Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstiórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverö 170 kr. m. vsk., Helgarblaö 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Aumt er ísland ísland er eina vestræna ríkið, sem ekki hefur skrifað undir Kyoto-bókunina um takmörkun á losun efna, sem valda loftslagsbreytingum. Bandaríkin urðu fyrir helg- ina síðust annarra ríkja til að undirritað bókunina og skilja ísland eitt eftir í yfirlýstum flokki sóða. Vegna erfiðra samskipta framkvæmdavalds og löggjaf- arvalds í Bandaríkjunum er líklegt, að forseti þeirra treystist ekki til að knýja undirritunina gegnum þingið fyrr en að liðnum næstu kosningum eftir tvö ár. Tímann mun hann nota til að undirbúa framkvæmdina. Tregða íslands stafar ekki af ósanngjamri meðferð áhugamála landsins á alþjóðafundum í Kyoto og Buenos Aires um loftmengun. Samkvæmt Kyoto-bókuninni má ísland auka losun mengunarefna lítillega, þótt önnur vestræn ríki taki á sig að minnka hana hjá sér. Tregða íslands stafar ekki af minni möguleikum okk- ar en annarra á að draga úr mengun. Við getum endur- skoðað stefnu okkar í stærð og afLi fiskiskipa og veiðar- færa. Við getum einnig unnið að breyttri orkunotkun skipavéla yfir í hreinni olíu og síðar yfir í vetni. Við getum fylgzt betur með tilraunum til að taka upp nýja orkugjafa í bílum, svo sem vetni eða rafmagn. Síð- ast en ekki sízt þurfum við að reikna upp á nýtt kostnað- ar- og tekjudæmi stóriðju, þannig að við teljum okkur ekki lengur trú um, að öll stóriðja sé arðbær. Orkuver og orkuveitur valda umhverflsspjöllum, sem við þurfum að reikna gjaldamegin í dæminu vegna skað- legra áhrifa þeirra á ferðaþjónustu, sem er miklu arð- vænlegri búgrein heldur en stóriðjan og veitir margfalt fleira fólki vinnu á hvem milljarð í fjárfestingu. Verðið fyrir orku til stóriðju hefur alltaf verið lágt og er svo óhagstætt í nýjustu samningum, að það er ríkis- leyndarmál. Við megum ekki vita, hvað rafmagnið kost- ar til nýja álversins við Giundartanga og við megum ekki vita, hvað Norsk Hydro fæst til að borga. Vegna verðsveiflna em stóriðjuver og einkum álver svo áhættusöm fjárfesting, að erlendis hafa sum hver snögglega orðið gjaldþrota og skilið orkusala og starfs- menn eftir með sárt ennið. Minni rekstrareiningar eiga auðveldara með að mæta sveiflum í umhverfinu. Ástæðan fyrir því, að ríkisstjómin, undir fomstu Hall- dórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra, berst svo hart gegn aðild að Kyoto-bókuninni, er draumurinn um risa- vaxið álver Norsk Hydro á Austurlandi, sem mun valda mikilli mengun og eyðileggja náttúmperlur. Sérstaða íslands gegn Kyoto-bókuninni er orðin óþægi- lega áberandi eftir að Bandaríkin skrifuðu undir hana. ísland er skyndilega komið í sviðsljósið sem mesti sóð- inn meðal vestrænna ríkja og mun verða að taka lang- vinnum afleiðingum af illu umtali umheimsins. Sérstaðan skaðar hagsmuni okkar í ferðaþjónustu og sjávarútvegi á svipaðan hátt og sjálfseyðingarhugsjón hvalveiða mun gera, ef hún verður að veruleika. Við eigum á hættu, að öflugir hópar á sviði umhverfismála beini geiri sínum gegn íslenzkum hagsmunum. Miklu hagkvæmara væri fyrir okkur að taka fomstu í sjónarmiðum umhverfisvemdar og afla okkur ímyndar sjálfbærrar umgengni við auðlindir sjávar og lands, meðal annars í samræmi við