Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1998 Fréttir Stuttar fréttir i>v Biöu í 3 tíma eftir meinatæknum - vegna misskilnings: Hafa auglýst eftir vinnukrafti erlendis - Guömundur G. Þórarinsson talar um aö fækka störfum meinatækna Stjóraarnefnd Ríkisspítalanna beið í gær, sunnudag, í þrjá tíma eft- ir meinatæknum - vegna misskiin- ings! Meinatæknadeilan er í enn harðari hnút en fyrr. Byrjað er að auglýsa eftir meina- tæknum í Dan- mörku, Noregi og í Svíþjóð. Ekki voru komin nein við- brögð við auglýs- ingunum í gær- Guðmundur G. kvöldi, enda stutt Þórarinsson. síðan þær birtust í blöðum ytra. Guð- mundur G. Þórarinsson, formaður stjómarnefndar Ríkisspítalanna, kvaðst vægast sagt undrandi á allri framvindu mála. Fyrst samkomulag, síðan horfið frá því og loks algjört sambandsleysi við hópinn. Meinatæknar höfðu að sögn Guð- mundar G. lofað að koma upplýsing- um til Rikisspítalanna um hvers eðl- is óánægja hópsins er, sem hættur er störfum hjá Landspítalanum. Full- trúar meinatækna létu hins vegar ekki í sér heyra i gærdag. „Við erum búnir að sitja hér í þrjá tíma á fundi, stjórnendur spitalans og höfum ekkert heyrt frá meina- tæknum," sagöi Guðmundur seinni partinn í gær. „Við undirrituðum samkomulag á föstudagskvöldið, fyr- ir tæpum tveimur sólarhringum. Við heyrum ekkert hvers eðlis óánægjan með samkomulagið er, ekki nema af oröspori og úr fjölmiölum," sagði Guðmundur G. Þórarinsson, formað- ur stjórnamefndar Ríkisspítalanna, i gær. Biðu og biðu En hér reyndist misskilningur á ferðinni. Meinatæknar sátu á fundi með fulltrúum Bandalags háskóla- manna í gær og uggðu ekki að sér. „Við kvöddumst við Vigdís aðfara- nótt laugardags. Þá sögðumst við áreið- anlega verða búnar að ræða málið í okkar hóp milli 2 og 3 á sunnudag og þá sagði hún okkur að setja bréfið í póstkassann hjá Ríkis- spitölum. Hún bjóst ekki við að verða á skrifstofunni," sagði Anna Svanhildur Sigurðardóttir, talsmað- ur meinatæknanna, í gærkvöldi. Hún sagði það vissulega leitt ef beð- ið hefði verið eftir meinatæknum. En eftir á að hyggja hefðu meina- Skákþing íslands: Hannes Hlifar sigurvegari Skákþingi íslands lauk í gær- kvöldi á Hótel Selfossi eftir tæp- lega tveggja vikna þing. Loka- staðan varð sú að Hannes Hlífar Stefánsson sigraöi Jón Viktor Gunnarsson í siðustu umferðinni og stóð því uppi sem sigurvegari mótsins með átta vinninga. Helgi Áss Grétarsson gerði jafntefli við Róbert Harðarson í síðustu umferð en Helgi Áss hafnaði þó í öðru sæti með sjö og hálfan vinning. Þeir Jón Viktor Gunnarsson og Þröstur Þórhalls- son lentu í þriðja til fjórða sæti með sjö vinninga. Mótið var í 4. styrkleikaflokki og þurfti því sjö og hálfan vinn- ing til að ná alþjóðlegum meist- aratitli. -GLM tæknar oft þurft að bíða, síðast á samningafundi þegar stjórnarfor- maðurinn skrapp upp í háskóla til að kenna á fostudaginn. Anna Svanhildur sagði að plaggið sem undirritað hefði verið seint á fóstudagskvöld væri ranglega kynnt sem samkomulag. Hópurinn væri ósammála þeirri nafngift. Anna Svanhildur sagðist ekki vilja ræða innihald bréfsins til Vigdísar Magn- úsdóttur, forstjóra Ríkisspítalanna, fyrr en fólk væri búið að kynna sér efni þess, þar á meðal landlæknir sem fékk afrit i sinn póstkassa í gær. Anna Svanhildur sagði að drjúgur hluti hópsins væri kominn i íhlaupa- störf og leitaði að vinnu. „Það er Skipasmíðastöðin