Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Síða 24
24 MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1998 Tjllíjr Tímareimar Viðurkenndir bílavarahlutir. Fréttir Kjötmjölsverksmiðja á Suðurlandi: Stórt skref í umhverfismálum DV, Hverageröi: Stofnfundur félags um kjöt- mjölsverksmiðju var haldinn í húsakynnum Atvinnuþróunar- sjóðs Suðurlands 30. október. Nýja félagið heitir Kjötmjöl ehf. Förgun slátur- og kjötvinnsluúrgangs hef- ur lengi verið vandamál hérlendis. í tvo áratugi hefur af og til verið i athugun stofnun kjötmjölsverk- smiðju á Suðurlandi. Ein slík er fyrir, í Borgarfirði, sem tekur við úrgangi frá Vestur- og Norður- landi. Að sögn Einars Pálssonar hjá Atvinnuþróunarsjóði Suður- lands er úrgangur urðaður simn- anlands fyrir Suður- og Vestur- land. Erfitt hefur verið að fá land undir urðun en um er að ræða um 4000 tonn af úrgangi. Á bæjarstjómarfundi í Hvera- gerði, þar sem mengunarmál bar á góma, var rætt um urðun þessa úrgangs. Þótti umhverfissérfræð- ingi, sem þar talaði, þetta lakur kostur þar sem alls kyns bakteríur og gerlar gætu borist frá úrgangi með fuglum, flugum og skóm þrátt fyrir urðun i sandinn. í nágranna- löndum og víðar er alfarið bannað að urða slíkan úrgang . „Við báðum sérfræðing hjá Orkustofnun um að athuga hvort nýta mætti jarðgufu til vinnslunn- ar og í greinargerð, sem hann hef- ur sent okkur, telur hann þetta mjög fýsilegan kost, bæði hvað varðar kostnað og mengun. Með því að reka verksmiðju sem nýtti jarðhita í stað svartolíu yrði stigið eitt af stærri skrefum í umhverfis- málum á Suðurlandi," sagði Ein- ar. Allar slíkar verksmiðjur í heiminum nota svartolíu við vinnslu úrgangsins, einnig sú í Borgarnesi, þannig að hér yrði um algjöra nýjung að ræða. Staðarval fyrir verksmiðjuna er í athugun. Helst hafa verið nefnd svæði í Ölf- usi eða Hveragerði, auk Hraun- gerðishrepps. Þar er jarðgufa ekki fyrir hendi og yrði þá notuð svart- olia. í stjóm Kjötmjöls voru kjörnir Þorvarður Hjaltason f.h. Sláturfé- lags Suðurlands, Jón Gunnar Jónsson f.h. Reykjagarðs hf., Ein- ar Pálsson f.h. Atvinnuþróunar- sjóðs Suðurlands og f.h. Þríhyrn- ings hf., Gestur Hjaltason. Þor- varður er stjórnarformaður félags- ins og Einar Pálsson varastjómar- formaður. -eh Pramminn að störfum: Akraneshöfn dýpkuð DV, Akranesi: Undanfarna daga hefur verið unn- ið að því að dýpka og hreinsa Akra- neshöfn. Verið er að hreinsa burt sand sem hefur borist í höfnina á nokkrum ámm. Það var orðið brýnt að gera þetta þar sem bátar lentu í vandræðum í höfninni síðastliðinn vetur. Ætlun- in var upphaflega að hreinsa burt 5.000 rúmmetra en ákveðið var að bæta við 4.000 rúmmetrum þannig að 9.000 rúmmetrar verða fjarlægðir úr höfninni. Eftir þessa hreinsun eiga bátar ekki að lenda í vandræðum í höfhinni. Verktaki við þessar framkvæmd- ir er Kleppsvík h/f og áætlaður kostnaður er á bilinu 3-4 milljónir króna. -DVÓ DV-mynd Danfel Dýpkunarprammi að störfum í Akraneshöfn. Miðvikudaginn 2. desember mun hin árlega jólagjafahandbók fylgja DV í 18. sinn. Jólagjafahandbók DV er fyrir löngu búin aö festa sér sess í jólaundirbúningi landsmanna enda er þar aö finna hundruö hugmynda aö gjöfum fyrir jólin. í fyrsta sinn veröur jólagjafahandbókin prentuð á hvítari og vandaðri pappír sem veröurtil þess aö allar auglýsingar og myndir skila sér mun betur. Lögö verður áhersla á skemmtilega umfjöllun um jólaundirbúning, hugmyndir aö föndri, uppskriftir og margtfleira. Auglýsendur, athugið að skilafrestur auglýsinga er til 20. nóvember en meö tilliti til reynslu undanfarinna ára er auglýsendum bent á aö hafa samband viö Selmu Rut Magnúsdóttur í síma 550 5720 eöa Ásu Arnaldsdóttur í síma 550 5729, sem allra fyrst, svo unnt reynist aö veita öllum sem besta þjónustu. Ath. Bréfsími auglýsingadeildarOE122l er 550 5727.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.