Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 Ný kríngla í Dublin Dyflinnar- búar ætla að Igefa sjálfum sér veglega aldamótagjöf. Um er að ræða bygg- ingu nýrrar verslunar- kringlu við O’Connel- : stræti. Ekki verður um neina smásmíði að ræða enda kostnaður áætlaður um einn milljarður íslenskra króna. Fjörutíu stórverslanir, 12 veitingahús, 15 kvikmyndasalir og störf fyrir þúsund manns verða í nýju kringlunni. Aldamótagjöfín verður þó ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagið árið 2001. Enangmn flugvála verði bætt Bandarísk flugmálayfirvöld hafa lagt til að einangrun i hliðum far- þegaflugvéla verði endumýjuð. Um er að ræða í kringum 12 þúsund flugvélar. Ástæðan fyrir tillögunni l er nýlegar rannsóknir sem sýna að við mikinn hita kviknar auðveld- lega í vélunum. Þá mun rannsókn- in á slysinu er svissneska flugvélin fórst við Nova Scotia í síðasta mán- uði hafa rennt enn fleiri stoðum undir þessa kenningu. Orsakir þess slyss hafa þó ekki verið sannaðar en vísbendingar gefa til kynna að hugsanlega hafi hitnað mjög í vél- inni og kviknað í henni þess vegna. Ljósmyndir í mánuð Um hálf milljón manna heim- sótti ljósmyndasýninguna Mois de la Phote, sem útleggst „mánuður ljósmyndarinn- ar“, í París árið 1996. Sýningin er haldin annað hvert ár og fagn- ar tiu ára afmæli í nóvember. Ljós- myndasýningin er afar viðamikil j og skiptist í 79 smærri sýningar sem haldnar eru á 61 stað í Paris. Sýning á verkum franska ljósmyndarans Pierre Boulat, sem ávann sér frægð fyrir myndir sinar í tímaritinu Life, þykir meðal merkilegri viðburða i á sýningunni. Sýningin stendur fram á næsta ár. Aldarfjórðungsafmæli Það er mikið um dýröir í óperu- húsinu í Sydney um þessar mund- ir. Óperuhúsið er, að öðrum slík- um ólöstuðum, frægasta óperuhús heims. Ástæða hátíðarhaldanna er aldarfjórðungsafmæli hússins. I Dagskráin í nóvember verður með Ífjölbreyttasta móti, allt frá fjöl- leikasýningum, djasstónleikum, rokktónleikum og upp í hefð- bundnar óperur. Það er von manna að aílir sem heimsækja Sydney í nóvember fmni eitthvað við sitt hæfl og hafi þar með ástæðu til aö heimsækja eitt fal- legasta hús heims. Hvað kostar hamborgari, franskar og gos? Genf 570 kr. Kaupmh. 544 kr. Brussel 427 kr. London 413 kr. Róm 395 kr. París 381 kr. Frankfurt 380 kr. Amsterdam 374 kr. Madríd 346 kr. Aþena 307 kr. Lissabon 268 kr. Varsjá 225 kr. DV Þorsteinn Guðjónsson, markaðsstjóri Samvinnuferða-Landsýnar, af- hendir Bergþóru Ólafsdóttur farseðla til Dublin. DV-mynd GVA Áskrifandi DV dreginn úr ferðapotti: Fékk helgarferð til Dublin Bergþóra Ólafsdóttir datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þeg- ar hún var dregin úr ferðapotti DV og Samvinnuferða-Landsýnar. í októ- bermánuði hafa fjórir áskrifendur DV verið dregnir út og hver um sig hlotið helgarferð fyrir tvo til Dublin með Samvinnuferðum-Landsýn. „Ég trúði ekki mínum eigin eyr- um þegar markaðsstjóri DV hringdi í mig, ég hélt þetta væri gabb,“ sagði Bergþóra í samtali við DV. Ekki verður neitt úr ferðalögum hjá Bergþóru á næstunni því hún á von á öðru bami sínu á næstu vik- um. Hún ætlar að nýta sér ferðina eftir áramót og bjóða kærastanum í frí. „Það er alveg frábært að eiga þessa utanlandsferð í vændum því það eru hðin átta ár síðan ég fór síð- ast til útlanda," sagði