Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 18
»> Uíeygarðshornið •# 'k LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 JLlV Var nauðsynlegt að skjóta hann? var þessi elsti félagi mannsins úr dýraríkinu bannaður með öllu inn- an borgarmarkanna en þegar borg- aryfírvöld gátu ekki lengur fram- fylgt því banni - meðal annars þeg- ar svo var komið að bæði borgar- stjóri og forseti borgarstjórnar héldu hunda - var hundahald leyft, með feiknalegum semingi. Gott ef það var svo ékki fellt í al- mennum kosningum sem síðan leiddi til loðinnar reglugerðar um að menn mættu halda hunda ef þeir bara myndu að þeir væru al- veg réttlausir. Hundamir eru boð- flennur og skulu eigendur því greiða stórar fúlgur og laumast með hunda sína um götur þegar enginn sér til. Naumast er til það útivistarsvæði í borginni, tilvalið handa hundum að hlaupa um og leika sér, að þar sé ekki skilti sem banni þeim aðgang. Stefna Reykvíkinga í málefnum hunda er ein af ráðgátum aldar- innar. Maður getur ekki annað en klórað sér ráð- í hausnum þegar maður heyrir þetta viðkvæði: Hundar eiga ekki heima í þéttbýli. Hvers vegna ekki? Eiga kettir heima í þéttbýli? Dúfur? Fiskiflugur? Svo nefnd séu nokkur dýr sem komið hafa sér í þægilegt nábýli við manninn. Hvað með naggrísi? Og hvað með manninn? Mætti ekki leiða sterk rök að því að hann eigi ekki heima í þéttbýli? Velviljuð skýringartilraun á þessari furðulegu meinloku gæti verið sú að íslendingar hafi ekki fram á síðustu ár haft spurnir af öðrum hundum en fjárhundum. Þeir hafi talið að fjárlaus hundur hlyti að vera vansæll og volaður - lægi ýlfrandi af óhamingju úti í horni ef hann hefði ekki kindur að smala af og til. Þetta er enn einn anginn af þeirri hugsun aö það væri svo mikill vandi og vegsemd að vera nútíma íslendingur og hundahald í borginni væri ekki „rétt“; það væri stjómvalda að ákveða það en ekki einstakling- anna hvort Reykvíkingar og dýrin - það er eitthvað ankannalegt og erfitt við þetta samband. Reykjavík hefur um árabil haft þá sérstöðu meðal gjör- vallra samfélaga heimsins að reka stranga apartheit-stefnu á hendur hundum. Lengi vel sé anr að dýi sem hingað slæddist til landsins. Og þetta nytja- leysi gerði það réttdræpt. Ég las það í Degi að drápið á þvottabirninum hefði átt sér stað á sjálfum bangsadeginum. Að vísu var mér ekki kunnugt um að sér- stakur dagur væri helgaður bangs- anum en uppljóstranir Dags gera ódæðisverkið enn voðalegra en ella. Þessir lögreglumenn hafa alltof gaman af því að skjóta. Ég frétti einu sinni um gamla konu sem þurfti að láta aflífa fársjúka kattarpísl og hringdi á lögregluna til að vinna verkið. Til hennar mætti sveit með alvæpni full ákefðar. Gott ef þeir komu ekki á skriðdrekum. Þetta dýr sem sagt var í kvöld- fréttum Ríkisútvarpsins að hefði sennUega verið greifingi - svo vel höfðu menn gáð áður en þeir fóru að skjóta - hvers vegna var það af- lífað? Sennilega vegna þess að ekki hirðist maður með í gámnum sem hafði það í ól þvi hvers kyns lausa- ganga dýra er bönnuð í Reykjavík. Og sennUega vegna þess að dýrið hafði engan sjáanlegan praktískan tUgang - eins og til dæmis minkur- inn hafð' svo nefr hundum væri ofaukið í hinu nýja samfélagi. Þetta er þeim mun einkenni- legra fyrir þá sök að íslenski hund- urinn er í rauninni enginn fjár- hundur að áliti fróðra manna held- ur miklu fremur nokkurs konar gjammhundur - vissulega faUegur og skemmtUegur félagi sem hentar vel til að tilkynna rösklega um gestakomur og tekur sig vel út á snotru torfþaki en sem fjárhund- ur eru smölunar- aðferðir hans ekki tilkomu- meiri en hvers annars kjölturakka sem geltir að öUu sem hreyfist en um leið og þungbú- inn hrútur snýr sér við og býst tU að stanga hann þá hleypur hann ýlfrandi undan. ****** Eitthvað er öfugsnúið á íslandi núna. Skæðasta drápshval íslands- miða, háhymingi, er tekið með kostum og kynjum eins og um væri að ræða að endurheimta landvætt. Blygðunarlaust og án nokkurs kinnroða gangast sjálfir Vestmannaeyingar, sem eitt sinn voru stoltir sjómenn, inn á væmna Disneyþvælu um ein- hverja fjölskyldu sem þetta ofalda og úrkynjaða kvikindi er sagt eiga hér við land og sem beðið hafi heimkomunnar árum saman, rétt eins og hver önnur suburb-famUía í Bandaríkjunum. En þegar hing- að hrekst umkomulaus þvotta- bjöm sem viUst hefur inn í gám á fjarlægri strönd og lifað hefur af langa og stranga sjóferð með því að éta aUt sem tönn á festir í gámn- um og staðið sig hetjulega - þá er hann um- svifalaust skot- inn og gefið það að sök að vera nokkurs konar greifmgi og smitandi. Þetta era plott- in úr tveim vinsælum bamamynd- um. Önnur heitir Hvalur kemur í heim- sókn og er