Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1998 15 Dópið drepur börnin okkar „Dómkerfið á með öllum tiltækum ráðum að svæla þessa fíkniefnabaróna út úr grenjum sínum, koma þeim und- ir lás og slá og geyma þá þar sem lengst." Kjallarinn Hólmfríður Skarphéðinsdóttir húsmóðir í Sandgerði. Frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins f Reykjanes- kjördæmi Hörmulegasta lífs- reynsla Qölskyldna í dag er að horfa á eftir ástvini sínum verða vímuefnum að bráð. Lífsreynsla sem ekki er hægt að skilja nema að upplifa sjálf- ur. Árlega verða tugir ungmenna þessum vágesti að bráð og þrátt fyrir aukið for- varnarstarf fjölgar þeim stöðugt og ald- urinn færist neðar. Því vaknar upp sú spurning, hvort við séum á réttri leið. Óskiljanlegir refsidómar ísland hefur þá sér- stöðu fram ytlr önnur lönd að aðgengi að landinu er einungis sjóleiðis eða með flugi sem ætti að auðvelda okkur að stemma stigu við þessum innflutn- ingi. Þar ættum við fyrst og og fremst að byrja. Aukning á fjár- magni, mannafla og tækjakosti til tollgæslu og lögreglu ætti að vera forgangsverkefni, enda ekkert annað en stöðug árvekni og öflugt eftirlit sem getur stöðvað þennan innflutning. Mér sem og mörgum öðrum er með öllu óskiljanlegir refsidómar yfir fíkniefnainnflytjendum. Að dómar yfir þeim aðilum sem murka lífið úr ungmennum okkar skuli vera jafn hlægilega lágir og raun ber vitni, er dómskerfinu til skammar. Það er bjargföst trú mín að á fjármögnun og innflutningi fikniefna standi efnamenn á ís- landi enda ekki nokkur leið til þess að neytendur geti ijármagnað það magn sem hingað kemur. Þessir menn nýta sér neyð þeirra sem undir hafa orðið í baráttunni til að ala á eigin gróðafikn. Dóm- kerfið á með öllum tiltækum ráð- um að svæla þessa fíkniefnabar- óna út úr grenjum sínum, koma þeim undir lás og slá og geyma þá þar sem lengst. Vímuefnafræðsla í skólana Ómótaður einstak- lingur er iðulega auð- veld bráð þaulskipu- lagðra fikniefnasala. Þörfin fyrir tilbreyt- ingu og spenningur- inn við hið forboðna er oft á tíðum upphaf- ið að endinum. Af- leiðingin segir ekki aðeins til sín gagn- vart þessum sjúku einstaklingum held- ur teygir hún anga sína til heimila og fjölskyldna. Sú þrautaganga er sár- ari en tárum taki og örin sem eftir sitja gróa seint. I meðferðarúrræðum er þörfin langt umfram það sem í boði er og margra mánaða bið eftir aðstoð hefur í för með sér skelfilegar af- leiðingar enda sýnir það fjölgun afbrota og líkamsmeiðinga síðustu ára. Vinna þarf skipulega að for- vömum og auka þarf fræðslu. í grunnskólum landsins þarf að taka vimuefnafræðslu inn sem skyldufag og ætti ekki að byrja seinna en við tíu ára aldur. Þá námsgrein þarf að kenna með lif- andi hætti en ekki á þurru stofn- anamáli, setja þarf fram með þeim hætti að böm og ungmenni skilji þá vá sem fikniefni eru. Auka þarf aðstoð við fjölskyldur fíkniefna- neytenda. Þær hörmungar og þján- ingar sem lagðar em á þetta fólk eru á stundum erfiðari en mann- legur máttur get- ur borið og eftir standa heimilin sem rústir einar. Við þurfum að efla baráttuna gegn því böli sem vímuefnin eru. Leita þar allra leiða og engu má til spara þannig að árangur náist. Fíkniefni eru dauðans alvara og enginn er