Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Page 27
MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1998 2000-vandinn verður 1999-vandi: Tölvukerfi byrja að hrynja um næstu áramót - sjúkrahús og almannatryggingakerfi í mestri hættu Ríkisstjómum Evrópuríkja mun mistakast að vernda almenning fyrir afleiðingum 2000-vandans. Þetta fullyrti Andy Kyte, sérfræð- ingur á vegum bandarísku rann- sóknarstofnuninnar Gartner Group, á ráðstefnu stofnunarinnar í Cannes í Frakklandi fyrir helgi. Gartner Group er leiðandi í rann- sóknum á villum sem koma munu upp i tölvum um áramótin 1999- 2000. Jafnframt segir Kyte að búast megi við fyrstu vandræðunum af þessum sökum strax um næstu áramót - eftir einungis tæpa tvo mánuði. Sérstaklega eru það sjúkrahús og almannatrygginga- kerfi sem munu lenda í vandræð- um svo snemma. Þetta kemur til af því að tölvu- kerfi stofnana á þessum vettvangi þurfa stundum að nota útreikn- inga þar sem reiknað er eitt ár fram í tímann. Þar af leiðandi er mun styttra í að fyrstu einkenni 2000- vandans láti á sér kræla held- ur en margir halda. Að auki má búast við svipuðum vandræðum á ákveðnum dögum á næsta ári, t.d. við lok fyrsta ársfjórðungs. Flestir hafa heyrt um 2000-vand- ann en hann er tilkominn vegna þess að sumar tölvur nota aðeins síðustu tvo tölustafi ártals við út- reikninga sína. Þegar ártalið breyt- ist úr 99 i 00 munu sumar tölvanna hreinlega hætta að virka en aðrar munu skila frá sér kolvitlausum útreikningum. Kostnaður við lag- færingu á vandanum er gífurlegur. Opinberi geirinn verstur Kyte segir að ekki sé unnið nægilega gott starf í hinum opin- bera geira Evrópuríkja við að leysa 2000-vandamálið. „Þeir fjár- munir sem ríkisstjórnir og opin- berar stofnanir Evrópuríkja hafa nú þegar notað til að leysa vand- ann eru einungis um 5 til 10% af því fjármagni sem nauðsynlegt er að fari í þetta verkefni," segir Kyte. Að hans mati hafa einkafyr- irtæki almennt staðið sig betur en opinber fyrirtæki og stofnanir hvað þetta varðar. „Á sjúkrahúsum, í innkaupa- stofnunum hins opinbera og al- mannatryggingakerfum munu koma upp vandamál strax um næstu áramót. Hollendingar, Sviar og írar hafa unnið ágætt forvam- arstarf í þessum efnum en önnur Evrópulönd hafa ekki gert nándar nærri nóg til að stemma stigu við vandanum," segir Andy Kyte. „Ríkisstjómir flestra ríkjanna hafa svo sem talað nógu mikið um vandamálið en ekki gert neitt að Vandamálið, sem kennt er við árið 2000, mun koma ýmsum í opna skjöldu og sumir munu jafnvel verða fyrir barðinu á því eftir tæpa tvo mánuði. ráði annað til að takast á við það.“ Hann bætti svo við að Al- ríkisstjórn Bandaríkj- anna hefði ekki unnið gott starf heldur en þar á bæ væru menn ekki að leyna hinni slæmu stöðu. Leikjamolar Lara Croft tilbúin Gífurlega mikiö hefur veriö látið meö útkomu þriðja Tomb Raider leiksins aö undan- förnu. Leikjatímarit hafa ekki undan að birta forsíöumyndir af Löru Croft og minnstu fréttir af leiknum eru birtar sem stórfréttir. Líklegt er að um- fjöllunin nái hámarki á næstu vikum enda mun leikurinn koma út í Bandarikjunum þann 16. nóvember. Segja má þó aö Lara sé þegar mætt á svæöið því aö síðastliðinn fimmtu- daggátu leikjaunnendurí fyrsta sinn fengið aögang aö prufuútgáfu leiksins leikjaheimasíðunni http://pc.ign.com/ Quake II fyrir PlayStation Einn albesti og vinsælasti tölvuleik- ur allra tíma, Quake II, er á leiöinni á markaðinn fýrir PlayStation tölvur. Eins og flestir vita hefur