Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 B Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Markaðurinn er mettaður Smáhvelin, sem fiskiskip landa í skjóli nætur, nægja til að fullnægja eftirspurn. Innlendur og erlendur mark- aður fyrir hvalkjöt er þegar mettaður. Engan fjárhagsleg- an tilgang hefur að leyfa hvalveiðar formlega á nýjan leik, því að engir kaupendur eru að afurðunum. Þótt þorri þjóðarinnar sé fylgjandi endurreisn ís- lenzkra hvalveiða, byggist sú skoðun ekki á neinum efnahagslegum rökum. Hvalveiðar eru íslendingum trú- ar- og tilfínningaatriði. Menn vilja ekki láta grænfrið- unga og bandarískar kerlingar stjórna sér. v Engin markaðsrök eru á færi þingmanna á borð við Guðjón Guðmundsson, sem reyna að slá ódýrar pólitísk- ar keilur á stuðningi við hvalveiðar. Þeir hafa ekki sagt okkur og geta ekki sagt okkur, hverjir eigi að standa undir kostnaðinum með því að kaupa afurðirnar. Sér til þæginda hafa menn gleymt hrakför síðasta hvalkjötsgámsins um erlendar hafnir, þar sem honum var hvarvetna úthýst og á endanum hrakinn heim til ís- lands aftur. Þannig mun fara um frekari tilraunir íslend- inga til að koma hvalafurðum sínum í verð. Meira að segja Japanir hafa fyrir löngu beygt sig fyr- ir staðreyndum lífsins og hafa árum saman ekki þorað að kaupa svo mikið sem eitt gramm af hvalaafurðum. Úr því að Japanir vilja ekki kaupa af okkur, hverjir eiga þá að gera það. Kannski Guðjón Guðmundsson? Nú liggja Japanir í efnahagskreppu og eru háðir fjár- hagslegum björgunaraðgerðum Vesturlanda. Þeir munu því á næstu árum enn síður en áður láta sig dreyma um að fara að kaupa hvalkjöt á nýjan leik. Þeir verða fram- vegis sem hingað til að halda að sér höndum. Allur þorri íslenzku þjóðarinnar vill þannig leggja út í kostnað við hvalveiðar, án þess að nokkrar tekjur komi á móti. Ekki er það gæfuleg rökhyggja, enda minnir hún á Mosfellinga í Innansveitarkróníku Laxness, þegar þeir ályktuðu út og suður um kirkjustað sveitarinnar. Þar segir Halldór meðal annars, að íslendingar séu svo frábitnir rökhyggju, að þá setji hljóða, hvenær sem kom- ið sé að kjama máls. Þetta er nákvæmlega það, sem þeir gera, þegar þeir eru spurðir að því, hver eigi að borga kostnaðinn af fyrirhuguðum hvalveiðum. Látum vera, þótt lélegustu þingmennirnir telji henta sér að elta vitieysuna. Sorglegri er frammistaða þeirra, sem betur mega sín. Ef viti bornir menn tækju saman höndum um að segja fólki sannleikann um hvalveiði- drauminn, mætti reyna að kveða hann niður. Hvaða þýðingu hefur það til dæmis fyrir Þorstein Páls- son sjávarútvegsráðherra að flytja mörgum sinnum á hverju ári í átta ár þungorðar ræður um, að það sé for- gangsverkefni sitt að hefja hvalveiðar að nýju. Hvers vegna segir hann ekki þjóðinni staðreyndir? Davíð Oddsson nýtur svo miklar hylli fólks, að menn vilja í öllu lúta vilja hans, jafnvel gefa erlendu fyrirtæki ókeypis sérleyfi til að reka krosstengdan gagnagrunn í heilbrigðismálum. Getur hann ekki notað þungavigt sína til að játa bitran veruleikann fyrir fólki? Hvað með þessar löngu lestir hagsmunastjóra útflutn- ingsatvinnuveganna, sem hafa gert sér erindi upp í ráðu- neyti til að grátbiðja um, að hvalveiðar verði ekki hafn- ar að nýju, svo að önnur utanríkisviðskipti megi áfram blómstra? Af hverju þora þeir ekki að blása? Hvalveiðistefna íslendinga er eins og vitlausraspítali, þar sem gæzlumennimir