Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1998 Fréttir _______________________________________________________________________x>v Viðtal DV við foreldra 10 ára Eskfirðings sem brenndist illa í lok ágúst: Þetta er búið að vera erfitt - eruð þið búin að kaupa sófasettið? spurði drengurinn foreldrana rétt eftir slysið „Við Ingibjörg vorum í Reykjavík að kaupa sófasett þegar Sindri Snær brenndist í sumarbústaðnum hér fyrir austan. Við vorum því komin á undan honum upp á gjörgæsludeild, en hann var fluttur suður með sjúkraflugvél. Þegar við hittum hann þar, mikið brunninn, var hann enn með meðvit- und. Þegar hann sá okkur spurði hann: „Eruð þið búin að kaupa sófasett- ið?“ Ég klökknaði þegar ég heyrði dreng- inn segja þetta. Hann sagði að „þeir“ (læknamir) hefðu deyft sig svo mikið að hann fyndi ekki til lengur. Síðan var hann svæfður og var vakinn aftur fyrir um þremur vikurn," sagði Einar Einarsson, faðir Sindra Snæs, 10 ára drengs frá Eskifirði, sem brenndist illa þegar kviknaði í sumarbústað þar eystra þann 28. ágúst. Sindri Snær með félögum sínum í Austra á Eskifirði skömmu áður en slysið varð. Prófk{ör Sjálfstædisflokksíns í Reykjaneskjördæmi 14. nóvember lækningadeildar) sagði fjótlega eftir slysið að það stæði til að reyna gervi- húðina á Sindra Snæ,“ sagði Einar. Stórkostlegt startsfólk Sindri Snær er nú kominn af gjör- gæsludeild og liggur á barnadeild Landspítalans: „Hann er farinn að aka í hjólastól um allan spítalann," sagði pabbinn. „Allar hreyfmgar hans eru þó sárs- aukafullar og hann stígur stutt í kviknaði í. Drengurinn brenndist mest á handleggnum, vinstri hlið, brjósti, baki og á höfði. Augu munnur og nef sluppu við brunameiðsl. Landsliðsmenn í heimsókn „Strákurinn er búinn að standa sig vel. Hann var líka hraustur fyrir,“ sagði Einar þegar hann sýndi blaða- manni mynd af Sindra Snæ og fót- boltafélögum hans í Austra sem tekin var stuttu fyrir slysið. „Hann heldur líka með Liverpool. Talandi um það þá heldur Flosi (Helgason, vaktmaður á Landspítalan- um) líka með Liverpool. Þar hefur Sindri Snær eignast mjög góðan vin. Hann á engan sinn líka og kemur stráknum alltaf til að brosa. Stuttu áður en íslenska landsliðið í handknattleik lék við Sviss hér heima talaði Flosi við Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfara. Síðan komu þrír landsliðsmenn í heimsókn upp á spít- ala, Dagur Sigurðsson, Ólafur Stefáns- son og Konráð Olavsson. Strákurinn var mjög upp með sér þegar þeir komu. Landsliðsstrákarnir hvöttu hann og styrktu mikið. Síðan hefur Flosi verið ötull við að ur eða nótt. Starfsfólkið hérna er búið að standa sig eins og hetjur, bæði á gjörgæsludeildinni og á bamadeild- inni. Þetta er allt dugnaðarfólk. Ég vil gera allt til að létta undir,“ sagði Flosi. „Þú færð hann alltaf til að brosa," sagði Ingibjörg, móðir drengsins, við Flosa. „Þú varst sá fyrsti sem fékk hann til þess eftir slysið." Líkaminn eyðir „gerviskinni“ Einar sagði að svokölluð gervihúð væri ræktuð lífrænt úr nauti og svíni. Hún er lögð á brunasárin. Að því loknu er sett silikonfilma sem síðan eyðist. Eftir það er raunveruleg húð ílutt frá öðrum líkamshlutum og sett yfír. Að ákveðnum tíma liðnum verð- ur húðin eðlileg. „Líkaminn eyðir gerviskinninu," sagði Einar. Hjónin Einar og Ingibjörg kunna starfsfólki Landspítalans bestu þakkir fyrir ákaflega vel unnin störf á síðustu mánuðum - fórnfýsi, stuöning og styrk. Þeir sem vilja styrkja fjölskylduna