Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 Utlönd Stuttar fréttir i>v Búist við sam- þykki friðar- samningsins Fastlega er gert ráö fyrir aö ísraelska þingið samþykki friöar- samninginn við Palestínumenn meö miklum meirihluta atkvæða einhvem tíma með kvöldinu. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, sagði í gær að hann mundi stöðva heimkvaðn- ingu hermanna frá Vesturbakk- anum nema Yasser Arafat, forseti Palestínumanna, drægi til baka orö sín um að palestínska þjóðin kynni að gera vopnaða uppreisn á ný ef ísraelsmenn tefðu framgang friðarsamkomulagsins. Stríðsjálkur skelfir á ný DV, Ósló: Á kaldastríðsárunum setti hroll aö fólki viö að heyra nafn flug- móðurskipsins Kiev nefnt. Nú er ákveðið að draga gamla jálkinn frá Murmansk til Indlands og selja í brotajám. Uppátækið veld- ur ótta í Noregi því leiðin liggur suður með Noregsströndum og eins víst að þessi 40 þúsund tonn af brotajámi reki á land og valdi óbætanlegum umhverflsspjöllum. Fyrir fjórum árum var reynt að draga annan stríðsjálk frá Sovét- ríkjunum sálugu suður um höfln en sú för endaði uppi í fjöm í Suð- urveri i Finnmörku þar sem 30 þúsund tonn af rússnesku brota- jámi liggja enn og ryðga, íbúun- um til sárrar gremju. -GK SKEIFUNN117 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 581-4515 • FflX 581-4510 NettoL^ FATASKÁPAR Á FÍNU VERÐI s I Hæð: 206 cm Dýpt: 60 cm Breiddir: 40 cm 6.980,- 50 cm 7.500,- 60 cm 7.980,- 80 cm 9.990,- 100 cm 11.500,- Aukalega fæst milliþil og 3 hillurá 3.100,- 1 FYRSTA FLOKKS FRÁ /r0mx HÁTÚNI6A REYKJAVlK SlMI 552 4420 Kanadamenn harmi slegnir: Sonur Trudeaus fórst í snióflóði Kanadamenn vom harmi slegnir í gær vegna fréttarinnar um að Pi- erre Trudeau, fyrrverandi forsætis- ráðherra Kanada, hefði misst yngsta son sinn í snjóflóði um helg- ina. Michael Trudeau, sem var ævin- týramaður eins og faðir hans, var á skíðum í óbyggðum i Bresku Kól- umbíu á föstudaginn þegar hann barst með snjóflóði út í ískalt vatn. Vegna óveðurs hafði ekki tekist að bjarga líkinu í gær. Það þykir kald- hæðni örlaganna að Michael, sem var 23 ára gamall, var að læra að bjarga fólki úr snjóflóðum. Michael og Pierre höfðu farið saman á skíði í febrúar síðastliðnum nálægt þeim stað sem Michael fórst á um helg- ina. Trudeaufjölskyldunni var líkt við Kennedyfjölskylduna í Bandaríkj- unum. Pierre Trudeau, sem er orð- inn 79 ára, komst til valda 1968. Hann gegndi embætti forsætisráðherra í 16 ár. Fjölskyldulíf forsæt- isráðherrans var oft á síðum kanadísku slúð- urblaðanna. Trudeau var piparsveinn er hann tók við forsætis- ráðherraembætinu. Þremur ámm seinna kvæntist hann Margar- et Sinclair sem var 29 árum yngri en hann. Á ýmsu gekk í hjóna- bandinu en því lauk endanlega skömmu eft- ir að fjölmiðlar höfðu greint frá því að hún hefði verið að skemmta sér með Rolling Stones í villtu partíi. Margaret og Pierre Tmdeau eign- uðust þrjá syni. Michael, sem var örverufræðingur, var þeirra yngst- ur og var samband hans við foöur- inn mjög náið. Michael hafði tekið sér ársleyfi til að starfa í Klettafjöllum. Michael þótti minna mjög á föður sinn sem var þekktur fyrir hraðakstur í sportbilum. Pierre Tradeau átti það einnig til að hverfa á vit ævintýra með sonum sínum og sigla á kanó- um og renna sér á síðum með þeim. Pierre Tradeau þótti alltaf fullur þverstæðna. Margir minnast þess er hann sendi hermenn til Quebec árið 1970 eftir að aðskilnað- arsinnar höfðu rænt breskum stjómarerindreka og atvinnumála- ráöherra Quebecs, Pierre Laporte. Stjómarerindrekanum var sleppt eftir tvo mánuði en Laporte var kyrktur með eigin krossi. Pierre Trudeau. Jacques Chirac Frakkiandsforseta var ákaflega vel fagnað þegar hann kom til Tegucigalpa, höfuðborg Mið-Ameríku- ríkisins Hondúras, í gær. Chirac ræddi þar við Carlos Flores forseta og bauð honum aðstoð Frakka við uppbygging- arstarfið eftir hamfarirnar af völdum fellibylsins Mitch. Chirac hitti einnig Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, sem einnig var í Hondúras að kynna sér ástandið. ^ Vopnaeftirlitsmenn SÞ til íraks í morgun: Afram þrýst á Saddam Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna héldu til starfa sinna í Bagdad í morgun eftir sex daga dvöl í Persaflóaríkinu Bahrain vegna yf- irvofandi