Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 16
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 33 V i6 foimúla 1 Vissir þú... ... aö Hakkinen og Schu- macher hafa unnið öll mót árs- ins nema tvö, David Coult- hard á Imola og Damon Hill í Belgíu. ... aö Hakkinen hefur uimiö sjö og Schumacher sex. að Hakkinen hefur tekið þátt í 111 Formúla 1 keppnum en Schumacher 117. ... aö fyrir rétt rúmlega einu ári hafði Mika Hakkinen aldrei unnið Grand Prix mót. ... að Jean Alesi hjá Sauber er reyndasti ökumaðurinn í F1 og hefur tekið þátt í formúla 1 keppni 150 sinnum. ... að McLaren Mercedes lið- ið þaf aðeins eitt stig til að vinna heimsmeistaratitil keppnisliða. aö Schu- macher verður að ná í það minnsta öðru sæti í Japan, þó Hakkinen heltist úr lestinni, ef hann ætlar að ná sínum þriðja heimsmeist- aratitli Formúla 1 ökumanna. ... að Schumacher hefúr unnið 33 Grand Prix mót á ferl- inum, aöeins Ayrton Senna(41) og Alain Prost (51) hafa gert betur. ... að árið 1992 sigraði Nigel Mansell í 9 mótum á einu ári með Williams og Schumacher endurtók svo leikinn með Benetton árið 1995. ... að sérstakt Ferrari- Schumacher frímerki hefur verið gefið út á Ítalíu til styrkt- ar Þjóðverjanum í baráttunni um titilinn. Það er 800 lírur. ... að Hakkinen giftist kær- ustu sinni til margra ára í Mónakó í sumar ... að Schumacher á von á sínu öðru bami sem á að fæðast í janúar. ... að það tekur 30 hönnuði og verkfræðinga á milli fjóra og sex mánuði að hanna og teikna þá rúmlega 4000 hluti sem þarf til að smíða einn Formúla 1 bíl. ... að hitinn í ökumannsrými Formúla 1 bUa getur farið í yfir 50 gráður á Celsíus. -ÓSG Stigakeppni ökumanna Hakkienen McLaren Mercedes 90 Schumacher Ferrari 86 Coulthard McLaren Mercedes 52 Irvlne Ferrari 41 Villeneuve Williams 20 Wurz Benetton 17 Hlll Jordan Honda 17 Fislchella t | Benetton W m M 16 Frentze^jáJ ÍPHams Í3%. _ , . & 0&.. JÍW 'hi Jordan Hondaf. 14 Heriwt y Magnussen l Stewart J Prost ------Tr Það dugar Hakkinen að klára í öðru sæti þótt Schumacher vinni, vegna fjögurra stiga forskots Finnans sem er ótrú- lega vinsæll í Japan. Spurningin er bara: Hvor þeirra verður svona brosandi eftir keppnina í nótt? Reutermyndir Kampavínið var varla þornað úr fötum McLaren Mercedes og Ferrari- manna eftir Lúxemborgarkappakstur- inn í september sl, þegar liðin voru farin að æfa af fullum krafti fyrir lokaslaginn í Japan. Það var óvenju- lega langt bU milli keppna í þetta skiptið sem er vegna þess að ein keppni, sem átti að vera 11. október, féll niður, og vikumar fimm hafa ver- ið nýttar tU hins ýtrasta af báöum lið- um. Ferrari hefur aðallega notað tím- ann tU æfmga á Fiorano- og MugeUa- brautunum á Ítalíu, en McLaren verið bæði í Barcelona og á Silver- stonebrautinni í Englandi. Ferrari- menn hafa verið að smeUa á Ferrari F300 ýmsum hlutum sem eru ætlaðir fyrir bíl næsta árs, þar á meðal V-laga framvæng, og segjast hafa bætt grip og stöðugleika bUsins og einnig aukið afl vélarinnar um 20 hestöfl, allt kem- ur til með að gefa þeim um 1-1,5 sek. á hring. Verður nýja vélin, sem er nú komin yfir 800 hö„ kraftmesta 3 lítra V10 vélin í Formúla 1 í dag, og