Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1998 7 Fréttir Eiríkur í ham Þau áform stjómar Kaupfélags Eyfirðinga að færa rekstur félags- ins inn í nokkur hlutafélög er mjög athyglisverð hjá þessu aldna sam- vinnufélagi sem var stofnað á síðustu öld. Arkitektinn að þessu er þó kaupfé- lagsstjórinn, Ei- ríkur Jóhanns- son, sem hefur heldur betur lát- ið að sér kveða síðan hann tók við stjórastólnum af Magn- úsi Gauta Gautasyni. Eirikur er sagður „bisnessmaður af nýja skól- anum“, fijór og fljótur til fram- kvæmda, og það vakti mikla at- hygli þegar hann svo til nýskriðinn úr námi varð yfirmaður Lands- bankans á Akureyri þar sem hann starfaði þar til hann réðst til KEA. Hitt er svo „önnur Ella“ að senni- lega eru margir framsóknarmenn af eldri kynslóðinni hugsi yfir þvi hvert nú sé verið að fara með félag- ið þeirra og samvinnuhugsjónimar Leit stendur yfir Eftir að alþýðubandalagsmenn á Norðurlandi eystra lýstu því yfir aö þeir „ættu“ 1. sæti á lista A- flokkanna og Kvennalista fyrir kosningarnar í vor hefur staðið yfir mikil leit að „ein- hverjum" til að leiða listann. Þótt margir fyrir norð- an séu þeirrar skoðunar að framboðið geti ekki teflt fram neinum sterkari í 1. sætið en Svanfríði Jónasdóttur, þjóðvaka- konu og þingmanni, ætla aílaballar sér sætið. Erfiðlega gengur þó að fá mann til að setjast í það. Ásgeir Magnússon, formaður bæjarráðs Akureyrar, mun hafa sagt nei, Að- alsteinn Baldursson, verkalýðs- forkólfur á Húsavík, sem hefur gef- ið í skyn að honum hafi verið boð- ið sætið, mun ekki setjast í það, enda talinn hallur undir flokk Steingríms J. Sigfússonar. Ef Sigríður Stefánsdóttir, fyrrum bæjarfúlltrúi gæfi kost á sér, er talið víst að hún hreppti sætið en hún hefur þegar sagt nei. Leitin heldur áfram... Slá í gegn Blaðið Lifandi vísindi hefúr slegið i gegn að undanfómu undir ritstjórn Guðbjarts Finnbjörns- sonar og selst í nokkur þúsund eintökmn mánaðar- lega. Blaðið er snið- ið að erlendri fyrir- mynd, svo sem Séö og heyrt, en sá munur er á að Lif- andi vísindi greið- ir dönsku fyrir- tæki fyrir réttinn að útgáfunni. Blaðið byggir bæði á þýðingum erlendra greina sem og sérunnu efni. íslenska efnið annast að miklu leyti, meö sóma, Bjöm Hafberg, fyrrum skólastjóri á Flat- eyri... Snýr aftur Samkeppnisstofiiun hefur endur- heimt foringja sinn. Georg Ólafs- son er snúinn til starfa. Hann hef- ur verið fjarri vettvangi samkeppn- ismála síðustu tólf mánuðina. Hann og eiginkona hans hafa dvalið í Dan- mörku, hún við nám, og hann reyndar líka, tók kúrsa í alþjóða- rétti. Vinir hans segja hann vel fram genginn eftir Danmerkurveruna, eilítið pattaralegri en fyrr, en vel hvíldan fyrir komandi átök á Fróni... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is Vestmannaeyjabær hættur aö kaupa rafmagn: Kyntur með svartolíu - mikil óánægja með hátt verð á afgangsorku Vestmannaeyjabær er hættur að kaupa rafmagn og er byrjaður að kynda með orku framleiddri úr svartolíu. Friðrik Friðriksson, veitustjóri í Eyjum, segir í samtali við DV að mikil óánægja sé með hve hátt verð sé á rafmagni fyrir Eyjamenn og ekki sé aðstoð að fá til jöfnunar orkuverðs. „Landsvirkjun hefur selt okkur afgangsorku á rafsskautaketil okk- ar hér í Eyjum, sem framleiðir heitt vatn fyrir hitaveitu bæjarbúa. Landsvirkjun er nú búin að hækka verð á afgangorku í hæsta verð- þrep. Þessi orka er því ekki lengur samkeppnishæf við orku fram- leidda úr svartolíu. Þetta gerir það að verkum að við brennum hér á hverjum sólarhring 20 til 25 tonnum af svartolíu og hit- um þannig bæinn upp með tilheyr- andi kostnaðarauka fyrir bæjar- búa. Við erum ekki ánægðir með að ef við fáum ekki aðstoð til að njóta jöfnunar orkuverðs þá verðum við að leita annarra ráða. Við horfum fram á það að ef þetta verður viðvarandi þá verðum við að hækka verð á hitaveitunni hér í Eyjum,“ segir Friðrik. -RR Vönduð atöl og jólal í miklu úrvali. Sérmerkt fyrir jbig Nýjar víddir í hönnun og útgáf orrabraul 54 ©561 4300 [ GRIPTU TÆKIFÆRIÐ I KULDAKASTI B&L OG TRYGGÐU ÞER HYUNDAI ACCENT MEÐ HLÝLEGUM OG GLÆSILEGUM VETRARKAUPAUKA. VETRARDEKK Á ÁLFELGUM OG BENSÍN í VETUR ÞÉR AÐ KOSTN AÐARLAUSU !' ■mhhé V 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.