Ósey í Hafnar- firði brann til kaldra kola á laugar- dagsmorgun. Tjóniö er talið nema nokkur hundruö milljónum. Til- kynnt var um brunann rétt fyrir klukkan átta og var húsið alelda þegar slökkvilið og lögreglu bar að skömmu síðar. Að sögn slökkviliðsins í Hafnar- firði var allt tiltækt lið kallaö út og einnig var fengin aðstoö frá slökkvi- liði Reykjavíkur. Auk þess komu þrír tankbílar Holræsagerðarinnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri vígði í gær raforkuver Nesja- vallavirkjunar að viðstöddu fiöl- menni þegar síðari vélasamstæða virkjunarinnar var formlega tekin í notkun. Nýja orkuverið getur framleitt samtals 60 MW af rafmagni og er það álíka mikið og framleitt er í virkjun- unum við írafoss og Ljósafoss sam- anlagt. Auk þess eykst framleiðslu- geta Nesjavallavirkjunar á heitu komin fýla í fólkið í garð Ríkisspítal- anna,“ sagði hún í gærkvöldi. Tveggja vikna pian Guðmundur G. Þórarinsson sagði að hann væri vægast sagt undrandi á allri þróun mála. „Vissulega vonum við að þessi deila leysist sem fyrst. Þetta gekk allt vel hjá okkur um helgina, engin erfið mál komu upp. Fólkið okkar réð miklu betur við stöðuna en við gátum átt von á. Næsta vika á að verða auðveldari, við erum með tveggja vikna plan, enda þótt við vonum að deilan leysist. Við berum hag sjúklinganna fyrir brjósti og ger- um því áætlanir um næstu framtíð," á vettvang. Lögregla lokaði þegar í stað öllum götum sem liggja að skipasmíðastöðinni vegna spreng- ingarhættu en alls sprungu fiórir gaskútar eftir að slökkvistarf hófst. Hús Óseyjar gjöreyðilagðist í brunanum og einn stálbátur sem var í smíðum. Þrír stálbátar voru utandyra og tókst að bjarga þeim. Slökkvistarfi lauk á ellefta tímanum og hófust menn þá handa við hreinsunarstarf. Að sögn slökkviliðsins í Hafnar- vatni úr 150 MW í rúmlega 200 MW. Er verið að athuga möguleika á að stækka virkjunina í 90 MW. Heildarkostnaður framkvæmd- anna á Nesjavöllum er um 4,2 millj- arðar sem er um 800 milljónum und- ir kostnaðaráætlun. Með vígslu raforkuversins er Reykjavíkurborg aftur orðin sjálf- stæður raforkuframleiðandi eftir langt hlé. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir taldi sagði Guðmundur. í sjónvarpinu í gærkvöldi ræddi Guðmundur um hugsanlega fækkun stöðugilda meinatækna við spítalann. Það mun vera mat glöggra samn- ingamanna að samkomulagið frá fostudagskvöldinu sé um margt óhagstæðara en tilboðið sem var hafnað 31. október. Meðal annars er rætt um að leiðrétting launa sé mið- uð við 1. febrúar í ár, en á sam- kvæmt kjarasamningi að vera 1. des- ember 1997. Boðið er upp á eins launaflokks hækkun, sem margir telja að muni koma hvort eð er við nýtt starfsmat. Ýmislegt fleira segja menn undarlegt í samkomulagi þessu. -JBP firði voru tvö útköll frá skipasmíða- stööinni í gær en þá urðu hreinsun- armenn varir við glóð undir þak- plötum sem höfðu hrunið. Húsnæði skipasmíðastöðvarinnar var 2000 fermetrar og um þrjátíu manns unnu hjá fyrirtækinu. Eldsupptök eru enn ókunn en ekki er talið ólíklegt að kviknað hafi í út frá rafmagni. Rannsóknar- deild lögreglunnar í Hafnarfirði vinnur að rannsókn málsins. að þar með væri Reykjavíkurborg komin í sérkennilega stöðu í orku- málum sem bæri að skoða: „Reykja- vík er komin í þá sérkennilegu stöðu að vera allt í senn, nær helmingseig- andi í Landsvirkjun, mjög mikilvæg- ur