Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 48
Vinningstölur laiigardaginn: E/SS 20 f21 Jókertölur vikuntiar: Vinningar 1. 5 af 5 2. 4af 5+^jT 3. 4 af 5 4. 3 af 5 1 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað T DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1998 Ungir jafnaðarmenn: Krefjast opinna prófkjara Samband ungra jafnaðarmanna hefur sent frá sér ályktun um að 'efnt verði til opinna prófkjara sam- fylkingar jafnaðarmanna fyrir al- þingiskosningar. Rök sambandsins eru að „eðlileg endurnýjun á fram- boðslistum geti ekki átt sér stað í hrossakaupasamningum flokkanna og að val á framboðslistum verði að taka mið af styrk flokkanna í hverju kjördæmi". Kolbeinn Stefánsson, formaður SUJ, segir stóran hluta eldri alþýðu- flokksmanna hlynntan ályktun SUJ. Erfitt sé að meta hvemig undirtekt- ir verði hjá alþýðubandalagsmönn- um en Kvennalistinn sé hins vegar erfiður vegna krafna um eitt af þremur efstu sætunum í hverju kjördæmi. -GLM Mannbjörg þegar bátur sökk Mannbjörg vtirð þegar Breiðavík SH 253 frá Ólafsvík sökk á Breiða- firði, skammt norður af Ólafsvik, síðdegis í gær. Einn maður var um borð. Smyrill frá Grundarfirði kom á siysstað skömmu síðar. Maðurinn komst heilu og höldnu yfir í Smyril og var fluttur til Ólafsvíkur. -aþ Það var handagangur í öskjunni þegar árlegur jólabasar kvenfélagsins Hringsins var haldinn í Perlunni f gær. Þar voru seldar ýmsar jólavörur og jólaföndur sem félagskonur hafa sjálfar búið til. Allur ágóði af basarnum rennur til Barnaspítala Hringsins. DV-mynd Pjetur Búmönnum fjölgar: Um 600 á stofnfundi Næstum 600 manns troðfylltu Súlnasal Hótel Sögu þegar Bú- menn, félag um búseturéttaríbúðir fyrir 50 ára og eldri, héldu fram- haldsstofnfund sinn í gær. Mikill áhugi er fyrir félaginu og sagði Reynir Ingibjartsson, starfsmaður þess, að líklega myndu stofhfélag- ar verða í kringum eitt þúsund. Guðrún Jónsdóttir, nýkjörinn for- maður Búmanna, sagði að félag- inu hefði þegar borist tilboö um svæði undir húsnæði á vegum fé- lagsins og kvaðst vænta þess að það gæti strax á næsta ári boðið upp á fyrstu húsin. Á fundinum flutti Árni Sigfús- son erindi um fjármál eldri borg- ara. Hann benti á að þegar fólk resktist og bömin væru flutt að heiman gæti verið hentugt að selja húsnæði og kaupa búseturétt. Eigi menn skuldlausar íbúðir losi þeh' með því talsvert fjármagn. -ÖS Framsóknarmenn á Reykjanesi: Hættir Hjálmar við 1. sætiö? „Ég mun verða með fund á mánudag með völdum hópi manna og mun gefa út hvað verður eftir þann fund,“ sagði Hjálmar Árnason alþingismaður í samtali við DV í gær um það hvort hann mundi keppa við Siv Friðleifs- dóttur alþingis- mann um efsta sæti lista Framsóknarflokksins í ^ Reykjaneskjördæmi næsta vor. Margir telja að það sæti muni gefa ráðherrasæti á næsta kjörtímabili. Fyrir fjórum árum kepptu þau Hjálmar og Siv um efsta sætið. Siv hafði betur, fékk um 1.300 atkvæði í prófkjöri en Hjálmar um 1.000. „Ég er að koma af leiksýningu hérna í Keflavík, Máttarstólpum þjóðfélagsins eftir Ibsen. Þar er mikið af plottum en ég lærði ekk- ert af því. Vinir mínir segja reyndar að í mig vanti þetta drápseðli. Kannski er ég meira liðsmaður en striðsmaður og því ætla ég ekkert að breyta," sagði Hjálmar seint í gærkvöld. -JBP Veðrið á morgun: Úrkoma víða um land Á morgun verður stinnings- kaldi á vestan eða allhvasst á landinu. Rigning eða slydda verður norðanlands en skúrir eða slydduél suðvestanlands. Hiti verður á bilinu 1 til 8 stig. Veðrið í dag er á bls. 53. Hjálmar Árnason. Norömenn bálreiðir vegna „þjófnaöarins” á Leifi heppna: Lítilmannlegt af íslendingum DV, Ósló: „Þetta er lítilmannlegt af íslend- ingum,” skrifar Norðmaðurinn Staale Sörensen frá Lundúnum og heima í Noregi skrifar Birgir Koll- strand að það fáheyrða uppátæki íslendinga að eigna sér Leiv „segi meira um íslendinga en Leiv Erikson.” Hitamál dagsins í Noregi er sem sagt okkar gamli, góði Leifur heppni og það uppátæki íslend- inga að ætla að nota hann sérstak- lega til að halda upp á að senn hefst nýtt árþúsund. Og íslending- ar hafa meira að segja fengið Bandaríkjamenn í lið með sér að gera Leiv Erikson íslenskan. Lesendabréfum rignir nú yfir Aftenposten, helsta blað Noregs, vegna málsins og flestir eru stein- hissa á þeim nýju tíðindum að Leiv hafi verið íslenskur. Norð- menn hafa til þessa aldrei heyrt annað en að hann hafi verið norsk- ur og heitið Leiv den lykkelige Erikson. Fullyrð- ingar Einars Benediktssonar sendiherra um þjóðerni Leifs í viðtali við Aftenposten hafa komið Norðmönnum algerlega í opna skjöldu. í sumum tilvikum henda bréfrit- arar gaman að öllu saman og einn lesandi segir að indíánar hafi fundið Leif strandaðan í fjörunni á Nýfundnalandi. Sjálfur hafi hann ekkert fundið og því skipti engu 3° 2° ^ 2° NN- ^ 5° -..„y' ■ —* l 4° " hvort hann var íslenskur eða norskur. En öðrum er mikið niðri fyrir. Þeir benda á að þessi nýtilkomna fásinna í íslendingum, að reyna að eigna sér Leiv Erikson, sé ekkert annað en lymskuleg tilraun til að ala á ósætti milli íslendinga og Norðmanna. íslendingar hafi alltaf verið stoltir af því að vera Norð- menn en nú vilji einhverjir ill- gjarnir menn spilla þessu. Einn bréfritari bendir á að það hafi alls engir íslendingar verið til fyrr en á síðari öldum þegar Norð- menn á eyjunni fóru að kalla sig íslendinga. Því hafi Leiv ekki get- að verið íslenskur. Fólkið sem byggir ísland er Norðmenn og þeg- ar Norðmenn komu fyrst til ís- lands var þar enginn þjóðflokkur sem kallaði sig íslendinga. -GK m TOBLERONE' 'ffátindiir ánægýunnar SYLVANIA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.