þora ekki að segja sjúklingun- um annað en það, sem þeir vilja heyra. Jónas Kristjánsson Meðfætt máttleysi Það kann að virðast þversögn, en Sameinuðu þjóðirnar virðast vera að hverfa úr fréttum af al- þjóðamálum nú þegar þeim er stýrt af einhverjum hæfasta fram- kvæmdastjóra í sögu samtakanna. Fyrir fáum misserum var ekki sögð frétt af helstu átakasvæðum eins og Balkanskaga og Persaflóa án þess að Sameinuðu þjóðanna væri getið. Nú hefur Nató tekið við á Balkanskaga, Bandaríkin reka sína eigin stefnu við Persaflóa og engum dettur í hug að Sameinuðu þjóðirnar ráði nokkru varðandi framvinduna í Miðausturlöndum, eða varðandi Taívan og Kína, Indland og Pakist- an, Rússland og Kákasus eða Norður- og Suður-Kóreu. Vettvangur en ekki vald Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson Sú tiltrú sem skapaðist á áhrifa- mátt Sameinuðu þjóðanna eftir lok kalda stríðsins átti ekki við rök að styðjast. Hún var byggð á ósk- hyggju þeirra sem vilja veg samtakanna sem mestan, og á misskilningi á eðli samtakanna og á eðli valds i alþjóðakerfinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa frá upp- hafi verið vettvangur umræðna en ekki miðstöð valds. Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna er þó gefið mikið vald í alþjóðamálum en þetta vald lýtur hins vegar á endanum sömu lögmálum og samtökin sjálf. Valdinu verður ekki beitt nema að fimm gömul stór- veldi, sem hafa neitunarvald séu sammála. Öryggis- ráðið reynir ekki einu sinni að fylgja eftir þeim álykt- unum sem það hefur þó gert ef eitthvert stórveldanna er því andsnúið. Öryggisráðið hefur ítrekað ályktað gegn hernámi Palestínu með sama þunga og það ályktaði gegn hemámi á Kuwait án þess að gera til- raun til að fylgja ályktunum eftir. Ályktanir allsherj- arþings Sameinuðu þjóðanna í þessu sama máli skipta þar engu. Löggurnar fimm í stað þess að gefa stofnuninni sjálfri vald og fela samkomu allra ríkja heims meðferð þess valds, þá var pólitíks vald fengið Öryggisráðinu þar sem fímm stórveldi, Bandaríkin, Sovétríkin, Kína, Bretland og Frakkland fengu neitunarvald. Nokkur ríki em kjör- in tímabundið í ráðið en án neitunarvalds. Is- land hefur nú ákveðið að berjast fyrir kjöri í ráðið, en grundvallar- munur er á sliku tíma- bundnu sæti, sem mik- ill meirihluti ríkja heims hefur haft, og neitunarvaldi stórveld- anna. Roosevelt forseti talaði um stórveldin sem lögreglumenn heimsins og Öryggis- ráðið átti að verða vett- vangur og löggilding samstarfs stórveld- anna. Það kom hins vegar á daginn sem raunsæja menn grun- aði raunar strax í upp- hafi, að átök í heimin- um urðu á milli stór- veldanna en ekki á milli þeirra annars vegar og brotlegra smá- ríkja hins vegar. Þegar Sovétríkin hrundu og Kínversk stjórnvöld voru í sárum, þá gátu Sameinuðu þjóðimar farið í stríð gegn írak. Stofmmin réðhins vegar litlu sem engu um þá at- burðarás. Embættismenn SÞ tóku eng- ar ákvarðanir sem máli skiptu. Bandaríkin og bandamenn þeirra skipulögðu hernaðinn og pólitískt starf að málinu í Öryggisráðinu, enda var það í samræmi við skipulag sam- takanna. Sameinuðu þjóðirnar vom i reynd ekki annað en hattur sem menn settu upp. Skipt um hatt í Bosníu komu Sameinuðu þjóðirnar að málum, þó á endanum yrði það Nató sem tók við hlutverki þeirra, ekki síst vegna þess að Rússland er ekki í Nató, en hefur neitunarvald hjá SÞ. Bretar, Frakkar og Bandaríkja- menn sem