Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 9. NÓVE Útlönd Stuttar fréttir Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, heimsótti hamfarasvæðin í Hondúras: Lánastofnanir sýni ríkj- um Mið-Ameríku samúð George Bush, fyrrverandi Banda- ríkjaforseti, sagöi í eins dags heim- sókn sinni til hörmungasvæðanna í höfuðborg Hondúras i gær að sam- úð og þörfin fyrir það að koma í veg fyrir flóðbylgju ólöglegra innflytj- enda til Bandaríkjanna ætti að örva menn til að rétta bágstöddum hjálp- arhönd. „Maður sem eygir enga von og er atvinnulaus mun gera hvað sem er til að brauðfæða fjölskyldu sína. Fólk finnur alltaf leiðir til aö kom- ast yfir landamæri," sagði Bush á fundi með fréttamönnum í Teg- ucigalpa í gær. Meira en áttatiu prósent af ban- anauppskerunni, helstu tekjulind Hondúras, eyðilögðust í flóðunum af völdum fellibylsins Mitch. Flóðin eyðilögðu einnig aðra upp- skeru, ollu skemmdum á rækjueld- isstöðvum og þurrkuðu út tugi vega og brúa. Af þeim sökum ganga sam- göngur mjög erfiðlega. Bandarísk stjórnvöld hafa heitið George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Carlos Flores, forseti Hondúras. virða fyrir sér flóðaskemmdir við Choluteca-ána í Tegucigalpa, höfuðborg Hondúras. Borgin varð fyrir miklum skemmdum af völdum flóða í kjölfar fellibylsins Mitch. Þúsundir manna í Mið-Ameríku týndu lífi í hamförunum. ríkjum Mið-Ameríku sem urðu illa úti í hamfórunum 70 milljón dollara aöstoð. Fjölþjóðlegt hjálparstarf er komið í fullan gang og flytja þyrlur matvæli og lyf til afskekktra bæja á hamfarasvæðunum. Bush hvatti alþjóðlegar lánastofn- anir til að sýna ríkjum Mið-Amer- íku samúð og skilning og endur- skipuleggja afborganir af erlendum skuldum landanna. Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heimsótti Nik- aragúa fyrir helgi og þær Hillary Clinton forsetafrú og Tipper Gore varaforsetafrú eru væntanlegar til Mið-Ameríku á næstu dögum. Heilbrigðisyflrvöld i löndunum óttast mjög að farsóttir á borð við kóleru og malaríu breiðist út á næstu vikum. í Tegucigalpa er þeg- ar hafin bólusetning gegn stíf- krampa. íslenskir skiptinemar í Hondúras eru á leið úr landinu. Ekki er vitað hvort þeir koma heim. Opinberir starfs- menn í Færeyj- um vilja meira Opinberir starfsmenn í Færeyj- um krefjast þess að fá launahækk- un þegar núverandi kjarasamn- ingar falla úr gildi i marsmánuði á næsta ári. „Við höfum hvorki fengið launahækkun né vísitöluhækkun í sex ár. Laun hafa ekki hækkað í Færeyjum í sex ár og vísitölu- binding launa hefur verið numin úr gildi,“ segir Joan Ziskason, for- maður félags færeyskra hjúkrun- arfræðinga, í viðtali við dönsku fréttastofuna Ritzau. Færeyskir hjúkrunarfræðingar fá sem svarar um 20-30 þúsund íslenskum krónum minna í laun á mánuði en danskir. Ráðherra Blairs gengst við samkynhneigð Nick Brown, landbúnaðarráð- herra Bretlands, neyddist til að viöurkenna samkynhneigð sína um helgina, eftir að fyrrverandi elskhugi hans reyndi að selja æsifréttablaði frásögn um sam- band þeirra. Tony Blair forsætis- ráöherra og aðrir ráðherrar í bresku stjórninni lýstu þegar yflr stuðningi sínum við Brown og sagði Blair að ekki kæmi til greina aö fara fram á afsögn hans. Þetta er í þriðja sinn á ör- skömmum tíma sem kynhneigð breskra ráðherra kemst á síður fjölmiölanna. Ron Davies, ráð- herra málefna Wales, var rændur þegar hann ætlaði að fara heim með karlmanni sem hann hitti á þekktum stefnumótastað homma. Davies hefur þó neitað að hann sé samkynhneigður. Þá var Peter Mandelsohn, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, lýst sem samkyn- hneigðum í sjónvarpsumræðu- þætti. Samkynhneigö Browns hefur lengi veriö opinbert leyndarmál meðal breskra þingmanna. Jeltsín í Kreml Borís Jeltsín Rússlandsforseti sneri heim til Kremlar í gær eftir rúmlega vikulanga hressingar- dvöl á sumarleyfisstað við Svarta- hafið. Blaðafulltrúi forsetans sagði hann við góða heilsu og í góðu skapi. Hann var þó þreytu- legur þegar hann ávarpaði þjóð- ina í sjónvarpi á laugardag. Heldur er nú kuldalegt um að litast í þorpinu Aksarka í Rússlandi sem er um tvö þúsund kílómetra frá höfuðborg- inni, Moskvu. Þegar þessi mynd var tekin af lítilii stúlku og hreindýrahjörð var frostið þrjátíu stig. l'búar á þessum slóðum hafa það ekkert of gott efnahagslega, meðal annars vegna erfiðs veðurfars og dýrra vöruflutninga. