Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1998 13 > > > > > > > I > > > > > > > > > > ) > > ) > > ► > ) SiriMmí.'-ri? l-tts; www.visir.is Fréttir Siglfiröingar um kjördæmamálið: Jarðgöng til Siglufjarðar og tenging í austurátt - segir Guðmundur Guðlaugsson bæjarstjóri DV, Akureyri: „Við stóðum að þeirri ályktun þings Sambands sveitarfélaga á Norð- urlandi vestra að Norðurland allt yrði eitt kjördæmi. Á þinginu kom skýrt fram að reiknað var með að ef Norð- urlandskjördæmi vestra yrði skipt upp þá myndi Siglufjörður færast í austur og verða hluti að Norðurlandi eystra," segir Guðmundur Guðlaugs- son, bæjarstjóri á Siglufirði. Mörgum finnst Siglfirðingar hafa verið nokkuð afskiptir í þeirri opinberu umræðu sem orðið hefur um kjördæmamálið og einstaka menn hafa „afgreitt" Siglufjörð þannig að bærinn yrði ann- aðhvort með Norðurlandi vestra eða eystra, það skipti í sjálfu sér engu máli. Guðmundur Guðlaugsson bæjar- stjóri segir að mikið hafi verið rætt um sameiningu sveitarfélaganna í Siglufirði og Ólafsfirði og jafnvel enn lengra inn í Eyjafjörð og með tilliti til þeirrar þróunar sé eðlilegt að Siglu- íjörður tilheyri Norðurlandi eystra. Það þýði þó ekki að ekki verði áfram samstarf á ýmsum sviðum við Norð- urland vestra, s.s.um skólamál og fleira. ■ ■■ Frá Siglufirði þar sem menn vilja hafa eitthvað að segja um kjör- dæmamálið. „Þegar menn sjá fyrir sér að Siglufjörður, Ólafsfiörður og Eyja- fiörður verði eitt atvinnusvæði og jafnvel eitt sveitarfélag í framtíðinni þá horfum við að sjálfsögðu í þessa átt, og auðvitað gefum við okkur það að héma komi jarðgöng milli Siglu- fiarðar og Ólafsfiarðar. Nýlegir út- reikningar hafa sýnt að jarðgöng þarna eru mun arðsamari fram- kvæmd en heilsársvegur yfir Lág- heiði og þegar menn reikna dæmið til enda hljóta þeir áð velja þann kost sem er hagkvæmari. Það þarf samt sem áður að lagfæra veginn yfir heiðina, hann er ófær svo til allt árið og það þarf að lagfæra hann.“ Guðmundur segir Ólafsfirðinga gera sér vonir um að jarðgöngin til Ólafsfiarðar verði næstu jarðgöng sem ráðist verði í hér á landi, en hann segist reyndar ekki sjá því neitt til fyrirstöðu að unnið verði að tvennum jarðgöngum samtímis. Hann segir að vissulega þurfi víða að bæta samgöng- ur, en á þeim stöðum þar sem verið er að tala um jarðgöng séu betri vegir og samgöngur en til Siglufiarðar. „Við erum alls ekki að berjast gegn jarð- göngum á Austurlandi, en rökin fyrir jarðgöngunum hér eru svo miklu sterkari en þar,“ segir Guðmundur. -gk i»ÉÍSfcálSÍ&if.'1 og Skffan kynna stórskemmtilegan netleik! Frumsýnd 6. nóvember. HMStgaamii ,.jk. JOE BOXER Skagaijörður Haustharðindi - jarðleysi og hrossum gefið hey DV, Skagafiiði: Mjög óvenjulegt ástand er nú í Skagafirði eftir eitt mesta hríðará- hlaup sem komið hefur í október um árabil. Það sem gerir ástandið óvenju- legt er að snjór er nánast jafnmikill um allt héraðið - jafnt á útkjálkum sem innsveitum þar sem sjaldan kem- ur snjór. Eftir að frysti nú um mánaðamótin má heita jarðlaust fyrir hross. Hefur því ekki verið umflúið að byrja að gefa hrossum hey, nokkuð sem ekki hefur þurft áður laust eftir veturnæt- ur. Sauðfé kom hins vegar á hús og fulla gjöf í áhlaupinu 24. og 25. októ- ber nema á þeim jörðum sem liggja að sjó og um fiörubeit er að ræða. Ef ekki bregður til verulegrar hláku er ljóst að bændur eiga mjög gjafafrekan vetur fyrir höndum sem byrjar misjafnlega mörgum vikum fyrr en oft áður eftir því hvar menn búa í héraðinu. Þá áttu margir bændur eftir veru- lega beit - bæði áboma há og fóðurkál fyrir kýr þegar snjórinn kom sem að öllum líkindum verður ónýtt fóður. -ÖÞ Fækkar í Dalvíkurbyggð íbúum Dalvíkurbyggðar fækkaði á tímabilinu 134 einstaklingar en um 22 fyrstu níu mánuði ársins, 156 fluttu burt. 175 einstaklingar samkvæmt upplýsingum Hagstofu fluttu búferlum innan sveitarfélags- íslands. Til Dalvíkurbyggðar fluttu ins. -hjá M -1RY ...vertu með! Komdu á Visi.is og efheppnin er með þér gætir þú unnið þér inn biómiða á myndina sem talað er um, húfu eða glæsilegan bol... EAMEROH BIAZ Mm B1L18N BEN STtlifR StErh Fnrysta Rrni m. í 1. S EB t í Skrifstofa stuðmngsmanna Árna M. Mathiesen er við Bæjarhraun 14 í Hafnarfirði Opið alla daga kl. 10-22. A ir velkommr! Símar: 565 9523 / 565 9524 og 565 9528 • Fax: 565 9538 r fi'eeivim Suzuki Vitara '97, 5 d., 5 g., ek. 19 þús. km, vínrauður. Verð 1.610.000. MMC Galant GLSi '93, Toyota Corolla 1,6 Si '93, 4 d., ssk., ek. 73 þús. km, hvítur, 3ja d„ 5 g„ ek. 92 þús. km, álf„ spoiler. Verð 1.170.000. grár, álfelgur. Verð 950.000. Nissan Patrol '93, 5 d„ 5 g„ ek. 138 þús. km, grár. Verð 2.100.000. Subaru Legacy Outback '96, 5 d„ ssk„ ek. 43 þús. km, grænn. Verð 2.320.000. Toyota Corolla 1,8 4x4 '97, 5 d„ 5 g„ ek. 58 þús. km, dökkblár. Verð 1.490.000. Nissan 240 SX '95, 2ja d„ ssk„ ek. 37 þús. km, grænn. Verð 1.630.000. MMC Pajero 2,5 dísil '88, 5 d„ ssk„ ek. 123 þús. km, hvítur. Verð 780.000. Orval no-fa^ra bíla af ö||u*n s+aeröu»n og gcr^uwj / Borgartúni 26, símar 561 7510 & 561 7511 Margar biíreiðar á söluskrá okkar er hœgt að greiða með Visa- eða Euro- raðgreiðslum ) ) )

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.