Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1998 Fréttir Stuttar fréttir ±>v Landlæknir hrósar ráðherra: Byggingagleðinni verði beint að sjúkrahótelum Landlæknir, Ólafur Ólafsson, seg- ist vona að byggingagleði heilbrigð- iskerfisins beinist nú á nýjar braut- ir, byggingu sjúkrahótela. Of mikið kapp hafi verið lagt á bráðadeildir en ekki tekið mið af framtíðarþró- uninni. Ólafur segir byggingagleð- ina hafa verið litlum takmörkum háða og stundum nálgast „helgiat- hafnir", eins og landlæknir orðaði það á dögunum á málþingi með samtökum hjartasjúklinga. Landlæknir bendir á aö sjúkra- hótel í nánum tengslum við bráða- deildir séu byggð af kappi í hinu íhaldssama Englandi. í Noregi séu sjúkrahótel í nánum tengslum við 40 til 50 sjúkrahús. Ólafur sagði að brýna nauðsyn bæri til að búa hjúkrunar- sjúklingum sem vistast á bráðadeilum annað vistun- arrými. Þá mundi fækka á biðlist- um og sjúklingar á göngum hætta að sjást en að mati hjúkrunarffæð- inga þyrfti um fjórðungur bráða- sjúklinga að hírast á göngum og í skotum lungann af spítalavistinni. Hann sagði að legudeildir væru dýr- ar og tækju milli 55 og 60% af heild- arkostnaðinum í heilbrigðisþjón- ustu. „Fyrir dugnað heilbrigðisráð- herra hefur nú fengist nokkur úrbót á Alþingi og vonandi tekst að nýta þá fjármuni vel,“ sagði Ólafur Ólafs- son í ræðu sinni. „Alþingi virðist leggja að jöfnu endurbætur sendi- ráðs- og stjómsýslubygginga við sj úkrahúsarekstur, “ sagði land- læknir um leið og hann benti emb- ættismönnum í heilbrigðisgeiran- um á að það væri lögbundin skylda þeirra, óháð pólitískum áhrifum, aö benda á og koma með tillögur til úr- bóta. „Það má vera að slíkt athæfi falli ekki öllum í geð. Þó að sann- leikurinn sé dýrmætur er óþarfi að fara sparlega með hann,“ sagði Ólaf- ur í lokaorðum sínum. -JBP Ólafur Ólafsson landlæknir. „Við hættum öUum mokstri á ijallinu upp úr klukkan 19 á laugar- dagskvöld vegna mikUs slagveðurs og um það leyti vom komin 9-10 vindstig," sagði Guðmundur Þor- steinsson, vélamaður hjá Vegagerð- inni Reyðarfirði, við DV. Á laugardag féU snjóflóð úr Há- túni sem lokaði veginum en það var hreinsað strax. Á sunnudagsmorg- un féU annað flóð yfir veginn úr Oddsdal og stöðvaðist umferð vegna þess um tíma. Engin slys urðu á fólki eða eignatjón. Á Eskifirði var komið hávaðarok síðdegis á laugardag. Litlir lækir, sem renna í gegnum bæinn urðu aUt í einu að brúnum stórfljótum. Þá slitnuðu landfestar rækjubátsins Þóris SF 77. Einungis eitt tóg hélt honum við bryggjuna. Tókst að koma í veg fyrir tjón með aðstoð björgunarsveitarinnar á Eskifirði. Um nóttina losnuðu þakplötur af leikskólanum sem er í byggingu. Tókst að fergja þakið með saltsekkj- um. í gærmorgun mátti sjá ýmislegt smálegt sem hafði fokið um bæinn. Á Fagradal féUu 20 aur- og krapa- flóð. Að sögn vegagerðarmanna voru þau aUt að 2 metra þykk og 150-200 metra breið. OUu þau tölu- verðum skemmdum og var Fagri- dalur ófær vegna þess um tíma. Er mikið verk óunnið við hreinsun og lagfæringar á veginum. Loks féUu aurskriður niður undir byggð í