Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 45
I>V MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1998 53 Mike Mower og Tim Carey leika djass í Norræna húsinu í kvöld. Fjölbreyttur djass í kvöld mun Mike Mower, flautu- og saxófónleikari, halda ásamt pí- anóleikaranum Tim Carey tónleika í Norræna húsinu. Munu þeir leika frumsamda tónlist og lög eftir ólíka höfunda á borð við Gerswin og Poulanc. Mike er þekktur djassleik- ari og starfar sem stúdíóleikari í London og er stofnandi saxófón- kvartettsins Itchy Fingers sem gef- ið hefur út fjórar geislaplötur og unnið til margra verðlauna. Kvart- ettinn hefur komið fram á flestum stærri djasshátíðum og tónlistar- húsum í meira en fjörutíu löndum. Þá má geta þess að sem stúdíóspil- ari hefur Moke Mower leikið inn á plötur með mörgum þekktum djass- og rokktónlistarmönnum. Má þar nefna Björk, Gil Evans, Tina Tumer, Floru Pirim & Airto Moreira, Paul Wefler og Ryuchi Sakamoto. Tónleikar Mike Mower og Tim Carey hafa dvalist hér á landi síðan fyrir helgi, héldu fyrirlestra og tónleika í Tónastöðinni í Skipholti á laugar- dag og voru í Múlanum á Sóloni Is- landusi í gærkvöldi. Tónleikamir hefjast kl. 20.30 og er ókeypis á þá. Listaklúbbur Leikhúskjallarans: Magnús og KK með tónlist og uppistand Magnús Eiríksson og KK skemmta í Leikhúskjallaranum í kvöld. Færri komust að en vildu á franska kvöldið í Listaklúbbnum síðasta mánudag og var dagskráin mjög vel heppnuð. Breyting verður á áður auglýstri dagskrá í klúbbsins þann níunda nóvember. í stað Síð- búins morgunverðar með Prévert troða upp þeir félagar Magnús Ei- ríksson og KK (Kristján Kristjáns- son). Gestir Listaklúbbsins mega eiga á von einstöku kvöldi þar sem gramsað verður í gömlum hirslum og rykið dustað af gersemum frá ýmsum tímum, auk þess sem lista- mennimir verða með gaspur og uppistand. Skemmtanir Magnús Eiríksson og KK era meðal bestu og vinsælustu tónlistar- manna í léttari geiramnn og eiga að baki marga viðburði sem fest hafa í minningunni. Magnús hefur allt frá því snemma á áttunda áratugnum verið meðal bestu lagahöfunda landsins auk þess sem hann hefur leikið í hljómsveitum eigin lög og annarra. Þá hefúr hann löngum ver- ið iðinn við blúsinn. KK, sem kom fram seinna, er einnig mikill blús- maður. Hann kom eins og storm- sveipur inn í íslenskt tónlistarlíf á níunda áratugnum, þá margsjóaður eftir vera sína í Svíþjóð og fleiri löndum. Árið 1996 gáfli þeir KK og Magnús út plötuna Ómissandi fólk og era þeir þessa dagana með aðra skífu í smíðum sem að þeirra sögn kemur út eftir dúk og disk. Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri léttskýjaö 3 Akurnes rigning og súld 8 Bergsstaöir skýjaö 5 Bolungarvík skýjaö 6 Egilsstaöir 4 Kirkjubœjarkl. skýjaö 6 Keflavíkurfl. súld 8 Raufarhöfn þokumóöa 5 Reykjavík súld 7 Stórhöföi súld 8 Bergen alskýjaö 8 Kaupmhöfn alskýjaö 5 Algarve skýjaö 19 Amsterdam rigning 7 Barcelona léttskýjaö 17 Dublin léttskýjaö 12 Halifax alskýjaö 3 Frankfurt þokumóöa 5 Hamborg skýjaó 7 Jan Mayen rigning 4 London súld á síö. klst. 14 Lúxemborg skýjaö 7 Mallorca léttskýjað 19 Montreal alskýjaö 2 New York skýjaö 7 Nuuk léttskýjað -9 Orlando heiöskírt 14 París skýjað 10 Róm heióskírt 16 Vín hálfskýjaö 7 Washington alskýjaö 1 Winnipeg alskýjað -4 Veðrið í dag: Rigning eða slydda í dag verður austanstinningskaldi Hiti verður á bilinu 2 til 8 stig. eða allhvasst norðan og austan til Sólarlag í Reykjavík: 16.45 en norðvestankaldi eða stinnings- Sólarupprás á morgun: 9.39 kaldi sunnan- og vestanlands. Rign- Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.36 ing eða slydda verður víða um land. Árdegisflóð á morgun: 10.01 Veðríð í dag