Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 40
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 > 52 %enning Leikfélag Reykjavíkur stendur fyrir málþingi og pallborðsumræð- um á morgun á litla sviði Borgar- leikhússins til heiðurs Jökli Jakobs- syni leikskáldi. Málþingið hefst kl. , „ 15 og að því loknu hefjast pall- borðsumræður undir stjórn Jórunn- ar Sigurðardóttur. Um kvöldið verð- ur svo hægt að fara á leikritið Sum- ariö '37 eftir Jökul. Þórhildur Þorleifsdóttir leikhús- stjóri setur málþingið. Siðan taka til máls nokkrir áhugaverðir fyrirlesar- ar sem munu varpa ljósi á leikskáld- ið frá ólíkum hliðum. Inngang flytur Árni Ibsen, leikskáld og leiklistar- fræðingur, er hann nefnir Horft til Jökuls. Síðan mun Oddur Björnsson leikskáld fjalla um Jökul á sjöunda áratugnum og Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi flytur erindið Heimur Jökuls. Loks kemur Magnús Magnússon, hinn kunni sjónvarps- maður hjá BBC, og fjallar um Jökul - manninn sjáifan. Magnús kemur gagngert hingað til lands á málþing- ið. Jökull lést fyrir 20 árum, aðeins 45 ára. Hann er án efa eitt okkar helsta leikskáld í seinni tíð. Öll þekkjum við leikrit eins og Hart í bak, Dómínó, Kertalog, Son skógar- ans og dóttur bakarans og Sumariö ‘37. Hann skrifaði einnig skáldsög- una Skilaboö til Söndru sem var síð- an kvikmynduð. Á meðal fyrirlesara á Jök- ulsvöku verður Magnús Magnússon, sjónvarpsmað- ur í Bretlandi, sem mun fjalla um persónu Jökuls en þeir þekktust mjög vel. Jökull Jakobsson leikskáld. iðsljós Belgíski hasarleikarinn Jean-Claude Van Damme: A I / ut i domsa Litlu munaði að Van Damme tæki upp á tilþrifum sem þessum í dómsalnum í Los Angeles. Til allrar hamingju tókst að róa hann áður en hann beitti sínum snilldarspörkum. Frikaði Belgíski hasarmyndaleikarinn Jean-Claude Van Damme gjörsam- lega fríkaði út i dómsal í Los Ang- eles í fyrradag. Þar var verið að rétta í kærumáli á hendur leikar- anum. Fyrrum bardagalistaþjálf- ari hans, Frank Dux, kærði hann fyrir að stela handriti sem hann hafði samið með Van Damme og var síðar notað í myndinni The Quest. Myndin sló í gegn og aflaði Belganum fúlgu fjár. Fáu var get- ið um að Frank hefði átt þátt í handritinu og fór hann fram á 110 milljónir í skaðabætur. Van Damme varð bálreiður er hann heyrði skrautlegan vitnis- burð Franks. Þar hélt hann því m.a. fram að Van Damme hefði bannað sér að reyna við mágkonu leikarans því hann hefði einnig augastað á henni. Við þessi orð stóð Van Damme upp og öskraði: „Þú getur fengið peningana mína en þú skalt ekki særa mína fjöl- skyldu." Lögmaður leikarans reyndi að róa hann en þá sagðist honum vera nákvæmlega sama þótt hann færi í fangelsi. Hann skyldi veita Frank þá ánægju! Dómarinn sló hamrinum marg sinnis í borðið en ekki var nokkru tauti komið við Van Damme. „í mun ekki líða framkomu af þessu tagi í mínum réttarsal. Ég get samt að mörgu leyti skilið að þú sættir þig ekki við að heyra eitthvað sem er á móti þínu skapi en gleymdu því ekki að þú ert i góðum höndum lögmannsins," sagði dómarinn og við þetta róað- ist Van Damme. Frank fékk að halda áfram vitnis- burði sínum og fljótlega brast hann í grát. Hann sagðist hafa gert Van Damme að því sem hann væri í dag án þess að fá þakkir fyrir. í ofaná- lag hafi Van Damme svikið afla gerða samninga í tengslum við myndina The Quest. Fyrr í vikunni héldu lögmenn Franks því fram við réttarhöldin að Van Damme hefði að aukið svikið samninga við skjólstæðing sinn um að hann fengi sinn skerf af kökunni. Van Damme neitaði þessum ásökunum. Langur laugardagwr í miðborg Reykjavíkur Kaupmenn, veitingamenn og aðrir þjónustuaðilar í miðborginni, athugið: Næsti er 7. nc Þeim sem vilja tryggja sér pláss fyrir auglýsingu í DV föstudaginn 6. nóvember er bent á að hafa samband viö Sigurö Hannesson sem fyrst í síma 550 5728. Auglýsingar þurfa ah rast fyrir kl. 16 þri&judaginn 3. nóvember II ss*: — SiSL33*étjfitA - ^ DV fgXSZZJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.