frá Disney og seg- ir frá Hafmeyj- unni og vinum hennar sem bjarga háhymingi sem heitir DepUl und- an vondum veiðimönnum og hjálpa honum heim til fjölskyldu sinnar. Hin myndin er dönsk og heitir Skógardýrið Húgó og segir frá skrýtmun bangsa sem berst í gámi eitthvað norður á bóginn tU stórborgar þar sem hann lendir i ýmsum ævintýrum þar tU hann kemst aftur heim. Við tókum vel við Disneydýrinu - en við drápum Húgó. dagur i lífi Kristín Marja Baldursdóttir lýsir deginum þegar Mávahlátur hennar var frumsýndur: „Að venju lá ég kyrr í rúminu eft- ir að ég var vöknuð og hlustaði eftir hljóði úr eldhúsinu. Gerði mér von- ir um að einhver hefði haft rænu á að setja kaffivélina í gang. Svona í tUefni frumsýningar Mávahláturs, þó ekki væri annað. Sú var ekki raunin, enda ekki við því að búast af fólki sem leggst í dagblaðalestur um leið og það vaknar. En þar sem mín beið mikUvægt verkefni og því árið- andi að ég fengi gott kaffi eins og skot sigldi ég fuUum seglum fram. Ég hafði lofað að gæta bamabams- ins og nöfnu minnar tU hádegis en ungfrúin sú er á skriðaldri og því nauðsynlegt að vera vel vakandi og fúmlaus í návist hennar. Um leið og eiginmaðurinn og miödóttirin hurfu úr húsinu tU vinnu og skóla rétt fyr- ir klukkan átta birtist ungfrúin fal- lega í fangi móður sinnar í dyrun- um. Hárin risu á heimUiskettinum. Sú stutta, sem hafði víst farið öfúgu megin fram úr þennan morgun, sagði fátt en horfði svipbrigðalaust í kringum sig eins og ofursti sem und- irbýr leiftursókn og úr augum henn- ar mátti lesa: Ég legg þetta svæði í rúst á innan við hálftíma. Innbúinu bjargað Næsta klukkustund fór í að bjarga innbúi og eignum og henda kettinum út tU að forða honum frá dauða en hann mjálmaði sig aUtaf inn aftur því hann er kuldaskræfa Kristín Marja Baldursdóttir við skriftir á heimili sínu í Grafarvoginum, sallaróleg fyrir frumsýningu Mávahláturs - eða því sem næst. DV-mynd ÞÖK mín hringdi. Hún hafði verið á loka- æfmgunni og verið mjög hrifm. Sím- talið kætti mig og einhvem veginn fannst mér rétt að heyra í fleiri góð- um manneskjum. Ég dundaði mér því við símhringingar um nokkra hríð en komst svo um síðir út úr húsinu og niður í bæ. Þar sinnti ég aöeins helmingi þeirra erinda sem ég hafði ætlað mér því ég mundi ekki almennUega hvað ég hafði ætl- að að gera. Þar sem kvenfólkið í húsinu var upptekið við að baða sig og greiða síðdegis tók eiginmaðurinn að sér að útbúa léttan kvöldverð. Hann vissi af biturri reynslu að hann fengi annars ekkert sjálfur að borða. Við náðum svo að komast í tæka tíð niður í Borgarleikhús. Dætumar hinar vom þá löngu mættar ásamt mökum og brostu alúðlega. Leikararnir fóru á kostum Á lokaæfmgunni hafði ég tekið út taugaóstyrkinn að mestu leyti og etið heUt tissjú fyrir hlé. Ég var þar af leiðandi nokkuð róleg þegar tjöld- in lyftust á frumsýningunni. Vissi að þetta yrði góð sýning. En ég vissi ekki að hún yrði svona góð. Leikar- amir fóra bókstaflega á kostum. AU- ir sem einn. Það var því glöð kona sem fagnaði þeim og leikstjóranum baksviðs eftir sýningu. Eftir góðar veitingar og ánægju- lega stund með leikurum og að- standendum sýningarinnar fórum við heim og soöiuðum svo við máva- hláturinn sem barst neðan úr fjör- unni í næturkyrrðinni. Að þessu sinni angraði hann mig ekki þessi hlakkandi hlátur þeirra. Hins vegar gat ég ómögulega skUið hvaða ástæðu þeir höfðu núna tU að hlæja.“ og auk þess hræddur við fressið í næsta húsi. Um níuleytið var ung- frain komin í ljómandi skap og vUdi fara út í vagn sem var vitanlega guð- velkomið. Eftir þessar morgunsvipt- ingar fleygðum við kisi okkur í sófann en settumst svo að ritstörfum þegar við höfðum náð sæmUegri geðheilsu aftur. Tíminn leið í góðu tUbreytingar- leysi fram tU hádegis eða aUt þar tU dóttir mín kom tU að sækja litlu snudduna sína. Sú stutta var tekin úr vagninum rjóð og brosandi og að sjálfsögðu knúsuð, klipin og kreist þar tU hún stóð á öndinni. Eríndi um óstundvísi Ég hafði hugsað mér að veija eft- irmiðdeginum í skipulagðar útrétt- ingar en ætlaði svo aldrei að hafa mig af stað vegna einhvers skipu- lagsleysis sem í sálinni ríkti. Ekki hafði ég áhyggjur af frumsýning- unni sem slíkri en óttaðist aftur á móti að þær dætur mínar tvær, sem búa ekki lengur í hehnahúsum og sem ég get ekki rekið á eftfr, mundu koma of seint á sýninguna. Þeim hættir tU þess dætrum mínum að vera á síðustu stundu ef eitthvað stendur tU. Ég komst i uppnám við tilhugsunina og samdi í huganum erindi um óstundvísi sem ég ætlaði svo að lesa yfir þeim í hléi. Ég var rétt búin að ná mér niður og var á leið út úr dyrunum þegar vinkona
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.