tillögur Orra Vigfússonar hjá Laxveiðisjóði Norður-Atlantshafsins. Því miður er okkur stjómað af þröngsýnum búrum, sem em svo fastir í flómum, að þeir sjá ekki ljósið og halda áfram að skaða umhverfl okkar og efhahag. Jónas Kristjánsson Vel skil ég menn sem sveia þeim ósóma að setja verðmiða á allt: fjall og foss, lyng og loft, segir Árni m.a. í grein sinni. Markaðsvæðing allrar náttúru hann spillir og tortímir með sínu brölti. Verðmiði á vinskapinn En vel skil ég menn sem sveia þeim ósóma að setja verðmiða á allt: fjall og foss, lyng og loft. Víst vilj- um við eiga okkur friðland þar sem markaðs- gnýrinn þegir, víst vilja menn að náttúran sé musteri en ekki ræningja- bæli. En því miður: þeir komast ekki upp með það. Þvert á móti: það er stöðugt verið að færa út valdsvið markaðarins og „Rétt eins og fáir virða náttúru- fegurð í óbyggðum fyrr en hægt er að reikna hana í milljörðum þá reynist náttúra manna til ásta stórlega vanmetin ef henni er fullnægt ókeypis.u Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur í kappræðu um virkjanir og óbyggðir er nú helst barist með tölum og verð- lagningu. Orku- og iðnaðargeir- inn hefur lengi veifað sínum út- reikningum á því hvað má græða á því að virkja til dæmis fossinn Dynk og setja Þjórsárver imdir vatn. Nú samein- ast náttúru- vemdarmenn og ferðageirinn og svara með því að verðleggja nátt- úruna með öðr- um hætti: Hverju tapa menn á því að virkja? Hvað er tapið i nota- gildi (viðskiptum við ferðamenn), arfleiðsluvirði (hugsanlegri rýmun arðs af landi sem afkomendur gætu átt von á) og tilvistargildi (líklega er átt við það sem fyrr hét náttúra- fegurð). Sumir menn hneykslast á því að öllu er snúið upp í peninga og markaðshjal. En kannski varð ekki komist hjá slikri „peninga- væðingu umræðunnar". Mark- aðsvæðing allra hluta og þá sálar- lífsins einnig er svo róttæk að það þýðir ekki lengur að hreyfa rökum sem ekki falla að bókhaldi: gróði af fossi, tap á að virkja foss - eða virkja ekki. Stóriðjugeiranum er ekki nema mátulegt að fá að svitna í slíku bókhaldsstríði, svo lengi hefur hann komið sér hjá því að reikna inn í dæmið - með ein- um hætti eða öðram - hveiju flækja hugtökum hans utan um öll fyrirbæri og samskipti. Tökum til dæmis vináttu, ást, kynlíf. Vitaskuld hafa viðskipta- sjónarmið alltaf komið við sögu þessara fyrirbæra. Við þekkjum ekki aðeins vændismarkað heldur og hjúpskaparmarkaö og allir kannast við þaö að menn vilji sækja sér beinan hagnað í vin- skap. En samt hafa menn reynt að halda ást og vináttu að sem mestu leyti utan við kaupskapinn, skammast sín altént fyrir að láta hann koma grímulaust fram í þeim nánu scunskiptum sem era mest gleði manna og gaman. Þar til nú á dögum: við verðum æ bet- ur vör við að reynt er að snúa allri gagnkvæmni í viðskipti. Menn vingast ekki, þeir fjárfesta hver í öðrum - og losa sig við þá vini sem era hæpin fjárfesting (slíta til dæmis vinfengi við lágt setta menn sem gætu tafíð fyrir manni á framabraut, eins og kennt er í sumum bisnessskólum). Og konur og karlar fella ekki hugi saman - þau komast að hagstæðu sam- komulagi um „skipti á kynlífsþörf- um“ . Raðgreiðslur í rúminu Vændi breiðist hratt út, ekki síst meðal betur staddra karla og kvenna, vegna þess að þau standa í svo harðri samkeppni að þau mega ekki vera að því að spandera tima í persónuleg