viðskiptavinur fyrirtækisins og þegar fram líða stundir samkeppnis- aðili. Það fer því varla hjá því að þetta veki upp spurningar um fram- tíðaraðild borgarinnar að Lands- virkjun." -GLM Olafur Ragnar hittir páfa Ólafur Ragnar Grimsson, forseti íslands, heldur áfi-am opinberri heimsókn sinni til Ítalíu. í dag mun hann heim- sækja Vatíkanið og hitta Jóhann- es Pál páfa ann- an að máli. íslendingar í hjálparflugi MK-flugfélagið hefur samið við breska Rauða krossinn rnn 10 ferð- ir með hjálpargögn frá Evrópu tíl Mið-Ameríku. Fyrstu flugferðimar voru farnar í gær. RÚV sagði frá. Áætlun um orkunýtingu Iðnaðarráðherra undirbýr ásamt umhverfisráðherra rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðhita. Sérstaklega mun þar verða fiallað um verndargildi einstakra virkj- anasvæða. RÚV greindi frá þessu. Fjölskyldur á vergangi Margar fiölskyldur eru á ver- gangi um þessar mundir vegna þess að byggingafyrirtæki geta ekki skilað nýjum íbúðum á réttum tíma. Vegna þenslu í þjóðfélaginu hafa fyrirtækin hreinlega ekki und- an að byggja nýtt húsnæði. Stöð 2 sagði frá þessu. Landjæknir andvígur Ólafur Ólafsson landlæknir segir að tryggja verði persónuvemd bet- ur en gert er í gagnagrunnsfrum- varpinu. Hann efast jafhframt um að réttlætanlegt sé að veita einu fyrirtæki einkarétt á rekstri gagna- grunnsins. RÚV greindi frá þessu. Guðni og ísólfur efstir Búið er að ákveða framboöslista Framsóknarflokksins á Suðurlandi fýrir næstu alþingiskosningar. Guðni Ágústsson er í fyrsta sæti listans og ísólfur Gylfi Pálmason í öðru sæti. Orri svarar prófessorum Orri Hauksson, aðstoðarmaður forsætisráð- herra, segir í bréfi tU banda- rísks lagapró- fessors að is- lensk sfiómvöld hafi staðreynt að samningur Hoffman- LaRoche og íslenskrar erfðagrein- ingar sé algerlega ótengdur hug- myndinni um miðlægan gagna- grunn. RÚV greindi frá. Stikkfrí fær verðlaun Kvikmyndin Stikkfrí eftir Ágúst Ólafsson hlaut verðlaun bamadóm- nefndar á Norrænu kvikmyndahá- tíðinni. Verðlaunin em peninga- verðlaun sem nema um 200.000 krónum. RÚV greindi frá. Egill hættir EgUl Jónsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins i Austurlands- kjördæmi, ætlar ekki að gefa kost á sér í alþingiskosningunum í vor. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður frá Seyðisfirði, sem var í öðm sæti listans, og Ólafur Ragnarsson, sveitasfióri á Djúpavogi, sem var í því þriðja, hafa þegar gefið kost á sér í fyrsta sæti listans. Rætt við Norsk Hydro Finnur Ingólfsson, iönaðar- og viðskiptaráðherra, segir að viðræð- um við Norsk Hydro um byggingu álvers á Austurlandi verði haldið áfram. Hann segir að jafnframt sé rætt viö aðra aðUa um að koma upp stóriöju. Stöð 2 greindi frá. ÍSAL á móti áreitni AUir starfsmenn íslenska álfé- lagsins eiga að fara á námskeið um kynferðis- lega áreitni. Rannveig Rist, forsfióri ÍSAL, segir nauðsyn- legt að fræða starfsmenn um málefnið tU að koma í veg fyrir vandamál. RÚV greindi frá þessu. -KJA Anna Svanhildur Siqurðardóttir. Skipasmfðastöðin Ósey var alelda þegar slökkvilið bar að um áttaleytið á laugardagsmorguninn. Húsið er talið gjör- ónýtt. DV-mynd S Skipasmíðastööin Ósey brann til kaldra kola: Tjón eftir brunann nemur mörg hundruð milljónum Borgarstjóri við vígslu Nesjavallavirkjunar: Spurningar um framtíðar- aðild að Landsvirkjun I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.