óhult- ur, eitrið læðir klónum inn í öll stig samfélagsins og svo sannar- lega er þar ekki farið í manngrein- ingarálit. - Gröfum ekki höfuðið í sandinn, sýnum árvekni. Þitt bam gæti orðið næst. Hólmfríður Skarphéðinsdóttir „Aukning á fjármagni, mannafía og tækjakosti til tollgæslu og lögreglu ætti að vera forgangs- verkefni, enda ekkert annað en stöðug árvekni og öflugt eftirlit sem getur stöðvað þennan inn- flutning. “ Meinatækna frá Asíu - fyrir 30 þúsund krónur á mánuði Á Norðurlöndunum nema á íslandi forðast virt skipafélög að stunda áætl- anasiglingar til og frá heimalandi með leiguskip- um þar sem kjarasamning- ar bera keim af þræla- haldi. Aðeins á íslandi er hluti áætlanasiglinga þjóð- arinnar látinn í hendur er- lendra aðila, sem manna skip sín með sjómönnum úr þriðja lieiminum sem sætta sig við 30 þúsund krónur á mánuði í dag- vinnu. Öruggir og góðir far- þega- og vöruflutningar eru grundvallaratriði 1 sjálfstæði hverrar þjóðar. Ekkert síðra grundvallar- atriði en ömgg og góð heil- brigðisþjónusta. Nú sem oftar er deilt um kaup og kjör á sjúkrahúsum landsins. \ Eimskipsleiðina í heilbrigðismálum? Lausn á vanda heilbrigðiskerfis- ins er auðveld vilji menn taka sér starfsmannastefnu Eimskipafélags íslands til fyrirmyndar. Hún er í því fólgin að ráða starfsfólk; meinatækna, sjúkraliða, lækna og hjúkrunarfræðinga frá Filippseyj- um, Taílandi eða Rússlandi. Frá þessum löndum, þar sem menning hefur verið við lýði frá fornu fari, er hægt að fá menntað fólk til heilbrigðis- starfa hér á landi. Fólk sem sættir sig við þriðjungs til helmings laun miðað við það sem hér tíðkast. Forræði i flutn- ingum til lands- ins, heilbrigðis- kerfi og víðar Svona er Eim skipsleiðin eins og hún snýr gagnvart íslenskum farmönnum. Hún tekur hins vegar ekkert tillit til þess að grundváll- arforræði verður að vera í hönd- um þjóðarinnar í efnahagsþáttum eins og farmflutningum til og frá landinu og heilbrigðiskerfi þjóðar- innar. Einokun Eimskips í krafti hafnaraðstöðu Eimskipafélag íslands hf. hefur ekkert forræði í heilbrigðismál- um. Hins vegar hefur félagið nán- ast einokun í öllum stykkjavöru- og gámaflutningum til og frá land- inu í krafti aðstöðu sinnar í höfn- um landsins. í krafti þessarar að- stöðu reyna forráðamenn Eim- skips stöðugt að snúa sig út úr kjarasamningum - Eimskipsleið- in er alltaf fær en viljum við hana? Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að leið Eimskips til þrælahalds á þriðjaheimsfólki er okkur fær á fjölmörgum öðrum sviðum en sjómennsku ef fyrir því væri vilji hjá stjórnvöldum. Ekk- ert væri auðveldara en að fá ódýrt vinnuafl til að gegna margs konar störfum hér á landi. Af hverju þá að láta staðar numið við sjómenn í áætlanasiglingum til og frá land- inu? Hver segir að sjómenn verðir einir fyrir högginu? Af hverju ekki þá líka hafnarverkamenn og þeir sem sjá um flutninga á vör- unni frá borði og til þeirra sem nota hana víðs vegar um land? Hér á landi hefur þróunin orðin sú að skipaflutningar, flugflutningar, uppskipun og landflutningar eru meira og minna á hendi sömu fyr- irtækj ablokkanna. „Innflutningur“ láglaunafólks? Við gætum raunar ráðið ódýrt þriðjaheims- vinnuafl 1 fjöl- margar aðrar at- vinnugreinar. En