Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 13 "V viðtal *★ * “Þegar ég byrjaði að drekka sagði ég við sjálfan mig aö aldrei skyldi ég nota fikniefni. Þegar ég byrjaði að nota hass œtlaði ég aldrei aö nota höröu efnin. Þegar ég byrjaöi að nota hörðu efnin ætlaði ég aldrei að nota sýru. Þegar ég byrjaði að nota sýru œtlaði ég aldrei að sprauta mig. Ég sprautaði mig aldrei en það var nœsta prinsipp til að brjóta. Eitt leiðir af öðru. “ Þessa dagana leitar SÁÁ til lands- manna um stuðning til byggingar tveggja nýrra álma við Vog. Önnur er ætluð undir meðferðardeild fyrir ungt fólk en þörfin á slíkri deild hef- ur aukist mjög á síðustu árum. Einn þeirra sem notið hafa góðs af starf- semi SÁÁ er Baldur Freyr Einars- son. Hann er nítján ára og hefur far- ið til helvítis og til baka. Hann er einn hinna ógæfusömu sem ánetjuð- ust fíkninni og einn þeirra gæfu- sömu sem brutust frá henni til eig- in lífs með hjálp samtaka eins SÁÁ og AA. Hér er saga hans: Ellefu ára á fylliríi Baldur Freyr er fæddur árið 1979. Það er alkóhólismi í ættinni. Fyrsta fylliriið sem Baldur fór á var þegar Baldur Freyr Einarsson sagði skilið við fíkniefnin með hjálp SÁÁ: Sautján ára planaði ág útför mína segjast geta það en þeir gera það aldrei nema þeir fari inn á Vog. Frá- hvörfin eru líkamleg og andleg og fólk er alveg í keng þegar það kemur þar inn. Maður fer út eins og nýr maður. Þetta er eins og að fara í gegnum hreinsunareld.“ Eftir dvölina á Vogi fór Baldur í eftirmeöferð á Staðarfelli og síðan bjó hann á áfangaheimili SÁÁ. En eftir þrjá mánuði féll hann aftur. „Ég gerði ekki alveg eins og mér var sagt að gera og datt í það. Ég hringdi inn á Vog tveimur dögum eft- ir að ég féll og var kominn þangað inn eftir ellefu daga. Ég bjóst ekki við því að ég kæmist svo snemma inn. Á þessum þrettán dögum náði ég að keyra mig niður til helvítis. Ég byijaði á sama stað og ég endaði og síðan versnaði það og ég fór neðar en áður.“ Baldur var mjög illa haldinn þegar hann kom aftur inn á Vog - leit út eins og afturganga. Hann lá í sjúkra- rúmi í tíu daga. Eftir að hafa verið á Vogi í tuttugu daga var hann á Vik í hálfan mánuð. Baldur var kominn heim rétt fyrir siðustu jól og hefur verið edrú síðan. „Það er erfitt að koma úr meðferð því að allur vinahópurinn er enn í neyslu og það er auðvelt að detta inn í sama vinahópinn og detta í það. Fólk getur ekki verið innan um fólk í neyslu ef það hefur verið neytendur sjálft. Þótt ég hafi hætt að drekka þá hættir heimurinn því ekki.“ Eitthvað sem aldrei bregst Baldur er búinn að vera edrú í ellefu mánuði. Hann er bjartsýnn á framtíðina og ánægður að hafa end- urheimt lífið. „Mér líður ótrúlega vel. Ég er að gera hluti sem ég bjóst aldrei við að ég gæti gert. Mér finnst ég skulda SÁÁ og AA-samtökunum. Þessi: samtök eru lífsbjörgin mín. Það er ' ákveðin lífgjöf að eiga meðferðar-: heimili eins og Vog.“ Það sem Baldur segir að sé dýr-| mætast er lífið, frelsið og trúin. „Þaö er nauösynlegt að geta hald- ið í eitthvað sem aldrei bregst.“ hann var ellefu ára. Hann og vinur hans fóru fullir í barnaafmæli. Þeir voru fyndnir og fullorðnir. Upp frá því fór hann að drekka og þótti það mjög spennandi. En hann nam ekki staðar við áfengisneysl- una. Fjórtán ára var hann farinn að nota mikið af lyfjum og tók sjó- veikitöflur og róandi til að komast í vímu. Fimmtán ára varð Baldur fyrir miklu áfalli þegar uppeldisbróðir hans og vinur týndust við Keflavík- urhöfn og fundust aldrei. Hann drakk um hverja helgi og tók geðlyf, sjóveikitöflur og svefnlyf. Hann byrjaði lika að reykja hass. Baldur fór í viðtal til ráðgjafa sem sagði að hann þyrfti í meðferð en hann neit- aði þvi og fór ekki. Árið eftir bætt- ist amfetamínið við. Þá var hann farinn að drekka mikið og stífri drykkju fylgdi svefn sem gerði djammið styttra. Amfetamínið var þá kærkomin lausn fyrir Baldur sem gat skemmt sér lengur og þótti meiri maður fyrir. Fíknin gekk fyrir „Þegar ég var sautján ára var ég búinn að plana útfórina mína. Ég vissi ekki hvað ég myndi lifa lengi. Mér fannst það kúl að lifa hátt og deyja ungur. Það væri miklu betra líf.