Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTi 11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. r Urræði fyrir unga fíkla Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra upplýsti á þingi að framlög í stríðið gegn fíkniefnum hefðu aukist um fast að 300 milljónum. Þó hefur fikniefnavandinn aldrei verið meiri. Menn hljóta að spyrja: í hvað fara þessir peningar? Eru áherslur stjómvalda rangar? Dæmi um áherslur sem stjórnast af óskhyggju er samstarfsverkefni á vegum hins opinbera sem miðar að því að gera ísland fíkniefnalaust árið 2002. Stjómvöld sem setja sér jafn óraunhæf markmið búa í sýndar- veruleika. Þau em ekki líkleg til að greina vandann rétt. Stefnan um fikniefnavamir er ekki nógu skýr. Fjölmargir koma að þeim og enginn hefur heildarsýn. Ábyrgðin er alltof dreifð. Fjármagni er því smurt þunnt og víða meðan það skortir í aðkallandi verkefni. Páll Pétursson félagsmálaráðherra er yfirmaður með- ferðarheimila Barnaverndarstofu. Hann benti í um- ræðum á Alþingi á afar brýnt verkefni. Hann sagði efnislega að flöskuhálsinn í meðferð illa farinna unglinga væri langur greiningartími. Þetta er hárrétt hjá ráðherranum. Brýnasta verkefnið til skamms tíma er að hjálpa þessum unglingum. En jafnvel húnvetnskur kraftur ráðherrans hefur ekki dugað honum til að útvega fjármagn til að bæta einu greiningarheimili við Stuðla sem fyrir eru. Fjármagn sem í dag er varið í gerviverkefni væri án efa betur komið í að hraða greiningu ungra fíkla til að koma þeim sem fyrst í rétta meðferð. Það er raunar orðið tímabært að gera úttekt á því hvort fjármagni til fíkni- efnavarna sé varið á skynsamlegan máta. Ástæðan er sú að það sem ríkið eyðir í stríðið gegn eitrinu skilar ekki nógu góðum árangri. Hluti af því nýttist án efa betur ef það færi til að styrkja framtak einkaaðila sem hafa ótilkvaddir tekið að sér að aðstoða unga fíkla. Virkið, einkarekið meðferðarheimili á fjár- hagslegum vonarveli, er gott dæmi um merka tilraun. í dag skortir því skýra stefnu hjá hinu opinbera um hvernig eigi að haga meðferð fyrir unga flkla. Hvernig er heppilegast að skipta verkum á milli stofnana hins opinbera, félagasamtaka á borði við SÁÁ og einka- heimila einsog Virkisins? Kornungir fiklar kalla á sérstaka, langvinna meðferð. Þá þarf að taka úr umhverfi sínu og koma reglu á líf þeirra með eins konar enduruppeldi. Til að agi, nám og skipulegt líferni nái að móta þá upp á nýtt þarf lang- vinna meðferð. Hún getur tekið 1-2 ár. Og hún er dýr. Verkaskipting, þar sem SÁÁ sér um afeitrun en meðferðarheimili Barnaverndarstofu um eftirmeðferð, virðist skynsamleg. Einkarekin heimili á borð við Virkið geta jafnframt hentað sumum unglingum sem þurfa langa meðferð. Stjórnvöld þurfa að skilja að ungir fíklar eru ekki eins- leitur hópur. Þeir hafa misjafnar þarfir. Sumum nægir skammvinn meðferð til að komast á kjöl. Aðrir þurfa langvinna vist á lokuðum heimilum. Sumum hentar ef til vill best að búa við rýmra svigrúm Virkisins. Ríkið þarf að móta útfærða stefnu um þetta og haga fjárveitingum eftir henni. Það þarf að bjóða upp á fjölbreytt úrræði sem svara mismunandi þörfum. Meðan ábyrgðin á fíkniefnavörnum er dreifð