réðu ferðinni í Bosnimnál- inu og báru hita og þunga dagsins gátu þannig skipt um hatt án mikilla vandræða. Vegna ástandsins í Rússlandi og vegna af- stöðu Rússa til Serba hafa vestrænu stórveldin ekki notað Sameinuðu þjóðimar sem helsta vettvang í Kosovomálinu. Þar em Nató og ÖSE hentugri, þó menn vilji helst líka samþykki Öryggisráðsins. í Palestínumálinu vilja ísraelsmenn ekki aðild Samein- uðu þjóðanna og Bandaríkjamenn sjá til þess að SÞ kemur lítið að því máli. Þó nær öll ríki heims hafa náð samkomulagi á allsherjarþinginu um fordæm- ingu á stefnu ísraels, skiptir það litlu í þessu sam- bandi. Sameinuðu þjóðirnar komu heldur aldrei að mörgum stærstu átakamálum síðari tíma, eins og Ví- etnamstríðinu og hernámi Sovétríkjanna á nálægum ríkjum, enda viðkomandi stórveldi með neitunarvald. Betri tíð? Menn skyldu ekki afskrifa Sameinuðu þjóðirnar né gleyma því hve samtökin hafa oftlega reynst hentug- ur vettvangur fyrir minni ríki. Mikil áhrif minni ríkja á allsherjarþinginu hafa raunar hamlað gegn því að stórveldin samþykki að sá vettvangur hafi raunverulega vigt. Heimurinn er hins vegar hvort tveggja í senn að verða flóknari og að verða í mörgu tilliti að einum stað. Þetta getur gefið Sameinuðu þjóðunum aukið hlutverk. íslendingar ættu að búa sig vel undir hugsanlega þáttöku í Öryggisráðinu. „Islendingar ættu að búa sig vel undir hugsanlega þátttöku f Öryggisráðinu," segir Jón Ormur m.a. í pistli sínum. Símamynd Reuter skoðanir annarra Hugrekki óvinanna „Netanyahu (forsætisráðherra ísraels) og Arafat (forseti Palestínumanna) sýndu mikið hugrekki með því að breyta afstöðu sinni. En fyrstu viðbrögðin hafa verið ruddafengnar árásir þingmanna á Net- anyahu og ný ofbeldisverk af hálfu palestínskra og israelskra öfgamanna. Stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn, Verkamannaflokkurinn, hefur lofað að tryggja staðfestingu friðarsamkomulagsins og verja stjóm Netanyahus gegn árásum hægrimanna í að minnsta kosti tvær vikur.“ Úr forystugrein New York Times 28. október. Fáir vilja I kjötkatlana „Miklar umræður í fjölmiölum um hlunnindin í Evrópusambandsþinginu hafa ekki lokkað marga að kjötkötlunum. Þvert á móti hafa flestir flokkar átt í erfíðleikum með að frnna frambjóðendur sem eitt- hvað kveður að. Bæði flokkar og hreyfmgar hafa í örvæntingu sinni leitaö langt út fyrir raðh- stjóm- málamanna i leit sinni aö frambjóðendum sem era þekktir fyrir bara eitthvað. íhaldsmenn reyndu aö fá Michael Laudrup til að skipta um vettvang á sama tíma og hreyfingin gegn ESB reyndi að fá til sín Marianne Flormann, fyrrum handboltakonu." Úr forystugrein Politiken 27. október. Brot gegn mannréttindum „Sannleiks- og sáttanefhdin hefur þegar sætt harðri gagnrýni. Ástæðurnar em margar. Nefndin vill skilja að söguna og pólitík dagsins gagnstætt því sem stjórnmálamenn vilja. Flokkamir sem nú leita eftir bandalagi, til dæmis Afríska þjóðarráðið og Inkatha, neyðast til að lifa upp á ný gömul, blóðug stríð. Nefndin hefur einnig tilhneigingu til aö leggja að jöfnu kerfisbundið ofbeldi stjóma kynþáttaað- skilnaðarstefnunnar gegn meirihluta fólksins við það ofbeldi sem andspymuhreyfingarnar beittu. Nefndin rétt tæpir á ábyrgð innlendra og erlendra fyrirtækja á kynþáttaaöskilnaðarstefnunni. Fyrir- tækin græddu á þrælahaldinu.“ Úr forystugrein Aftonbladet 30. október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.