viljum fara þá leið? Ætlum við að sam- þykkja „inn- flutning" lág- launafólks frá þriðja heimin- um? Ætlar Eim- skipafélag fs- lands að halda þvi til streitu að vinna að því? Er félagið þá ekki komið fjarri upp- runa sínum? Jónas Garðarsson Kjallarinn Jónas Garðarsson formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur „Aðeins á íslandi er hluti áætlana- siglinga þjóðarinnar látinn í hend- ur erlendra aðila, sem manna skip sín með sjómönnum úr þriðja heiminum sem sætta sig við 30 þúsund krónur á mánuði í dag- vinnu.u Með og á móti Er miðborgin á niðurleið? Slæmt ástand „Því miður er það svo að versl- unum hefur verið að fækka í mið- borginni á undanförnum árum. Tuttugu og fimm verslanir hafa hætt starfsemi á síðustu tveimur árum og ástand- ið i Kvosinni er þó sýnu verra en þar hefur Qórða hver verslun hætt starfsemi á síð- ustu tveimur árum. Þar er nú aðalstarfsemin bankar og opin- berar stofnanir á daginn og veitingahús á kvöldin. Það skiptir miklu máli fyrir þróun slikra svæða að þar geti þrifist fjölbreytt flóra fyrir- tækja og stofnana sem hafa í raun stuðning hvert af öðru. Fækkun verslana í Kvosinni hlýtur því að vera veitingamönnum og öðrum áhyggjuefni því hætt er við að þeir sem eftir eru éigi erfiðara uppdráttar. Af aðgerðaleysi meirihlutans í Reykjavík má draga tvær ályktan- ir. Annars vegar að hann geri sér ekki grein fyrir vandanum og hins vegar að honum standi á sáma um þróunina. Borgarýfir- völdum á að vera það metnaðar- mál að spyma við fótum og snúa þessari þróun við. Nýjast útspil R- listans, þ.e. að gera miðborgar- stjórn hluta af stjómkerfi borgar- innar með embættismann borgar- stjóra sem framkvæmdastjóra, er að mínu viti ekki skref í rétta átt. Nær hefði verið að stofna til form- legs félags með þátttöku fyrir- tækja og stofnana í miðborginni sem ynni ötullega að því að skapa tækifæri fyrir nýja fjárfesta til að koma inn á þetta svæði.“ Allt á réttri leið Inga Jóna Þóröar- dóttir, borgarfull- trúl Sjálfstæöis- flokksins. Guörún Ágústsdótt- irf borgarfulltrúi R- listans. „Eg myndi segja að verulegur uppgangur hefði orðið á Lauga- veginum, á Skólavörðustíg og í hliðargötum ef horft er til versl- unar og húsnæði á þessum stöð- um er nú mjög umsetið. Hins vegar er að rétt að hnignun hef- ur átt sér stað í Kvosinni. Við erum í samkeppni við aðra kjarna í öðrum sveitar- félögum og einnig við aðra verslunar- kjarna sem hafa verið að byggjast upp í borginni, eins og í Mjódd- inni og Skeifunni. Vegna þessarar auknu samkeppni frá þessum verslunarkjörnum hefur Reykja- víkurlistinn brugðist við. Verið er að vinna umfangsmikla þróunará- ætlun fyrir miðborgina í sam- vinnu við Miðborgarsamtökin og þess vegna er veriö að stofna sér- staka miðborgarstjórn til að færa málefni miðborgarinnar ofar á forgangslista borgarstjórnar. Áhrif af ýmsum aðgerðum sem þegar hafa komið til framkvæmda er þegar farið að gæta. Það má því segja að landið sé að rísa á þess- um stað. Núna eru fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir í Kvos- inni fyrir stóra verslunarkjarna og fjárfestar sýna þessu hverfi nú fyrst í langan tíma loks áhuga. Þetta er því allt á réttri leið.“ -GLM Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.