verður notuð í tímatökum til að koma Ferr- ari-mönnunum á fremstu ráslínu líkt og í Lúxemborg. Michael Schumacher trúir því að hann verði krýndur heimsmeistari í Japan: „Ég finn að það gerist eitthvað sem kemur okkur til að vinna þennan titil," sagði Schumacher fyrr í vikunni. „Ég veit ekki hvaðan þessi tilfinnmg kemur, en ég get lofað ykkur því að það er eitthvað," svo bætti hann við: „Það hafa verið ótrúlegar framfarir á bíln- um á öUum sviðum, þvi við höfum gert allt sem við getum.“ Mika Hakkinen er ekki eins yfirlýs- ingaglaður en segir: „Ef aUt fer eðli- lega fram í Japan mun ég vinna.“ Það dugar Hakkinen að klára í öðru sæti þó Schumacher vinni, vegna fjögurra stiga forskots Finnans sem er ótrúlega vinsæU í Japan. „Það þýðir ekkert að hugsa bara um annað sætið, ég keppi við hann eins og við værum jafnir að stigum,“ sagði Hakkinen sem hefur verið í efsta sæti stigakeppninnar aUt tímabUið, „það dugir ekkert minna en sigur“. Ef sigur á að vinnast í Formúla 1 kappakstri verða þrír meginhlutir að vera í fuUkomnu lagi, ökutækið, öku- maðurinn og síðast og ekki síst hjól- barðarnir, það eina sem tengir bílinn við brautina. Þegar Formúla 1 bílar aka eftir kappakstursbraut á yfir 300 km/klst. og koma að krappri beygju þarf biUinn að minnka hraðann niður í 70km/klst. á 2,5 sek og taka beygjuna á þeim hraða og auka hraðann aftur í henni miðri. Hvergi má skrika tU því þá tapast dýrmæt sekúndubrot. Þetta er alveg geysilegt álag á hjólbarðana sem sífeUt þurfa að gefa meira grip og þola meiri átök í harðri baráttunni um heimsmeistaratitilinn. En barátt- an er ekki bara á miUi þeirra Michael og Mika því Ferrari ekur á Goodyear og McLaren er á Bridgestone. Og það þýðir aðeins eitt. Stríð. Þær fimm vikur sem liðnar eru síö- an Hakkinen sigraði á Nurburgring hafa dekkjaframleiðendurnir verið að leita að hinni einu sönnu blöndu fyrir lokaátökin í Japan. Eknir hafa verið þús- undir kiló- metra af báð- um liðum til að reyna að finna eitthvað til að geta bætt brautartímana um einhver sekúndubrot, jafnvel heUa sekúndu. TU að fá meira grip verður gúmmíið að vera mýkra, en til að dekkin endist í það minnsta einn þriðja Suzuka-keppninnar þarf bland- an að verða harðari. Bridgestone að bæta sig í upphafi ársins var farið að aka eftir nýjum reglum sem sögðu að hjólbarðarnir ættu að vera með raufum, og tókst Bridgestone betur tU en Goodyear og yfirburðirnir voru miklir. En bandaríski hjól- barðaframleiðandinn hefur sótt í sig veðrið og í franska kappakstrin- um í júní vann Ferrari sinn stærsta sigur í mörg ár, með hjálp Goodyear. En Bridgestone hefur verið að bæta sig undanfarið og er fuUyrt að glæsUegur sigur Hakkinens í Lúxemborg 27. sept- ember sl. hafi mikið verið að þakka japanska hjólbarðaframleiðandan- um. Ef það rignir í Japan i nótt (að- faranótt sunnudags), sem er líklegt því regntiminn er að byrja, liggja yfirburðirnir á ýmsa vegu. Bridgestone virðist hafa fundið mjög góða hjólbarða fyrir mikla rigningu en Goodyear hafa yfir- burði í mUligerð, þess vegna hafa einnig verið gerða miklar æfingar á regndekkjunum. Ferrari brá á það ráð að dæla hundruðum þús- unda lítra á Mugellobrautina