Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 Fréttir Reykvíkingur var um þrjár klukkustundir að bera fótbrotna konu niður af fjalli: Spelkaði beinbrot með byssuskeftum 25 ára karlmaður úr Reykjavík gekk í um þrjár klukkustundir með fótbrotna konu niður af fjalli á Snæfellsnesi í síðustu viku. Hann spelkaði brot konunnar með byssu- skeftum. „Hún féll fram fyrir sig á milli steina og beinbrotnaöi," sagði mað- urinn. „Ég hafði tekið GPS-tæki með mér en skilið farsímann eftir í bílnum. Annars hefði ég senni- lega óskað eftir þyrlu. Ekki datt mér í hug að ganga eftir hjálp og skilja konuna eftir þannig að ég ákvað að bera hana niður. Þannig kæmist hún fyrst til læknis. Ég spelkaði brotna fótlegginn með byssuskeftunum sem ég tók í sundur og batt þau saman með snæri sem ég hafði tekið með mér. Síðan héldum við af stað niður. Ég hélt á konunni í svokölluðu bruna- mannstaki, hélt um annað lærið og annan handlegginn," sagði maður- inn sem vildi ekki láta nafns síns getið. Atburðurinn átti sér stað á Rauðukúlu, rétt austan við Kerl- ingarskarð, ekki langt frá Ljósu- fjöllum. „Á leiðinni niður var maður stundum að hnjóta um steina, nærri búinn að detta fram fyrir sig. Þegar við komum loksins nið- irr að bílniun var ég alveg búinn. Ég tók þá upp símann og hringdi eftir aðstoð. Ég var alveg búinn enda var maður búinn að reyna að flýta sér með konuna niður af fjall- inu.“ -Ótt Skaftafellssýslur: Nýr prófastur DV.Vík: Biskup íslands setti Harald M. Krisijánsson í embætti prófasts í Skaflafellsprófastsdæmi við hátíðlega athöfh í Víkurkirkju á sunnudags- kvöldið. Nemendur úr Tónskóla Mýr- dælinga léku á hljóðfæri og kirkjukór Víkurkirkju söng við undirleik Kristynu Szklenár. Haraldur er sóknarprestur Mýr- dælinga en prófastsdæmi hans er víð- feðmt, frá Jökulsá á Sólheimasandi í vestri að sýslumörkum Austur-Skafta- fellssýslu og Múlasýslu í austri í Hval- nesslúiðum. -NH Aðkoma var hrikaleg þegar slökkviliðið kom í Litlu-Breiðuvík. 244 kindur drápust þegar fjárhús og hlaða brunnu. DV-mynd Þórarinn Stórtjón þegar 244 kindur brunnu inni að Stóru-Breiðuvík: Nýleg útihús rústir einar - hræðileg aðkoma, segir Halldór Jóhannsson bóndi DV Eskifirði: „Það var nánast allt brunnið sem brunnið gat þegar við komum á staðinn," segir Þorbergur Hauks- son, slökkviliðsstjóri hjá Bruna- vömum Eskifjarðar og Reyðarfjarð- ar, í samtali við DV. Kviknað hafði í hlöðu og fjárhúsi og urðu allar 244 kindumar eldinum að bráð. Bátur á leiö á sjó varð eldsins var og lét vita. Slökkviliðið var um 20 mínút- ur á staðinn sem er utarlega við norðanverðum Reyðarfjörð. Halldór Jóhannsson, bóndi í Stóru-Breiðu- vik, vaknaði við vondan draum um klukkan 7 í gærmorgun þegar hringt var í hann og honum til- kynnt um eldinn. Á þeirri stundu varð ekki við neitt ráðið. Slökkvilið- ið var kallað út frá Eskifirði og Reyðarfirði með 20 menn á fjórum bílum til þess eins að slökkva glæð- ur í heyinu og rústum húsanna. Vömbill með krana var fenginn til að taka járnplötur, sem hrunið höfðu ofan á heyið, í burtu þannig að komast mætti að glæðunum. Halldór sagði eitthvað af því sem brann vera tryggt en of snemmt væri að segja til um framhald bú- skapar. „Þetta er hræðileg aðkoma," sagði Halldór. Húsið sem brann var nýlegt en það var byggt á árunum 1987-1989. Eldsupptök era ókunn en Halldór bóndi sagðist hafa skilið eft- ir ljós í fjárhúsinu sem hann væri ekki vanur að gera. Þá hefði hann lagt dráttarvél upp við húsið sem heldur væri ekki venja hans. Unnið er að rannsókn málsins. -ÞH Dagur íslenskrar tungu: Þórarinn fékk Jónasar- verðlaun Þórarinn Eldjárn rithöfundur hlaut í gær verðlaun Jónasar Hallgrímssonar vegna