oft gengiö herfilega að endurgera PC-leiki fyr- ir PlayStation og öfugt en þeir sem hafa séð leikinn á vinnslustigi segja vel takasttil í þetta sinn. Quake II byggöist fýrst og fremst á flottu þrí- víddarumhverfi sem sérstaklega erfitt er aö færa yfir á PlayStation. Jafnvel höfundar Quake hjá id Software héldu að þaö væri ekki mögulegt. En litlu bresku fýrirtæki, Hammerhead, tókst hið ómögulega og því er leikurinn væntanlegur á markaðinn í desember. Þegar GT Interactive var aö tilkynna fjárhagsafkomu fýrirtækisins fyrir stuttu datt upp úr forráðamönnum fyrirtækisins eitthvað sem senni- lega átti ekki aö fréttast strax. Alla- vega vörðust þeir allra frétta þegar gengið var nánar á þá. En málið er aö von er á leik sem á að kallast „Unreal Tournament" í febrúar eða mars á næsta máli. Þarna verður hvorki um aukaborð fýrir Unreal að ræða né beint framhald á Unreal aö sögn þeirra. Áður hefur verið tilkynnt aö byrjað sé að vinna yið Unreal 2 og Unreal Tournament er því eitt- hvað allt annað. Von er á nánari til- kynningu um fýrirbærið á næstu dög- um. F Final Fantasy í bíó Final Fantasy serían er ein sú alvinsælasta í mannkynssög- unni. Nú er áttundi leikurinn meö þessu nafni að koma út á PlayStation í Japan en alls hafa 18 milljónir ein- taka Final Fantasy leikja veriö seld í heiminum. Það kemur því ekki á óvart að fyrir stuttu var tilkynnt að til stæði aö gera kvikmynd serri byggð er á leikjunum. Myndin verð- ekki leikin heldur öll teikn- uö og unnin í tölvum. Áætlað er að hún veröi frumsýnd árið 2001. Meira Unreal Félagsmálastofnun Reykj avíkurborgar 35, Heimaþjónusta - starfsfólk óskast Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar leitar að áreiðanlegu og traustu starfsfólki til starfa við félagslega heimaþjónustu 67 ára og eldri að Lindargötu 59. Laun skv. kjarasamningi Starfsmannafélagsins Sóknar og Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar veitir Helga Jörgensen, deildarstjóri félagslegrar heimaþjónustu, í síma 561-0300 eða á staðnum. Tilboðið okkar, allt er að verða upppantað í nóvember. Myndataka, þar sem þú ræður hve stórar og hve margar myndir þú færð, innifalið ein stækkun 30 x 40 cm í ramma. kr. 5.000,oo Þú færð að velja úr 10 - 20 myndum af bömunum, eftirfarandi stærðir færðu með 60 % afslætti frá gildandi verðskrá ef þú pantar þær strax endanlegt verð er þá. 13 x 18 cm í möppu kr. 1.200,00 20 x 25 cm í möppu kr. 1.720,00 30 x 40 cm í ramma kr. 2.560,00 Gerðu þinn eigin verð samanburð, hringdu á aðrar ljósmyndastofur og kannaðu hvort þetta verð á stækkunum er ekki lægsta verðið á landinu. Ljósmyndastofa Kópavogs Ljósmyndastofan Mynd sími: 554 30 20 sími: 565 42 07 Passamyndir á fimm mínútum alla virka daga. O) § © Tilboð baðherbergissett! Kr. 25.000,- stgr. Ath. Öll hreinlætistæki hjá okkur eru framleidd hjá sama aðila sem tryggir sama litatón á salerni, salernissetu, handlaug og baðkari. § Salerni með stút í vegg eða gólf. Hörð seta og festingar fylgja. Baðkar. 170 x 70 cm. Handiaug á vegg. Stærð 55 x 43 cm VERSLUN FYRIR ALLA ! Vió Fellsmúlu Simi 588 7332 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 RAÐGREIDSLUR [EM SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS í REYKJANESKJÖRDÆMI I4. NÓV. 1998 alþingismaður KOSNINGASKRIFSTOFUR Kópavogur Hámraborg 20a Sími 564-4770 Reykjanesbær Haínargata 54 Sími 421-7155 NETFANG: ara@althingi.ls HEIMASIÐA: http://wvvw.althingi.is/-ara/

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.