Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Qupperneq 16
enning MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1998 UV Menning og myndir Stafakarlarnir í teiknimynd Stafakarlamir eftir Bergljótu Amalds hafa oröið geysilega vinsælir, bæöi í bók og á margmiðlunardiski, og nú hefúr fyr- irtækið Vii'ago framleitt teiknimynd- ir fyrir sjónvarp um þá. Þetta eru 24 þættir og er hver stafur kynntur fyr- ir sig. Þættimir verða sýndir í Stundinni okkar i vetur. Jón H. hefur skapað stafakarlana í mynd. Birgir með fyrirlestur Birgir Andrésson myndlist- armaður heldur fyrirlestur í ' Myndlista- og handíðaskóla :■ íslands i Laugarnesi í dag, kl. 12.30. Hann talar um eigin | myndlist og sýnir skyggnur | af verkum sínum. Svo heldur Linda Björg Ámadóttir hönnuður fýrir- I lestur mn munsturhönnun | fyrir fatnað í Barmahlíð, Skipholti 1, á miðviku- | dag, kl. 12.30 Námskeið um myndlist Ólafur Gíslason, sérfræðingur á Listasafni ís- lands og fyrrum myndlistargagnrýnandi á þessu blaði, heldur námskeið um túlkun og þróun myndlist- ar síðustu áratugi í tengslum við sýningu Listasafns íslands á úrvali verka ffá Museet for samtidskunst í Ósló - sem sagt er frá annars staðar á menn- ingarsíðum í dag. Markmið námskeiðsins er að gefa stutt yfirlit yfir strauma og stefiiur í myndlist síðustu tuttugu ára í Evrópu og Bandaríkjunum, kanna hug- myndalegar forsendur mynd- listar og listupplífúnar í sam- tímanum og samband myndlistar og tækni. Námskeiðið verður í Listasafni íslands og í Skipholti 1 mánudags- og fimmtudagskvöld, kl. 20-22.30, frá 16. nóv. til 10. des. Upplýsingar veitir skrifstofa Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Þórarinn Eldjám sendi frá sér smásagnasafnið Sérðu það sem ég sé, fyrstu bókina sem hann gefur út hjá Vöku-Helga- felli, á miðvikudaginn var. Þeg- ar hann var beðinn að segja svo- lítið frá bókinni og flnna henni stað í höfundarverkinu varð honum fyrst fyrir að segja: „Það er nú það.“ Hélt svo áfram eftir nokkra þögn: „Það er alltaf erfitt að vera með mikla speki um alveg nýja bók og ffeistandi að segja bara: Það sem ég hef gert það hef ég gert! En ég er ekki frá því að það sé meiri heildarsvipur á henni en fyrri smásagnasöfnun- um mínum. Þau hafa verið söfn af sögum frá lengri tíma sem maður raðaði upp í bók og bætti einhverju við, þessi varð meira til sem heild. Ekki þannig að sögumar séu neitt tengdar, bara unnar meira í striklotu. Upp- rani allra minna smásagna er sá sami, þær byggja á hugmynd- um og hugdettum sem maður krotar hjá sér á löngum tíma. Stundum rís eitthvað upp úr því, sumt bíður og sumt verður Þórarinn Eldjárn að engu, eins og gengur.“ - Tengjast persónur þessara sagna fólki úr fyrri bókum þín- um? „Já, sumar gera það. Síðasta sagan í bók- inni, „Önsa“, kemur til dæmis inn á sagnasvið sem er á kreiki í Skuggaboxi sem kom út fyrir tíu árum. Þetta er til gamans gert og til að fólki liði eins og það sé komið heim. í átthagana andinn leitar, eins og þar stendur. Margt af þessu em sannar sögur sem ég hef upplifað eða mér hafa verið sagðar. Til dæmis byggist fyrsta sagan, „Amsúgur", á þjóðsögu sem at- hygli mín var vakin á og tengist dálítið inn I mína ætt og sem ég spann frjálslega út frá.“ - Það er frábær saga og margslungin. Ætti ég að biðja þig að túlka hana fyrir mig? „Nei, ég held ekki. Ég vil ekki negla hana, - vinnubrögöin í sagnasmíðinni bera Ijóðskáldi vitnl. DV-mynd E.