Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 12 %ðta! Þjóðleikhúsið frumsýndi á dögunum nýtt íslenskt verk, Solveigu, eftir Ragnar Arn- alds, þingmann og leikrita- skáld. Hann byggir leikritið á sannri ástar- og harmsögu ráðskonunnar Solveigar og séra Odds Gíslasonar á Miklabœ í Skagafirði sem hvarf með dularfullum hœtti einn sunnudag í október 1786. Nokkrum árum áóur hafði Solveig framið sjálfs- morð þegar hún fékk ekki að eiga Odd, ástmann sinn, og var hún greftruð utan kirkjugarðs. Óskin um aö liggja í vígðri mold var ekki uppfyllt og gengu þœr sögur að hún hefði átt sinn hlut í hvarfi Odds. Vigdís Gunn- arsdóttir leikur Solveigu og ber öllum saman um, bœði leikhúsgestum og gagn- rýnendum, að hún geri það mjög vel. Við mœltum okkur mót við Vigdísi einn morg- uninn á Gráa kettinum til að eiga við hana viðtal. ■ vað varð um hárið?“ spyr blaða- U maður undrunartóni þegar hann I heilsar leikkonunni stuttklipptri. Nokkrum dögum áður hafði hann séð hana síðhærða á sviði og átti ekki beint von á Solveigu í þess- um „stíl“. Ekki var nokkur smuga að sjá að hún væri með hárkollu í leikrit- inu. „Tími var kominn til að endur- nýja hárið. Það var orðið ofnotað og búið að tæta það til í fyrri leikritum," segir Vigdís og fullvissar blaðamann um að hann sé alls ekki sá eini sem undrist hárið stutta - sem fer henni hins vegar mjög vel. En frá hárinu til hennar Solveigar. Við spyijum Vigdísi hvemig hún hafi bragðist við boðinu um að leika þessa dularfuflu stúlku sem olli bæði sam- ferðamönnum sínum og komandi kynslóðum hugarangri. Vigdís segist hafa verið yfir sig ánægð með boðið. Loksins kjöt á beinin „Þetta er fyrsta stóra hlutverkið mitt. Ég er búin að leika nokkur veigamikil hlutverk en það er draum- ur allra leikara að fá eitthvert al- mennilegt kjöt á beinin,“ segir Vigdis og engu líkara en að hana hafl verið farið að hungra i stórt stykki! Hvemig hún undirbjó sig fyrir hlutverkið segist Vigdís hafa lesið sér til um sögu Solveigar og séra Odds og farið nokkrum sinnum á Landsbóka- safnið í þeim tilgangi. „Á leið minni norður í Eyjafjörð í sumarfri kom ég við á Miklabæ tO að líta á aðstæður. Þá kom mér á óvart hve stutt var á milli bæja, sérstaklega á milli Víðivalla og Miklabæjar á þeirri leið sem Oddur hvarf. Einnig er stutt á milli Miklabæjar og Silfrastaða en samkvæmt leikritinu ætlaði Oddur að senda Solveigu þangað svo þau gætu hist á laun. Ég hugsaði með mér hvað þau voru brött að halda að þau kæmust upp með.“ Aðspurð segir Vigdís undirbúning- inn aldrei hafa verið erfiðan, alltaf gaman allan tímann. „Sýningin vannst á ótrúlega skemmtilegan hátt. Allir eru með góð hlutverk til að takast á við, leikhópurinn góður og samstaðan einnig,“ segir hún en hóp- urinn fór allur saman í dagsferð norð- iu í Skagafjörð í nokkurs konar vett- vangskönnun. „Það var mjög gaman að sjá alla staðina, eins og til dæmis Solku-pytt, og þessi ferð hjálpaði okk- ur við túlkunina. Á sviðinu veit mað- ur hvar hlutimir eiga sér stað.