Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 SU~W 28.(frettaljos Kóngafólk þorir ekki í afmælisveislu Karls Sænsku konungshjónin ætla ekki að þiggja boð í fimmtugsafmælis- veislu Karls Bretaprins sem ást- kona hans, Camilla Parker Bowles, heldur honum í Highgrovekastalan- um 14. nóvember næstkomandi. Upplýsingafulltrúi sænsku hirðar- innar sagði í vikunni að konungs- hjónin hefðu ekki gefíð upp ástæð- una fyrir því að þau afþökkuðu boð- ið. Tcdið er að ástæðan sé í raun sú að samband Karls og Camillu sé enn of viðkvæmt til að hægt sé að láta sem ekkert sé. Elísabet Englands- drottning ætlar ekki heldur að vera viðstödd. Hún heldur sjálf veislu fyrir son sinn daginn fyrir afmælis- daginn. Camilla verður ekki í þeirri veislu. Anna prinsessa, systir Karls, kveðst ekki geta komið í veisluna sem Camilla heldur prinsinum. Á fimmtugsafmæli bróður síns ætlar hún að halda upp á 21. árs afmæli sonar síns. Undarleg tilviljun þykir mörgum. En amma Karls, Elísabet drottningarmóðir, ætlar að mæta í veislu Camillu og dóttursonarins. Elísabet Englandsdrotting gerir allt scm hún getur til þess að láta sem Camilla Parker Bowles sé ekki tO. „Hún stingur höfðinu í sandinn eins og strúturinn,“ segja þeir sem eru í nánasta umhverfi drottningar. Það er aðferð sem kóngafólkið gríp- ur oft til þegar eitthvað erfitt bjátar á. En drottningin getur ekki haft höfuðið í sandinum að eilífu. Tim- inn vinnur með Karli og Camillu. Og vinir og samstarfsmenn prinsins hafa ekki látið sitt eftir liggja. Þeir virðast hafa unnið vel á bak við tjöldin. Kúvending Þar til fyrir nokkrum vikum var Díana prinsessa fórnarlambið og Karl Bretaprins skúrkurinn. Nú hefur orðið kúvending hjá breskum fjölmiðlum. Að undanfömu hafa verið greinar um Karl og Camillu í fjölmörgum breskum blöðum. Vinir Vifigcröir <>t> vifihaldfastcigna Sérfrmfn' rrrAmrJfiarnfr Sími: 555 1947 Símatími milli 10-14 og samstarfsmenn prinsins hafa hrósað honum og talað vel um hann. Ekki leið á löngu þar til fjöl- miðlar gátu sagt bresku þjóðinni fréttir af hans hátign og ástamálum hans. Grunaði ýmsa að fréttimar hefðu fengist í skiptum fyrir falleg- ar og „opinskáar" greinar um prins- inn. Önnur fréttin var um róman- tíska siglingu Karls og Camillu und- an Grikklandsströnd. í hinni frétt- inni var sagt frá því að prinsarnir Vilhjálmur og Harry hefðu fyrir löngu hitt börn Camillu og það oftar en einu sinni. Það hafa sjálfsagt fæstir verið hrifnir af því að Camilla skyldi hafa haldið fram hjá manninum sínum, Andrew Parker Bowles, með Karli prinsi. En nú hafa fjölmiölar lagt áherslu á að Andrew hafi skemmt sér með öðrum dö- mum áður en Camilla féll í faðm Karls. Og það var ekki vesalings Karl sem steig hliðarspor á und-an Díönu. Það var hún sem hafði haldið fram hjá hon-um á undan. Þetta kemur fram í bók sem Penny Junor hefur skr- ifað. Penny þessi kveðst hafa rætt við marga vini Karls vegna skrifa sinna. í bókinni er Karli lýst sem ástríkum föður. Áður var hann sagð- ur fjarlægur og áhugalaus um upp- eldið. Díana, sem allir vorkenndu vegna framhjá- halds Karls, er i bókinni sögð hafa verið illa innrætt og sjúklega afbrýðisöm. Hún hafi meira að segja hringt til Camillu og tilkynnt henni að hún hafi sent menn til að myrða hana. Karl og Camilla kváðust ekkert hafa haft með samningu bókarinnar að gera. Buckinghamhöll lýsti yfir fyrirlitningu sinni á bókinni sem bráðum kemur í hillur verslana. Klósettbrandarar Mörgum þykja jákvæðu skrifin um prinsinn og Camillu líkjast áróðursherferð. Camilla er ekki lengur vonda nomin heldur konan sem skilur Karl. Hún er ekta bresk yfirstéttarkona sem hefur ekki áhyggjur af útlitinu eins og Díana hafði. Camilla vill helst vera utan- húss og hún býr úti á landi í húsi með finum málverkum og húsgögn- Díana er nú sögð skúrkurinn og Karl prins fórnarlambið. Símamynd Reuter. með vinum sínum stríða þau hvort öðru, kalla hvort annað elskuna sína og haga sér á allan hátt eins og miðaldra hjón sem þykir vænt hvoru um annað,“ skrifar rithöf- undurinn Graham Tumer, einn margra sem skrifað hafa greinar um