Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 31
LAUGÁRDAGUR 31. OKTÓBER 1998 31 Ný bók eftir Guðberg Bergsson: Sæmundur Valdimarsson og stytturnar hans í dag, laugardaginn 31. október, veröur opnuö listsýn- ing í Geröarsafni í Kópavogi til heiöurs Sœmundi Valdi- marssyni áttrœöum. Þetta er yfirlitssýning á verkum lista- mannsins. Afþví tilefni gefur bókaútgáfan Forlagiö út bók um Sœmund og list hans eft- ir Guöberg Bergsson. Kynni þeirra Guöbergs og Sæmundar hófust þegar sá fyrrnefndi efndi til sýningar í Gallerí SÚM áriö 1974 og kallaöi Alþýöulist. Þar var Sœmundur einn þeirra sem sýndu verk sín í fyrsta sinn og síöan hefur hróöur hans borist víöa. Hann hefur eignast örugg- an sess meöal myndverka- manna með hinum sérstœöu og persónulegu styttum sín- um sem telja má einstæöar í íslenskri listasögu. Hér birtast kaflar úr bók Guöbergs um Sæmund sem nefnist Sœmundur Valdi- marsson og stytturnar hans. Bókin er prýdd nœr sextíu litmyndum af lista- verkum Sœmundar. „Það er ekki á hvers manns færi að finna haldbæra skýringu á hver ástæðan kunni að vera fyrir því að ólærður maður tekur skyndilega upp á að gera listaverk nema hann hafi fengið það verkefni af opinber- um aðila, til dæmis að reisa minnis- merki um drukknaða sjómenn. Önnur verk ólærðs manns eru sjald- an tekin gild sem listaverk. Þó eru undanskilin þau sem flokkuð hafa verið undir sakleysislega list, það er að segja naive, því hún er gjarna höfð í sérflokki. Vegna þess að hún er talin vera mitt á milli þess að vera alþýðulist og æðri list. Þeir sem kalla sig listfræðinga fjalla yf- irleitt ekki um hana af alvöru nema í örfáum tilvikum, því hún á helst að vera gerð mönnum til gamans, þó hún sé ekki beinlínis skoplist eða grín. Háð er varla til í myndlist, annað en skopteikning- in; eftir því að dæma hlýtur eðli hennar að vera það að vera alvar- legri en aðrar listgreinar. Oft er líka þannig innan hennar að verk sem er unnið í listrænum tilgangi, jafnvel í listaskóla, er sjaldan talið vera gjaldgengt. Einhverra hluta vegna virðist sú skoðun vera ríkj- andi að einu gildi hversu nem- andinn sé frábær, þá geti hann ekki skapað fullgilt listaverk á meðan hann stundar námið, jafnvel ekki einu sinni undir leið- sögn færustu kennara. Þegar hann er námsmaður verður hann aðeins misjafnlega gott efni í listamann, viðhorf sem hefur ríkt frá þvi verðandi málarar voru til aðstoð- ar viðurkenndra á verkstæðum þeirra. Nemandi getur ekki orðið annað og meira fyrr en hann er útskrifaður og nokkurra ára reynsla komin á hann utan veggja skólans, þegar hann losnar við kennara og listfræð- inga. Þetta er ein af mótsögn- unum í þeirri athöfh sem kall- ast listsköpun. Miklu erfiðara er að ákveða hvaö kunni að vera listaverk þegar um svonefnda listiðju er að ræða. Það er jafn erfið þraut og það að vita hvers vegna sjálfsprottin list verður til hjá ólistfróðum og ólærð- um manni eða hvort hægt verði að telja hana yfirleitt til listar. Sjálfsprottna list kýs ég að kalla list sem sprettur af munni eða fingrum fram án auðsærrar ástæðu, lærdóms eða þjálfunar. Maður sem iðkar hana vinnur ekki einu sinni markvisst eða af sýnilegum listvilja. Þörf hans hefur bara vaknað, ef þörf skal kalla en ekki áráttu, og hún verður undarlegri við nánari athugun þegar i ljós kemur að ekkert virðist hafa gerst í lífi hans annað en það sem knýr hann áfram í lífsbaráttunni, sú nauðsyn að vinna dagleg störf til að hafa af þeim lifi- brauð. Hann hefur ekki orðið fyrir áfalli, listin hefur ekki vaknað vegna augljósrar röskunar á tilfmningalíf- inu eða skapgerðin breyst sökum sjúkdóms, eins og