loftárása Bandarikja- manna á írak. Göran Wallen, yfirmaður bæki- stöðva eftirlitsmannanna í Bahrain, sagði að 86 eftirlitsmenn og aðstoð- armenn þeirra hefðu farið í morgun en afgangurinn færi á morgun. Bandarísk stjórnvöld drógu úr vígbúnaði sínum á Persaflóa í gær. Þau héldu þó uppi þrýstingi á Saddam Hussein Iraksforseta og hótuðu að gera fyrirvaralausar loft- árásir ef hann stæði ekki við gefin loforð um samvinnu við vopnaeftir- litssveitfrnar. „Heimurinn fylgist með því hvort Saddam Hussein standi við orð sín. Hersveitir okkar em öflugar og til- búnar geri hann það ekki,“ sagði Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjöðanna fóru frá hótelum sínum i Persaflóarfkinu Bahrain í morgun áleiðis til Bagdad til að taka að nýju upp þráðinn við vinnu sína. Saddam Hussein íraksforseti hefur lofað að vera góður strákur. Clinton í Hvíta húsinu. Bandarískir embættismenn vör- uðu við því að Saddam hefði verið gefið síðasta tækifærið til að komast hjá árásum þegar hann féllst á það um helgina að taka aftur upp sam- vinnu við vopnaeftirlitsmennina. Þeir sögðu að hersveitir sem hefðu verið sendar til Persaflóa gætu gert árásir hvenær sem er. „Hann hefur verið varaður nógu oft við,“ sagði William Cohen, land- vamaráðherra Bandaríkjanna. Bandariskar herflugvélar vom um það bil að hefja loftárásir á frak á sunnudag þegar Clinton afturkall- aði fyrirskipunina. Samkvæmt skoðanakönnun CBS-sjónvarps- stöðvarinnar var meirihluti banda- rísku þjóðarinnar fylgjandi þeirri ákvörðun Clintons. Enn fleiri styðja árásir gangi Saddam Hussein á bak orða sinna. Ríkir fá aðstoö Þrjú þúsund og níu himdmð fjöl- skyldur í Danmörku sem eiga eign- ir upp á tíu milljónir íslenskra króna fá húsnæðisstyrk frá hinu opinbera. Styrkjum þessum er ætl- að að aðstoða láglaunafólk við að komast undir almennOegt þak. Schröder í Moskvu Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, snæddi morgunverð með ígor ívanov, utanríkisráð- herra Rússlands, í Moskvu í morg- im. Fyrirhugað er að Schröder hitti Borís Jeltsín Rússlandsforseta að máli síðar í dag, ef heilsa forsetans leyfir. Dauður, ekki dauður? Vamarmálaráðherra Kambódíu sagöi í morgun að taka bæri með varúð fregnum um að Khieu Samp- han, leiðtogi Rauðu kmeranna, væri látinn. Hvatt til lögleysu Stjómvöld í Malasíu era æva- reið út í þau bandarísku og saka þau um að hvetja til lögleysu með því að styðja umbótasinnaða stjómarandstæðinga malasíska. Bensínverð lækkar Bensínverð í Bandaríkjunum heldur áfram aö lækka og hefur það ekki verið lægra í tæp fimm ár. Verð á galloni af bensíni er nú um 70 ki'ónur. Tengslin aukin Flokkur Frjálslyndra demókrata í Bretlandi samþykkti í gær tillögur leiðtoga sins um aukin tengsl við Verkamannaflokk Tonys Blairs. Kúrdar í hungurverkfalli Um 2 þúsund Kúrdar víðs vegar að úr Evrópu héldu í gær áfram hungurverkfalli sínu fyrir utan sjúkrahúsið í Róm þar sem PKK-leiðtoginn Abdullah Öcalan er í gæslu. Öcal- an er eftirlýstur í Tyrklandi og Þýskalandi fyir hryðjuverk. Hann var gripinn á flugvellinum í Róm í síðustu viku þegar hann kom frá Moskvu. Þar sem ítalir framselja ekki fólk til landa þar sem það á á hættu að verða dæmt til dauða er búist við að tyrkneska þingið af- nemi dauðarefsingu í þessari viku til að geta réttað yfir öcalan. Nixon ákvað valdarán Richard Nixon, fyrrverandi for- seti Bandaríkjanna, ákvað að Salvador Allende mætti ekki kom- ast til valda í Chile. Kæmist hann til valda yrði að steypa honum af stóli. Þetta kemur fram í leyni- skjölum sem birt vom í argent- ínsku dagblaði. Fangi á flótta Þýska lögreglan hefur varað við rússneskum mannræningja og morðingja sem flúði úr fangelsi um helgina. 50 þúsund flýja stríð Rúmlega 50 þúsund manns hafa flúið frá heimilum sínum í austur- hluta Kongó síðan í ágúst vegna stríðsins milli stjórnarhermanna og skæruliða. Hussein í mergskipti Hussein Jórdaníukonungur fer I mergskipti í lok þessa mánaðar. Eru mergskiptin liður í meðferð sem á að koma í veg fyrir að kon- ungurinn fái aft- ur krabbamein í eitla. Hefur Hussein verið í meðferö á sjúkrahúsi í Minneapolis síðan í júlí síðastliðnum. Ísíðustu viku greindi Jórdaniukonungur frá því í sjónvarpi að hann heföi fengið bót meina sinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.