Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1998 dv______________________________________________Fréttir Fólk á aldrinum 20-35 ára: Fækkar mest á Akranesi DV Akranesi: Með tilkomu Hvalfjarðarganga gerðu bæjarfulltrúar á Akranesi og ráðamenn bæjcirins sér miklar von- ir um að nemendur sem sækja fram- haldsskólanám í Reykjavík myndu ekki flytja búferlum heldur sækja nám sitt frá Akranesi. Lögðu bæjar- fulltrúar sitt af mörkum til þess að svo gæti orðið með þvi að reyna að hafa áhrif á ferðir sérleyfishafans Sæmundar Sigmundssonar milli Akraness og Reykjavíkursvæðisins. Það er þó lítið um að námsmenn sem aðrir nýti sér þessa þjónustu. í kjölfar þessarar niðurstöðu lögðu sjálfstæðismennimir Gunnar Sigurðsson, Pétur Ottesen og Elín- björg Magnúsdóttir, sem skipa minnihluta bæjarstjórnar, ffam til- lögu í bæjarstjóm Akraness sem Vcur samþykkt. Tillagan gengur út á að reynt verði að ráða bót á þessu og sporna við að fólk á aldrinum 20-35 ára flytji frá Akranesi. Tillagan var þannig: „Bæjarstjóm Akraness felur at- vinnumálanefnd, markaðs- og at- vinnufulltrúa að vinna að tillögum um hvernig megi bregðast við brott- flutningi ungs fólks frá Akranesi. Jafhframt skal kannað hvernig best verði staðið að því að auglýsa Akra- nes sem ákjósanlegan búsetukost fyrir ungt fólk.“ í greinargerðinni með tillögunni segir m.a.: „Á Akranesi fjölgaði íbúum sam- fara uppbyggingu allt fram til upp- hafs síðasta áratugar. Árin 1981-1990 var íbúafjöldi að meðaltali um 5400 en það sem af er þessum áratug hefur Akurnesingum fækkað og em nú um 5000. Fækkunin hefur verið mest hjá fólki á aldrinum 20-35 ára. Á síðasta ári varð þó fjölgun á Akranesi. Tilkoma Hval- fjarðarganga gefur Akranesi betra tækifæri til að verjast fólksflóttan- um en flestum öðmm sveitarfélög- um á landsbyggðinni. Síðan göngin vom opnuð hefur íbúatalan á Akra- nesi nokkurn veginn staðið í stað. Með þessari tillögu er sérstaklega horft til fólks sem hefur aflað sér menntunar og fyrirtækja sem hafa hug á að stofna til starfsemi á Akra- nesi eða flytja þangað. Reynslan sýnir að störf sem krefjast lengri menntunar skapa einnig af sér við- bótarstörf fyrir fleiri aðila.“ -DVÓ Frá Steinaríki íslands og Hvalfjarðargangasafni. DV-mynd Daníel Akranes: Steinaríkið slær í gegn DV, Akranesi: Steinaríki íslands og safn um Hvalfjarðargöng var opnað að Kalmansvöllum 4 á Akranesi 23. júní í sumar. í safninu gefur að líta stærsta og fjölbreyttasta steinasafn á íslandi innanhúss. Fyrstu þrjá mánuðina sóttu um 3000 gestir safnið og Þorsteinn Þorleifsson, forstöðumaður þess, er mjög ánægður með viðtökurn- ar. „Ég get ekki annað en verið ánægður með hvemig gengið hef- ur. Ég auglýsti ekkert fyrir fram og þetta er góð byrjun. Mikill meirihluti safngesta er íslending- ar, síðan skiptist þetta nokkuð jafnt á milli fjölskyldufólks og hópa. Safnið er opið alla daga frá klukkan 1-6 nema mánudaga eða á öðrum tíma eftir samkomulagi. -DVÓ Samningur Úrvals-Útsýnar og UMFN DV, Suðurnesjum: „Úrval-Útsýn hefur gert samning við körfuknattleiksdeild kvenna hjá Ungmennafélagi Njarðvíkur og er samningurinn til eins árs, keppnis- tímabilið 1998-1999. UMFN verður með auglýsingu frá ÚÚ á búningum kvennaliðsins og taka auk þess virkan þátt í annars konar kynning- arstarfsemi ÚÚ þegar þess verður óskað. „Það er Úrvali-Útsýn mikil ánægja að geta lagt kvennaíþróttum í Reykjanesbæ lið því heilbrigð og ánægð æska er lykillinn að öflugu menningar- og íþróttalífi,“ sagði Kolbrún Garðarsdóttir, afgreiðslu- stjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals-Út- sýnar í Reykjanesbæ. í framhaldi af niðurstöðum könn- unar Rannsóknarstofnunar uppeld- is- og menntamála, RUM, sem Reykjanesbær lét gera meðal ann- ars á högum og viðhorfum stúlkna, Ferðaskrifstofan Úrval- Útsýn ákvað að gera samning við körfuknatt- leiksdeild kvenna hjá Ungmennafélagi Njarð- víkur. Kolbrún Garðars- dóttir, afgreiðslustjóri ÚÚ f Reykjanesbæ, skrifar undir samning- inn ásamt Erlu Jóns- dóttur, formanni kvennaráðs körfuknatt- leiksdeildar UMFN. Pálína Gunnarsdóttir fyrirliði fylgist með. DV-mynd Ægir Már spunnust miklar umræður í bæjar- félaginu um brottfall stúlkna og lít- ið fjármagn til kvennaíþrótta. Að sögn Kolbrúnar er Úrval-Útsýn með öfluga íþróttadeild innan sinna vé- banda sem hefur staðið á bak við mörg íþróttamót i formi styrkja og auglýsinga. í því sambandi má nefna golfíþróttina á Suðurnesjum. -ÆMK 33 ) ' Karfeðalccttia!^ jj Ert þú að missa hárið? i| APOLLO hefur þróað frábæra meðferð við hárlosi. Megaderm meðferðin dregur úr hárlosi eða stöðvar það alveg. j Það hafa verið reyndar margar aðferðir, með misjöfnum árangri. j En með þessari meðferð næst sýnilegur árangur eftir aðeins lmánuð. Ókeypis ráðgjöf. Fullur trúnaður. Án skuldbindinga. APOLLO Hárstúdíó Hringbraut 119 - Sími 552 2099 á RB-rúmi Gæðarúm á góðu verði Ragnar Björnsson Dalshraun 6, Hafnarfirði • Sími 555 0397 • Sturtul eða rúnnaðir Sturtuhorn • Baðkars, stu Viö Fellsmúla Sími 588 7332 OPIÐ: ánud. - föstud. kl. 9-18, laugará Vönduð vara r ó a y.* MOGRmstutt 4rjiögœTös'Tur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.