á margar herðar er hins vegar erfitt að móta og fylgja hnitmiðaðri stefnu. Hinir fullorðnu hafa skapað samfélag sem eyðileggur alltof marga unglinga. Við getum ekki horft á þá sogast bjargarlausa niður í svelg eiturlyfja án þess að gera allt sem hægt er til að hjálpa þeim. Höfum við gert það? Össur Skarphéðinsson Tjáningarfrelsi er hluti af frelsinu, en einstakir túlkendur eru háðir tjáningarmiðlum annaðhvort ríkisins eða einkaaðila, segir greinarhöf. m.a. Um mannvernd ferðis, litarháttar og þjóðfélagsstöðu, kosn- ingarétt og kjörgengi. Loks felst mannvernd í því að stuðla að mann- sæmandi lífsskilyrðum fyrir alla menn. Eiga þá samtök eins og Mann- vernd erindi inn í þjóð- félag þar sem öll fram- antalin réttindi eru virt, a.m.k. í orði, og flest meira að segja bundin í stjórnarskrá ríkisins? Ef litla lýðræðisþjóö- félagið okkar er mann- vænt, gegn hveiju þarf þá að vernda mannfólk- ið? Er eitthvað sem ógn- „Enn þá hefur ekki tekist að búa til stjórnskipulag sem talist geti fullkomið, en það stjórnskipulag sem virðist hafa einna fæsta galla er lýðræðið. Það hefur komist einna næst því að geta kallast mannvænt Kjallarmn Árni Björnsson læknir Fyrir skömmu voru stofnuð hér i borginni samtök sem hlutu nafnið „Mannvemd“. Samtökin voru stofnuð af aðilum úr mörgum starfshóp- um en flestir stofn- endanna voru þó á einhvern hátt tengd- ir því sem kalla mætti vísindasamfé- lag, bæði hug- og raunvísindamenn. Tilefni að stofnun samtakanna voru væntanleg lög um miðlægan gagna- gmnn á heilbrigðis- svið, en frumvarp til slíkra laga liggur nú fyrir Alþingi, eins og alþjóð er kunn- ugt. Hornsteinar lýðræðisins En hvað er mann- vernd og hvers vegna er þörf á því að stofna samtök sem þessi i íslenska lýðræðissamfélaginu við lok tutt- ugustu aldarinnar? Skoðum fyrst mannverndina en í huga höfundar er mannvemd verndun andlegrar og líkamlegrar velferðar manns- ins, verndun sem þó virðir sjálf- ræði og frjálsan vilja, fullveðja og fullvita einstaklings. Þeir þættir mannlífsins sem mannverndin á að taka til eru heilbrigði, að svo mikiu leyti sem hægt er að ráða henni, en mannvemdin felst ekki eingöngu í því að stuðla að heil- brigði heldur einnig í að umönnun þeirra sem sjúkir eru sé tryggð. Þá felst mannvernd í því að varðveita hornsteina lýðræðisins, sem eru tjáningarfrelsi, jafnrétti til mennt- unar og starfa, án tillits til kyn- ar því að þjóðfélagsþegnamir fái notið þeirra réttinda sem þeim eiga að vera tryggð í lýðræðissam- félaginu? Fulltrúalýðræðið Enn þá hefur ekki tekist að að búa til stjómskipulag sem talist geti fullkomið en það stjórnskipu- lag sem virðist hafa einna fæsta galla er lýðræðið. Það hefur kom- ist einna næst því að geta kallast mannvænt fyrir flesta menn en gallamir eru þó nægilega margir og stórir til þess að þegnarnir verða stöðugt að vera á verði til að þeir nái ekki að skáka kostunum. Af kostum lýðræðisins ber frelsið einna hæst en frelsið er þvi aðeins kostur að það nýtist einstaklingn- um til jákvæðra hluta, fyrir hann sjálfan og þjóðfélagið. En misnotk- un frelsisins er einn af stærstu annmörkum lýðræðisins því um leið og það er notað til neikvæðra athafna snýst það í andhverfu