Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Page 12
12 MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1998 Spurningin Hvað er rómantík? Adam ívar Emilsson: Ég veit það ekki. Aðalbjörg Sigurðardóttir, 14 ára: Ljúf tónlist. Helga Kolbeinsdóttir, 14 ára: Góð tónlist. Eggert Hálfdánarson sjómaður: Að gefa henni rósir. Sara Jasonardóttir nemi: Þegar strákar eru sætir í sér. Liija Gísladóttir nemi: Falleg hugsun. Lesendur Álver á Keilis- nesi vænlegast Séð yfir Keilisnesið á Vatnsleysuströnd. - Þar er næsta álver best niður komið að mati bréfritara. Skarphéðinn Einarsson skrifar: Nú er talað um nýtt álver á ís- landi. Uppi eru kröfur Austflrðinga um að það verði við Reyðarfjörð. Ég held að svo verði ekki þegar allt kemur til alls. Magt mælir líka gegn því að sú staðsetning verði valin. Margar eru ástæðumar. Ein er sú að ekki er greiður aðgangur að nægu vinnuafli þar eystra. Óvíst er um næga raforku, ekki síst þegar litið er á deilurnar sem uppi eru í náttúr- vemdarsjónarmiðum. Fjarlægðin frá Reykjavík er of mikil og einnig til eina alþjóðaflugvallar landsins, Keflavíkurflugvallar. Það er ótal margt annað sem mælir gegn stað- setningu risaálvers á Austuriandi, og yrði sú upptalning of löng hér. Keilisnes er að mínu mati staður- inn fyrir slíkt álver. Staðsetningin ein segir sína sögu. En rúmlega 20 km vegur til flugvallarins á Miðnes- heiði og 15 eða 20 km til höfuðborg- arinnar eru ákveðin rök sem eng- inn getur sniðgengið. Af svæðinu í grennd við Keilisnes myndi koma megnið af sérmenntuðum starfs- mönnum álversins og sjálfsagt stór hluti ófaglærðra verkamanna líka. Nýjustu tölur um búsetu fólks á Is- landi sýna að straumurinn liggur til þéttbýlissvæðisins við Faxaflóa, einkum bæjanna á svæðinu. Búið er að eyða stómm fjárfúlgum í ýmsar mælingar við Keilisnes, líklega hundruðum milljóna króna. Keilis- nes er staðurinn, þar verður ekki skortur á vinnuafli ef álver kemur þar. Suðurnesjamenn geta séð af starfs- fólki, og mörg verktakafélög sem gætu veitt þjónustu, ásamt smiðjum hvers konar og verkstæðum og vnriuvélum. Viðbótar mannafl má svo fá frá höfuðborgarsvæðinu sjálfu. - Þeir erlendu fjárfestar sem reisa myndu álver á Keilisnesi væru því gulltryggðir - ef svo má að orði komast - að flestu leyti. Næsta álver er því að öðra jöfnu best niðurkomið á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd. Draumur um staðsetningu annars staðar er óraunhæfur og afar óhagkvæmur. Einhver myndi bæta við orðunum „hreint ragl“. A5 trúa sógnum Tryggvi Bjarnason skrifar: Að trúa sögnum frá „follnum gæðingi" - hver er umræðan? Er ekki athugandi hvað hinn fallni gæðingur er að fara með? Þegar mál era þöguð í hel, þá er yfirleitt um sök að ræða. Umræðu Sverris Hermannssonar um ýmis málefni, ekki sist háttsetta menn, þarf að gefa gaum. Það er furðulegt, aö þær persónur sem hann deilir á svara ekki þeim ásökunum. Það er því ekki annað hægt að álykta en ásak- animar eigi við rök að styðjast. Þó er það vitað mál að viðskipta- ráðherra hefur ekki alveg farið eft- ir bókinni í ýmsum málum 1 póli- tískum heimi; er t.d. talinn hafa farið með óheilindum inn á lista framsóknarmanna í Reykjavík, og það með þýskum atkvæðum. Ekki voru það Reykvíkingar sem vildu hann. Óheilindin má best marka af um- fjölluninni um álverið á Grandar- tanga. Ekki sagði hann þjóðinni frá því að aðstandendur álversins vildu fá að byggja 150-200 manna bústaði fyrir erlent vinnuafl. Lík- lega gefið fyrirheit um að það kæmi fram síðar í þróun uppbyggingar- innar. Þetta var eitt að því sem hjálpaði til þess að álverið kæmi. En nú kemur til hans kasta að svara þjóðinni vegna loforða Fram- sóknarflokksins um 12.000 störfin. Eða voru það ekki kosningaloforð- in? Hver getur gleymt þeim? Og enn er spurt: Hvar era 12.000 störf- in, kjörtímabilið er brátt á enda og ættu því að vera komin í Ijós svo sem 10.000 störf. íslenski hesturinn við löggæslu Sissa skrifar: Sú tillaga sem ég vildi koma á framfæri er kannski ekki ný en samt áhugaverð að mínu mati. Við íslendingar eigum fallegustu hesta í heimi og það væri ekki svo vitlaust að nýta þá betur en við gerum dags daglega. Það væri alveg hreint bráð- sniðugt fyrir lögregluna að nýta þessa gæðinga til eftirlits á fómum vegi. Dýrin fengju líka góða hreyf- ingu í leiðinni. Það er alveg skammarlegt að þau séu látin dúsa í litlum básum yfir vetrartímann sem er nú ekki stuttur hjá okkur ís- lendingum. Þarna yrði líka