tU að geta prófað nýja hjólbarða og upp- setningu á bUnum í bleytu, og varð Schumacher að biðja bæjarbúa af- sökunar á vatnsleysi í kjölfarið. Yf- irmaður Bridgestone er hins vegar öruggur á að geta innsiglað heims- meistaratitla Hakkinens og McL- aren á heimaveUi þeirra í Japan „svo mikið í húfi á heimaveUi er svolítið taugatrekkjandi, en við erum vissir að við getum hjálpað Hakkinen að endurtaka leikinn frá síðasta Grand Prix móti á Nurbur- gring“. -ÓSG Aðstoðarökumenn Ljóst er að Hakkinen og Schumacher munu reiða sig á félaga sína, David Coulthard og Eddie Irvine. Irvine er hér lengst til vinstri ásamt hetjunum. Það er nokkuð ljóst að Hakkinen og Schumacher koma til með að reiða sig talsvert á félaga sína, þá David Coulthard og Eddie Irvine, í lokabaráttunni um heimsmeistara- titUinn sem háð verður í Japan í nótt. Það er mjög þýðingarmikið að „aðstoðarökumaðurinn" komist fram fyrir keppninaut félagans og nái að hindra hann svo „aðalöku- maðurinn" geti keyrt brautina án þess að verða fyrir pressu frá keppi- nautnum sínum. Það var í Melbourne í Ástralíu þann 8. mars síðastliðinn sem Dav- id Coulthard í raun byrjaði að að- stoða Mika Hakkinen á leið að heimsmeistaratitlinum, þó það væri ekki ætlunin í upphafi. Hann þá í forystu, hleypir Hakkinen fram fyr- ir sig, sem átt hafði misheppnað við- gerðarhlé, og færir honum sigur á silfurfati sem kostaði Coulthard fjögur stig, en Hakkinen nýtur góðs af því í dag því hann hefur nú, þeg- ar keppnin í Japan hefst i nótt, fjög- urra stiga forskot á keppninaut sinn, Michael Schumacher. Þegar leið á sumarið og ljóst var að Coult- hard gæti ekki átt möguleika á titli skipti hann um gír og sagðist ætla að styðja félaga sinn í baráttunni við Schumacher. Hlutverk Coult- hards var skýrast í Ungverska kappakstrinum þar sem hann var of lengi fyrir aftan Hakkinen þó að hann væri hraðskreiðari og tapaði þar af dýrmætum tíma. Einnig not- aði liðið hann gegn Schumacher í viðgerðarhléum sem svo snerist í höndunum á þeim og Schumacher vann einn sinn glæsilegasta sigur á ferlinum, Coulthard varð annar og hefði haft góðan möguleika á sigri. Irvine traustsins verður Eddie Irvine hefur aftur á móti ver- ið í þessu hlutverki allt tímabilið, og það eru ekki dregin nein dul á það, en Irvine hefur staðið sig framar öllum vonum og sýnt að hann er traustsins verður og verðskuldar sæti sitt hjá Ferrari. Það var þó í síðustu keppni sem Irvine mistókst hlutverk sitt hrapallega þegar hann náði sínu besta rásmarki og ræsti við hlið Schumachers á fremstu ráslínu og var sem skjöldur milli Schumachers og Hakkinens. En á fjórt- ánda hring missti hann Hakkinen fram úr sér og Finninn náði að sækja stift að Schumacher og kláraði að lokum fyrstur. Það þýðir að Hakkinen er með fjögurra stiga for- ystu í lokaslagnum en ekki Schumacher. Svona þýðingarmikið er hlutverk „aðstoðarmannanna" sem gjörsam- lega geta breytt gangi mála á Suzuka- brautinni i Japan í nótt, og í raun get- ur frammistaða Davids Coulthards og Eddie Irvine ráðið úrslitum um hver verður krýndur heimsmeistari For- múla 1 ökumanna árið 1998. -ÓSG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.