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ: Hvetur íraka til að vinna með vopnaeftirlitsmönnum Kofi Annan, aðalframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti írösk stjómvöld í gær til þess að fara að kröfu Öryggisráðsins um að draga til baka ákvörðun sína um aö vinna ekki lengur með vopnaeftir- litsmönnum SÞ. „Slitin á samvinnunni við Sam- einuöu þjóðimar eru svívirðilegt brot,“ sagði Annan við fréttamenn í Nouakchott, höfuðborg Afríkuríkis- ins Máritaníu. „Ég fer fram á það við írösku rík- isstjómina að hún svari fljótt og á jákvæðan hátt kröfu Öryggisráðs- ins. Það er írösku þjóðinni fyrir bestu." Sendimaður SÞ í írak afhenti í gær Tareq Aziz, aðstoðarforsætis- ráðherra íraks, bréf frá Annan um leiðir til að leysa deiluna. Kofi Annan reynir að finna leiðir til að sættast við írösk stjórnvöld. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hitti þjóðaröryggisráðgjafa sina á sveitasetri forsetaembættisins, Camp David, i gær til að reyna að binda enda á deiluna við íraka um eyðileggingu á gjöreyðingarvopnum þeirra. Embættismenn sögðu að loknum fundinum að ekki hefði ver- ið tekin nein ákvörðun um hemað- araðgerðir gegn Saddam Hussein íraksforseta. Bandarískir embættismenn segj- ast vilja leysa deiluna á friðsamleg- an hátt, þó svo árás á hemaðarskot- mörk sé einnig inni í myndinni. Stjómmálaskýrendur vestra segja að Clinton eigi erfiða ákvörðun fyr- ir höndum. Ef hemaðaraðgerðir njóta ekki víðtæks stuðnings er hætt við að bandamenn Washington í þessum heimshluta fyrtist við. Völdu sjálfstj íbúar KyiTahafseyja] Kaledóníu kusu með yfi meirihluta atkvæða í g; eftir sjálfstjórn frá F Eyjai'nar, þar sem er auðugar nikkelnámur, franskri stjórn frá 1853. Aukinn áhu Frækileg ferð banda ungadeildarþingmannsi ungsins Johns Glei geimskutlunni Discovery hefur aukið til muna áhuga almenn- ings í Banda- ríkjunum á geimferðum og geimrannsókn- um. Hinn 77 ára gamli Glenn kom til j helgina eftir níu daga Glenn sagði í gær að leysið hefði verið fari honum lifið leitt undir Skáld verðlau Færeyska skáldið R fékk færeysku menn laxrnin í gær þegar þai hent í fyrsta skipti. Dæmdir til da Dómstóll í Banglade 15 fyrrverandi liösforin; um til dauða fyrir að d stæðishetjuna Rahman ráni árið 1975. Mennix leiddir fyrir aftökusveit Matarþörf ra Utanríkisráðherrar l ópusambandsins ræða þarfir Rússa fyrir matv I vetur. Yngri í helgan j Gerhard Schröder, Þýskalands, hóf baráttu atvinnuleysi, sem ham kosningabarátt- unni í haust, með því að lýsa yfir stuðningi sínum í gær við áform verka- lýðsfélaganna um að lækka eft- irlaunaaldurinn niður i 60 ár. Núna þurf vera 65 ára til að fara ; með fullum réttindum. Pinochet svik Augusto Pinochet, fy ræðisherra í Chile, fln yfirvöld hafa svikið sig létu handtaka hann á sji London. Breska lávai skoðar nú hvort hne ákvörðun lægri dómstc handtakan hafi verið ól Hastar í Kosc Tveir sérfræðingar í inu á Balkanskaga vöru í gær að friðarviðleitni Júgóslavíu kynni að fa þúfur ef Kosovo-deila ekki leyst sem íyrst. Netanyahu fastn Benjamin Netanyahu ráðherra ísraels, hefur yrði sín fyrir því að sta gerðan friðar- samning við Palestínumenn aö pólitisku herópi. Net- anyahu var vel fagnað á fúndi með stuðnings- mönnum sínum í gær þegar harrn sagði stjóm Palestínumanna berja á skæruliðum ef að samkomulagið yrði s Gingrich hæt Newt Gingrich, forset deildar Bandaríkjaþing togi repúblikana, lýsti þ helgina að hann sæktist endurkjöri í embætti neyddist til að hætta vc gengis flokksins í kosnii þriðjudag. Líklegasti e hans er þingmaðuri Livingston frá Louisian: -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.