um sparnað að ræða fyrir lögregluembættið, að því ógleymdu, að það væri falleg sjón að sjá lögreglumenn okkar brokkandi um götur bæjarins á þessum svo fal- íl^f^[#1[p)/g\ þjónusta allan síma i kl. 14 og 16 í stórborgum hafa hestar lengi veriö notaðir fyrir lög- reglumenn viö skyldustörfin. legu dýrum. Mengunin yrði minni en af þessum tækjum sem lögreglan ekur um á í dag. Hafa mætti poka meðferðis líkt og hundaeigendur gera, til þess að taka upp úrgang fol- ans, og er það kannski eini agnúinn af þessari framkvæmd. En ef hver lögreglumaður fær sinn hest þá myndast ákveðin tengsl eins og bara með dýr og eiganda þess og er ég þá viss um að þeir myndu ekki kippa sér upp við svoleiðis smáatriði. Plássið sem þeir nýta til geymslu á bílum sínum væri hægt að byggja yfir og hafa þar eins konar stall eða hlöðu fyrir hest- ana. Ég er viss um að góður foli kemst álíka hratt og góður Volvo á þeim hraða sem lögreglan ekur að öðru jöfnu. Veðráttuna hér á landi þekkja allir og þá getur oft verið erfitt að komast leiðar sinnar vegna snjóskafla og hálku, það myndi sko ekki stoppa hestinn, hann myndi þeysast um götur borg- arinnar með laganna verði sem oft á tíðum þurfa að vera snarir í snún- ingum. Önnur umsvif á götum borg- arinnar væru einnig mun auðveld- ari á hesti en á bíl. Ég er viss um að lögreglumenn og -konur era mér sammála um þetta efni eftir að hafa lesið þessar línur. Ég vona því að þetta verði tekið til athugunar. Varaformaður Sjálfstæðis- flokksins Kristin skrifar: Sem kjósandi Sjálfstæðisflokks- ins í áraraðir fagna ég því heils- hugar að góðar og virtar konur skuh nú íhuga að gefa kost á sér í embætti varaformanns flokksins. Ég er dálítið undrandi á þeim tveimur ráðherrum flokksins sem spurðir hafa verið álits á þessu ný- mæli og draga við sig að svara hreint út, heldur segja segja sem svo að nægur sé nú tíminn og þar fram eftir götunum. Ég hefði viljað heyra þá karlmannlegu og drengi- legu afstöðu þeirra að þeir fógnuðu þessari hugmynd og styddu flokks- systur sína af heilum hug. Hreint lögreglu- embætti Jóhannes hringdi: Það er að verða hvimleitt að hlusta á og lesa um sífelldar deilur um lögregluembættið í Reykjavík undanfarið. Þetta embætti ætti í raun að vera utan og ofan við alla gagnrýni og minnsta snurða innan embættisins ætti að vera leyst taf- arlaust af yfirboðurum þess á staðnum eða í viðkomandi ráðu- neyti. Þetta virðist hafa farið veru- lega úrskeiðis á allra síðustu miss- erum. Vonandi verður endanleg lausn fengin á málinu með nýju skipuriti um Lögregluna í Reykja- vík, svo áríðandi sem það er að friður ríki um embættið og starf- semi þess. Deiluaðilum leið- ast ekki lætin Lárus skrifar: Þrátt fyrir að svo hti út fyrir að sættir væru að takast í dehunni mihi Læknafélags Islands og ís- lenskrar erföagreiningar um gagnagrunninn og framtíðarrekst- ur ÍE virðist nú svo sem deilan sé að blossa upp á ný. Það er líklega tfl mikhs að vinna, að gagnagrunnur verði ekki alfarið á vegum eins aðiia. I dag eru gagnagrunnar af ýmsu tagi úti um víðan vöh i þjóðfélaginu. m.a. hjá tryggingarfélögum Þetta er orð- in Olvíg deOa og nú blandast lækn- ar bersýnOega í þá mögnuðustu MammonsdeOu sem hér hefur ris- ið. Með eða gegn vOja sínum, a.m.k. sumir hverjir. Fátæktarráð- stefna í góðæri J.M.G. skrifar: í landinu rOcir góðæri svo sem víðfrægt er. Þó þurfti að halda ráð- stefnu um fátækt. Á hana komu samt fáir fátækir, bæði vegna þess að þeir áttu ekki fyrir aðgangseyrin- um, sem var 6.000 kr.! - og svo eru fátækir ekki jafn ráðstefhuglaðir og félagsvísindafóhrið. Annað er, að á mihi þessara þjóðfélagshópa er gjá, sem seint veröur brúuð. Aðgangs- eyririnn hefur kannski átt að halda því gjárbOi óbreyttu. Jónas Áma- son, rithöfundur og alþm., sagði einu sinni, að sumir lærdómsmenn hefðu menntast frá íslensku þjóöfé- lagi. Þetta veit alþýða landsins. Nú hafa flestar tegundir bóta hækkað nokkuð - nema viðmiðunarmörk Félagsmálastofmmar. Þær ná ekki 54 þúsundum. Þessar bætur verða að hækka. Það væri á við hálfa aðra áðumefda ráðstefnu. Strætóskýlin Sigrún hringdi: Ég vO taka undir þá gagnrýni sem komið hefúr fram á hin nýju strætóskýli í borginni. Þau veita hvorki skjól fyrir vindum né úrkomu, þannig að þeir sem bíða era betur komnir utan þeirra en inni í þeim. Ég legg tíl aö gömlu skýlunum verði komið upp aftur, þannig að fólk verði ekki úti við að bíða eftir strætó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.