Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Qupperneq 20
MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1998 20 i i unin m Green House- fatnaði Vandaður dömufatnaður s góðu verði. Kynningar í heimahúsum og póstverslun. bæ' _______ Uppl. s. 588 1259 Opið Rauðagerði 26 þriðjud. ki. 15-19. LJÓS í mihlu úrvali! STAFRÆNN PRENTARI UÓSRITUNARVÉL SHARP AL-1000 • Tengjanleg viS tölvu • 10 eintök á mínútu • Fast frumritaborÖ • Stækkun - minnkun 50%-200% • 250 blaöa framhlaöinn pappírsbakki 79.90a-‘s,m/v‘k VÖRURMEÐ ÞESSU MERKI MENGA MINNA Norræna umhverfismerkið hjálpar þér að velja þær vörur sem skaða síður umhverfið. Þannig færum við verðmæti til komandi kynslóða. UMHVERFISMERKISRÁÐ fjff HOLLUSTUVERND RÍKISINS ' ■ ■ Upplýsingar hjá Hollustuvernd ríksins ísíma 568 8848, heimasíöa: www.hollver.is Fréttir__________________________________pv Gagnagrunn á að bjóða út - segja Ríkiskaup um miölægan gagnagrunn - mörgum lykilspurningum ósvarað Gagnagrunnur um heilbrigðismál kann að vera útboðsskyld þjónusta samkvæmt reglum sem gilda í lönd- um Evrópubandalagsins. Sé svo kann gagnagrunnurinn að lenda hjá öðru fyrirtæki en íslenskri erfða- greiningu. Ríkiskaup fengu frum- varp heilbrigðisráðherra til um- sagnar og skiluðu áliti 3. september síðastliðinn. „Ef ríkið er að kaupa þjónustu og menn lita svo á að ver- ið sé að borga hana með frjálsum af- notum af upplýsingum, þá er að okkar áliti um einhvers konar kaup að ræða, sem við teljum að séu út- boðsskyld," sagði Júlíus Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, I gær. Júlíus segir mörgum lykilspurningum varðandi gagnagrunninn ósvarað og sé það miður. Hver á heilsufarsupplýsingar þjóðarinnar? Og hver á höfundar- rétt? Þetta eru tvær grundvallar- spurningar sem ekkert svar fæst við. Júlíus telur að í frumvarpi heil- brigðisráðherra um gagnagrunninn hefði átt að fjalla nánar um þessar spumingar. Ásamt Júlíusi unnu að umsögninni Guðmundur í. Guð- mundsson lögfræðingur og Jón H. Ásbjörnsson. „Þama voru margar spurningar sem við veltum upp í þessu erindi okkar og satt best að segja höfum við ekki fengið mikið af svörum," sagði Júlíus Ólafsson. Þeir þremenningamir segja með- al annars í umsögn sinni að þjóðin eigi heilsufarsupplýsingarnar. Rík- ið beri að minnsta kosti ábyrgð á ör- uggri vörslu þeirra. Spurt er hvort eignarrétturinn færist til að ein- hverju eða öllu leyti við skráningu upplýsinganna á tölvu. Einnig er spurt hver muni eiga gagnagrunn- inn á þróunar- og samningstíma. Og hver á hann að 12 ára samningstíma loknum? Ríkiskaupamenn benda á nauð- syn þess að öllum vafa varðandi höf- undarrétt verði eytt. Bent er á til- skipun Evrópuþingsins og Evrópu- ráðsins þar sem fjallað er um lög- vemd gagnagrunna. Þar er höfund- arréttur veittur til 15 ára, sem síðan framlengdist vegna allra meiri hátt- ar breytinga sem gerðar verða á gagnagrunninum. Leyfishafl getur því eignast gagnagrunn til mjög langs tíma. Tilskipun þessi hefur ekki verið formlega staðfest hér á landi enn þá, en tekur til gagna- grunna sem starfræktir eru þegar gildistaka hennar verður. -JBP Unglingur á átt- ræðisaldri DV, Akranesi: Það er sagt að það sé gott bæði fyrir yngra og eldra fólk að hreyfa sig. Þorsteinn Þorvaldsson, 74 ára Akurnesingur, gefur imga fólkinu ekkert eftir á þvi sviði. Hann hleypur um 20 