Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 37
Þeir sem hafa gaman af lang- hlaupum vita að fátt er skemmti- legra en hlaup úti í villtri náttúr- unni. Þau hafa á sér allt annan blæ en hlaup eftir götum þéttbýlisstaða landsins. Á dögunum tóku þrír sprækir hlauparar sig til og lögðu að baki erfitt fjallahlaup í Fjörðurn- ar, en það er samheiti yflr nokkrar eyðibyggðir á skaganum austan Eyjafjarðar. Nánar tiltekið eru það Keflavík, Þorgeirsfjörður og Hval- vatnsfjörður. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir félagarnir hlaupa þessa leið. Fyrsti hlaupatúrinn í Fjörður fór fram haustið 1990 þegar Sigurður Bjarklind hljóp einsamall frá Grenivík yfir í Hvalvatnsfjörð á 6 tímum. „Ári síðar bættist Karl Ás- grímur Halldórsson í hópinn og við höfum haft það að reglu að hlaupa í Fjörður á hverju ári þegar haustar að,“ sagði Sigurður. “í fyrra bættist „lærlingur" að nafni Jón ívar Rafnsson í hópinn og á nú tvær ferðir að baki. Hann telst fullnuma eftir 3 ferðir og lestur á skyldunámsefni sem felst i ritverk- unum „I verum", „Virkum dögum“ og „Huldulandinu“. Þessar bækur fjalla allar um líf og starf Fiörðunga og náttúru landsins.i Fram undan... 14. nóvember: Stjörnuhlaup FH Hlaupið hefst klukkan 13.00 I við íþróttahúsið Kaplakrika, Hafnarfirði. Vegalengdir: Tíma- taka á öllum vegalengdum og flokkaskipting bæði kyn: 10 ára | og yngri (600 m), 11-12 ára (1 km), 13-14 ára (1,5 km), 15-18 ára (3 km), 19-39 ára, 40 ára og eldri (5 km). Allir sem ljúka keppni fá j verðlaun. Upplýsingar gefur Sig- urður Haraldsson í síma 565 j 1114. i31.desember:, Gamlárshlaup ÍR Hlaupið hefst klukkan 13.00 og skráning er frá klukkan 11.00. ! Vegalengd: 10 km með tímatöku. | Flokkaskipting bæði kyn: 18 ára | og yngri, 19-39 ára, 40-44 ára, í 45-49 ára, 50-54 ára, 55-59 ára, 60 ára og eldri. Upplýsingar gefur : Kjartan Ámason í síma 587 2361, Hafsteinn Óskarsson í síma 557 2373 og Gunnar Páll Jóakimsson j í síma 565 6228. 31. desember: Gamlárshlaup UFA Hlaupið hefst klukkan 12.00 | við Dynheima og skráning er frá kl. 11.00-11.45. Vegalengdir: 4 km og 10 km með tímatöku. Flokka- skipting bæði kyn: 13-15 ára (4 km), 16-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Upplýsingar hjá UFA, pósthólf 385, 602 Akur- i eyt'i- 31. desember: Gamlárshlaup KKK Hlaupið hefst klukkan 13.00 við Akratorg, Akranesi. Vega- lengdir: 2 km, 5 km og 7 km. Upp- lýsingar gefur Kristinn Reimars- son í síma 431 2643. Umsjón ísak Öm Sigurðsson við eyðibyggðirnar eru Sigurður, liðlega fimmtugur menntaskóla- kennari á Akureyri, Karl, liðlega fertugur skrifstofumaður á Akur- eyri, og Jón ívar, sem er liðlega þrí- tugur leiðbeinandi á Akureyri. Þeir eru allir venjulegir fjölskyldumenn sem hlaupa úti allt árið og leitast við að fara ótroðnar slóðir í þeim efnum. Margir spyrja eflaust að því^ hver tilgangurinn sé með slíkri ferð. „Því verður hver að svara fyrir sig. Við félagamir teljum