Nes- kaupstað. -ÞH Björgunarsveitarmenn á Eskifirði forðuðu rækjubátnum frá stór- skemmdum. DV-mynd ÞH Karlremburnar auglýsa Vitlaust veður á AustQörðum á laugardag: 20 flóð yfir veginn á Fagradal DV, Ealófirði Sum reynsla er okkur hulln fsl*ndincar «ru h*»tí fttthta h»r1» og kv«nna. m*ö Qð*t»«yn» rayntlu og vift»xx(. Atftirtci l«l«ruimc» hmtur txtó hófuðvwrlurfní að vtantt* vftrft um ftftoaftfft. - rétt o« vaiforö bvan, l*ianttrnga, I tórmtM IrnkM i *ftr jafrwétti • fðfr> t«rtúfwrt ainatakitnsa at hftðum k>niu*n. maftai annar* «« nftm*. •to'fo. UHjtm «c ftbyrtfW. Konur aru tMfmincur tfMwVna Ul*ndin(5» hafur h»r<»0 tii *kkí nftft «ft *ndur*p**i» r<t«xfaii Sjftnaimift tm&tía kynja fiafa *fcf») nftft )ýftri»A»«i«ftu j«fnv*c< Þessa dagana er að hefjast nýstárleg auglýsingaherferð. Hún hefur þann tilgang að þrýsta á aukinn hlut kvenna í stjómmálum. í auglýsing- unum koma fram helstu stjómmálaforingjamir um þessar mundir, formenn flokkanna, og birtast okkur með barn undir belti, á há- hæluðum skóm eða með hendumar lengst uppi í sokkabuxunum. Sniðugar auglýsingar og áreiðanlega úthugsaðar í kvennabarátt- unni. Aldrei datt Kvennalistan- um það í hug að nota karla í auglýsingum til að auka hlut kvenna í pólitík, enda er Kvennalistinn búinn að vera. Skoðanakannanir hafa margsinnis staðfest að þjóð- inni finnst það eðlilegt og sjálfsagt að konur starfi í stjórnmálum til jafns við karlmenn. Það stendur sem sagt ekki á þjóðinni og það stendur heldur ekki á kvenfólkinu. Það sem skortir á um aukinn hlut kvenna er einfald- lega vilji og framkvæmd innan flokkanna sjálfra. Forysta flokkanna hefur ekki veitt konunum brautargengi. Þetta hafa formenn flokkanna séð. Þeir eru sér meðvitandi um þennan galla í fari sínu. Þess vegna samþykktu þeir þingsályktunartillögu frá nokkram konum á Alþingi sem eru formönnun- um nægjanlega þóknanlegar til að fá að vera á þingi. Þingsályktunin fól í sér að skipa nefnd, sem nú þegar er komin á laggirnar, og ríkis- stjómin ákvað jafnframt að veita fimm milljónir króna á ári næstu fimm árin til að nefndin geti vakið athygli á málstaðnum um hlut kvenna. Nefndin hefur síðan ratað þá réttu leið að fá formenn stjómmálaflokkanna til að skora á sjálfa sig til að auka hlut kvenna í stjómmálum. Ekki það að formennimir geti mikið gert í því sjálfir að eigin mati en með því að sjá sig í auglýsingum og að aðrir sjái þá í auglýsingum er því þó alltént komið á framfæri að þeir séu hlynntir því að þeir sjálfir beiti sér fyrir auknum hlut kvenna, hvað svo sem þeir gera þegar að því kemur að konur vilji komast á þing. Hér sem sagt um það ræða að stjómmálaflokk- amir á Alþingi efha til átaks um aukinn hlut kvenna með því að verja fé til auglýsinga þar sem karlrembumar í formannsstólunum koma ffam til að segja hvað þeim þyki vænt um konur og hvað þeir vilji mikið að konur verði fleiri og skora á þjóðina að auka hlut kvenna og skora á flokkana sína að sjá til þess að konur verði fleiri og heita á sjálfa sig að styrkja stöðu kvenna. Með þessum auglýsingum er hlutverki Kvennalistans lokið