Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 44
52 MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1998 DV igsjona- ;olkrabbi „Ég hef komist ytir peninga vegna heppni og þess vegna koma , margir og biðja , mig að leggja pen- inga í annarra manna kvik- myndir. Ég hef litið á það sem hugsjónastarf þannig að ég er þá að reka einhvem hugsjónakolkrabba." Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndagerðarmaður, i svari við þeirri gagnrýni að Kvik- myndasamsteypan sé kol- krabbi, í Degi. Toppurinn á ísjakanum „Kjaradeila meinatækna er aðeins toppurinn á ísjakanum þegar kemur að þeim vanda sem skapast hefur í kjaramál- um Landspítalans." Tryggvi Ásmundsson, form. Læknaráðs Landspítalans. Misvitrir útvarpsmenn „Haldi útvarpsmenn að þeir , séu að spila lög fyr- I ir yngstu kynslóð- t ina og sinna henn- I ar þörfum i morg- i unþáttunum þá er það rangt, : krakkarnir eru í skólanum á morgnana." Geirmundur Valtýsson, i Degi. Eins og kanínan í Lísu í Undralandi „Mér finnst ég vera eins og kanínan í Lisu í Undralandi. Ég pompa upp hér og þar og er alltaf að flýta mér og þykist alltaf vita allt mest og best. Kem inn, kem út, segi eitthvað sniðugt og hitti kannski beint í mark en svo er ég líka farinn." Páll Óskar Hjálmtýsson, um frammistöðu sína í Popp i Reykjavík, í Fókusi. Hvar á ég að auglýsa? „Ef fyrirtæki í Hveragerði mega ekki vekja á sér athygli við þjóðveginn hér innan bæjar- markanna hvar á þá að gera það?“ Einar Hákonar- son, eigandi Listaskálans í Hveragerði, en honum hefur verið fyrirskipað að rífa aug- lýsingaskilti niður, í DV. Jólagjöfin í ár „Ég á von á því að bréfin seljist mjög vel. Þau verða jóla- gjöfin i ár.“ Jafet Ólafsson verðbréfasali um sölu á hlutabréfum í KR og Fram, í Morgunblaðinu. Sjálfvirkar veðurathugunarstöðvar Straumnesviti Q Q Hornbjargsviti Þverfjall '->Q j Seljalandsdaiur '■ QSúöavik Q '■ j- Q Grímsey Q Dynjandisheiöi • , , Ö y Q Patreksfjöröur Bjargtangat JZ Gjögur Siglufjaröarv. ^ Siglunes Siglufjöröur J Dalvík Rauöignjúpur Jfr Fontur ) Gilsfjöröur® Kolka Q Neslandatangi J Vopnafjaröarheiöi j Dalatangi Fjaröarheiði J Möörudalsöræfi J JGagnheiöi Gufuskálar Q J Holtavörðuheiði Þingvellir Q Reykjavík Straumsvík J Hellisheiði q GaröskagavitiO ° Q Búrfell —O——_Q ... Grindavík Þorlákshöfri J Sandbúöir Q Þúfuver JVeiöivatnahraun Q Jökulheimar Q Hallormsstaöur Kambaries Ivanneyri Mýrdalssandur Skc ikarðfjöruviti JTiraJ Oddur Albertsson, verkefnisstjóri Bókasafnsvikunnar 1998: Norræn fyndni í bókasöfnum „Þetta er í annað sinn sem stofnað er til norrænnar bókasafnsviku. Sú fyrsta var í fyrra og tókst hún mjög vel svo það var afráðið að fara af stað með hana aftur. Það eru norrænu félögin og bóka- söfn á Norðurlöndum sem standa fyrir þessari viku og er eitt þema valið í hvert skipti, núna er það norræn fyndni,“ segir Oddur Albertsson, verk- efnisstjóri Bókasafnsvikunnar 1998. „Sameiginlegur arfur Norðurlandanna er heilmikill sem kemur alltaf betur og betur í ljós þegar þau eru farin að fest- ast við stóru Evrópubandalagslöndin og því er þáttur norrænu félaganna mikil- vægur í að halda í þennan sameiginlega arf, meðal annars með þessari bókasafnsviku. Það eru um eitt þúsund bókasöfn