ÓI. ekki skemma með frekju og ofstjórn einhverj- ar leiðir sem hún gæti farið í huga lesenda." Þórarinn Eldjám hóf feril sinn með Ijóða- bókinni Kvæðum sem kom út 1974 og varð feiknalega vinsæl. Hún var lengi hans fræg- asta bók og veldur því að í hugum margra er hann fyrst og fremst Jjóðskáld. Þó aö ljóðin hafi orðið dálítið út undan í seinni tíð veit maður ekki alveg hvort hætta beri að líta á Þórarin sem ljóðskáld - eða hvað segir hann sjálfur um það? „Ja, ég greini eiginlega lítið þama á milli. Ég byrjaði sem ljóöskáld og var eingöngu í því allra fyrst, og þó að ég hafi síðan bætt við öðr- um deildum finnst mér aldrei eins og neitt hafi gerst - þannig að ég hafi yfir- gefið eitt og farið í annað. En ég held að það gildi um öll ljóðskáld sem fara að skrifa sögur að ljóðið hverfur aldrei burt, það situr alltaf í manni, aðallega kannski í sambandi við sjálf vinnubrögðin við skriftimar. Hitt er líka augljóst að þegar maður er byrjaður á sagnasmíði hverfur inn í hana margt sem annars hefði kannski orðið að ljóðum. Ekki síst einhverjar smáhugmyndir, stemningar, íhuganir og eitt og annað sem birtist í sögun- um en hefði alveg getað orðið að ljóöi." Skáldsaga Þórarins, Brota- höfuð, var ein af sex tilnefnd- um bókum til evrópsku Aristeion-verðlaunanna í ár og fer Þórarinn af því tilefni á næstu dögmn til Stokk- hólms til að horfa á Hugo Claus taka við verðlaunun- um. Stokkhólmur er menn- ingarborg Evrópu í ár, þess vegna eru verðlaunin afhent þar og þangað var öllum höf- undum á tilnefningarlistan- um boðið. - Eitthvað að lokum, Þór- arinn? „Ja, ég er stundum spurður hvers vegna ekki sé spurningarmerki á eftir titlinum á nýju bókinni. Þetta er auðvitað tOvitn- un í upphafið á frægri smásögu Jónasar Hallgrímssonar sem talin er fyrsta ís- lenska nútímasmásagan og hjá honum er spurningarmerki á eftir setningunni. Mitt svar er að yfirleitt tíðkist ekki að hafa greinarmerki í titlum. Að hafa spumingarmerki væri eins og bæta við frekjulegu „Ha?“ Mér fannst líka betra að hafa opið hvort titillinn er spurning - eða fullyrðing." Sölvi fór víst til útlanda Umsjónarmanni menningarsíðu varð það á í löngun sinni til að draga upp merkilegar and- stæður í lífi Sölva Helgasonar í þessum dálki sl. miðvikudag að fullyrða að Sölvi hefði aldrei farið úr landi, og þó hefði hann tekið sér fyrir hendur að skrifa sögu Frakklands. Hið rétta er að hann afplánaði „þriggja til fjög- urra ára fangavist" í Dan- mörku, eins og Jón Óskar get- ur um í formála útgáfú sinn- ar á Frakklandssögu, og kom heim þaðan með vorskipi 1858. Eftir það telur Jón Óskar að Sölvi hafi farið að skrifa sögu Frakka. Ormstunga dreifir Frakklandssögu. Ljóðið hverfur aldrei burt Hannes Lárusson: Nafnlaus. 1981. Sá listamaður er vandfundinn sem er eins meðvitaður um merkingarleg tengsl verka sinna og Hannes Lárasson. Hjá honum er ekkert tilviljunum háð og segja má að verk hans fjalli öll um „ástand menningarinn- ar sem við búum við“, svo vitnað sé í sýning- arskrá. Að baki hverju verki býr oröræða merkinganna sem ósjaldan fjallar um myndlist og menningu á bæði hvetjandi og gagnrýninn máta. Heimspekigráða lista- mannsins þarf því ekki að koma neinum á óvart. Þessa dagana era til sýnis valin verk Hannesar í Gerðubergi, sem og ný verk listamannsins í Galleríi Sævars Karls. Verk- in í Gerðubergi era flest ffá 9. áratugnum og eru í rauninni aðeins örfá sýnishom af verkum Hannesar því hann hefur verið sér- lega afkastamikill á tuttugu ára sýningar- ferli sinum. Hvert verk, sem og hver sýning listamannsins, hefur ákveðna merkingu og era verkin sett saman úr fiölda afmarkaðra hluta og táknmynda þar