sina. Lýðræðið á íslandi byggist á fulltrúalýðræði þar sem almenn- ingur kýs sér fulltrúa á íjögurra ára fresti á löggjafarsamkundu sem tilnefnir ríkisstjórn til að fara með framkvæmdavald. í raun hafa þegnarnir mjög lítil áhrif á gerðir löggjafarsamkundunnar og ríkis- stjómarinnar milli kosninga. Þjóð- aratkvæði, nema í forsetakosning- um, hafa ekki hugnast íslenskum stjórnmálamönnum. Milli kosn- inga geta stjórnmálamennirnir í raun ráðskast með land og þjóð. Tjáningarfrelsið Tjáningarfrelsi er hluti af frels- inu en tjáningarmiðlarnir eru annaðhvort undir stjórn ríkisins eða einkaaðila. Þeir túlka því, að jafnaði, skoðanir stjómendanna því einstakir túlkendurnir eru þeim háðir. Tjáningarfrelsið verður að skoða með hliðsjón af þvi að í skjóli þess getur sá sem stjórnar miðlunum, 1 krafti auðs eða valds, matað fólk á upplýsing- um og skoðunum sem það hefur enga möguleika til að sannreyna. Þeir sem malda í móinn eru ann- aðhvort kallaðir afturhaldssamir eða öfundsjúkir. Nefna mætti fleiri þætti lýðræð- isins sem stöðugt þarf að gæta, en þetta nægir að sinni. Atburðir lið- andi árs hafa sýnt glöggt þörfina á samtökum eins og Mannvernd. Samtökum einstaklinga sem hags- munalaust vilja standa vörð um gildi sem búa í hverjum einstak- lingi, gildi sem hann á einn að hafa rétt til að ráðstafa. Árni Björnsson Skoðanir annarra Lífsbarátta öryrkja „Öryrkjabandalag íslands hefur fært fram rök fyr- ir þvi að grunnlífeyrir þeirra sem verða fyrir varan- legri örorku á yngri árum þurfi að vera hærri en hjá þeim sem verða fyrir sömu lífsreynslu síðar á ævinni ... Almennur örorkulífeyrir hefur að auki hvergi nærri fylgt almennri launaþróun í landinu, að mati Öryrkjabandalags Islands ... Fáir, ef nokkrir, standa verr að vígi í lífsbaráttunni en þeir ... Stjórnvöld ættu að taka þessa rökstuddu ábendingu, sem og kjara- stöðu öryrkja í heild, til vinsamlegrar skoðunar." Úr forystugreinum Mbl. 6. nóv. Félagsmál í landbúnaðar- ráðuneyti „Menn hljóta að spyrja sig hver tilgangurinn sé með þvi að ríkið sitji uppi með hundruð jarða sem gefa litlar sem engar tekjur og fylgir í raun aðeins kostnaður. Nú, þegar verið er að hamast við að minnka umfang ríkisrekstrar og selja fyrirtæki í eigu ríkisins, hlýtur að vera eðlilegt að beina augum Einkavæðingarnefndar að þessari starfsemi. Skýr- ingar ráðuneytisins á því að þarna sé um félags- málastarfsemi að ræða eru einkennilegar og tæpast í samræmi við markmiðið með starfseminni. Þetta eru markmið sem ráðuneytið hefur tekið upp hjá sjálfu sér.“ Úr forystugreinum 44. tbl. Viðskiptablaðsins. Fyrirtækin aflögufær Uppsafnað skattalegt tap fyrirtækja hér á landi nemur tugum miUjóna og það er mjög langt í það að þau greiði nokkurn tekjuskatt. Það er hins vegar at- hyglisvert að 30 best reknu fyrirtækin í sjávarútvegi græddu yfir 5 milljarða króna í fyrra en greiddu sáralítinn tekjuskatt og nær ekkert í veiðileyfagjald nema hvert til annars ... Fyrirtækin eru vel aflögu- fær og það er ekki hægt að bíða lengur. íslensk fyr- irtæki greiða hlutfallslega miklu minna í skatta en fyrirtæki erlendis.“ Ágúst Einarsson í Degi 6. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.