parið að undanfömu. gerði. Hún leyfi honum að vera í friði með sína siði. Camilla er sögð vera hvöss, hafa vissa töfra og vera öragg með sig. Hún er ekki klár en sérstök að vissu leyti. Ef hún væri hlý manneskja ætti hún erfitt með Erlent iSs- Turner kveðst hafa það eftir nán- um vinum Karls að þó að prinsinn og Camilla séu eins og sköpuð hvort fyrir annað séu þau hrædd við að ræða hjónaband. Sumir bestu vina þeirra hafi aldrei heyrt þau minnast á orðið hjónaband. I einni greina sinna segir Tumer að allir sem þekkja Karl vel viti að Vinir Karls segja Camillu halda honum gangandi. Símamynd Reuter um. Hún hefur hins vegar engaráhyggj- ur af því þó að það séu göt á teppunum og að moldug stígvél liggi í hrúgu í and- dyrinu. Henni þykir auk þess, eins og eitt blaðið seg- ir frá, gaman að klósett-bröndur- um eins og Karli. „Þegar Karl og Camilla eru hann þarfnist Camillu. Ekki ein- göngu sem félaga heldur einnig til stuðnings í opinbera lífi jafnvel þó að hún verði alltaf í skugganum. Heldur Karli gangandi Turner hefur það eftir nánum vini Karls og Camillu að hún haldi hon- um í raun gangandi. Þegar hann sé aðframkominn sé það hún sem tínir brotin saman. Vinimir segja að Camilla reyni ekki að ráða yfir sál Karls eins og Díana að ráða við hann. Ráðgjafar Karls segja að þrátt fyr- ir að Camilla sé enn fyrirlitin af mörgum sé hún undirstaða ham- ingju hans og þar með konungdæm- isins. Camilla hefur engan áhuga á titlum og þá ekki heldur drottning- artitlinum. Ráðgjafar Karls hafa velt upp ýmsum möguleikum um framtíð Camillu og Karls verði hann konungur. Einn möguleikinn er að hún verði áfram ástkona hans og félagi. Ráðgjafarnir hafa þó áhyggjur af því hvemig það myndi ganga. Annar möguleiki er hjónaband með því fyrirkomulagi að Camilla geti ekki gert neintar kröfur til titils Karls. En innst inni telja þeir sem nánastir era Karli að hjónaband muni aldrei blessast. Þá grunar að Karl og Camilla séu dæmd til að búa við óbreytt ástand það sem eftir er. Karl hitti Camillu fyrst árið 1970 og urðu þau fljótt par. Hún giftist Andrew Parker Bowles 1973. Þrátt fyrir að Karl sæi eftir Camillu átti hann í ástarævintýrum með mörgum öðrum konum, að því er Graham Tumer segir í grein sinni. Nóg að smella fingri Hann þurfti aðeins að smella fingri til þess að fá konu með sér í rúmið. Oftast áttu viðskiptin sér stað í einkasamkvæmum um helgar. Prinsinn var viss um að engin kvennanna, sérstaklega ekki þær sem vora giftar, myndu þora að segja frá því að þær hefðu sofið hjá honum. Áð sögn vina Karls hafði prinsinn í raun litla ánægju af þessum viðskiptum. Þegar prinsinn var orðinn þrítugur var farið að þrýsta á hann að taka ákvörðun um framtíðina. Karl lagði til að hann fyndi einhverja unga með rétta eiginleika sem hann gæti síðan mótað. Vinur Karls á að hafa bent á að það hljómaði eins og hann væri frekar að tala um gúmmíbrúðu eða labrador en um konu með persónuleika. Karl kvaðst ekki vilja neina sem myndi vilja ráða sér sjálf. Karl var í klípu. Hann var ástfanginn af giftri konu. Þegar hann tilkynnti að hann hygðist kvænast Díönu Spencer urðu vinir hans furðu lostnir. Nokkrir þeirra vöraðu hann við og sögðu að hann væri að gera stór mistök. ífyrstu hafði prinsinn að engu viðvaranir vinanna. En þegar fram liðu stundir fór hann sjálfur að efast. Fjölskylda Keuls komst að því að Díana hafði eigin skoðanir. Skelfilega einmana Karl ákvað samt að ganga að eiga Díönu. En eftir því sem árin liðu varð hann skelfilega einmana. Díana hafði bannað honum að umgangast gamla vini hans. Hún hafði allt önnur áhugamál en hann. Karl skynjaði æ betur hvað hann hafði misst þegar hann yfirgaf Camillu. Honum varð ljóst að hann hafði tekið úr sambandi öndunarvélina sem hélt honum á lífi, eins og Graham Tumer orðar það. Tumer hefúr það eftir nánum vini Karls að hefði hann ekki þjáðst eins mikið og hann gerði er hann var kvæntur Díönu kynni hann að hafa orðið litlaus persóna. Hann hefði ekki skilið þjáningar fólks eins og hann gerir nú. Byggt á Reuter,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.