geta lagt inn á opinn reikning Lands- bankans á Eskifirði - númerið er 61560. -Ótt Móðirin, Ingibjörg Sverrisdóttir, með Landspítalavaktmanninum og fjörkálf- inum Flosa Helgasyni sem gerir allt til að stytta stundir sonar hennar. DV-mynd Pjetur DV heimsótti Einar sem nú er kom- inn til vinnu á ný í Fiskimjölsverk- smiðjunni á Eskiflrði eftir langdvalir hjá syni sínum fyrir sunnan, á heimili hans fyrir austan, og móðurina, Ingi- björgu Sverrisdóttur, sem dvelur hjá drengnum á Landspítalanum. Pabbinn ætlar að koma aftur suður á spítalann um næstu helgi og skipta við mömmu sem þá fer austur til vinnu í Hrað- frystihúsi Eskifjarðar. Hjartanlegt þakklæti Hjónin vilja koma á framfæri hjart- anlegu þakklæti til þeirra sem hafa stutt þau á erfiðum tímum frá því i lok ágúst - t.a.m. fjölda fólks sem hefur lagt inn á reikning sem var stofnaður fyrir hina sjö manna fjölskyldu. „Alli (Aðalsteinn „ríki“ Jónsson) hefur líka hjálpað okkur mikið,“ sagði Einar. „En það er ekki bara núna. Fyr- ir einu og hálfu ári slasaðist Ingibjörg illa og var frá í marga mánuði. Alli sendi þá konu heim til okkar úr frysti- húsinu til að sjá um heimilið fyrir há- degi. Þetta er einstakur maður. Þetta er búið að vera erfítt," sagði Einar aðspurður um tímann sem lið- inn er frá því í lok ágúst. „Það er erfitt fyrir alla sem eiga böm sem slasast illa. í byrjun var tvísýnt með líf drengsins. Hann var í lífshættu. Hins vegar er þetta búiö að ganga vel und- anfarið þótt Sindri eigi eftir að fara í minni aðgerðir sem sennilega mælast i tugum. Mér skilst að ný lækningaað- ferð með svokallaðri gervihúð hafi gert gæfumuninn. Hún lokar á dauða vefi og sýkingarhætta verður minni. Rafn (Ragnarsson, yfirlæknir lýta- Tryggjui P f n f A sj StejfQtl * Tryggjum varaþingmanni Sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi öruggt sæti. á þing! Veljum Stefán Þ. Tómasson 1 3. til 4. sæti. Einar Einarsson, faðir Sindra Snæs, við verðlaunapeningana í herbergi drengsins á heimili þeirra á Eskifirði. Einar og móðirin, Ingibjörg Sverrisdóttir, eiga fimm börn. DV-mynd -Ótt fætuma. Starfsfólkið á Landspítalanum er hins vegar búið að vera stórkostlegt. Við viljum sérstaklega koma á fram- færi þakklæti til þess. Sumir era bún- ir að standa langar vaktir." Einar sagði að læknar hafi sagt að það verði í fyrsta lagi hægt að segja til um það um miðjan desember hvort Sindri Snær fær að „skreppa heim“ um jólin. Hjónin eiga fimm böm, 18, 17, 12, 11 ára og Sindra Snæ, sem er yngstur, 10 ára. Slysið varð með þeim hætti að drengurinn var að leika sér með bróð- ur sínum og öðrum dreng við sumar- bústað utarlega (vestarlega) í Eski- fjarðarbæ, skammt frá heimili þeirra. Bensín helltist yfir Sindra Snæ, meðal annars vinstri handlegg, og síðan koma með myndbandsspólur. Starfs- fólkið safnaði fyrir áskrift að Fjölvarp- inu og Sýn sem ég er sannfærður um að Flosi stóð fyrir," sagði Einar. Hendum United-mönnum út um gluggann! „Mér þykir rosalega vænt um að fá að taka þátt í að hjálpa Sindra Snæ,“ sagði Flosi Helgason í samtali við DV á Landspitalanum - nýbúinn að gant- ast við drenginn inni á stofu. „Ef þessi heldur með Manchester United þá hendum við honum út um gluggann," sagði Flosi við Sindra Snæ og benti á blaðamanninn. Ekki stóð á brosinu hjá þeim stutta. „Við Sindri Snær erum miklir vin- ir. Ég er tilbúinn að koma hingað og aðstoða strákinn hvort sem það er dag-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.