Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Page 62
■5* tyndbönd MYNOBAHDa GAGNRYNI V ' . -r 5 ; . Hoodlum Nýstárlegir glæponar Ellsworth „Bumpy“ Johnson (Laurence Fishbume) er látinn laus úr fangelsi í upphaíí myndarinnar. Hann heldur strax á heimaslóðir sínar í Harlem þar sem vinir og kunningjar taka fagnandi á móti honum. Andrúmsloftið þar er þó lævi blandið þar sem glæpagengi „drottningar" hans (Cicely Tyson) á í höggi við Dutch Schultz (Tim Roth) og fanta hans. „Drottn- ingin“ reynir að halda friðinn en þegar hún er komin á bak við lás og slá tekur Bumby við valdataumunum. Þótt hann sé vissulega ekki sami níðingurinn og Schultz á ég erfitt með að sjá hvernig „Bumpy“ . --(eða nokkur annar) fer að því að stjóma „glæpastarfsemi af heiðar- leika“, líkt og segir aftan á hulstri myndarinnar. Líkt og í hefðbundn- um glæponamyndum stigmagnast árekstrar hinna ólíku gengja þar til ekki verður komist hjá lokauppgjöri. Myndin er þó um margt ólík þorra slíkra mynda. Kona fer með völd í öðru genginu en hitt er skip- að blökkumönnum. Þannig blandar myndin saman hefðbundnum þátt- um glæponamynda og umfjöllun um réttindi kvenna og blökkumanna. Þrátt fyrir þetta tekst myndinni ekki að skapa sér nægilega sjáifstæð- an stO svo orðstír hennar verður vart langlífur. Útgefandi: Warner-myndir. Leikstjóri: Bill Duke. Aðalhlutverk: Laurence Fishburne, Tlm Roth, Vanessa Williams og Andy Garcia. Bandarísk, 1997. Lengd: 130 mín. Bönnuð innan 16. -bæn Kicked in the Head Eru flugfreyjur englar nútímans? Redmond (Kevin Corrigan) tOheyrir fjöl- ’ skyldu æði misheppnaðra glæpamanna. Þótt bróð- ir hans og faðir séu af þeim sökum komnir undir græna torfu kemst Redmond ekki hjá því að drag- ast inn í heim glæpa og óvissu. Frændi hans, Sam (James Woods), fær hann til að sendast með mjög vafasaman böggul. Hann kemst aftur á móti ekki í réttar hendur og er Redmond því kominn í mikO vandræði. Þau skipa þó vart miðpunkt þessarar myndar heldur tOvistarvandræði hans. Hann finnur ekki sjálfan sig og leitar óþekkts sannleika lífsins sem kann jafnvel að vera fólginn í ástinni. Er flug- freyjan/flugþjónninn Megan (Linda Fiorentino) kannski engillinn sem leyst gæti margvísleg vandamál hans? Það er margt spennandi við þessa mynd. Beiting hinna svart/hvítu fréttamynda af loftskipinu er vel heppnuð. Hinar ýktu byssusenur leika sér skemmtilega með eðli og hefð slíkra sena. Þá eru helstu persónur, að undanskOdum frændanum Sam, ansi áhugaverðar. Hefði mátt leggja meiri áherslu á þær í stað þess að einblína á Redmond. Myndin býr því yfir mörgum góðum hugmyndum sem því miður tekst þó ekki að skapa úr nægjanlega sterka heild. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Matthew Harrison. Aðalhlutverk: Kevin Corrigan, Linda Fiorentino, Michael Rapaport, Lili Taylor og James Woods. Bandarísk, 1997. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 16. -bæn Deep Impact Enn einn heimsendirinn / Risastór lofsteinn stefnir á jörðina og mun eyða öflu lifi ef ekkert verður að gert. Rússar og Kanar senda geimfara tO að reyna að kjamorkusprengja k y loftsteininn í sundur meðan neðanjarðarbyrgi fyrir miUjón manns eru smíðuð tfl að mannkynið lifi af ef sprengingin skyldi misheppnast. Skemmdarfýsn- in eykst sífeUt í kvikmyndaiðnaðinum og í þessari mynd er nokkrum stórborgum eytt með heljarinnar flóðbylgju. Það atriði er það eina í myndinni sem ekki er gert með hangandi hendi. Hasarinn er aldrei þessu vant hér um bil enginn og í stað þess reynt að hafa vitsmunaleg- an blæ á verkinu. Virðingarverð tiiraun, sérstaklega þar sem sumir okkar era dauðleiðir á steingeldum hasamum, en tilraunin misheppn- ast gjörsamlega. Persónumar em of flatar, melódramatíkin of mikil og sagan er bara aUs ekkert gáfúleg - byggist á vel þekktri og lítt spenn- andi vísindaskáldsagnatuggu. Þetta er mynd sem gleymist nokkrum mínútum eftir að spólan spýtist út úr tækinu. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Mimi Leder. Aðalhlutverk: Robert Duvall, Tea Leoni, Elijah Wood, Vanessa Redgrave, Maximilian Schell og Morgan Freeman. Bandarísk, 1998. Lengd: 120 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Affliction Hvað ungur nemur... ★★★ Wade Whitehouse er lögreglumaður í háifu starfi í litlum bandarískum smábæ. Hann vinnur einnig ýmis viðvik fyrir helsta athafna- mann bæjarins ásamt besta vini sínum, Jack. Gnmsemdir vakna hjá honum að ekki hafi verið aUt með feUdu þegar aðkomumaður deyr af voða- skoti meðan hann var á veiðum með Jack. Wade reynir að komast tO botns í málinu en ýmislegt annað angrar hann einnig, svo sem erfið samskipti við fyrrverandi eiginkonu og dóttur þeirra. Örlagavaldurinn í lífi hans er faðir hans, ofbeldisfuUur drykkjurútur og hörkutól, sem hefur með ofbeldi sínu markað spor í sál Wade sem sjálfur er skapmikiU og fer að líkjast fóður sínum æ meir. Nick Nolte er búinn að leika þetta hlutverk oft og gerir það hér með sóma sem endranær. Reynsla hans nýtist vel tU að skapa trúverð- uga og tragíska persónu en gamli naglinn James Cobum stelur algjör- lega senunni. Maður fyUist beinlínis skelfingu og óhugnaði að fylgjast með þessari hrottalegu persónu eitra út frá sér. Mannvonskan verður í meðfomm Cobums mjög eðlileg og trúverðug. Affliction er gæðamynd en afar niðurdrepandi. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Paul Schrader. Aðalhlutverk: Nick Nolte, James Coburn, Sissy Spacek og Willem Dafoe. Bandarísk, 1997. Lengd: 109 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ L______________________________________________________________________ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 TIV Oliver Stone: Mótunarár Þessi víðfrægi leikstjóri fæddist í New York árið 1946. Þegar hann komst á fullorðinsár hóf hann nám í Yale en hætti árið 1965. Sama ár fluttist hann til Cholon í Víetnam og kenndi heimamönnum ensku. Ári síðar hafði hann skamma viðdvöl í Mexíkó en gekk síðan í herinn árið 1967. Hélt hann þá aftur tU Víetnam en nú sem hermaður. Átti hann eftir að gera reynslu sinni þar verðug skil í þrUeiknum fræga er fjallar um tengsl Bandaríkjanna og Víetnam. Hann kom aftur heim árið 1968 með nokkur heiðursmerki í farteskinu og hóf nám í kvikmyndagerð við New York University. Fyrstu kvikmynd sína, hryUinginn Seizure, gerði hann árið 1974. Sú mynd, sem og næstu tvær á eftir, vakti litla athygli. Það var fyrir handritsgerð sem Stone komst fyrst tO nokkurs frama. Stuttu eftir að hafa flutt til HoUywood árið 1976 var hann fenginn tO að skrifa handritið að myndinni Midnight Ex- press og hlaut óskarsverðlaunin fyr- ir það árið 1978. Handrit myndanna Conan the Barbarian (1982), Scarface (1983) og