Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1998 ■H ' ISRíílllÍilSiÍÍ^S^IÍlíltS íMmlswsÉmmÉmmm -I I ■ f r1 ( ■ i ii" i «i 11 -J / Q r _i r1 r1 2 r urj Ir r Eftirfarandi aukablöð fylgja DV í næsta mánuði: 11. nóvember.- Aukablað um raftæki 25. nóvember: Aukablað um mat og kökur 2. desember: Jólagjafa- handbókin n\/ j joJajhap og' nnnu Jsjsrjdun Jiua rrjníJJ. J iij jj .1 j-^.i i rJ J rj g' 3y'p J VJ rjJ is J :j o J v, r/ b ! r a li rj hð'/U/ g'öng'U JJrJU í ó&ísrnbsf. IWiBBWrf Bpkuh J /JOCÍJ — Fréttir Ekkert rengi til ís- lands á þessari öld DV, Ósló: „Ég veit alveg hvern- ig embættismennimir í ráðuneytinu hugsa. Þeir reyna að fresta málinu með öllum ráð- um og vona að ég gef- ist upp. Það eina sem ég get gert er að fá málið tekið upp fyrir dómstólunum," segir Steinar Bastesen hval- fangari við DV nýkom- inn frá íslandi. Á skrifstofu hans í Ósló biðu fréttir um að norsk stjórnvöld hefðu ákveðið að fresta aÚri umfjöllun um útflutn- ing á hrefnurengi til íslands þang- að til á næstu öld. í viðtali við Lof- ot-tidende í gær segir Peter Angel- sen sjávarútvegsráðherra að um- Steinar Bastesen. sókn Bastesens hafi verið lögð til hliðar og verði ekki tekin til skoðunar aftur fyrr en eftir fund vísinda- nefndar Alþjóðahval- veiðiráðsins í Indónesíu árið 2000. „Ég reyni nú að fá skjöl um meðferð málsins í ráðuneyt- inu en það gengur mjög illa. Þetta verð- ur löng barátta," sagði Steinar. Norska sj ávarútvegsráðuney t- ið hafnaði í sumar um- sókn Steinars um að flytja 100 tonn af rengi til íslands. Þá ákvörðun ætlar Steinar að fá norska dóm- stóla til að meta en hefur enn ekki fengið nauðsynleg gögn úr ráðu- neytinu. -GK Þessi nýstárlegi strompur á Hlaðvarpanum hefur farið fyrir brjóstið á sum- um. Gerard Lemarquis kennari, sem býr í Grjótaþorpinu, segir að hann sé hryllilega Ijótur. „Þetta er fyndið því þetta er eins og risastórt typpi á must- eri kvenna. Þetta er svolítið mótsagnakennt." Landmælingar: Penninn með kortasölu DV, Akranesi: Ritfangaverslunin Penninn og Landmælingar hafa gert með sér samning þess efnis að Penninn taki að sér að annast sölu á kortum Landmælinga og mun verslun Landmælinga hætta starfsemi. Til- efni þessa samnings er að Land- mælingar ákváðu að hætta smá- sölu á kortum vegna flutnings starfseminnar til Akraness um næstu áramót. Stofnunin hyggst leggja meiri áherslu á kortaútgáfu og heildsölu korta til endurseljenda auk sér- hæfðrar þjónustu. Penninn mun setja upp sérstaka kortadeild í verslun sinni í Hallarmúla í Reykjavík og ráðinn hefur verið landfræðingur til að veita korta- deildinni forstöðu. -DVÓ Útboð Reykjavík - Borgarnes AB-Mjöl í Borgarnesi óskar eftir tilboöum í flutninga á sláturúrgangi frá móttökustöð SORPU í Gufunesi til verksmiðju AB-Mjöls, Stóru-Brákarey í Borgarnesi. Samningstími frá 2 til 6 ár. Magntölur um það bil 1.800 tonn á ári. Útboðsgögn má sækja á skrifstofu Afurðasölunnar í Borgarnesi eða á skrifstofu SORPU í Gufunesi frá og með 9. nóvember. Tilboðum skal skila fyrir kl. 10, 25. nóvember, á skrifstofu Afurðasölunnar í Borgarnesi. AB-Mjöl Stóru-Brákarey Verð á útboðsgögnum er kr. 500. Borgarnesi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.