Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1998 23 DV Fréttir ÍBe RísnSJi éájI' |« 1Í!_I Jaöarsbakkalaug á Akranesi: Aðsóknarmet á afmælisárinu Jaðarsbakkalaug og nýja rennibrautin. DV, Akranesi: Akumesingar hafa verið dugleg- ir við að hreyfa sig á þessu ári ef marka má tölur yfir gestafjölda í íþróttamiðstöðina á Jaöarsbökkum sem á þessu ári heldur upp á 10 ára afmæli sitt. 30. október höfðu 73.000 gestir skelit sér í sund eða tækjasalinn frá áramótum en allt árið í fyrra sóttu 78.188 gestir íþróttamiöstöðina. Stefnir í það að gestir verði um 83.000 á þessu ári og aðsóknarmet. Ef teknar eru saman tölur úr hinni lauginni, Bjamalaug, og á Jaðarsbökkum þá sóttu um 100.000 gestir þessar tvær laugar á síðasta ári og á þessu ári stefnir í það að þeir verði vel yfir 100.000. Það þýðir að hver Skagamaður hefur skellt sér 20 sinnum í sund eða í tækjasal- inn sem er með því besta sem gerist á landinu. DV-mynd Daníel Að sögn Kristins Reimarssonar, íþróttafulltrúa Akraneskaupstaðar, eru margar ástæður fyrir þessari aukningu. „Þar má nefna að við tókum í notkun vatnsrennibraut í ágúst og var mikil aðsókn í hana. Þá hefur veðrið verið óvenju gott og Hval- fjarðargöng hafa sitt að segja. Við fmrium fyrir því að fólk sem fer sunnudagsrúntin kemm- við hjá okk- ur,“ sagði Kristinn við DV -DVÓ Reykjanesbær: Tilboð í fjölnota íþróttahúsið DV, Suðurnesjum: Bæjarstjóm Reykjanesbæjar hef- ur ákveðið að fram fari útboð í bygg- ingu og rekstur á fjölnota íþrótta- húsi í Reykjanesbæ og mimu tilboð í verkið verða opnuð 1. desember næstkomandi. Allsnarpar umræður urðu um málið á bæjarstjómarfúndi og lagð- ist minnihlutinn eindregið gegn samþykktinni. Stefiit er að því að húsið rísi á næsta ári ef tilboð verða irrnan þeirra marka sem bæjarstjóm telur eðliieg. Gert er ráð fyrir að byggingarað- ili fjármagni bygginguna en Reykja- nesbær skuldbindi sig til að leigja 60% af notkun hússins á tímabilinu frá miðjum október til 15. aprU ár hvert á móti 40% sem byggingarað- ili leigi út sjálfúr. Að sjö árum liðn- um muni Reykjanesbær síðan leysa húsið tU sin. -AG Upphafsstafir þínir á bílinn, ókeypis! Viðarlíki gullfallegt, sett á mælaborðið með hitaaðferð. Hagstætt verð. Dökkar filmur á rúðurnar, settar á með hitaaðferð. • Klæðum sætin með áklæði. • Gerum lakkið næstum eins og nýtt. • Setjum upphafsstafina þína á bílinn. Bíilinn verður sem nýr - fallegur og seljanlegri. Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770 / 544 5990 I form fyrir j ol Nu bjoðum við 10 tíma mánaðarkort á aðeins 6.900 Persónuleg þjonusta Opið: Virka daga kl. 8-22 laugard. kl. 9-14 Fyrir Eftir Eftir Pú hefur þinn einkaþjálfara í gegnum allt prógrammið sem ráðleggur þér og veitir þér aðhald. Það tryggir bestan árangur. Ath: Hver tími er 40 mín. Fyrir Eftir Heimatrimform Sendum hvert á land sem er Símar: 586-1626/896-5814 Fyrir Frír prufutími '-'ífr'" TRIM /\F0RM Grensásvegi 50, sími 553 3818

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.