Listfléttan: Myndlistarmað- ur mánaðarins Myndlistarmaður nóvembermánaðar í Listfléttunni á Akureyri er Auður Ólafsdóttir. Sýnir hún akrýl- og vatnslitamyndir. Auður Ólafsdóttir hefur frá því hún út- skrifaðist unnið að myndlistinni jafnhliða kennslu í Sýningar myndlist, bæði í eldri bekkjum grannskóla og einnig á námskeiðum í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Síð- Auður Ólafsdóttir. Á veggnum er eitt málverka hennar. astliðin þrjú ár hefur Auður einbeitt sér að myndlist- inni og eru verk hennar víða í gafleríum hér heima og erlendis. Hún hefur áður haldið fjórar einkasýningar. Júlíana Litla daman á myndinni, sem heitir Júlíana Sigrún, fæddist á fæðingardeild Landspítalans 21. júní síðast- Bam dagsins Sigrún liöinn, kl. 0.32. Hún vó 4.170 grömm og mældist 52 sentí- metrar. Foreldrar hennar era Erla S. Ingadóttir og Haflfreður Helgi Halldórsson og er Júlíana Sigrún fyrsta bam þeirra. Kirsten Dunst og Gregory Smith leika unglingana sem vita hvað um er að vera. Smáir hermenn Smáir hermenn (SmáU Soldi- ers), sem Háskólabíó sýnir, er kvikmynd þar sem blandað er saman leiknum atriðum, brúðum og tölvugrafík. FjaUar myndin um tvo flokka hermanna sem undir venjulegum kringumstæðum væra aðeins leikfong fyrir barátt- uglaða stráka en vegna tæknUegr- ar fuUkomnunar öðlast þeir líf í myndinni og heyja miskunnar- laust stríð sín á miUi þar sem ann- ar aðUinn er sóknaraðili en hinn vamaraðili. í aðalhlutverkum era ungir leikarar og þar ber helst að telja Kirsten Dunst sem varð heimsfræg þegar hún lék ungu blóðsuguna i Interview with a Vampire og '////////, Kvikmyndir Gregory Smith. Þeim tU trausts og halds era meðal annars Dennis Kevin Dunn, Ann Magnuson og ■ ■ Leary, PhU Hartman. Það era mun þekktari leikarar sem ljá stríðsbrúöunum raddir sínar. Þar era fremstir í flokki Tommy Lee Jones, Frank Lang- ella, Emest Borgnine, Brace Dem og George Kennedy. Leikstjóri SmaU Soldiers er Joe Dante. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: Snake Eyes Bíóborgin: Popp í Reykjavik Háskólabíó: Maurar Kringlubíó: Fjölskyldugildran Laugarásbió: The Truman Show Regnboginn: There's Something about Mary Stjörnubíó: Vesalingarnir Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 e 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 Lárétt: 1 meyr, 8 slátra, 9 lærdóm- ur, 10 hreUdi, 11 nautn, 13 matar- veisla, 14 virtum, 16 hagnaði, 18 fljótfæmi, 19 fugl, 20 krús. Lóðrétt: 1 oka, 2 ræflum, 3 deUa, 4 óvættur, 5 yndi, 6 ræna, 7 sýkjast, 12 komust, 13 keraldið, 15 gangur, 17 kyrrð. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 umfangs, 8 pár, 9 nart, 10 plóg, 11 rór, 12 hæðir, 14 má, 15 afa, 17 sauð, 19 fastur, 21 örkum, 22 tá, Lóðrétt: 1 upphaf, 2 mál, 3 fróð, 4 t, angist, 5 narra, 6 gróm, 7 stráði, 13 æfar, 16 ask, 18 urt, 20 um. Gengið Almennt gengi LÍ 06. 11. 1998 kl. 9.15 Einina Kaup Sala Tollqenqi Dollar 69,250 69,610 69,270 Pund 115,220 115,800 116,010 Kan. dollar 45,340 45,620 44,900 Dönsk kr. 10,9600 11,0180 11,0520 Norsk kr 9,4150 9,4670 9,3900 Sænsk kr. 8,9120 8,9620 8,8310 Fi. mark 13,6970 13,7780 13,8110 Fra. franki 12,4260 12,4970 12,5330 Belg. franki 2,0195 2,0317 2,0372 Sviss. franki 50,6000 50,8800 51,8100 Holl. gyllini 36,9400 37,1600 37,2600 Þýskt mark 41,6700 41,8900 42,0200 It. líra 0,042110 0,04237 0,042500 Aust. sch. 5,9210 5,9570 5,9760 Port escudo 0,4061 0,4087 0,4100 Spá. peseti 0,4898 0,4928 0,4947 Jap. yen 0,586300 0,58990 0,590400 írskt pund 103,620 104,260 104,610 SDR 97,010000 97,59000 97,510000 ECU 81,8000 82,3000 82,7000 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270 ®

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.