oft hendir ef um mikla list er að ræða, en þá aðeins með því skilyrði að sá hinn sami, um- skiptingurinn, hafi áður stundað list- sköpun af lærdómi og skyldu, verið til dæmis atvinnulistamaður á borð við andlitsmálara. En í lífi sjálfsprottna listamannsins hefur kannski ekki einu sinni ástarsorg raskað rónni í lífi hans og ekkert gerst sem halda mætti að yrði ástæða fyrir sjálfstjáningu, hvorki reiði, sorg né gleði. Auk þess lítur hann oft ekki á verk sín sem listaverk og skilgreinir þau ekki sem slík. Það að þurfa að skilgreina þetta, eitthvað sem hann bjó ekki einu sinni til í kvöldtímum í safnaðarheimilinu hjá kennslukonu með próf í handa- vinnu, gerir hann órólegan og voteyg- an. Hann tondrar ekki einu sinni sér til sáluhjálpar undir leiðsögn. Ástæð- an fyrir verkum hans er óskiljanlegri en það að skynsemin geti með góðu móti fundið skýringu á henni. Þetta er því dularfyllra hvað Sæ- mund Valdimarsson varðar. Vegna þess að hann virðist hafa komið fullskapaður úr hinni dularfullu, óskiljanlegu ástæðu og þurfti fyrir bragðið aldrei að þreifa sig áfram. Verk hans ráfuðu ekki einu sinni á milli stíltegunda langt fram eftir þroskabrautinni, sem er algengt hjá lærðum listamönnum og hann likti ekki á áberandi hátt eftir neinum. Yfirleitt er þó þannig með lista- menn að þeir þurfa að leita langt fram eftir aldri að jafnvægi í verk- um sínum eða að æskilegum sam- runa sem ég held að leynist ein- hvers staðar og sé að finna í mis- þykkum lögum á milli tilfinning- anna, vitsmunanna og stílkenndar- innar. í lokin gefast þeir annað hvort upp eða finna persónulegan tjáningarmáta, venjulega með þeim hætti að fylgja sígildum reglum í formteikningu og skóla eða þjálfa sig í því að líkja um árabil og vand- lega eftir verkum annarra og sér meiri listamanna. Þannig læra þeir af verksmáta fyrirrennara sinna og verða kannski frumlegir, ekki í byrjun eða í lokin heldur á ævi- skeiðinu miðju þegar sjálfsvitundin er sterkust. Þá afneita þeir með of- forsi fyrrum meistara sínum og verklagi hans líkt og einhverju einskisverðu. Listamaður sem telur sig hafa fundið sig verður, að minnsta kosti einhvern tímann á ævinni, fjandmaður fyrirrennara síns og meistara. Verk Sæmundar hafa aftur á móti aldrei hikað í höndum hans, ef frá er talinn sá reynslutími sem hann kallar eintómt fikt. í þeim er ekki hik að finna, hvorki hvað gerð né innihald varðar. Listaverkin nærast í mesta lagi hvert á öðru, líkt og listin gerir hjá meðvitaða einstaklingnum, venju- lega þegar hann er kominn á hæsta stig á ferli sínum, og þá verður það honum og list hans til blessunar, ef marka má orð franska ljóðskáldsins Paul Valéry sem trúði því og bar fram hugmyndir um lokaðan heim list- anna. í honum hefur eitt listaverk giftusamleg áhrif á annað, og skáldið kallaði þetta ekki blindgötu sem end- ar á stöðnun heldur taldi að áhrif eins verks á annað opni ótakmarkaðar leiðir til áframhalds. Sæmundur virð- ist hafa komist ósjáifrátt og án lær- dóms að einhverju áþekku, því hann kveðst oft rölta innan um fyrri verk sín á meðan hann vinnur að ein- hverju nýju. Kannski er þetta skýringin á hin- um lokaða heimi listar hans eða þeim svipaða blæ sem hvílir yfir verkunum og myndar auðþekkt og persónulegt samhengi; handbragðið felur í sér innihaldið, það er með litlum frávik- um, ekki öfugt, það að innihaldið ráði því hvaða handbragð er notað eða stíll. En hvað lífshlaupið varðar stökk Sæmundur yfir stóran hluta ævinnar ósnortinn af listþörf. Listin hvarflaði ekki einu sinni að honum. Það var vegna kröfu þarfarinnar fyrir að hafa til hnífs og skeiðar og sjá öðrum, sér og