tilganginn einkum tvíþættan. í fyrsta lagi að takast á við mjög erfiða fjalla- hlaupaleið í stórbrotinni náttúru og komast alla leið án þess að stofna lííi og limum í beina hættu. Það er góð tilfinning að klára sig af þessu. í öðru lagi að votta náttúrunni virðingu og ekki síður því harðgera fólki sem þarna bjó við erfið og kröpp kjör. Náttúran og sagan eru drifkraftur ferðarinnar," sagði Sig- urður. mynd: ((Utskorin)) Hlaupagarparnir Sigurður Bjarklind, Karl Ásgrímur Halldórson og Jón ívar Rafnsson tóku sjálfir af sér þessa mynd á leið- inni. Hlaupaleiðin „Hlaupaleiðin í Fjörðurnar nær frá Grenivik um Látraströnd og þaðan yfir Uxaskarð, niður Kefla- víkurdal, upp Hnjáfjall um Blæju og Blæjukamb niður í Þorgeirsfjörð og að lokum yfir Þorgeirshöfða niður í Hvalvatnsfjörð. Víðast hvar er mjó langir og álíka erfiðir. Hver áfangi býður upp á sérstakar tor- færur sem eru í réttri röð: Látrakleifar, Uxaskarð og Hnjá- fjall með Blæjukambi. Öll er leið- in erfið og á köflum hættuleg. Yfirleitt er reynt að velja go veður til fararinnar, með sól og sunnanvind í bakið en á íslandi er ekki alltaf á visan að róa i þeim efnum. Stundum er hægt að hlaupa alla leiðina í stuttbuxum og bol en það er ekki sjálfgef- ið. Nauösynlegt er að hafa góðan bakpoka með mittisól til að bera með sér skjólfatnað og nesti. Nestið var oftast bananar á mann ásamt ísóstardufti sem blandað var í fjallalæk en nú hafa orkuskvísur frá Leppin komið í stað banana. Ekki þýðir að leggja upp í slíka ferð nema hafa tals- verða reynslu af fjallahlaupum við misjafnar aðstæður. Menn þurfa að þekkja sjálfan sig betur en þá grunar," sagði Sigurður. Þeir náungar se tekið hafa ástfóstri JD (U •O 3 '> |r <D : r* ; 0)' o« o O- c/> c s CD Hlaupið um Fjörðurnar G Grenivík Hlaupaleiðin í Fjörðurnar nær frá Grenivík um Látraströnd og þaðan yfir Uxa- skarð, niður Keflavíkurdal, upp Hnjáfjall um Blæju og Blæjukamb niður í Þor- geirsfjörð og að lokum yfir Þorgeirshöfða niður í Hvalvatnsfjörð. slóð eða kindagötur en sums staðar einstigi í skriðum eða ofan kletta- belta. Oft eru gamlir skaflar eða jafnvel nýsnævi í fjallaskörðum sem minna á að þetta er ísland. Landslagið er víða hrikalegt en jafnframt töfrandi og seiðir suma til sín ár eftir ár. Eftir nokkrar ferðir í Fjörður skilur maður hvað Látra- Björg átti við þegar hún orti þessa vísu: „Fagurt er í Fjörðum þá frelsarinn gefur veðrið blítt hey er grænt í görðum, grös og heilagfiskið nýtt. En þá veturinn að þeim tekur sveigja veit ég enga verri sveit, um veraldar reit. Menn og dýr þá deyja." Velja gott veður Að hlaupa í Fjörður tekur að meðaltali 6 tíma. „Hlaupaleiðin skiptist í 3 áfanga sem eru álíka lií)fjjjjj J Jliv Jliu í^li/íJlj^ •SA AIJí nó 65% D-fsláttufj ziöslni í dug Rýmum fyrir nýjum vörum og seljum út stakar stæróir og sumarliti • Brjóstahöld kr. 1000 • Buxur kr. 500 Laugavegí 40 • sími 551 3577
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.