“ Ástandið var orðið mjög slæmt þegar hann var sautján ára. Þá ákváðu afi hans og amma að hjálpa honum að komast upp úr ruglinu og buðu honum til Danmerkur þar sem hann bjó hjá frænku sinni. Baldur ákvað að gera eitthvað í sínum mál- um en það gekk ekki vel. Hann drakk daglega og undir lokin var hann farinn að drekka kassa af bjór á dag. Kannabisneyslan jókst einnig og hann reykti á hverjum degi. Um helgar fékk hann sér í nefið og drakk. Baldur fLutti heim til vinnuveit- anda síns og bjó þar í tvo mánuði þar sem lífsmynstrið fór algjörlega eftir neyslunni. Hann var með gott kaup og var oft að hugsa um að skella sér til Kúbu eða Þýskalands en það var eitthvaö sem hélt honum kyrrum. „Það var annað sem gekk fyrir,“ segir Baldur, „og það var fíknin.“ Hann flutti út frá vinnuveitand- anum og leigði sér í nokkurn tíma en síðan hélt hann heim til íslands. „Þegar ég kom frá Dan- mörku fengu neyslufélagar mínir sjokk. Þá var ég orð- inn algert hræ. Ég vissi al- veg að ég væri fíkill. Þótt ég ætti erfitt með að sætta mig við það vissi ég að ég þyrfti að gera eitthvað í þessu en vildi það ekki strax og klóraði alltaf í bakkann,“ segir Baldur. „Ég sá bara dauð- a ann Sumarið eftir Danmerk- urferðina bjó Baldur í Keflavík. Þá var hann átján ára og hugleiddi al- varlega að svipta sig lífi. „Á þessum tíma tók ég mikið af lyfjum og reyndi að fremja sjálfsmorð. Frænka mín kom að mér og keyrði mig upp á gjör- gæsludeild. Hún gat ekki vakið mig almennilega og grunaði að eitthvað væri aö. Ég hafði lengi hugsað um að drepa mig en hafði aldrei kjarkinn til að ganga alla leið. Þetta var klukkan fimm um morgun- inn um helgi. Ég horfði í spegilinn áður en ég tók pillurnar og reyndi að finna einhverja ástæðu til að lifa. Ég hugsaði um fjöl- skylduna mína en fannst ég ekkert geta gert fyrir hana eins og ástandið var á mér: „I was better off dead.“ Þetta er vitlaus hugsun en hugsun mín var orðin svo sjúk að ég hélt að ég væri hvort sem er að deyja og gæti ekki gert neitt í því. Það var allt svart. Það var eins og hula fyrir andliti mínu. Ég sá bara dauðann. Það kom svolítil eftirsjá í mig þegar ég var búinn að taka pillurn- ar. Þá vildi ég ekki hringja eitthvað og segja að ég væri að fremja sjálfs- morð en ég vildi ekki deyja.“ Af gjörgæsludeild var Baldur lagðm- inn á lyfjadeild á Landakots- spítala. Þar kom geðlæknir að máli við hann og vildi að hann legðist inn á geðdeild. Baldur þvertók fyrir það og neitaði einnig að hann væri í neyslu. Fyrst svo var taldi læknir- inn að um tímabundna geðveiki væri að ræða en Baldur lét sig ekki. Hann var þrjá daga inni á Landa- koti en rauk þá út í fússi. „Ég átti að vera með lyf í æð vegna lifrareitrunar en mér var al- veg sama um það, ég vildi komast út. Fíknin stjómaði mér.“ Núna sér Baldur atburðina í öðru ljósi: „Ég hugsa um þetta í dag. Ég var að reyna að svipta mig lífi. Ég gæti ekki svipt mig lífi núna. Þá fannst mér ég einn á eyðieyju og það var engin leið burtu. Það var eins og ég væri hestur sem væri stjómað og sleginn áfram. Ég áttaði mig ekki á því hvað þetta var rosalegt fyrr en ég var orðinn edrú.“ Áttaði sig loks á ástandinu Baldur man vel eftir stund- inni sem hann áttaði sig á því að hann réð ekki lengur lífi sínu. „Ég bjó þá í Keflavík og fór til Reykjavíkur að sækja efni fyrir mig og fleiri. Þá heyrði ég af betra efni í Keflavík og seldi það sem ég var með og fór til Keflavíkur. Það var eins og þungt högg í magann þegar strákurinn kom til mín um kvöldið og sagðist ekki vera með neitt efni. Það var ems og mamma mín hefði dáið. Ég fór inn í herbergi og hringdi í alla en ekkert gekk. Ég var bíllaus og gat ekki farið í bæinn. Þetta var ferlegt kvöld. Strákarnir buðu mér í pípu en ég vildi það ekki, vildi bara amfetamín. Ég fór inn í herbergi og vissi ekki fyrri til en ég lá grenjandi á gólfinu. Þá laust þessari hugs- un niður í höfði mér: Stjórnaði ég því sem ég gerði eða fiknin? Þá áttaði ég mig á þessu og varð skíthræddur. En um leið og ég fékk efni daginn eftir var ég búinn að loka á þetta.“ Leiðin til helvítis tekur þrettán daga Um mitt sumar 1997 ákvað Baldur að taka sig á. Hann byrjaði að mæta á AA-fundi þrátt fyrir að vera enn í neyslu. „Ég reyndi að standa upp en þurfti hjálp. Margir segja að þetta sé aum- ingjaskapur en það er miklu meira en aö segja það að standa upp úr svona neyslu. Það eru margir sem „Mér líður ótrúlega vel. Ég er að gera hluti sem ég bjóst aldrei við að ég gæti gert. Mér finnst ég skulda SÁA og AA-samtökunum. Þessi samtök eru lífsbjörgin mín. Það er ákveðin lífgjöf að eiga meðferðarheimili eins og Vog.“ -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.