“ „Glíman er mikil við allar þessar tilfinningar. Þannig hefur lokasena okkar Þrastar aldrei verið eins. Alltaf gerist eitthvað nýtt og það gerir sýninguna spenn- andi,“ segir Vigdfs Gunnarsdóttir leikkona m.a. í viðtaiinu um titilhlutverkið í leikritinu um Solveigu á Miklabæ og hvarf séra Odds. DV-mynd ÞÖK Upphafsatriði leikritsins þar sem Solveig tjáir séra Oddi ást sína á meðan hún skrúbbar gólfið á prestsetrinu. Þröstur Leó Gunnarsson leikur á móti Vigdísi. DV-mynd Hilmar Þór Bekkir brotnuðu Verkið byggist á mannleg- um harmleik og reynir því verulega á túlkun tilfinninga hjá leikurunum, einkum hjá Vigdísi og Þresti Leó Gunnars- syni sem leikur séra Odd. „Glíman er mikil við allar þessar tilfinningar. Þannig hef- ur lokasena okkar Þrastar aldrei verið eins. Alltaf gerist eitthvað nýtt og það gerir sýn- inguna spennandi. Þetta er líka nýtt íslenskt verk og höf- undurinn var mjög viljugur að leyfa okkur að koma með til- lögur að breytingum hér og þar. Engin þörf var á stórum breytingum heldur voru þetta litlir hlutir sem við unnum úr jafnt og þétt. Þetta var mjög gaman.“ Aðspurð hvort leikhópurinn hafi fundið fyrir nálægð Sol- veigar segir Vigdis svo ekki vera. Hún hafi a.m.k. aldrei heyrst skella hurðum! „Kannski að Solveig og Oddur hafi verið að verki á frumsýningunni þeg- ar tveir traustir trébekkir brotnuðu, í annað skiptið þegar Þröstur ætlaði að klifra upp bekkinn til mín. Þetta var í upphafi sýningarinnar en það skemmtilega var hve mörgum fannst þetta rosalega vel gert hjá okkur,“ segir Vigdís og brosir við upprifjun- ina. Ósköp venjuleg stúlka í gegnum verkið upplifir hún Sol- veigu sem „ósköp venjulega stúlku“. Ekki þessa nom sem samferðamenn töldu hana vera. Þetta hafi verið skap- stór og afskaplega ástfangin kona. „Henni finnst hún eiga rétt á að fá þann mann sem elskar hana og hún elskar svo heitt. Sumir hafa reyndar ekki skilið ást hennar á Oddi, margir hafi lýst honum sem aulabárði sem hafi látið aðra stjóma sér. Ég veit ekki hvort ég er sammála þessu. Tím- arnir voru allt öðruvisi en nú og hugsun fólks önnur. Hins vegar gæti ég vel ímyndað mér að þessi saga gæti gerst í dag, að Solveig væri einhvers staðar á meðal vor.“ í leikritinu kemur skýrt fram hvað kirkjulegt og veraldlegt vald er ríkj- andi við þær aðstæður sem Solveig og Oddur búa við. Með nefið niðri í hvers manns koppi. Oddur býr við of- ríki föður síns, Gísla biskups á Hól- um, auk þess sem sýslumaður hefur tangarhald á honum. Vigdís segir ekki óhugsandi að Solveig hafi viljað ná sér niðri á þessum mönnum, þ.e. biskupnum og sýslumanninum, sem gengu harðast gegn ástarsambandi þeirra Odds. Skáldað í eyður „Annars veit ég ekki hvort hún er að hefna sín með því að fyrirfara sér. Kannski kemur það þannig út en fyr- ir mér er það ekki hugsunin. Hún hef- ur ekkert val. Með sitt skap gæti þessi persónuleiki aldrei lifað við þessar að- stæður. Hún er útskúfuð. Annars segja heimildir okkur lítið um þetta. Enginn veit í raun hvað gerðist. Næstu kynslóðir á eftir henni hafa orðið að skálda i eyðurnar. Þegar ég hugsa betur um þetta er ég sannfærð um að það hafi verið ástarsamband og það hafi verið nokkum veginn eins og