurðaði í gær að spænski dómarinn, sem fyrirskipaði handtöku harðstjór- ans Pinochets, mætti fara fram á framsal hans. Tugír myrtir Skæruliðar og liðhlaupar í norðurhluta Sierra Leone læstu 48 óbreytta borgara inni og sprengdu síðan bygginguna. Aukinn herafli Fjölgað var í herliði Indónesa á A-Tímor mánuði eftir að yfirvöld í Jakarta tilkynntu að þau væru farin að fækka hermönnum á svæöinu. Hægur hagvöxtur Gordon Brown, fjármálaráð- herra Bretlands, sagði að loknum fundi helstu sjö iðnríkja heims að hægur hagvöxtur væri aðalhætt- an sem blasti við efnahag heims- ins en ekki verðbólga. Arafat þreyttur Leiötogi Palestínu, Yasser Ara- fat, mun draga sig í hlé á næsta ári vegna heilsubrests og þreytu, að því er blaö í Beirút skrifaði i gær. Vín gott fyrir konur Eitt vínglas á dag er gott fyrir konur. Hættan á að deyja úr hjartasjúkdómi er þrefalt minni fyrir þær konur sem drekka eitt glas á dag en fyrir þær sem drekka alls ekki, samkvæmt mati bandarísks prófessors. De Klerk gagnrýnir Fyrrverandi forseti S-Afríku, F.W. de Klerk, sakaði í gær Sann- leiks- og sátta- nefndina um að skipta þjóðinni í tvær fylkingar. Sagði de Klerk að það hefði ver- ið Þjóðarflokkur sinn frekar en frelsishreyfingin sem lagt hefði niður kynþáttaaö- skilnaðarstefnuna. Nefndin birti á flmmtudag skýrslu þar sem all- ir aðilar eru sakaðir um gróf mannréttindabrot. Raftæki í pósti Danska verslunarkeðjan Extra, sem verslar með heimilistæki, er að opna póstverslun með smærri raftæki á verðbilinu 1500-20 þúsund ísl. krónur. Um er að ræða tæki eins og rafmagns- rakvélar, hrærivélar, kafíikönnur, ryksugur og örbylgjuofna en ekki stærri tæki eins og kæliskápa, frystikistur og þvottavélar. Pöntunar- listum verður dreift um ailt landið með dagblöðum og tímaritum auk þess sem Netverslun veröur opnuð um áramót. Hugmyndin með þessu er sú að endurheimta markaðshlutdeild sem tapast hefur til jámvöruverslana og jámvörudeilda stórmarkaða. Jafn- framt er byggt á niðurstöðum rann- sókna á innkaupavenjum íbúa í borg- um og bæjum á tækjum af þessu tagi. Eingöngu verða í boði tæki af við- urkenndum vörumerkjum og verður hver hlutur seldur með 18 mánaða ábyrgð og 30 daga skilarétti. Lögð verður áhersla á þjónustuhliðina en ekki er miðað við að vera endilega með lágmarksverð hverju sinni, segir forstjóri verslunarkeðjunnar í samtali við Jyfíands Posten. -SÁ Stórbruninn á diskótekinu í Gautaborg: Þetta var verra en stríö - sagði sjónarvottur Harmi þrungnir Gautaborgarbúar lögöu blóm og kveiktu á kertum fyrir utan diskótekið þar sem 65 ungmenni létust í stórbruna í fyrrinótt. Símamynd Reuter „Þetta var verra en stríð,“ sagði Sibel Canpinar í gær við sænska fjölmiðla. Hún var ásamt föður sínum fyrst á slysstaðinn í Gautaborg í fyrrinótt þar sem 65 unglingar létust og 162 slösuðust í stórbruna á diskóteki á Hisingen. „Það var algjört öngþveiti. Menn hlupu um og veinuðu. Það logaði í fötum þeirra. Við gátum lagt þá niður á jörðina og klætt þá úr fötunum," sagði Memduh Canpinar, faðir Sibel. „Við björg- uðum sjö en einn dó fyrir fram- an mig. Hann var sótugur i and- litinu og gat ekki andað lengur. Það var hræðilegt að horfa upp á þetta.“ Að sögn lögreglunnar í Gauta- borg skipulögðu átta unglingar hrekkjavökuna í húsnæði félags Makedóniumanna á Hisingen. Þrátt fyrir að húsnæðið væri ekki fyrir fleiri en 150 manns voru rúmlega 300 manns á staðn- um þegar eldurinn kom upp. Sjónarvottar greindu frá því í gær að átök hefðu brotist út þeg- ar lögreglan reyndi að koma í veg fyrir að unglingar hættu lfíi sínu með því að hlaupa aftur inn í eldhafið til þess að bjarga vin- um sínum. „Það urðu slagsmál. Þeir fóru að slást við lögregluna til þess að reyna að komast inn. Allir höfðu fengið taugaáfall. Lögreglan virt- ist hafa fengið áfall og einnig sjúkraflutningamennirnir," ,sagði ljósmyndari sem kom á slysstað- inn. Nokkrum unglingum tókst að fara aftur inn á diskótekið og bjarga 40 félögum sínum. Sá elsti þeirra sem lést var 30 ára gamall en sá yngsti 14 ára. Erfitt var að bera kennsl á líkin þar sem margir unglinganna höfðu ekki persónuskilríki á sér. í fyrrinótt útilokuðu slökkviliðs- menn ekki að um íkveikju hefði ver- ið að ræða vegna þess hversu hratt eldurinn hefði breiðst út. ígærdag voru menn meira efins. Sorg rikti í