Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 24
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 ★ 24 * * yíðtai „Þegar ég var mjög ungur komst ég í eitthvert undarlegt ástand. Það kom eitthvað yfir mig sem ég varð að reyna ná tökum á. Það var eitt- hvað sem leitaði svona sterkt á; eitt- hvað svo sterkt að ég varð að hlýða því. Ég hef líka lent í þvi að það leit- aði eitthvert efni á mig sem ég hef reynt að komast undan en tókst ekki.“ Gráhært skáldið tekur hlýlega á móti mér, býður mér inn í stofu þar sem við setjumst umvafðir list. Það er að koma út ný skáldsaga eftir Thor Vilhjálmsson, Morgunþula í stráum, og hann segist vera fullur eftirvæntingar, dálítið eins og krakki. Thor vonar að hann komist aldrei yfir þá tilfinningu. í hjarta hans er enginn tregi, aðeins til- hlökkun. „Það er nóg sem knýr á, bíður þess að maður geti snúið sér aö þvi.“ Nútímasaga um fornt efni „Það var ekki fyrirhafnarlaust aö ná sögunni saman og ég hef glímt við það um hrið. Þá er eins og mér vefjist tunga um tönn þegar ég á að fara að segja eitthvað frá henni,“ segir Thor þegar ég bið hann að segja mér frá Morgunþulu í stráum. „Ég nota mér eitt og annað úr gömlum bókum og fann persónu í Sturlungu sem hentaði mér og fór í ferðalag með henni. Ég er ekki að reyna að skrifa Sturlungu upp aftur, það hefur aldrei hvarflað að mér. Hún er ærin og óþrotleg eins og hún er. Ég er frekar að yrkja í einhverj- ar eyöur. Ég tók persónu sem heitir Sturla Sighvatsson og hefur orðið mörgum umhugsunarefni. Ég læt hann fara „Fyrir mér vakir að skrifa nútimasögu; nota þetta forna efni með þeirri hugsun að manneskjan sé svipuð sjálfri sér þó að aldir Ifði; fari maður inn í mann- eskjuna og kafi djúpt komi í Ijós að svipuð öfl berjist og togist á í manneskjunum og leiki umhverfis þótt leiktjöldin breytist og heimurinn." DV-myndir E.ÓI. Nýjasta skáldsaga Thors Vilhjálmssonar, Morgunþula í stráum, kemur út á fimmtudag: um Frákkland, Ítalíu, aftur um Par- ís á bakaleiðinni, um Noreg þar sem Hákon hinn gamli rikti og svo skila ég honum aftur heim til íslands. Ég nota menn og atburði ýmsa í Sturl- ungu til að kveikja skáldskap. Ég er ekki að bama söguna fyrir þeim snillingum sem bjuggu hana í hend- ur okkar heldur að reyna að svara spumingum sem vakna með mér. Það fer kannski svo að þegar reynt er að svara spumingum vakni aðr- ar og mér fór svo. Ég myndi fagna því að svo færi fyrir lesandanum einnig. Fyrir mér vakir að skrifa nútíma- sögu; nota þetta foma efni með þeirri hugsun að manneskjan sé svipuð sjálfri sér þó að aldir líði; fari maður inn í manneskjuna og kafi djúpt komi í ljós að svipuð öfl berjist og togist á í manneskjunum og leiki umhverfis þótt leiktjöldin breytist og heimurinn. Ég er að reyna að skrifa nútímasögu og vona að svo fari að lesandanum fmnist hún varða hann; fjalli um heiminn sem við lifum í og snerti við því sem hamast í kringum okkur og þó sérstaklega inni í okkur.“ Snilld forfeðranna „Ég byrjaði snemma að lesa fom- sögur og sótti í þær. Sturlunga er svo óskaplega tilbrigðamikil. Það er urmull af persónum í henni og kannski ekki auðratað um hana. Ég þekkti til þess að ýmsir eldri menn lásu hana árlega. Hún er mikill vef- ur og þéttriðinn meö alls konar mynstnun. Sumir höfðu í hug sér kort yfir allt persónusafnið.“ Lotning Thors fyrir höfundum fornsagnanna er mikil og ekki síst fyrir snillingunum Sturlu Þórðar- syni og frænda hans Snorra Sturlu- syni. „Þeir vom meðvitaðir listamenn. Stundum áður fyrr hugsuðu menn til þess að þeir hefðu verið mikil náttúmböm og hyggjudjúpir bænd- ur. Þeir vom ekki bara það heldur líka hámenntaðir menn sem höfðu á sínu valdi það sem brýnast þótti í sameiginlegri menningu heims menntamannsins eins og hann var ýtrastur, víðfeðmastur og nákvæm- astur. Ég er fullur aðdáunar á snilld þessara manna sem byggðist á mik- illi þekkingu og tækni við að segja sögur. Undirstaðan er áhuginn á öðram manneskjum: Aö hugsa, skynja og skoða aðra manneskju. Ég hneigi mig í aðdáun fyrir þess- um mönnum og er ekkert að fikta við það sem þeir gerðu heldur reyni ég að fá byr til þess að sigla minn sjó í þeim heimi sem við lifum í.