um öll Norðurlönd sem munu taka þátt þessari viku og bjóða upp á dag- skrá alla daga; auk þess eru með í bókasafnsvik- unni þrjátíu og átta bókasöfn frá Eystrasalts- ríkjunum." Oddur segir að aðaldagurinn sé mánudagurinn. Á sama tíma á öllum Norðurlöndunum verður i dag, kl. sex að okkar tíma, lesið úr bókinni Ormur Maður dagsins Rauði eftir sænska rithöfundinn Frank G. Bengtsson. Þá er reynt að flagga frægu fólki og meðal þeirra sem lesa hér á landi eru Flosi Ólafsson, Steinunn Sigurðardóttir, Erlingur Gíslason og Edda Björgvinsdóttir. Til að undir- strika þægilega norræna stemn- ingu í skammdeginu verður aðeins notast við kerta- ljós meðan á lestrin- um stendur. Þessi skáldsaga er fyndin, að vísu nokkuð groddaleg en ekkert í henni sem ætti að hræða yngstu kynslóð- ina. í katlanum sem les- inn verður er sagt frá viðburðaríkri veislu víkinga. í framhaldi er svo dagskrá á hverjum degi sem að einhverju leyti tengist norrænni fyndni. Með- al annars verður skrýtlukeppni og má svo geta þess að sá sem er fulltrúi okkar og fer til höfúð- borga Eystrasaltsríkjanna er Skari skrípó (Óskar Jónasson). Mun hann skemmta þar á bókasöfnum.“ Mikil vinna liggur að baki svona viku: „Ég er búinn að vinna við verk- efnið síðan í febrúðar, enda þarf að huga að mörgu þegar svona stórt verk- efni er í gangi, en það er mikill velvilji gagnvart þessu sem auðveldar alla vinnuna.“ Oddur er spurður um hvort mikið sé um norrænan húmor í bókmenntum: „Norrænn húmor hefur ekki verið mikið í umræðunni og ef þá á frekar neikvæð- um nótum, en hann er auðvitað til og hef- ur sína sérstöðu. Eiginlega má segja að það sem sameinar Norðurlandabúa í húmor sé nokkurs konar aumingja- húmor þar sem menn eru ósparir við að gera grín að fyllibyttum jafnt sem sjálf- um sér, því það má oft þekkja sjálfan sig í þeim persónum sem verið er að gera grín að. Það er þó mjög lítið til af beinum íslenskum húmorbókmenntum.“ Oddur Albertsson er að aðalstarfl skólastjóri Lýðskólans: „Lýðskólinn er nú með aðsetur í JL-húsinu í Reykjavík. Fyrirmyndin er lýðskólar á Norðurlönd- um. Helsti munurinn er að við erum ekki með heimavist en þeir tuttugu og fimm nemendur sem stunda nám í skól- anum eru í honum frá kl. 9 til 3 og eru þeir í hópum með kennurum og fræðast til dæmis um hvernig samfélagið er saman sett, afhjúpa lygi og koma með gagnrýna hugsun og er alfarið unnið út frá þema. í skólanum eru nemendur á aldrinum 17 til 35 ára. Segja má að Lýð- skólinn sé menntaskóli án Oddur Albertsson. prófa.“ -HK Kynferðislegt of- beldi gegn bömum Samtökin Barnaheill standa fyrir ráðstefnu um kynferðislegt ofbeldi gegn bömum á morgun í Grand Hóteli í Reykjavík. Auk inn- lendra fyrirlesara munu er- lendir sérfræðingar íjalla um efnið. Anders Nyman frá Save the Children í Stokkhólmi heldur fyrirlest- ur er nefnist Report from Samkomur Radda Barnen’s work with sexually abused children and young offenders - facts, figures and some reflections on rehabilitation. Annar fyrirlesari er John Carr sem er breskur sérfræðing- ur og ráðgjafi um málefni Netsins. Fyrirlestur Carrs nefnist Child Pornography and Other Hazards to Children on the Intemet. Bæði Anders Nyman og John Carr munu flytja fyr- irlestur sinn á ensku en fyr- irspurnir þátttakenda og svör við þeim verða túlkuð ef vill. Kirkjan og kærleikurinn í dag er efnt til málþings í Hjallakirkju undir yfir- skriftinni Kærleiksþjónusta kirkjunnar innanlands og hefst það kl. 17 og er öllum opið. Málþingið skiptist í fjóra flokka sem eru: For- sendur og saga kærleiks- þjónustu. Hvað er kærleiks- þjónusta? Starf mitt og kær- leiksþjónustan. Hvert ber að stefna og á hvaða hátt? í lok málþingsins er helgi- hald. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2250: Líkþrár maður Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Ólöf Pétursdóttir við eitt verka sinna. Vatnslita- myndir Nú stendur yfír í Gallerí Hár og list í Hafnarfirði áttunda einkasýn- ing Ólafar Pétursdóttur myndlistar- konu. Á sýningunni eru 29 vatns- litamyndir, unnar 1998, og eru flest- ar þeirra úr Hafnarfirði. Sýningin er opin virka daga frá kl. 9-18 og um helgar 14-18. Henni lýkur 17. nóvember. Sýningar Ljósmyndamaraþon Unglistar í gær hófst sýning í Gallerí Geysi, Hinu húsinu við Ingólfstorg, á ljós- myndum keppenda í ljósmyndamara- þoni Unglistar 1998. Sýningin stend- ur til hádegis föstudaginn 20. nóvem- ber. Verðlaunaafhending ljósmynda- maraþonsins verður laugardaginn 14. nóvember, kl. 16, þar sem vegleg verðlaun eru í boði. Gallerí Geysir er opið mánudaga-fimmtudaga, frá kl. 8-23, fóstudaga frá 8-19 og um helgar frá 12-18. Sautján mósaíkverk Þessa dagana sýnir Alice Olivia Clarke sautján mósaíkverk í List- munahúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Alice fer ekki troðnar slóðir í list- sköpun sinni. í stað þess að nota hefðbundnar mósaíkflísar kýs hún frjálsari form sem hún sker eða brýt- ur úr tilfallandi efnivið og mótar úr brotunum figúrur sem ýmist svífa yfir eða dansa um myndflötinn. Sýn- ingin stendur til 15. nóvember. Bridge Sum spil láta lítið yfir sér og úr- slit þess virðast nánast vera sjálfgef- in. En sjálfsögðustu spil leyna oft á sér og það á einmitt við um þetta spil sem kom fyrir í 3. umferð úr- slita íslandsmótsins í tvímenningi. Lokasamningurinn var 4 spaðar á 18 borðum af 20 í keppninni. Tveir sagnhafa fengu 11 slagi í þeim samningi, en 14 fengu 10 slagi. Tveir sagnhafanna fengu hins vegar að- eins 9 slagi. Hvernig gat það gerst? Norður gjafari og AV á hættu: é K10982 * ÁK9 * K1094 * Á ♦ 54 «♦ 8754 ♦ Á7 ♦ G10865 N * DG6 * G106 DG5 * D972 é A73 V D32 ♦ 8632 * K43 Af augljósum ástæðum varð norð- ur sagnhafi í nánast öllum tilfellum í 4 spöðum. Austur á hins vegar ekki sjálfsagt útspil, sérstaklega ef norður var ekki búinn að segja frá tígullit sínum. Á þeim tveimur borðum þar sem 4 spaðar fóru niður var útspilið tíguldrottning. Vestur fór upp með tígulásinn og spilaði áfram tígli. Allt í einu er sagnhafi í vanda. Var austur að spil út einspili. Ef sú er raunin má sagnhafi ekki setja kóng- inn, hann verður að setja lítinn tígul heima ef staðan er þannig. Þannig er hægt að fara einn niður á 4 spöðum. Austur fór annan slaginn á tígulgosann, gefur vestri trompun í tíglinum og á síðan öruggan trompslag. Þeim sagnhöfum sem lentu í þessum hremmingum og hittu ekki í tígulinn hefur eflaust ekki verið skemmt. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.