Year of the Dragon (1985) fylgdu í kjölfarið og gerðu honum kleift að snúa sér aftur að leikstjórn- arferlinum. Slegið í gegn Kvikmyndin Salvador var frum- sýnd árið 1986 og þótti um margt merkfleg. Ekki síst pólitísk afstaða hennar sem gekk í berhögg við al- menna hugmyndafræði HoUywood- mynda. Athyglin sem beindist að Salvador var þó hjóm eitt í saman- burði við lætin í kringum Platoon sem frumsýnd var sama ár. Hlaut myndin óskarsverðlaun sem besta mynd og Stone fékk verðlaun fyrir leikstjórn, auk tilnefningar fyrir handrit (en aUs hefur hann hlotið sex slíkar tilnefningar). Enn fremur naut hún, ólíkt Salvador, mikiUa Oliver Stone við tökur á U-turn. | Klassisk myndbönd Monty Python and the Holy Grail ★★★★ Brautryðjendur í húmor ® Artúr, konungur Breta, ferðast um landið og safhar saman sterkustu og hugdjörfústu riddurunum tU að fylgja sér tO hirðarinnar í Camelot. Guð fel- ur Artúr og riddurum hans það verk- efni að leita hins heiiaga grals. Þeir lenda auðvitað í ýmsum ævintýrum og þurfa meðal annars að kljást við brjálaða dráparakanínu, teikni- myndaskrímsli með þúsund augu og heUt klaustur af ungum og faUegum nunnum sem reyna að leiða hinn skírlífa Galahad í freistingu. Erfið- ustu andstæðingamir era þó franskir dólgar sem era svo ódrengUegir að leita skjóls bak við háa kastalaveggi og láta háðsglósum og húsdýram rigna yfir riddarana hugmnprúðu. Þeir Monty Python-félagar vora brautryðjendur á sviði grínara og sköpuðu eigin stU sem enn þann dag í dag fer fyrir ofan garð og neðan hjá sumum, sérstaklega eldra fólki. Þessi stOl hefúr oröið mörgum innblástur og hefúr nú nýlega haldið innreið sína á íslandi. T.d. vora Radíusbræð- ur og nú Fóstbræður undir talsverð- um áhrifúm frá Monty Python. Ekki seinna vænna þvi það era liðnir þrír áratugir síðan Monty Python kom fyrst ffam á sjónarsviðið í BBC-sjón- varpsþáttunum Monty Pythonés Flying Circus. Húmorinn er nokkurs konar fárán- leikahúmor þar sem raunveruleikinn er brenglaður á kómískan hátt. Þeir byrja gjarnan með tUtölulega eðlOeg- ar aðstæður og setja síðan inn eitt- hvað sem alls ekki á þar heima, eitt- hvað algjörlega fáránlegt í samheng- inu, og leika sér með viðbrögð og að- stæður í kjölfarið, oftast þannig að fá- ránleikinn stigmagnast. Gott dæmi um þetta er atriði í myndinni þar sem Artúr konungur hittir fátækan bónda- durg. í ljós kemur að bóndadurgurinn er anarkisti sem býr í kommúnu og hann fer að ausa skömmmn yfir Artúr á máh sem er alveg út úr kú í miðaldasamfélaginu. Aumingja kóngsi skOur auðvitað engan veginn hvað þessi ragludaUur er að buUa og verður æ pirraðri á honum. Annað sérkenni Monty Python-manna er að leika sér með formið og fara út fyrir hefðbundinn ramma grinatriða, eins og gert er í endinum á myndinni sem er vægast sagt óhefðbundinn. Monty Python and the Holy GraO er fyrsta mynd þeirra af þremur (hin- ar era Life of Brian og Monty Python’s The Meaning of Life) og há- punkturinn á ferli þeirra. Myndin er gerð fyrir nánast ekki neitt en er engu að síöur tímalaus klassík og mynd tO að horfa á aftur og aftur. Fæst í Vídeóhöllinni. Leikstjórar: Terry Gilliam og Terry Jones. Aðalhlutverk: Graham Chapman, John Cleese, Eric Idle, Terry Gilliam, Terry Jones og Michael Palin. Bresk, 1974. Lengd: 90 mín. Pétur Jónasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.