“ Bandingi eigin hugsunar „Þótt maður skrifi í einrúmi þá er það ekki bara fyrir mann sjálfan. Ég held að í flestum sem fara þessa leið blundi einhver löngun til að duga öðram á sinum eigin skilmálum. Maöur hugsar ekki um hvemig sé best að fara að lesandanum heldur um það sem er að verða til. Maður verður að leysa sinn vanda. Ýmsir loka list sína niðri, ekki síst á íslandi. Ég hugsa stundtim um menn sem höfðu hæfileika í ýmiss konar list en svo fór aldrei neitt frá þeim og þeir lokuðust inni. Ég held að það sé mikilvægt aö koma frá sér því að þá haslar maður sér völl og það knýr menn áfram. Maöur getur oröið bandingi þess sem maður býr til og lokast inni í því. Skyldi skáldskapurinn veita mönnum lausn og hreinsun? „Það getur fariö með ýmsum hætti," segir Thor og segir frá kynn- um sínum af tveimur amerískum sálfræðingum á Ítalíu. Þegar Thor var að forvitnast um starf sálfræð- inganna sögðu þeir honum aö hann þyrfti ekkert að hafa áhyggjur af þessu, hann heföi sína terapíu í skriftunum. „Það fer þó eftir því hvemig sú barátta ræðst sem er háð við lista- verk. Hún getur farið úr böndunum. Ef einhver alvara er í skáldskapn- um getur það hjálpað manni að ná tökum á sjálfum sér, styrkja hollu öflin og kveða niður djöflana. Eram við ekki að yrkja til að ná til annarra í von um þá hamingju að geta hjálpað einhverjum leiöina til sjálfs sín.“ „Æ, var þetta ekki neitt" „Það er alltaf verið að segja okk- ur að vera rólegir og slcika á en það verður svo snautleg tilveran ef maö- ur tekur ekkert á. Þá fylgir líka sú hætta að við verðum algjörir aum- ingjar. Það er verið að koma því inn hjá okkur að við eigum að láta hlut- ina koma fyrirhafnarlaust en þá verður svo lítið úr. Þá líður líf okk- ar og þegar kemur að lokum umlum við í vesöld: „Æ, var þetta ekki neitt?“ Það kom að því að ég lærði að ekki þýddi að bíða eftir innblæstrin- um. Um tíma var líka híað á þá sem trúðu á innblástur eða lágu undir gran um að trúa á hann. Ég upp- götvaði að farsælast væri að setjast að verki þótt mér fyndist ég ekkert hafa í það og næði ekki tökum á neinu. Þá fannst mér stundum gott að hlusta á tónlist eftir Johann Sebastian Bach til að finna farveg og virkja hugsunina. Og allt í einu kemur það sem kalla má innblástur eða eitthvað annað. Svo ferðast maðrn- með einhverjum hætti.“ Talað tungum „Mér finnst að við íslendingar höfum mikla forgjöf að búa í þessari náttúru. Það er verið að tala um borgarbókmenntir og að það sé allt annað að búa í borg. En það er svo stutt fyrir okkur út í ógurlega magnaða náttúra þar sem maður- inn getur verið einn. Það er mikill máttur í íslenskri náttúra og knýj- andi ef maður notar sér skilningar- vitin. Við höfum mikla forgjöf að búa við þessar aðstæður. Ég vona að þessi sértaka forvitni okkar haldist. Við þurfum að vita. Við voram hafi gyrtir hér áður og þá var svo mikil ögrun að sjá hvað var handan við hafið. Nú er það létt mál að stíga upp í flugvél og fara. Ég held að það hafi verið hollt ís- lendingum þegar miklar fjarlægðir voru milli manna. Að vera úti í þessari náttúra og langt frá mönn- um. Og loks þegar þeir komust til manna var svo mikil eftirvænting að heyra. Menn höfðu hugsað á leið- inni eitthvað til að segja og síðan kom á móti áfergjan að hlusta. Það lyfti manninum og fólk talaði tung- um. Nú er alltaf verið að tala til okk- ar. Fólk hefur atvinnu af því að tala og talar og talar og talar og segir ekki neitt. Sumt hefur heldur ekk- ert mál til þess að tala því enginn hefúr rætt við það. Kröfurnar eru miklu vægari nú og auövelt að sleppa létt og jafhvel ókeypis en hafa þó fullt kaup.“ Hinn sígildi vandi íslendingsins „Morgunþula í stráum er saga um mann sem mætir öðram aðstæðum en hann er vanur heima og hlýtur að bregða við að koma í svo fram- andi heim. Þetta er sígild reynsla hjá íslendingum. Það segir frá manni sem kemur úr samfélaginu heima fyrir og hafnar í veröld sem er öll ólgandi og svellandi í gerjun og allt byltist í átökum um nýjar hugmyndir í veraldlegum og andleg- um efnum. Þar togast á konungs- vald, keisaravald, lénshöfðingjavald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.