sem allt hefur sína merkingu. Segja má að þessi merking sé tvöföld að eðlisfari, það er að segja: táknræna merking- in býður upp á enn dýpri merkingarlegan skilning á verkinu. Gott dæmi um þetta er sýningin í Galleríi Sævars Karls þar sem verkið (eða verkin) samanstendur af brenni- vínsámu, nokkrum tréstaupum og tréfigúra. Merkingarlegt tákn brennivínsins er íslensk Myndlist Anna Signður Einarsdóttir menning sem er flutt til fiöldans með staup- unum. Fjöldinn drekkur verðmætið (brenni- vínið/ menninguna) í sig sem eykst að verð- gildi eftir því sem fleiri bergja á því. Athöfn- in er tákn fyrir þá hringrás verðmætaaukn- ingar sem er nauðsynleg ef gera á mikil verðmæti úr litlu, svo sem ef verðlaus hlut- ur á að hljóta almenna viðurkenningu sem ómetanlegt meistaraverk. Til hliðar uppi á vegg er tréfigúran, tákn listamannstýpunn- ar, sem er „lin eins og bráðið vax“. Þessi myndlíking er dæmigerð fyrir verk Hannesar en líklega hefur enginn íslenskur myndlistarmaður látið jafn mikið til sín taka í menningarpóli- tik. Finna má þessi sömu tengsl menning- ar og myndefnis í verk- unum í Gerðubergi en þar sem um yfirlitssýn- ingu er að ræða þá myndast ekki sú sam- ræða milli verkanna sem annars einkennir sýningar listamanns- ins. Það er þó engu að síður full ástæða til að bjóða upp á slíka yfir- litssýningu þar sem þarft innlag Hannesar í menningaramræðu og -pólitík veitir hon- um töluverða sérstöðu meðal íslenskra lista- manna. Vandinn við verk hans er hins vegar sá að hætta er á að margbrotin merkingin fari forgörðum hjá þeim sem eru óvanir lestri myndmáls. Þvi er ástæða til að spyrja hvort verkin geti staðið ein og óstudd. Listamaðurinn sjálfur segir af raunsæi og hógværð að hann geti á vissum tímabilum „náð upp ágætum dampi og „kontöktum" með hugsjónaeldi". Hann fer ef til vill full varlega í sakimar því verk likt og birtist á meðfylgjandi ljósmynd og sem vísar að sögn til skáldsins Jónasar Hallgrímssonar virðast fullfær um sjálfstætt líf á sjónrænum for- sendum þó að merkingarleg tengsl þess skili sér ekki til áhorfandans. Sýningin í Gerðubergi stendur til 31. októ- ber, opið frá 9-19 mán.-fim. og 12-14.30 aðra daga. Sýningin í Galleríi Sævars Karls stendur til 25. nóvember og er opin á versl- unartíma. Hver deyr flottast? Leikhússport, hin vinsæla | keppni 1 spuna, veröur í | kvöld í Iönó. Þarna spila I leikarar af fingrum fram eft- ir ábendingum frá áhorfend- * um og allir skemmta sér ' konunglega. Keppendum er skipt í tvö lið og gefa þrir | dómarar liðunum stig fyrir I frammistöðuna. Reyna kepp- 1 endur eftir megni að ganga i augun á dómuran- um með því að „deyja sem flottast" eða leysa úr þeim aðstæöum sem áhorfendur leggja fyrir þá. Húsið verður opnað kl. 20 og keppni hefst kl. 20.30. Siglfirskur annáll Vaka-Helgafell gefur út bókina Siglfirskur ann- áll eftir Þ. Ragnar Jónasson. Þetta er þriðja bók Ragnars í ílokknum Úr Siglufiarðarbyggðum. Þama dregur Ragnar upp mynd af mannlífi og sögu Siglufiarðarbyggða með því að rekja mark- verða viðburði frá ári til árs, öld tU aldar. Hann hefur víða leitað fanga í heimUdum og valiö at- burði sem skipt hafa máli fyrir þróun byggðar- innar eða lífgað upp á líf fólksins á þessum norð- lægu slóðum. Skrá er yfir heimUdir í bókinni, einnig nafnaskrá og skrá yfir helstu atburði og efnisþætti sem fiaUað er um. Einnig er birt kort af Siglufiarðarbyggðum svo að lesendur geti glöggvað sig á staðháttum. Umsjón Silja Aðalsteinsdótlir MfrtllllM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.