Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Page 30
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 UV so %tkamál Hver bíllinn á fætur öðrum ók eft- ir hinum langa og á köflum þráð- beina þjóðvegi milli þorpanna Diirmentingen og Kanzach í Baden- Wíirtemberg í Þýskalandi. Það hefði í sjálfu sér ekki verið í frásögur fær- andi hefði ekki komið til nærvera há- vaxins manns með þunnt hár sem stóð við Opel-bíl við vegarbrúnina og fylgdist með umferðinni í sjónauka. Þótt slík sjón væri óvenjuleg á þess- um slóðum vakti hún enga sérstaka athygli en engu að síður var tekið eft- ir manninum. Fólk þekkti bóndann sem þar var á ferð og minntist þess síðar að hafa séð hann því enginn taldi sig áður hafa séð hann fylgjast með bílum í sjónauka. Og það varð um síðir þáttur i því að upplýsa það sem gerðist þennan dag. Ók af stað Skyndilega lét hávaxni maðurinn sjónaukann síga. Hann hafði séð hana. Með berum augum var þó enn ekki hægt að greina hver það var sem sat undir stýri í bláum Ford Fiesta bíl sem nálgaðist. En sjónaukinn hafði tekið af allan vafa um að það var hún sem ók. Maðurinn settist inn i Opel-bilinn, ræsti vélina og ók út á þjóðveginn. Hann sneri bílnum og tók stefnuna á móti Ford-bílnum. Sá var á allmikilli ferð og maðurinn steig fast á bensín- gjöfina. Hraðinn á bíl hans jókst jafnt og þétt en samtímis nálgaðist Ford- bíllinn. Fjarlægðin milli þeirra minnkaði hratt og þegar tiltölulega stutt var orðið milli þeirra sveigði maðurinn inn á vegarhelming bílsins sem á móti kom. Konan sem ók hon- um sá að hún hafði ekkert ráðrúm til að gera neitt og auganbliki síðar skullu bílarnir saman með miklu braki Umferðarlögreglan frá Biberach kom á staðinn nokkru síðar. Hún hóf rannsókn á aðstæðum og hafði ekki verið lengi á staðnum er komist var að þeirri niðurstöðu að slys hefði orð- ið. Af óskýrðri ástæðu hefðu bílamir skollið saman. í niðurstöðu sagði meðal annars: „Tvennt týndi lífi þeg- ar tveir bílar skullu hvor framan á öðrum á beinum kafla þjóðvegarins þar sem ekkert hindrar gott útsýni.“ Nokkru siðar komu niðurlagsorðin: „Ástæða slyssins liggur ekki fyrir enn.“ Otto Moll. Hver voru þau? í mánuð eftir slysið kom ekkert það fram sem gaf ástæðu til þess að skýrsla umferðarlögreglunnar þætti ekki standast. Enn sem fyrr benti allt til þess að um slys af óskýrðum ástæðum hefði verið að ræða. Við þjóðveginn var ekkert lengur sem minnti á það sem gerst hafði nema lít- ill trékross með nafninu „Rosi“. „Rosi“ var Roswitha Jerski, fjöru- tíu og sex ára kona í hlutastarfi. í tvo áratugi hafði hún verið gift Hans Jerski. Hjónabandið var gott en þau höfðu engin börn eignast. Hún bjó í þorpinu Hailtingen þar sem hún var það var eins og sá draumur yrði æ fiarlægari eftir því sem árin liðu. En svo fékk hann augastað á Rosi. „En hvers vegna í ósköpunum gerði hann Rosi ekki Ijóst hvaða til- daprari." Þegar rannsóknarmennirnir settust niður til þess að lesa úr þeim svörum sem þeir höfðu feng- ið varð þeim brátt ljóst að svarið Ford-bíllinn. vel liðin, enda glaðlynd og brosmild kona. Af og til aðstoðaði hún við af- greiðslu í veitingahúsi móður sinnar og systur, Gasthaus Brúcke, en það var þéttsetið um helgar. Meðal gestanna þar var oft hinn fjörutíu og sjö ára gamli bóndi Otto Moll en hann átti góða jörð í grennd- inni. Eftir að foreldrar hans létust hafði hann staðið einn að búskapnum með systur sinni. Hann hafði aldrei kvænst og ekki verið trúlofaður. Vinnan var erfið og í þeim frístund- um sem til féllu í vikulokin fékk hann sér gjarnan ölglas á Gasthaus Brúcke. Þetta voru maðurinn og konan sem létust þegar bilamir tveir skullu sam- an á þjóðveginum milli Dúrment- ingen og Kanzach. Hrifning Það var á veitingahúsinu sem Otto Moll tók að gefa Roswithu Jerski auga. Enginn minntist þess síðar að hafa nokkru sinni séð þau á tali sam- an. Þau virtust aldrei hafa skipst á fleiri orðum en þörf var á þegar hann pantaði sér öl. En Otto hafði hrifist af hinni lifsglöðu Rosi. Hann hafði hins vegar ekki orð á því við neinn, hvað þá hana sjálfa. En komum hans á veitingahúsið fjölgaði, það er að segja á þeim stundum þegar mest var að gera og hann gat verið nokkurn veg- inn viss um að Rosi bar á borð. Þá reyndi hann að fá sér sæti úti í horni þar sem lítið bar á honum og i þögn yfir ölglasi fylgdist hann með hverri hreyfingu hennar. Já, hann virtist ekki taka af henni augun. Ýmsir urðu til frásagnar um