Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 íþróttir unglinga Nice-unglingamótið í borðtennis fór fram á dögunum Hart barist á borðunum um gull Nice-unglingamótið í borðtennis fór fram í TBR-húsinu sunnudag- inn 8. nóvember 1998. Keppt var í 4 flokkum; byrjendaflokki, 2. flokki drengja, 1. flokki stúlkna og tvíliðaleik drengja. Athygli vakti að bræöur léku til sigurs í tvíliða- leiknum. Efst urðu þessi i hverjum flokki en þau fengu öll gull silfur og brons: mundsson, Víkingi. 1. flokkur stúlkna 1. Kristín Hjálmarsdóttir, KR 2. Kristín Bjarnadóttir, Vikingi 3. Guörún Bjömsdóttir, KR Byrjendaflokkur: 1. Eyjólfur Guðsteinsson, Víkingi 2. Halldór H. Hallsson, Víkingi, 3. Ingvar Ámason og Einar Gunnars- son, Víkingi. Tvíliöaleikur drengja: 1. Matthias og Guðmundur Stephensen 2. Magnús F. Magnússon og Tryggvi Á. Pétursson, Víkingi. 3. Óli Páll Geirsson og Tryggvi Rós- mundsson, Víkingi. 2. flokkur 1. Óli Páll Geirsson, Víkingi 2. Tryggvi Á. Pétursson, Vikingi 3. Ámi Traustason og Tryggvi Rós- 3 t é* K í /i ||U "g IL C ■' M * ; .jHH Hér að ofan eru allir verðlaunahafar á Grunnskólamóti Austurlands í glímu auk þess að þar eru einnig þau sem sköruðu fram úr á Héraðsmóti UÍA sem fram fór við sama tilefni 31. október á Reyðarfirði. Grunnskólamót Austurlands í glímu: Austfirskir glímukappar - 5 skólar börðust um sigurlaunin á mótinu Glíman er í hávegum höfð fyrir austan og á dögunum fór fram bæði Grunnskólamót Austurlands auk þess að keppt var i einstak- lingskeppni á Héraðsmóti UÍA í sömu aldursflokkum. Þar kom í ljós hverjir eru mestu glímukappamir á Austurlandi en fimm grunnskólar sendu lið á mótið. Fyrir mótið hafði farið fram glimukynning í 10 grunn- skólum á Austurlandi og því greini- legt að glíman á örugglega góða framtíö á Austurlandi eins og ann- ars staðar á íslandi enda þjóðar- íþrótt okkar. Keppt var í sveita- keppni og hjá strákunum bar Eski- fjarðarskóli sigur úr býtum, hlaut alls 6 stig en Grunnskóli Fáskrúðs- fjarðar kom næstur með 4 stig. Grunnskóli Reyðarfjarðar fékk 2 stig en Hallormsstaðarskóli rak lest- ina. Hallormsstaðarskóli fékk þó upp- reisn æru sinnar því hjá stúlkunum bar sveit þaðan sigur úr býtum. í öðru sæti varð Grunnskóli Fá- skrúðsfjarðar, Eskifjarðarskóli varð í þriðja sæti, Seyðisfjarðarskóli í fjórða sæti og loks rak Grunnskóli Reyðarfjarðar lestina. Tvær efstar og jafnar Eskifjarðarskóli átti sigurvegar- ann hjá strákum, Egil Steingríms- son, á héraðsmóti UÍA. Egill keppir fyrir Austra, í 2. sæti varð Eðvald Gestsson úr Val, Reyðcirfirði en í 3. sæti varð síðan Ingvar Rafn Stefáns- son úr Austra. Hjá stelpunum urðu þær efstar og jafnar, Oddný Lísa Ottósdóttir úr Hugin og Valdís Andrésdóttir úr Þristi en í 3. sæti varð Silja Jóhanns en þær tvær síð- amefndu voru og meðlimir í sigur- sveit Hallormsstaðarskóla. -ÓÓJ Hér má sjá sigursveit Hallormsstaðarskóla í glímu stúlkna. Sveitina skipa þær Þórveig Jóhannsdóttir, Valdís Andrésdóttir og Silja Jóhanns. Allar eru þær meðlimir í glímufélaginu Þristi og ientu í 3 af fjórum efstu sætunum í einstaklingskeppni á Héraðsmóti UÍA. Fjör á verðlaunapallinum hjá þeim sem urðu efstir í 2. flokki karla á Nice- mótinu í borðtennis. Frá vinstri: Tryggvi Á. Pétursson, óli Páll Geirsson, Tryggvi Rósmundsson og Árni Traustason. Verðlaunahafar f byrjendafiokki á Nice-mótinu í borðtennis. Þeir eru eftirtaldir, talið frá vinstri: Halldór H. Hallsson, Eyjólfur Guðsteinsson, Ingvar Árnason og Einar Gunnarsson en þeir koma allir úr Víkingi. mn jf oua mm Verðlaunahafar í tvíliðaleik drengja á Nice-mótinu í borðtennis. Frá vinstri, Tryggvi Á. Pétursson, Magnús F. Magnússon, Matthías Stephensen og Guðmundur Stephensen. Sigurvergarar í stúlknaflokki á Héraðsmóti UIA á dögunum. Frá vinstri talið: Oddný Lfsa Ottósdóttir, Valdís Andrésdóttir og Egill Steingrfmsson. Hér má sjá sigursveit Eskifjarðarskóla í glímu stráka. Þeir eru: Ingvar Stefánsson, Arnar Jóhannsson, Egill Steingímsson og Bjarni Hafsteinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.