Bergþóra, og DV óskar henni til hamingju með vinninginn. Samvinnuferðir-Landsýn hafa boðið ferðir til Dublin síðustu ár við miklar vinsældir og skipta islenskir farþegar ferðaskrifstofunnar þúsund- um. Vegna mikiilar aðsóknar í haust var boðið upp á nokkrar aukaferðir og eru þær þegar uppseldar. Dublin er skemmtileg borg að heimsækja. Þar iðar ailt af lífi og ah- ir geta fundið sér eitthvað skemmti- legt að skoða eða gera. Það er afar þæghegt að versla í borginni því helstu verslunarsvæðin liggja hvort sínum megin við ána Liffey sem rennur um borgina miðja. -aþ Meiri háttar stuttar og síðar uliarkápur, jakkar og úlpur. Opið laugardaga frá kl. 10-16 HI/I5Ð Mörkinni 6, sími 588 5518 Bílastæði við búðarvegginn Vandræði á nýjum flugvelli í Mílanó: I Margra klukkutíma seinkun og farangur týndur uðu flutningum th og frá flugvélum og ekki óalgengt að menn þyrftu að bíða í meira en klukkustund eftir að komast frá borði. Forráðamenn Milpansa voru þrátt fyrir þetta borubrattir eftör fyrsta daginn og kváðust hafa forð- að flugvehinum frá meiri háttar vandræðum eins og kohegar þeirra í Hong Kong og Ósló máttu þola. Þeir sögðu flugáætlun komast á á einni viku en vandræðin mætti að mestu rekja til lítt þjálfaðs starfs- fólks og skorts á farþegavögnum. Reuter Á þessu ári hafa verið opnaðir nýir og glæsilegir flugvehir víða um heim. Nægir þar að nefna flugvellina i Hong Kong og Malasíu auk þess sem Norð- menn vígðu Gardermoen-flug- vöh fyrr í mánuðinum. Það virð- ist hins vegar vera orðinn fastur liður að vandræðagangur og meiri háttar klúður einkenni starfsemina fyrstu dagana. Það átti einnig við um nýja flugvöllinn í Mílanó sem var vígður með pomp og prakt síð- astliðinn sunnudag. Flugvöhur- inn, sem nefnist Malpensa, á að þjóna 18 milljónum farþega á ári á meðan gamli flugvöllurinn Linate afgreiðir um 10 mihjónir árlega. Margir munu sakna gamla flugvallarins, ekki síst vegna þess að hann er í aðeins 10 Allt fór úrskeiðis á Malpensaflugvelli í Mílanó þegar hann var formlega opn- aður fyrir viku. Símamynd Reuter kílómetra fjarlægð frá miöborginni en nýi vöhurinn í 53 kílómetra fjar- lægð. Flugfélögin British Airways, Lufthansa og Air France reyndu í lengstu lög að fá nýjan samning við þann vöh. Það gekk ekki eftir og þeim var gert að færa sig á nýja flugvöhinn. Fyrsti dagur Malpensa-flugvahar var martröð enda virkaði nánast enginn tækjabúnaður í flugstöðvar- byggingunni. Tölvukerfið hrundi og um miðjan dag var búið að aflýsa 64 brottforum auk þess sem tvö þús- und töskur virtust endanlega glatað- ar. Þeir sem biðu eftir flugi máttu þola óvissu klukkusfimdum saman því upplýsingaspjöld sem sýna brottfarar- og komutíma voru meira og minna óvirk allan daginn. Þá skorti mjög á að farþegavagnar önn- i AXÁPTÁ SftMHflEFÐ FRflMTÍÐfiRSÝN Til að taka á móti upplýsingum, vinna úr þeim og senda þær frá sér á skýran og aðgengilegan hátt, er nauðsynlegt að búa yfir góðu skipulagi og skynsemi. Nútíminn krefst sífellt nýrra og íerskra hugmynda og til að né árangri í starfi þarf sterka einbeitingu, kröfubarða endur- skoðun, metnað og samhæfða framtíðarsýn. Tæknival HEILDORLfiUSNIR Tæknival er framsækið þekkingarfyrirtæki sem býdur viðskiptavinum sinum heildarlausnir a sviði upplýsingatækni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.