Svíþjóð í gær. í Gauta- borg voru bænastundir í mörgum kirkjum og tók Göran Persson, for- sætisráðherra Svíþjóðar, þátt í einni. „Það var óraunverulegt að koma á slysstaðinn, að horfa á brunarústir þar sem sjá mátti skó á víð og dreif, skó eins og táningarnir manns heima eiga. Maður getur skynjað sorgina og missinn hjá þeim sem hlut eiga aö máli,“ sagði sænski for- sætisráðherrann, klökkur, við fréttamenn í gær. Þungur dagur - segir íslenskur sjúkraflutningsmaöur „Þetta hefur verið þungur dagur. Aðstandendur hinna slösuðu hafa verið í örvilnan á sjúkrahúsunum en svo sem lítið annað er að gera en að vísa þeim þangað sem hægt er að biða og reyna svo að vinna sitt verk,“ sagði Hermann Bjamason, sjúkraflutningamaður í Gautaborg, viö DV. Hann var kallaður út í fyrrinótt eftir að eldurinn braust út í diskótekinu þar sem 65 ungmenni fórust. Hermann vann síðan við það í gær aö koma þeim mest slösuðu út í þyrlur til flutnings í hendur sérfræðingum á brunadeild sjúkrahússins í Linköping. Þar er bestur búnaður í Svíþjóð til að fást við brunasár. „Þetta var bæði fólk með brunasár og reykeitrun. Við sluppum þó við að nokkur létist í höndunum á okkur en margir voru illa farnir,“ sagði Hermann. Hann sagði að borgarbúar vissu vart hvernig þeir ættu að taka þessum tíðindum. Grunurinn um að kveikt hefði verið í lægi þó eins og mara á fólki. GK Kauphallir og vöruverð erlendis | Bensín 95 okt. 190 mmmmmmmmmm1 180 160 150 140 130 UOj MM 138 $/t j A s o Bensín 98 okt.i 200 190 MMW ] WBBKKKM i 180 170 160 150 140, 156 KÍ ; $/t J Á S 0 Forseti Finn- lands vill halda feröakostnaði leyndum Ríkisendurskoðun Finnlands s ætlar að skoða ferðareikninga Martti Ahtisaari Finnlandsfor- seta. Forsetinn hefur verið á ferð og flugi í nær fjögur hundruð daga síðastlið- in fjögur ár en ekki er til neitt heildaryfirlit : yfir ferða- kostnaðinn. Forsætisráðu- | neytið segir að það yrðu mörg ársverk að reikna út kostnaðinn. Kostnaðurinn er greiddur af ýmsum ráðuneytum eftir því hvers eðlis ferðirnar eru. Þess vegna hefur ekki verið ; reynt að reikna út hvað ferðirnar hafa kostað í raun. | Ahtisaari hefur sjálfur ákveð- j ið að kostnaðurinn eigi að vera : leynilegur. Það getur hann sam- j kvæmt lögum frá 1995. En ríkis- ! endurskoðun hefur aðgang að r: öllum gögnunum. Aukin mengun á heimskauta- svæðunum Nýjar umhverfisrannsóknir j sýna að bæði mengun og hlýindi | á heimskautasvæðunum norður j af Kanada hafa aukist miklu hraðar en svartsýnustu spár I gerðu ráð fyrir fyrir áratug. Skaðinn sem verður á heim- í skautasvæðunum eitrar ekki að- 3 eins fyrir þá sem þar búa heldur | stafar loftslagi og íbúum ann- | arra heimshluta einnig ógn afí að sögn vísindamanna. LifTræðingurinn Harold Welch j segir að hækkandi hitastig á j heimskautasvæðunum á þessari öld virðist ekki vera hluti af jj reglubundnum sveiflum jarðar- | innar þar sem hún hlýnar og i: kólnar til skiptis. Hann segir J aukin hlýindi haldast í hendur ! viö fjölgun mannkyns og aukna s iðnvæðingu. Faldi sig í frumskóginum í 19 ár | Víetnaminn Dinh Van En faldi sig í frumskóginum eftir að { hafa flúið frá endurmenntunar- | búðum kommúnista. Skógar- | höggsmenn í Quang Ngai-héraði *: fundu hann af tilviljun úti í | skógi þar sem hann hafði hafst | við í 19 ár. Dinh hafði verið í jj suöur-víetnamska hernum og | var sendur í endurmenntunar- | búðir 1975. Honum tókst að flýja fjórum árum seinna. Dinh, sem er sextugur, var j nær nakinn þegar hann fannst j og gat ekki lengur tjáð sig á ví- etnömsku. Hann gat með erfiðis- munum gert sig skiljanlegan á i sinni eigin mállýsku. Vinsældir Netanyahus aukast Vinsældir ísraelska forsætis- : ráðherrans, Benjamins Netanya- j hus, hafa aukist eftir undirritun í friðarsamkomulagsins við 5 Palestínumenn á dögunum. Net- 1 anyahu er nú vinsælli en Ehud i j Baraks stjórnarandstöðuleiðtogi. jj Þetta eru niðurstöður skoðana- könnunar sem birtar voru í gær. 46 prósent aðspurðra kváðust myndu kjósa Netanyahu vær^ í kosið nú en 35 prósent vilduj 1 Barak sem er formaöur Verka- j mannaflokksins. Samkvæmt könnuninni óttast | 60 prósent að Netanyahu verði j sýnt tilræði vegna samkomu- S lagsins við Palestínumenn. MMNHMMMNMMMNMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMI'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.