leikritið lýsir þvi. Ég tel það hafa ver- ið afsökun almennings að halda því fram að hún hafi verið geðveik og gengið aftur. Fólk var bara að friða eigin samvisku sem svo nagaði það öll þessi ár,“ segir Vigdís en það var ekki fyrr en árið 1910 sem Solveig komst í vígða mold. Þá lenti leiði hennar, ef svo má segja, innan kirkjugarðs Miklabæjar þegar hann var stækkað- ur. Tuttugu og sjö árum síðar voru bein Solveigar grafin upp, hún jarð- sungin í Miklabæjarkirkju og greftr- uð í Glaumbæ. Síðan eru aðeins fjórt- án ár liðin frá því hvítum krossi var komið fyrir á leiðinu. Gríðarleg ástarsorg Vigdís hlær þegar hún er spurð hvort eitthvað sé líkt með henni og Solveigu. Hún hafi varla verið valin í stykkið út á einhver sameiginleg karaktereinkenni. Hún hafi heldur ekki upplifað forboðna ást! „Alveg eins og ég leik hana þá hlýt- ur hún að bera keim af mínum per- sónuleika. Annars er þetta svo erfið spuming að það er varla hægt að svara henni. Solveig upplifir allt aðr- ar aðstæður en ég geri í dag. Maður hefur lent í ýmsu í lifinu og auðvitað nýtir maður sína eigin reynslu sem leikari. Sorgin getur birst í ýmsum myndum og í þessu verki er gríðarleg ástarsorg og örvænting." Eins og kemur fram í upphafi bygg- ir höfundur verksins á atburðum frá þvi á öndverðri 18. öld. Um það hvort leikritið eigi erindi til fólks í dag seg- ir Vigdís engan vafa leika þar á. „Fyrir það fyrsta er gaman að fá nýtt íslenskt verk á fjalirnar. Ég tel að okkur hafi tekist að leggja áherslu á sögu fólksins meira en þjóðlega hluti eins og askinn og rokkinn. Það er mikilvægt fyrir ungt fólk að sjá is- lenskan veruleika frá þessum tíma. Boðskapurinn er sá að saga sem þessi getur alveg eins gerst í dag; hvemig fólk getur ráðskast með tilftnningar annarra og hvemig yfirvaldið reynir að ráðskast með almúgann. Til dæm- is var fólk látið drepast úr hungri frekar en að borða hrossakjöt. Annars finnst mér höfundurinn ná því vel að gera góðlátlegt grín að öllu saman, sérstaklega hvemig yfirvaldið kemur fram.“ Gaman þegar vel gengur Vigdís hefur fundið mun á við- brögðum áhorfenda eftir því á hvaða aldri þeir em. Þannig hafi það komið vel ffarn á forsýningum hvað unga fólkið hló meira og tók verkinu öðru- visi en það eldra, grét líka jafnvel meira. „Eldra fólk þekkir söguna betur og nýtur sýningarinnar öðruvísi. Leik- ritið höfðar samt ekki síður til yngri kynslóðarinnar því þama er bara ver- ið að segja ástarsögu ungs pars.“ Vigdís er mjög ánægð með hvemig til hefur tekist með leikritið. Hún seg- ist ekki geta verið annað en sátt við þá leikdóma sem hún hefur fengið. Annars skipta þeir hana minna máli. Henni er umhugað hvernig sýning- unni í heild reiðir af. „Það er alltaf gaman þegar vel gengur. Mestu skiptir að láta fólki líða vel í lifandi leikhúsi," segir Vig- dís og við hæfi er að þetta séu loka- orðin í morgunspjalli okkar. Við ræddum um svo margt fleira en því verður ekki öllu komið að hér. Tím- inn er líka nægur þar sem ferill þess- arar hæfileikaríku leikkonu er rétt að byrja... -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.