sínum, farborða. Síðan, líkt og fyr- irvaralaust, urðu verkin til, sjálf- sprottin í orðsins fyllstu merkingu. Hvað er hiö sjálfsprottna? Eitthvað sem vex án þess að til þess hafi verið sáð, svo vitað sé, eða lagt hafi verið rækt við það í ákveðnum tilgangi, þeim að komið beri sérstak- an og æskilegan ávöxt. Getur eitthvað vaxið án jarðvegs og tilfinninga og komið þannig fullskap- að úr tóminu? Nei. VI. SAMRÆÐUR VIÐ SÆMUND Varirnar Sumu fólki fannst það vera und- arlegt að ég skyldi láta varirnar vera rauðar á karlmönnum. En þær eru yfirleitt rauðar, bæði á körlum og konum? Maður á ekki að venjast slíku að þær séu málað- ar, segir það. Eiga þær að vera hel- bláar af kulda á karlmönnum en blóðrauðar á konum sökum ástrik- is? Nema þær eigi að vera litlausar á íslenskum karlmönnum. Væri það ekki eins og annað í þeirra dúr? Líklega. Hefur þú allar varir rauðar? Já, en mismunandi rauðar. Kannski stafa harkaleg viðbrögð fólks af því að þú notar varalit og hann mega aðeins konur nota. Þetta er olíulitur úr túpu. Hann hefur þá hvorki kvenlegt né karlmannlegt gildi. Að minnsta kosti ekki á málverkum. En stytt- ur eru reyndar kyssilegri en mál- verk. Ýar ekki einhver maður í fornöld ástfanginn af styttu og ætl- aði að giftast henni? Jú, en það er kannski liðin tíð. Menn eða konur geta orðið hrif- in af styttum en kannski ekki beinlínis ástfangin. Þótt það sé að komast í tísku að elska allt að enskum sið. Engin stytta hefur nokkurn tím- ann orðið ástfangin að öðrum, en aðrir hafa orðið hrifnir af mörg- um. Kannski ekki einu sinni ástfang- in af höggvara sínum? Líklega fer engum sögum af þannig ástum. Núna hafa menn svo margt ann- að til að giftast en líkneskjum. Eitt af því dularfyllsta i verkum Sæmundar er brosið. Þetta á næst- um jafnt við um karla og konur. Oftast leikur um varir allra það sem er næstum hulið. Þetta er inn- hverfa brosið. I því virðist felast það sem hægt væri að kalla enda- leysi tímans. Persónurnar hvorki gapa né hlæja. Vegna þess að list- rænt séð er hlátur merki um and- artak, hann varir einhvern veginn skemur en bros, mælt í tíma og til- ftnningum. Að þessu leyti er hlát- ur eins og ljósmyndin, sé hún bor- in saman við málverk eða högg- mynd. Franski myndhöggvarinn Rodin sagði eitthvað á þessa leið í bók sem hann kallaði Listin; Ljósmyndin skrökvar, vegna þess að tíminn stöðvast í henni, hún nær andartakinu, en málverk og höggmynd færa persónurnar úr einni stellingu í aðra á þann hátt að þær sýna með formum sínum að ein hreyfing líkamans leiðir til annarrar i eins konar endaleysi. í verkum myndhöggvara og málara er hægt að sjá bæði það sem var og verða mun, á ljósmynd sést aðeins andartakið.“ Síðustu sætin Helgapferð London 12. nóv. fpá m Við höfum nú tryggt okkur viðbótargistingu á sértilboði þann 29. október. Flora-hótelið sem er rétt hjá hinni þekktu ráðstefnumiðstöð Earls Court, rétt við lestarstöðina sem gengur inn í hjarta London. Öll herbergi með sjónvarpi, síma og baði. Móttaka opin allan sólarhringinn. Bókaðu meðan enn er laust. Islenskir fararstjórar Heimsferða tryggja þér ömgga þjónustu í heimsborginni. 2 fyrir 1 til London Verð kr. 14.550 Flugsœti til London með flugvallarsköttum. Ferð frá mánudegi til fimmtudags 9. og 16. nóv. Flugsœti kr. 21.900 Skattur kr. 3.600 x 3 = 7.200 Samtals kr. 29.100. Á mann kr. 14.550 Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 12. nóv. Kr. 29.990 Sértilboð 12. nóvember, Flora-hótelið, 4 nœtur í 2ja manna herbergi. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 562 4600 www.heimsferðir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.