ástarsambönd. Maður gæti alveg eins búist við því að snjallir markaðsfræðingar legðu fram áætlanir um að styrkja hjónaböndin með þvi að koma á viðskiptum með kynlíf milli hjóna. Höfuðröksemdin væri ein- fóld: rétt eins og fáir virða nátt- úrufegurð í óbyggðum fyrr en hægt er að reikna hana í miljörð- rnn, þá reynist náttúra manna til ásta stórlega vanmetin ef henni er fúllnægt ókeypis. Atlot verða að kosta eitthvað, anncirs skipta þau ekki máli. Því ber eiginmönnum og fostum ástmönnum öðram að staðgreiða komun sinum fyrir kynlífsþjónustu: við það munu ást- in og tryggðin magnast, því hvem- ig getur hjá því farið að virðing fyrir markaðslögmálum sé til bóta? Að vísu þyrfti að finna leið líka til þess að konur greiddu körl- um fyrir þeirra frammistöðu. En það ætti að vera hægt að finna „ásættanlegar" viðmiðunarreglur um verðlagningu og hver borgar hverjum hvenær, sem allar munu ýta undir fognuð í rúminu, pen- ingaveltu á heimilum og markaðs- sælu í samfélaginu. - Annað eins hafa menn reynt. Ámi Bergmann Skoðanir annarra Boðflenna í náttúrunni „I nútímaþjóðfélagi sér auglýsingaiðnaðurinn um að örva langanir mannsins. Til þess er notað sjónvarp, út- varp, dagblöð og tímarit. Maðurinn er orðinn eins og fiskur á þurru landi, utangátta í heiminum. Hann er í þeirri neyðarlegu stöðu að vera hluti af náttúrunni, en getur ekki breytt né aðlagast eðlislögmálum hennar. Hann er boðflenna í náttúranni, en samt hlekkjaður viö hana eins og dýr. Manninum er kastað inn í heim- inn fyrirvaralaust og síðan hrifrnn burtu gegn vilja sínum. Maðurinn verður vanmegnugur í tilveru sem þrengir að honum á alla vegu. Hann er eina dýrið sem er utangátta í náttúrunni, eina dýrið sem skapar vandamál aðeins með því að vera til.“ Árni Arnarson í Lesbók Mbl. 14. nóv. Aðvörun Seðlabankans „Tímabær aðvörun er sett fram í nýrri skýrslu Seðlabankans um ástand og horfur í efnahagsmálum. Aðvörun til bankakerfisins, stjórnenda fyrirtækja og heimilanna í landinu. Tilefnið er sífellt meiri aukning útlána ... Einnig hafa umsvif eignaleiga og verðbréfa- sjóða vaxið stórlega. Lánakerfið virðist í engum vand- ræðum með að fullnægja gífurlegri eftirspum eftir lánsfé frá fyrirtækjum og heimilum. Sem þýðir að skuldimar hafa aukist jafnt og þétt ... Forvitnilegt verður að sjá hvers eðlis þær aðhaldsaðgerðir verða sem Seðlabankinn boðar í skýrslu sinni." Elías Snæland Jónsson í Degi 14. nóv. Allsherjarþögnin Eftir gerð siðustu kjarasamninga hefur sem aldrei fyrr riðið yfir hrina hópuppsagna ýmissa mikil- vægra starfshópa í þjóðfélaginu ... Þar á ofan era kjcU’asamningar í gildi, þótt í sumum tilfellum sé uppi ágreiningur um framkvæmd þeirra. Og hverju er nú skrökvað að almenningi í þessu sambandi? Það er gert með allsherjarþögn um, að samkvæmt ís- lenskum lögum eru þessar aðgerðir í öllum tilfellum ólögmæt verkfóll, misneyting á aðstöðu, sem löggjöf réttarríkisins tekur á, ef þeim væri réttilega beitt. Rekstraraðilamir, sem hópuppsagnirnr beinast gegn, þegja um þetta af skiljanlegum ástæðum. Þeir vilja ekki gera andrúmsloftið í viðræðum enn erfið- ara. Stjómmálamenn þegja til að hrekja ekki frá sér atkvæði. Þannig era þau hugsanlegu atkvæði metin meira virði en heilsufar réttarríkisins, sem þeir hafa tekið að sér að gæta. Jón Sigurðsson í Mbl. 14. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.