það þegar á reyndi, eftir að rannsóknarlögreglumenn komust að þeirri niðurstöðu að ekki væri vist að áreksturinn á þjóðvegin- um ætti sér eðlilega skýringu og því væri rétt að kanna allar hliðar máls- ins, þar á meðal einkalíf þeirra sem látið höfðu lifið. Hann var ríkur Lítill vafi þykir á því leika að Otto hafi með tímanum orðið Ijóst að Rosi var gift kona, hafi hann ekki vitað það þegar hann hreifst af henni. Og sannleikurinn var sá að hún var ekki aðeins gift, heldur hrifin af manni sínum og elskaði hann. Nánustu vin- um hennar og ættingjum bar saman um það er álits þeirra var leitað að vart hefði verið hægt að ímynda sér að hún myndi nokkru sinni fara fram á skilnað. Smám saman reyndu rannsóknar- Opel-bíllinn. lögreglumennirnir að draga upp mynd sem gæti fært þeim svarið við þeirri spurningu hvers vegna Otto Moll hefði ekki gefið sig á tal við Rosi til að kanna hug hennar til sín. Var honum ljóst að hún myndi aldrei verða hans af því hún var hamingju- söm í hjónabandinu eða brast hann einfaldlega kjark til að tjá henni hrifningu sína af henni? Þetta voru þær spurningar sem þeir veltu fyrir sér í upphafi. Svarið liggur ekki enn fyrir. Hins vegar er ljóst að Otto hafði margt það fram að færa sem margir aðrir höfðu ekki. Hann var efnaður, jafnvel ríkur, að sumra sögn, og ekki bara af eign- um heldur lausafé. Hann vann hörð- um höndum með systur sinni á jörð- inni. Þar sinntu þau öllum verkum sjálf og slógu ekki af. í eðli sínu voru þau bæði hófsöm og gerðu ekki mikl- ar kröfur til lífsins, svo að enn meira varð eftir til að leggja fyrir þegar af- rakstur búskaparins var gerður upp í árslok. Aðeins eitt vantaði Viðtöl rannsóknarlögreglumann- anna leiddu í ljós það sem að ofan er sagt. Þrátt fyrir góð efhi hafði Otto ekki eignast neina vinkonu, hvað þá eiginkonu. Líf hans var fábreytt og með árunum hafði hann orðið æ hlé- drægari og einangraðri. Hann skorti, með öðrum orðum, félagsskap eigin- konu sem gat deilt með honum því sem hann stritaði fyrir alla daga. Öll þau ár sem hann hafði búið með syst- ur sinni hafði hann enga tilburði sýnt í þá átt að koma sér í kynni við neina þá konu sem hann gæti bundist og finningar hann bar í brjóst til henn- ar?“ spurði einn þeirra sem leitað var svara hjá. „Var hann hræddur um að hún hafnaði honum? Eða óttaðist hann að systir hans myndi ekki sætta sig við aðkomukonu á bænum?“ Roswitha Jerski á brúðkaupsdag- inn. Systirin spurð Maria Moll, systir Ottos, fékk dag einn heimsókn frá rannsókn- arlögreglumönnunum. Þeir komu í þeim tilgangi einum að biðja hana að segja afstöðu sína til þess ef önnur kona hefði sest að á bænum. Systirin kvaðst gjarnan gera það. Hún bauð spyrjendunum sæti og sagði svo: „Málið liggur svona fyrir. Otto kom aldrei heim með neina stúlku eftir að l'oreldrar okk- ar létust. Ég hefði hins vegar síður en svo haft á móti því. Það hefði lífgað upp á okkar annars svo fá- brotnu tilveru. Hér gerðist aldrei neitt. Við unnum bara. Og eftir því sem árin liðu varð Otto stöðugt við því hvers vegna bílarnir tveir skullu saman á þjóðveginum feng- ist liklega aldrei í einstökum atrið- um. Ekki yrði úr því skorið hver ástæðan var til þess að Otto ákvað að binda enda á líf sitt og Rosi þennan dag. En það væri aftur haf- ið yfir allan vafa að hann hefði ekið beint framan á bíl hennar af ásettu ráði. Um slys hefði ekki ver- ið að ræða. Samantektin Meðal þeirra atriða sem renndu stoðum undir þessa skoðun var nær samdóma álit allra þeirra sem leitað hafði verið til. Lýsingin á Otto og háttum hans var hafin yfir allan vafa. Hann bar mörg ein- kenni einfarans sem á erfitt með að tjá sig og sér ýmsa þætti lífsins „í gegnum sjóngler“ án þess að ger- ast beinn þátttakandi í þeim. Það er eins og þeir dæmi sig úr leik fyrirfram. í því ástandi ók Otto Opel-bíl sínum að þjóðveginum milli þorp- anna tveggja á laugardegi. Valið á deginum sagði i sjálfu sér hluta sögunnar því það var einmitt á þeim vikudegi sem Rosi kom oftast akandi til að aðstoða við afgreiðslu í veitingahúsi systur sinnar og móður. Áreksturinn varð mjög harður. Bíll Roswithu kastaðist þrjátíu metra og lenti utan vegar. Bæði dóu þau samstundis og það kvikn- aði í báðum bílunum, en öku- manni sem bar að rétt á eftir tókst að slökkva eldinn í þeim báðum. Umferðarslysið, sem svo var talið í fyrstu, hafði reynst vera morð og sjálfsvíg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.