km á viku og fer oft í laugina. Þá hjólar hann af og til kringum Akrafjall sem er um 20 km. Allt er þetta samkvæmt sér- stöku prógrammi sem Þorsteinn lét gera fyrir sig. Hann er einnig mikill golfáhuga- maður og spilar golf á sumrin auk þess að taka þátt í hinum ýmsu hlaupum, svo sem Reykjavíkur- maraþoninu og Akraneshlaupinu. Hann hefur lengi verið áskrifandi DV og var eitt sinn fréttaritari Vís- is. Þá tók hann mikið af myndum af knattspyrnuleikjum. Hann hefur einnig verið fréttaritari Sjónvarps- ins til margra ára og það eru fáir at- burðir sem hafa farið fram hjá honum á Akranesi. Safn hans af at- burðum á „ lifandi myndum" sem hafa gerst á Akranesi er orðið gríð- arlega stórt. -DVÓ DV-mynd Daníel Þorsteinn Þorvaldsson, 74 ára, í heitapottinum. Teigasel - nýi leikskólinn á Akranesi. DV-mynd Daníel Akranes: Nýr þriggja deilda leikskóli DV, Akranesi: Nýlega var tekinn í notkun nýr þriggja deilda leikskóli, Teigasel, við Laugarbraut 20 á Akranesi og mun hann leysa af hólmi leikskólana Bakkasel, Akrasel og Heiðarborg. Að- alverktaki við bygginguna var Tré- smiðjan Akur ehf. á Akranesi sem bauð lægst í verkið á sínum tíma, auk þess störfuðu margir undirverktakar við bygginguna. Bygging leikskólans hefur aðeins tekið 188 daga og er heildarkostnaður við hana á verðlagi í ágúst 1998 sam- tals 65,6 milljónir. Við sérstaka athöfn, þegar leikskól- inn var tekinn í notkun, blessaði séra Eðvarð Ingólfsson, sóknarprestur á Akranesi, nýja leikskólann og sex böm í skólanum sungu tvö lög, Halldór Stef- ánsson, framkvæmdastjóri Akurs ehf. á Akranesi, afhenti Sveini Kristins- syni, forseta bæjarstjómar Akraness, lykla skólans sem hann færði svo Guð- björgu Gunnarsdóttur, forstöðumanni leikskólans. Leikskólinn er þriggja deOda. í honum geta verið 60-70 böm samtímis, þ.e 90-100 böm yfir daginn. Húsið er byggt úr timbri á steyptri plötu. Burðarvirki er úr timbri. -DVÓ Garðey við bryggju á Höfn eftir endurbæturnar ásamt Jónu Eðvalds SF, fremra skipið. DV-myndir Júlía Garðey SF sem nýtt fley DV, Höfn: Garðey SF 22 kom til Hornarfjarö- ar í byrjun október eftir miklar end- urbætur í Póllandi og þar var skip- ið lengt um 7,5 metra. Eigandi Garð- eyjar er útgerðarfélagið Hrellir á Höfn. Öm Þorbjörnsson, skipstjóri á Garðey, segir að breytingamar hafl tekist mjög vel og reynist skipið mjög vel eftir þær. Fyrir lengingu komust 97 fiskikör i lestina en nú komast þar 187 kör og 30 tonn af lausum flski. í skut skipsins verður hægt að koma fyrir nokkrum mismunandi netum samtimis þ.e. netum fyrir ýmsar fisktegundir. Þá er um borð sjálfvirkjur netaleggjari fyrir neta- veiðarnar. Allir klefar skipsmanna nema skipstjórakáetan voru endumýjað- ir. Garðey hefur verið leigð til Grindavíkur a.m.k. eitt ár og er skipið byrjað veiðar. -J.I. Nýr félags- málastjóri DV, Ólafsfiröi: Brynhildur Benediktsdótt- ir hefur verið ráðin í starf fé- lagsmálastjóra í Ólafsfirði til eins árs og hefur hún þegar hafið störf. Brynhildur er 27 ára með BA-próf í félags- fræði, með ensku sem auka- grein. Hún mun auk þess starfa sem stundakennari og kenna ensku í 7. bekk. Bryn- hildur er í sambúð með Magnúsi Brandssyni spari- sjóðsstjóra og eiga þau sam- an einn son. -HJ Brynhildur Benediktsdóttir, félagsmálastjóri í Ólafsfirði. DV-mynd HJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.