þáttar síns i eflingu íslenskrar tungu. Blaðamannafélag íslands og Fé- lag íslenskra leikskólakennara hlutu einnig sérstaka viður- kenningu fyrir stuðning viö móðurmálið. Viðurkenningamar voru veittar í tiiefni af degi íslenskr- ar tungu sem var í gær. -SÁ rnmm. Lögreglumenn sýndu Böðvari Bragasyni mikinn stuðning þegar hann kom í anddyri lögreglustöðv- arinnar á Hverfisgötu í gærmorgun. Hann var að koma úr hálfs árs veikindafríi. Böðvar kvaðst hafa orðið bæði undrandi og glaður yfir því hve vel menn hefðu tekið endurkomu hans. Óskar Bjartmars, formaður Lögreglufélags Reykja- víkur, afhenti Böðvari blómvönd fyrir hönd sinna manna. DV-myndir Stuttar fréttir dv Ein vika af sjö árum Þrátt fyrir læknaskort á lands- byggðinni era læknanemar einung- is skyldaðir tii að kynna sér heilsu- gæslulækningar í dreifbýli í eina viku á sjö ára námsferli. Sjónvarpið skýrði fiá þessu. Svanurinn lofaöur Skáldsagan Svanurinn eftir Guðberg Bergsson fær einróma lof í þýskum fjölmiðl- um, en bókin kom út þar í landi fyrr á þessu ári. RÚV sagðiffá. Mátti ekki hamstra Viðskiptaráðherra segir það ganga þvert á tilgang rikissijómar- innar að íjársterk fyrirtæki safni að sér hlutabréfúm í Fjárfestingar- banka atvinnulifsins með því að greiða fólki fyrir afnot af kennitöl- um þess. RÚV sagði frá. Líkar við Benjamín Kvikmynd Gísla Snæs Erlings- sonar, Benjamín dúfa, eftir sögu Friðriks Erlingssonar, sem ffum- sýnd var árið 1995, hefúr verið tek- in til sýninga á evrópskum kvik- myndadögum í Tromsö í Noregi og fær mjög góöa dóma þar. Örþörungaverksmiöja Nýsköpunarsjóður, Kaupþing hf. og Keflavíkurverktakar hafa lagt ff am um 120 milljónir króna í hluta- félagið Bioprocess í Danmörku. Fyr- irtækið hefúr einkarétt á tækni til að rækta örþörunga við vísindaleg- ar aðstæður. Dagur sagði frá. Eiga ekki stólinn Davíð Oddsson forsætisráðherra segir sjálfstæðis- menn á Reykja- nesi ekki eiga sér- stakan rétt á ráð- herrastóli i næstu ríkisstjóm, þrátt fyrir ló-öfu nýkjörins oddvita listans um slíkt. Hann segist ánægður með styrkari stöðu kvenna eftir prófkjör- ið um helgina. Bylgjan sagði frá. Ljósagangur í nótt sást nokkur Ijósagangur á himni. Jörðin fer nú í gegnum slóða halastjömu og er það orsökin að sögn RÚV. Vantar dæiu Hitaveita Þorlákshaöiar kannar nú kaup á borholudælu til að setja í borholu á Bakka í Ölfúsi. Holan hætti að gjósa í jarðskjálftum um helgina. Dælan kostar um 6 milljón- ir króna. RÚV sagði ffá. Pappírsverksmiöja Tahð er að arðsemi af pappírsverk- smiðju í Straumsvík sem notai- jarð- gufú geti orðið 14%. Engu að síður vill meirihluti bæjarstjómar Hafnar- fjarðar hætta þátttöku i Jarðgufúfe- laginu með Reykjavíkurborg og rík- inu. Hættir viö Húsavík íslandsflug hættir áætlunarflugi milli Húsavikur og Reykjavikur 1. desember og leigir Domier-flugvél sína Mýflugi hf. sem eftir það verð- ur eitt um hituna á þessari flugleið. Morgunblaðið sagði ffá. Æföu sprengjutilræöi Lögregla, Landhelgisgæsla og Vamarliðiö æfðu viðbrögð við sprengjutilræði við bandaríska sendiráðið í gær. Herþyrla lenti við Umferðarmiðstöðina og 6 alvopnað- ir hermenn stukku út og inn í lög- reglubil sem ók upp á Laufasveg að sendiráðinu. Gaf 15 milljónir Verslunarmannafélag Reykjavík- ur gaf SÁÁ 15 milljónir króna. Upp- hæðin er gefm úr sjúkrasjóði félags- ins og verður varið til að reisa nýja álmu við sjúkrastöðina Vog. Vilja rífa Hæstarétt Beðið er eftir deiliskipulagi fyrir svonefiidan stjómarráðsreit við Amarhvál. Stjómarráðið vill rifa gamla Hæstaréttarhúsið og byggja nýtt. Borgaryfirvöld hafa efasemdir um að rífa húsið. Morgunblaðið sagði ffá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.