og það þarf í sjálfu sér ekki kvenfólk heldur til að auka hlut kvenna. Segja má að jafnréttisbaráttan og kvenréttindabaráttan sé vel á vegi stödd þegar formenn flokkanna hafa ákveðið að styrkja sjálfa sig til að auglýsa sjálfa sig til að skora á sjálfa sig að auka hlut kvenna þegar tækifæri gefst. Ekki kannski núna, alveg strax. En þegar tækifæri gefst. Dagfari Leyniskjöl Steingríms í ævisögu Steingríms Her,- mannssonar sem Dagur B. Egg- ertsson skrifar verða birtir út- drættir úr leyniskjölum frá bandaríska þjóð- skjalasafninu. Þar kemur í Ijós að Bandaríkja- menn fylgdust mjög vel með athafhamönnum á íslandi á dögum kalda stríðsins. Mbl. sagði frá. Kvenfólk á hormónum Um 55% fimmtugra íslenskra kvenna nota hormónalyf. Mikil aukning hefur verið á notkun slíkra lyfja meðal kvenna á þess- um aldri undanfarin 10 ár. Dagur skýrði frá. Lögleg efni hættulegri Helgi Gunnlaugsson, dósent í félagsfræði, segir að áfengi og tó- bak taki margfalt fleiri mannslíf á hverju ári heldur en hin ólöglegu. Jafnframt telur hann að stjóm- málamenn noti umfjöllun um fikniefnavandann sér til fram- dráttar, án þess að gera mikið til að leysa hann. Dagur sagði frá þessu. Kjalnesingar kjósa Kjalnesingar munu kjósa í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi á laugardag- inn. Þó svo Kjalames hafi samein- ast Reykjavik eiga íbúar hins fyrrverandi hrepps kosningarétt í Reykjaneskjördæmi samkvæmt núgildandi kosningalögum. Þetta mun hins vegar breytast þegar nýtt ffumvarp til kosningalaga tekur gildi. Mbl. greindi frá. Kostnaður við sýningu Heimssýning verður í Hannover í Þýskalandi árið 2000. Halldór Ás- grímsson utan- ríkisráöherra vonast til aö kostnaður ís- lendinga vegna þátttöku í henni verði ekki meiri en 200 til 250 milljónir króna. skýrði ffá. Hestakerra út af Litlu mátti muna að illa færi þegar bíll með hestakerru í eftir- dragi fauk út af vegi í Eyjafjarðar- sveit á laugardag. ökumanni tókst að halda bílnum á veginum en kerran fauk út af með tvö hross innanborðs. Lögregla kom skömmu siðar á staðinn og vora hestamir fluttir burt. Þeim virtist ekki hafa orðið meint af veltunni en kerran er talsvert skemmd. Lög endurskoðuð Lög um mat á umhverfisáhrif- um verða væntanlega lögð endur- skoðuö fyrir Alþingi fyrir jól, segir Ingimar Sigurðsson, formaður nefndarinnar sem að endurskoðun- inni vinnur. Mbl. segir frá þessu. Sex á sjúkrahús Sex voru fluttir á sjúkrahús að- faranótt sunnudagsins eftir harð- an árekstur tveggja bíla við Hafn- argötuna í Keflavík. Fólkið var allt flutt á Sjúkrahús Suðumesja. Flytja þurfti einn á sjúkrahús i Reykjavík en hinir voru útskrif- aðir eftir skoöun. Meiðsl þeirra vora minni háttar. Góð kortasala Sala SÁÁ á svokölluðum SÁÁ- kortum til styrktar meðferöar- heimili fyrir ungt fólk lauk í gær. Að sögn Theódórs Skúla Halldórssonar, framkvæmda- stjóra SÁÁ, hafa viðbrögð almennings víða um land verið góð og fór sala kortanna vaxandi eftir því sem leið á vikuna. Nákvæmar sölutöl- ur liggur hins vegar ekki fyrir. -KJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.